Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.11.1912, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.11.1912, Blaðsíða 1
XXVI. árg. Reykjavík BO. nóveraber 1912. 55. tbl. lijörn Jónsson (fyr ráðlierra). Fyrverandi ráðherra Björn Jónsson, alþm. Barðstrendinga, andaðist. að heimili sínu 1 ér í Keykjavik aðfaranóttina 24. nóv- þ. á. (kl. 4 að morgni). Hafði hann legið veikur 3—4 dagana næstu á undan, -— fengið heilablóðfall að kvöldi miðvikudagsins 20. nóv- þ- á., svo að hann varð allur máttlaus vinstra megin, og var síðan mállaus, og rænulaus, eða rænulitill. að heita mátti, unz dauð- ann bar að höndum, sem fyr segir. Hann var fæddur í Djúpadal i Barðastrandasýslu 8. okt. 1846, og var því frekra ( 6 ára að aldri, er hann andaðist. Foreldrar hans voru: Jón hreppstjóri Jónsson, og kona hans, Sigi idm Jónsdóttir, og dóu báðir foreldrar hans sama árið (1862). Byrjun skólalærdóms nam Björn að Stað á Reykjanesi, hjá síra Olafi E. Johnsen, en síðan að Staðastað, hjá Sveini prótasti Nielssyni, og gekk siðan i lærðaskólann 1863, en lauk þar stúdentsprófi 1869, með I. emkunn, enda var hann náms- maður mikill. Veturinn eptir var hann við kennslustörf í Flatey á Breiðafirði, en sigldi síðan til háskólans í Kaupmannahöfn, og lagði ,þar stund á lögfræði. Lögfræðisnámi hætti hann þó, áður en hann lyki prófi, — fór heim til Beykjavíkur þjóðhátíðarárið 1874, og stofnaði blaðið „ísatold“, er hann steypti saman við blaðið „Vikverja11 er hann keypti. „ísafo]dar“prentsmiðju setti hann síðan á fót 1877. Auk þess er hann var ritstjóri „ísafoldar11 frá stofnun hennar (1874), unz hann tók við ráðherraembættinu snemma á árinu 1909, var hann og útgefandi „Sunnanfara11 árin 1900—1903, og ritstjóri „ísl. Goodtemplars11 1891—1893, en síðan útgefandi „Heimilisblaðsins11, er og var bindindisblað, í tvö ár. Bitstjóri „Skírnis11 var hann og 1872—1874, og gaf síðan (með öðrum) út tímaritið „Iðunni“, — auk ýmsra annara rit- starfa, sem hér verður eigi getið. Loks gaf hann og síðastl. sumar rít blaðið „Magni11, nokkur númer. Auk blaðamennskunnar, sem var aðal-starf Bjötns Jóns- sonar, ásamt rekstri prt ntiðna.rinnar, lagði hann og stund á bóksölu og bóka-útgáfur. — Bókbandsverkstofu hafði hann og jafnhliða bóka-útgáf- unni, og fieiri atvinnugri inir. Þá átti hann og drjúgan þátt í stofnun ýmsra félaga (Goodtemplarafélagið, Ot Idfellow-félagið, íshúsfélagið, Land- búnaðarfélagið o. fl.), og var í stjórn þeirra allra, eða flestra. I bæjastjórn Reykjavíkur var hann og um hrið. En á alþingi sat nann 1879, sem þingmaður Stranda- manna; — síðar ekki á þingi, unz hann við þingkosningarnar 1908 var kosinn þingmaður Barðstrendinga, og endurkosinn fyrir sama kjördæmi við þingkosningarnar 1911. Forseti bókmenntafélagsins var hann og 1884—1894, og síðar heiðursfélagi þess; en auk þess opt. í „Andvara“-rit- nefnd o. fl. — 10. des. 1874 kvæntist hann eptirlifandi ekkju sinni: Elisabet Sveinsdóttur, prófasts Níelssonar á Staðarstað, systur Hallgrims heitins Sveinssonar, biskups. Varð þeim hjónunum alls fjögra barna auðið, sem öll eru á lífi, og eru þau þessi: 1. Gudrún, gipt Þórdi héraðslækni I álssyni. 2. Sigtidur, ógipt. 3. Sveinn, yfirdómslögmaður og 4. Olafur, ritstjóri „Isafoldar11. Báðherra Islands var liann, sem kunnugt er, skipaður 31. marz 1909, og tók við embættinu daginn eptir, og gegndi því síðan, unz honum var veitt lausn frá embættinu 13. marz 1911. Sem blaðamaður var Björn sálugi lang öflugasti blaða- maðurinn hér á landi, og einatt mjög atkvæðamikill, enda „Isafold11 um sum skeið það blaðið, er mest hafði áhrifin hér á landi, þótt hin væru og nokkur, er sá málstaðurinn var betur farinn — og æ í sumum héruðum landsins eigi hvað sízt —, er ekki naut stuðnings hennar. Yar það og metnaður hans, að „Isafold11 væri jafnan stærsta og mesta blað landsins, og að aðrir færu þar eigi fram úr honum. Starfsmaður var Bjötn sálugi með afbrigðum, og hlífði sér opt miður, en skyldi, ekki sízt það áratimabilið, er hann þjáð- ist af iangvinnum sjúkdómi, er liann þó síðar fékk lækningu á í Danmörku. Að því er pólitiska starfsemi Björns heitins Jónssonar snertir, leiðir blað vort það hjá sér, að fara út í hana, enda almenningi kunnugri en svo, að nokkur þörf gerist. — En víst er um það, að við fráíall ha-ns hefir þjóð vor misst einn af áhugamestu sonum sínum. Þvi miður var Björn Jónsson mjög farinn að heilsu, er hann tók við ráðherra-embættimi, og gat þvi alls eigi notið sín að neinu leiti, — eða nokkuð likt því er ella myndi, enda enginn vafi á því, að störl hans sem ráðherra, hefðu orðið öll önnur, og meiri, hefði heilsunnar notið við. Hann var maður trygglyndur, og reyndist opt mörgum öruggur, og ótrauður hjálparmaður, og það eigi hvað sízt sumum, er hart voru leiknir af lífinu, eða á villigötur höfðu um of ratað. Á hinn bóginn leyndi það sér þó eigi stundum, að hefni- girni var til í lunderninu — hugarfarið þar eigi orðið hið hreina —, og gat hann því verið all-óvæginn annað veifið, harður í dómum, eða óbilgjarn, er því var að skipta, og árétt- að þá æ aptur og aptur. Eptir Bjötn heitinn hefir Gudm. skáld Gudmundsson á ísafirði ort mjög snotur saknaðarstef, sem birt hafa verið í „ísafold11. Jarðaför Bjötm sáluga er áformað, að fari fram 6. des. næstk.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.