Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1908, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.11.1908, Blaðsíða 2
210 EiðurÍDD, sem unninn er við fermiugu ungmenna ætti og löngu að vera horfinn dr sögunni. Bitstj. Ingólfs-líkneskið. — o— 21. þ. m. er löng grein i „Isafold“ um Ingólfs-líkneski Einars Jónssonar. I grein þessari er, meðal annars, skýrt frá því, að Iðnaðarmannafélagið hafi 29. okt. 1905 sent Einari Jbnssyni svo lát- andi símskeyti: „IðnaðarmaDnafólagið gengst fyrir kaupum á Ingólfi. — Starfaðu ör- uggur! Ingólfsnefndin.“ I símskeyti þessu eru Einari alls eng- in skilyrði sett, að því er það snertir, hvernig likneskið eigi að vera, og hlaut bann því, að geta gengið að því, sem visu, að Jikneskið yrði keypt, hvernig sem hon- þætti bezt fara, að hafa það. En þetta loforð sitt brigðar Ingólfs- nefndin, byrjar ári siðar, að ympra á því, að skeð geti, að hún óski breytinga á líkneskinu, og afsegir síðan að kaupa það með greypimyndum, og einkunnarorðum, sem Einar hafði sett á það. Nú situr Einar því uppi með liknesk- ið, og liefir haft 400—500 kr. aukakostn- að af því, að því er „ísafoldar“-greinin skýrir frá, að þurfa að láta gipssteypa það tvisvar, sakir aðgjörða, og brigðmælgi, Ingólfsnefndarinnar. Það þótti rösklega gjört, og mæltíst vel fyrir, er Iðnaðarmannafélagið tók að sér, að gangast fyfir kaupum á líkneskinu, sem voDlaust þótti þá, að landið gæti eignast. — En verði sá endir máianna, sem nú horfist á, hefði félaginu verið sæmra, að hreifa aldrei við málinu. IðDaðarmannafélagið þarf því að kippa þessu í lag, og efna orð sín, eða nefndar þeirrar, er það f'al málið, og vinda sem allra bráðast bug að því. Ritsímaskeyti. til „Þjóðv.u —o— Kaupmannahöfn 19. nóv. ’08. Frá Kína. Keisarinn i Kiná, og ekkjudrottning- in, eru bæði dauð. (Það er kynlegt, að fregnin um lát beggja berst í senn, og eigi óhugsandi, að dauði þeirra hafi eigi orðið á eðlileg- an hátt. — En þetta fréttist síðar. Keisarinn í Kína, sem dú er látinn, bét Kwangsy, og var fæddur 1872. — Hann varð keisari 1875, er frændi hans, Jungtblú keisari, andaðist, en tók þóeigi við stjórnÍDni, fyr en 1889. — Til þess tíma anDaðist Isu-Hsí, ekkju-drottning, stjórnarstörfin, í haDS nafni, ásamtföður- bróður hans, Kunq, prins. Kwangsy koisari vildi koma á ýms- um umbótum í ríkinu, t. d. að því er lýðroenntun snerti, og vakti það megna mótspyrnu gegD honum, ekki sizt af hálfu Þjóðviljin m. ekkjudrottningarinnar, og fylgisrnanna hennar, svo að 22. sepr. 1898 var keis- arinn neyddur til þess, að fela ekkju- drottDÍngunni ríkisstjórnina að nýju. Þegar „hnefamaDDau-uppreisnin var í Kína árið 1900, og stórveldin skárust í leikinn, og sendu her til Peking, varð keisarinn I ágústmánuði að flýja þaðan til Singanfu, og hvarf ekki heim aptur til höfuðstaðar síns, fyr en í des. 1901. Tsu-Hsí, ekkjudrottning, var fædd 17. nóv. 1834, og hét á yngri árum sínum Jehomála. — Þegar hún var 16 ára að aldri, varð hún ein af konum Rienfong's keisara (f i ágúat 1861), og var þeirra son Tungtshí, er bar keisaranafn 1861 — 1875, en tók þó eigi við ríkisstjórninni fyr en 1873. — Til þess tíma réð ekkju- drottningin öllu, með KoDg, frænda keis- ara, því að þau hrifsuðu til sín völdin, frá mönnum þeim, er settir voru til land- stjórnar með unga keisaranum. Tsu-Hsi, ekkjudrottning, hefirþvíum langt áraskeið ráðið mestu í Kina, því uð all-mikil ráð kvað hún þegar hafa haft, meðan maður hennar, Híenfong keisari, lifði, enda var hún fríðleikskona á yngri árum sínum. — Hún kunni mjög ílla allri afskiptasemi útlondinga af málefnum Kín- verja, og þótti litt vönd að meðulum, til að koma sínu fram.) — — Frá Þýzkalandi. Þýzka rikisþingið hefir látið þá ósk í ljósi, að keisari væri gætnari í orðum. Bulow, ríkiskanzlari, heldur embætti sínu áfram. (Fregn þessi stendur í sambandi við fréttirnar í 50.—51. nr. blaðs vors, þar sem þess er getið, að Vilhjálmur keisari hefði látið mikið yfir því, að hann hefði verið Bretum hliðhollur, er Búa-ófriðurÍDn stóð yfir. — Líkuðu Bretum þau ummæli stórum miður, og lá nærri, að Biilow, þýzki ríkiskanzlarÍDn, yrði að víkja úr embætti, þar sem hann ber ábjmgð á um- mælum keisara.) Frakkneskir stjörnufræðingar, bræður tV6Ír, Henry að nafni, (f 1903 og 1905), urðu fyrstir manna til þess, að búa til stjörnukort, eptir ljós- myndum af himinbvelfingunni, og hafa síðan verið teknar æ fleiri og fleiri ljósmyndir af himn- inum, til þess að fá sem glöggast kort affasta- stjörnunum, og ákveða afstöðu þeirra. Til þess að koma máli þessu áleiðis, var fundur haldinn í Paris 1837, og skiptu helztu stjarnrannsóknarstöðvar þá verkum með sér þannig, að hver tók að sór ákveðinn hluta af himinhvelfingunni; en eigi sáu menn sér þó fœrt, að leggja út i, að taka myndir af fjarlægari fastastjörnum, af öllum milljónunum, en þeim, er stjörnufræðingar telja til ellefta flokks. Bandamenn áttu engan fulltrúa á ofangreind- um Parísar-fundi, en á sjarnrannsóknarstöðvun- um í Oambridge í rikinu Massaehusetts og í Arequípu í Peru eru á hverri nóttu, er lopt er heiðskirt, teknar himinhvelfingarljósmyndir, og eiga Bandamenn því kynstrin öll af þeim. Mjög annt hafa stjarnfræðingar einnig látið sér um það, að taka ljósmyndir af yfirborði sól- arinnar og tunglsins ogJ. F. Sclimidt. (1825—1884) forstöðumaður stjarnracnsóknarstöðvannaíAþenu- borg, sem vann að þvi í nær 40, ár að búa til kort af tunglinu, byggði uppdrátt sinn á Ijós- myndum, sem af því höfðu verið teknar. Að því er reikistjörnurnar í sólkerfijvoru snert- XXII. 53. ir, hefir til þessa tekizt ílla, að taka góðar ljós- myndir af þeim, og stafar það af ljósbrotinu í gufuhvolfi þeirra. Mikil furða er það, að nokkur skuli láta í ljósi vafa um það, að reikistjörnurnar séu bú- staður lifandi, skynsemi gæddra vera. 1 gistihúsum, þar sem gestkvæmt er, hefir það, sem von er, verið ærinn starfi, að bursta stígvél allra gestanna, og kemur sér það vel, að nýlega hefir verið fundin upp vól, sem eigi þarf annað, en að stíga fótum i, til þess að hún sópi ryki og óhreinindum af stígvélunum, beri á þau svertuna, og fági þau, sem þut-fa þykir. Nýja lestrarfélagið er nafn lestrarfélags, sem nokkrir menn í Reykjavík stofnuðu fyrir fáum árum. — Félag þetta kaupir erlendar skáldsögur, blöd, tímarit o. fl., og hefir það ný skeð birt á prenti skrá yfir bækur, blöð og tímarit, er það hefir eign- ast á árunum 11)07—1908. Mannalát. —o — I júnímán. þ. á. andaðist að Árbakka i Hnífsdal húsfreyjan Sigríður Magnns- dóttir, tæpra 29 ára að aldri. Hún var fædd í Fremri-Hnífsdal 12. ág. 1879, og voru foreldrar hennar: Magn- ús Samúelsson og Sigríður Kristjánsdóttir, er udi hríð bjuggu í Fremri-Hnífsdal. — 30. marz síðastl. giptist Sigríður sáluga eptirlifandi manni sínum, Jóni Hálfdáni Ouðmundssyni, Jónssonar á Árbakka, og dvöldu þau í húsmennsku á Árbakka; en hjónabandið varð skammvinnt, eigi full- ir þrír mánuðir. — Yar Jón áður kvænt- ur Bannveigu Einarsdbttur, Magnússonar í Hvammi í Dýrafirði, sem dó 13 des. 1902, frá fimm ungum börnum, sbr. 9. nr. XVII. árg. „Þjóðv.u Þeim hjónum varð tveggja barna auð- ið, sem bæði eru á lífi, og eru nöfn þeirra: Sigurður Ragnar og Sveinborg Jósefína Ólafía. Sigríður sáluga var „fríð sýnum, og ávann sér góðan þokka þeirra, er hún kynntistu, að því er ritstjóra „Þjóðv.u er skrifað. 1. ágúst siðastl. andaðist í Winnipeg ekkjan Hélga Jónsdóttir, er flutti til Vest- urheims úr Reykjavík árið 1902. — Bana- mein hennar var meinsemd í kinnbeini. — Helga sáluga var gipt Finnboga Árna- syni, og bjuggu þau 16 ár í Kangárvalla- sýslu, en siðan um 20 ár að Reykjum í Mosfellssveit. 5, janúar f. á. andaðist í Rekavik bak Látur i Sléttuhreppi í Norður-ísafjarðar- sýslu húsfreyjan Sigríður Pálína Pálma• döttir, og hafði hún haustið áður gipzt Friðriki Magmissyni, fyr húsmanni að Látrum í Aðalvík, og var hún seinni kona hans; en fyrri kona hans var Gunn- vör Brynjólfsdóttir, hreppstjóra Þorsteins- sonar á Sléttu í Norður-Isafjarðarsýslu,. Foreldrar Sigríðar heitinnar voru: Pálmi bóndi Jónsson í Rekavík bak Látur, og fyrri kona hans Ouðríður Sigurðardóttir, sem látin er fyrir nær tuttugu árum. Eitt barn þeirra hjóna er á lífi, Sig- riður Pálína að naini.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.