Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1912, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1912, Blaðsíða 1
■ Þ JÓÐVIL JINN XXVI. árg. Reykjavik 24. desember 1912. 58. -59. tbl. Sambandsmálið. í síðasta nr. blaðs vors, gátum vér þess stuttlega, að ráðherra hefði lofað ýmsum samflokksmönnum sínum,að vekja máls á því við Dani, hvort ekki mætti birta almenningi hér á landi „ný-bræð- inginn“, sem hann kom með ur sigl- ingunni. Nú er ieyfið þegar „náðarsamlegast“ veitt, og birtum vér því í biaði voru að þessu sinni: a, Uppkast að löguni um rikja-sam- bandið milli Danmerkur og Islands, og felst í því allt það, er ráðherra tjá- ist verða að telja hið mesta, er unnt sé að fá framgengt í Danmörku. b, Yfirlýsingu ráðherrans, er sýnir, hversu hann vill, að litið sé á afstöðu sína til málsins, eins og nú standa sakir. Eins og bent var á í síðasta nr. blaðs vors, fer því nú mjög fjarri, að Danir fáist til þess, að standa við tilboðin, er felast í „Uppkastinu11 (þ. e. í frumvarpi meiri hluta millilandanefndarinnar frá 1908). Það er nú ekkki nóg með það, að þeir vilja enn halda utanríkis- og her- málunum í sínum höndum um aldur og æfi, eins og nú er, og halda að öðru leyti yfirleitt í alla sömu agnúana. sem á „Uppkastinu11 frá 1908 voru, heldur bæta þeir nú og við skilyrðum, er gera „ný-bræðinginn“ hálfu verri, og meira en það. Þeir áskilja nú: a, ad Dönum sé áskilinn sami léttui, til ad hagnýta islenzka landhelgi, sem Is- lendingum sjálfum, meðan er Danir vilja annast strandvarnirnar —, halda því fiskiveiðaréttindum í land- helgi vorri, þótt vét segjum þeim ó- þarft að lilutast til um strandgæzluna. b, ad Fœteyingum sé og eigi ad eins ttyggdui sami réttui. medan et Danir njóta hans, heldur um — aldur og æíi(!) e, ad fœdingjaréttwinn sé og sameiginlegt málefni, þ. e. sé í höndum danska lög- gjafarvaldsins eins, og sé svo — um aldur og æíi. Islendingum því óheimilt, að veita nokkrum manni fæðingjafétt hér á landi, — verða að sækja um slikt til Dana. A hinn bógmn er Dönum ætlað, að geta veitt eins mörgum fæðingjarétt hér á landi, eins og þeir vilja, — þurfa ekki samþykki íslenzka stjórnarráðsins, nema maðurinn sé hér á landi biisett- ur, (óþarft því, ef maðurmn er búsett- ur í Danmörku, eða uta-n Islands ella). Með ákvæði þessu er Dönum því veittur réttur til þess að get-a stein- rotað íslenzkt þjóderni, hvenær sem þeim þóknast. Hvernig lízt islendingum á blikuna? Enn fremur hafa þeir og fikað sig upp á skaptið, að því er snertir ákvæðiu um þjóðarsamninga o. fl. Gegnii stómi iurdu, ad nokkrum dönskum stjórnmálamanni skuli hafa til hugar komid, ad til gœti verid sá Is- lendingui, er líta vildi rid ödru eins. En svona eru Íslendíngar nú ómæli- lega djúpt- sokknir í áliti í a-ugum Dana. Allt er talið oss boðlegt. Það er auðsætt, að þingkosningarnar haustið 1911, og þá eigi síður „bræð- ingurinn“, hafa gefið dönskum stjórn- málamönnum vonir um það, að nú væri hentugi timinn, — hentugi timinn til þess að fá öllu svo fyrir komið, or þeir gætu sér frekast óskað. Af yfirlýsingu ráðherrans, sem fyr er getið, og prentuð er í þessu nr. blaðs vors, sést, að jafn vel hann er nú og kominn á þá skoðun, eptir að hafa talað við ýmsa samflokksmenn sína, „bræðing- ana“, að réttast sé, að alþingismenn at- hugi nú málið í sameiningu á næst-a al- þingi, áður en ákveðið verði, hvort það skuli borið undir þjóðina. En sjá-lfur tjáist hann eigi munu leggja danska „ný-bræðingmn“ — eða „grút- inn“, sem sumir nú og nefna því nafni —, fyrir þingið, nema þjóðin hafi áður óskað þess. Væntanlega æskir þjóðin þess aldrei, og ætti það því aldrei að gerast. En þó að danska furðuverkið, — háð- ungin, er upp úr „bræðings“-íllgres- inu spratt, sé þannig væntanlega úr sög- unni, þá er það þó eigu að síður afar- áriðandi, að þjóðin sé nú sem allra bezt. vakandi. Sízt að vita, hverju sumir þeirra kunna að vilja taka upp á, erútí „bræð- inginn“ gátu leiðzt. Vér furðuðum oss á þvi, ísíðastanr. blaðs. vors, að ráðherra skyldi eigi þeg- ar hafa sagt dönsku ráðherrunum það hreint. og beint, að „grútinn“ væri eigi til neins að bjóða, enda Dönum sjálfum stök vansæmd að. Eða hvi benti hann þeim eigi á það, hve ríli, og sjálfsögð skylda það væri öllum, að brigða eigi orð sín? Hvi henti hann þeim eigi á þad: ad fiskiveidarnat i landhelgi fslands, ad strandvarnirnar hér vid land, ad fánamálid, ad konsúla-máhd, sem og ad öll atmnnumál vor o. fl. eru — eptir eigin viðurkenningu Dana sjálfra í stöðulögunum — allt islenzk sérmál, og danska löggjarvaldinu því, eins og þegar er komið, alls ekki meira viðkomandi, en kettinum er t. d. sjö- stirnið? Get-ur Dönum, eða- dönskum stjórn- málamönnum komið til hugar, að Islend- ingar fari að sleppa réttindum, sem Dan- ir sjálfir hafa þegar viðurkennt þá hafa? Fyr má nú vera frekja, en að æt-last t-il slíks! Albanía lýst sjálfstætt riki. Meðan ófriðurinn mill Tyrkja og Balk- anrikjanna fjögra stóð yfir, og Albanía mátti heita öll í óvina höndum, hefir það gjörzt sögulegt, að Albanía heflr lýst sig sjálfstætt, og öllum óháð riki. Meðan landið var enn í óvinahöndum, hafa Albanar sent f'ulltrúa á þjóðþing, er haldið var í borginni Avlona — á ítölsku er borgin nefnd Valona —, og og lýst því þar yfir, sem fyr segir. Hafa þeir lýst landið lýðveldi, og kos- ið lýðveldisforseta, er Ismail Khemal Bey nefnist. Þetta gjörðist 29. nóv. síðastl. Það er óeiað ágreiningurinn milli Serba og Austurríkismanna, sem veitt hefir Albönum djörfung til þessa, þar sem Austurríkismenn hafa tjáð sig gjörsam- lega mótfallna því, að Serbar fái hafnar- borgir í Albaníu, við Adríahafið, eins og nánar er drepið á á öðrum stað í þessu nr. blaðs vors. Töluverða eptirtekt, og kátínu vakti það á þjóðfundinum í Avlona, að einn. í tölu þingmannanna, sem þar mættu, var Albana-höfðinginn — Issa Boletinas, er allir töldu löngu látinn, sbr. 53.—54. nr. i blaðs vors þ. á. Tyrkja soldáninn (Muhamed V.) varð ! þegar við tilmælum Albana-, — og viður- kenndi sjálfstæði Albaníu, vissi og landið Tyrkjum hvort sem var altapað, og hefir þá eigi þótt- lakara, að mótstöðumennirn- ir yrðu þess þá eigi aðnjótandi. Albanar hafa nú og leitað viðurkenn- ingar annara þjóðerna, að því er sjálf- stæði Albauíu snertir. Slík er venjan, þótt vit-anlega þurfi. ekkert þjóðerni slíkrar viðurkenningar með, — nema þá, ef þar í ætti að felast loforð um það, eins og ástandið er á jörð- inni, að láta þjóðina óáreitta. Fn ekki er þá, ef svo væri, slíkt lof- orð láiið lengur gilda, en gott þykir. Þótt Albanía sé nú lýst lýðveldi, þá

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.