Lögberg - 26.08.1891, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.08.1891, Blaðsíða 4
4 LÖGBERO, MTÐVIKUDAGINN 26. ÁGÖST 1891. Ö g b £ t* g. Gefið út að 573 Slain Str. WinnipeK, af l'he Lögberg Printing (s? Publishing Coy. (Incorporated 27. May 1890). Ritstjóri (Editor); P.INAK HJÖRLEIFSSON business manager: MAGNÚS PAULSON. AUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar 1 eitt skipti 25 cts. fyrir 30 orð eða 1 )>uml. dúlkslengdar; 1 doll. um mánuðinn. Á stærri auglýsingum eða augl. um lengri tíma af- slátiur eptir samningi. BÚSTADA-SKIPTI kaupenda verður að til- kynna skrijlega og geta um fyrverantli bú- stað jafnframt. UTANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU blaðsins er: TtyE LÓCBEFJC PRINTINC & PUBLISt{. CO. P. O. Box 368, Winnipeg, Man. UTANÁSKRIFT til RITSTJÓRANS er: EUITOK LÖEIIERG. P. O. BOX 368. WINNIPEG MAN. I-- MIDVINUP. 26. AGÚST i8gi -- Jgjp Samkvæmt, landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild, nema hann sé skuldlaus, þegar haDn segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld við blað- ið, flytr vistferlum, án þess að tilkynna heimilaskit'tin, þá er það fyrir dómstól- unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett- vísum tilgang'. Eftirleiðis verðr á hverri viku prent- uð i blaðinu viðrkenning fyrir móttöku allra peninga, sem því hafa borizt fyrir- íarandi viku í pósti eða með bréfum, en ekki fyrir peningum, sem menn af- henda sjálfir á afgreiðslustofu blaðsins* því að þeir menn fá samstundis skriflega viðrkenning. — Bandarikjapeninga tekr blaðið fullu verði (af- Bandaríkjamönn- um), og frá íslandi eru islenzkir pen ingaseðlar teknir gildir fullu verði sem borgun fyrlr blaðið. — Sendið borgun i /“. O. Money Orders, eða peninga Iie- gistered Letter. Sendið oss ekki bankaá- visanir, sem borgast eiga annarstaðar en í Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylg fyrir innköllun. Cestur Palssoii, Rjett fyrir næst-síðustu helgi barst sú fregn út um bæinn, að Gestnr Pálsson væri orðinn mjfjg hættulega veikur. Miðvikudags- kveldið, 19. f>. m. ljezt hann á spítala bæjarins. Hann varð 38 ára. gamall — ári eldri en Jónas Hall- grímsson. Hann útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla vorið 1875, og sigldi þá samsumars til Kaupmanna- hafnar-háskóla til pess að stunda par guðfræðisnám. Eptir tvö ár fór hann heim til íslands aptur og dvaldi hjá föður sinum eitt eða tvö ár. Svo sigldi hann aptur til Kaup- mannaliafnar ojr stundaði nám sitt O prýðilega vel nukkurn tíma, ein tvö ár, eptir pví sem jeg hef heyrt. T>au ár var hann trúlofaður stúlku á íslandi og unni henni heitt. Sv« brá hún heiti við hann og mun pað hafa átt mjög mikinn pátt í að koma lífi hans á ringulreið. Samt stundaði hann allt af nám sitt með köflum meðan hann var í Kaupmannahöfn, og einn af hans beztu kunningjum, guðfræðisnem- andi, sem var honum samtiða við liáskólann, sagði mjer, að ef Gestur hefði nokkurn tíma haft áræði til að ganga undir próf síðustu árin sín par, pá mundi hann hafa stað- izt prófið. Svo fór hann alfarinn heim til Reykjavíkur sumarið 1882. t>ar hafði hann ofan af fyrir sjer með skrifstofustörfum, alpingisskript- um o. s. frv., og var auk pess rið- inn við ritstjórn l>jóðólfs nokkurn tíma, pó að nafns hans væri ekki getið á blaðinu; ritstjóri Suðra var hann og pau prjú ár, sem p?ð blað var geíið út. í fyrra sumar kom hann hing- að vestur og gerðist ritstjóri Heims- kringlu, fyrstu mánuðina ásamt Mr. Eggert Jóliannssyiii, og einn frá síðasta nýjári. Um næstu mán- aðamót ætlaði hann að hætta við pað starf, og fara til Norðurlanda, fyrst til Kristjaníu og par á eptir til Kaupma**ahafnar, og reyna að leita sjer atvinnu par. En áður en pví áformi hans yrði frawgengt, lá fyrir ho»um önnur ferð, sú sem á fyrir oss öllum að liggja fyrr eða síðar, og enginn kemur aptur úr. * * * Jeg kynntist Gesti Pálssyni ekkert fyrri en jeg kom til Kaup- mannahaf*ar háskóla sumarið 1881. Mjer stendur enn mjög lifandi fyr- ir hugskotssjónum eitt af pví fyrsta sem jeg sá til hans. Hjá lindi- trjenu mikla á Garði stóð hópur af íslenzkum stúdentum, og var að ræða um eitthvað. Yzt í hópnum stóð unglegur maður, grannvaxinn, hálslangur, kviklegur, fríður s/num, með einkennilega punglyndislegt og viðkvæmnislegt augnaráð. I>að var Gestur Pálsson. Hann sneri allt af sama eyranu að peim sein talaði í pað og pað skiptið, pví að hann heyrði lítið eða ekkert með hinu evranu, en vildi ekki missa af neinu, sem sagt var. Meðan á pessu stóð kom beiningamaður inn í garðinn. Hann bar par að, sem Gestur stóð og hlustaði, og fór að bera upp fyrir lionum kveinstafi sína og biðja hann að gefa sjer eitthvað ofurlitið. Gestur brást stirð- lega við, pví að meðan betlarinn ljet dæluna ganga, gat liann ekki heyrt pað sem hann var að hlusta á. Hann yppti öxlum, og bað betl- arann heldur ópolinmóðlega, en pó alveg illindalaust, að láta sig vera. Beiningamanninum leizt víst ekki svo á, sem sjer mundi mikið verða ágengt par í garðinum, snerist á hæli og lötraði út. En pegar hann er kominn rjett að hliðinu, verður Gesti eitthvað að orði á pá leið, að pað megi pó ekki minna vera en menn taki slíkuin olbogabörnum tilverunnar ónotalaust, tekur 25 aura upp úr vasa sínum — alla pá pen- inga, sem hann átti pá til í eigu sinni — leggur & stað á eptir betl- aranum, nær honum fyrir utan hlið- ið og stingur tuttugu-og-fimmeyr- ingnum að honum. Þetta litla atvik hefur mjer aldrei úr minni liðið. Hað hefur svo margsinnis ryfjast upp fyrir mjer í allri minni viðkynningu við Gest Pálsson. I>ví að bak við pað stóð sá eiginleiki mannsins, sem ríkastur var í sálarlífi hans, hjarta- gæzkan. Hún var pað vafalaust fremur öllu öðru, sem olli pví, að peir sem pekktu hann bezt báru ávallt hlyjan hug til hans og ljetu sjer ávallt annt um hann, hvað preyttir og leiðir sem peir urðu á yfirsjónum lians, er voru svo mikl- ar, eins og mörgum er kunnugt- Og hún er dýpsta rótin að pví bezta, sem eptir hann liggur, og halda mun rithöfunds-nafni hans í heiðri meðal íslendinga um ókomn- ar aldir. I>að var annars ekkert auðvelt að átta sig á Gesti Pálssyni. Hann var fremur torskilinn, bæði vegna pess, að hugur hans sýndist vera fullur af einlægum mótsögnum, og jafnframt vegna pess að harin var að allmiklu leyti óíslenzkur í anda. Hann sem hafði jafnmikið af hjartagæzku, viðkvæmni, meðaumkv- un, hafði jafnframt, eða taldi sjálf- um sjer trú um að hann hefði, mjög mikið af mannfyrirlitning. Jeg býst enda við, að ef hann hefði verið spurður, hver -væri sú aðal-upp- spretta í karaktjer hans, sem skáld- | skapargáfa hans fengi ’frá vökva og frjóvgun, pá mundi hann hafa svar- að, að pað væri fyrirlitningin fyrir mönnunum. En vafalaust hefði pað svar verið skakkt; pví að pað leyndi sjer ekki, að hjartagæzkan var part- ur af eðlisfari mannsins. Mannfyr- irlitningin par á móti var svo að segja utanaðlærð. Hún var honum bersýnilega ekki meðsköpuð, naum- ast framkomin af lífsreynslu hans, heldur mestmegnis eða algerlega á- hrif frá öf'rum höfundum, og hve- nær sem eitthvað reyndi á hana í lífinu varð hún að engu. Maðurinn var allt af að öðrum præði barn í anda, komst við af bágindum ann- ara eins og barn, og hafði barns- lega ánægju af að verða fyrir lofi annara manna. Samskonar mótsögn, eins og sú er hjer hefur í örfáum orðum verið gerð grein fyrir, átti sjer stað hjá honum að pví er trúarbrögðin snerti. Af eðlisfari var hann hneigður í trúaráttina, eins og flestir viðkvæm- ir menn. t>að 1/sti sjer í svo mörgu, að pað var ómögulegt á pvl að villast fyrir pá sem pekktu manninn til muna. Hann valdi sjer guðfræðisnám við háskólann í Kaup- mannahöfn. Ilann, vantrúarmaður- inn, sem annars var opt svo Ógæt- ínn í /msum efnum, heyrðist aldrei tala eitt einasta ógætilegt orð um trúarbrögðin, hvernig sem á honum stóð og með hverjum sem hann var, án pess hann pó drægi neinar dulur á vantrú sína. Hann hafði hið mesta yndi af að heyra fagrar prjedikanir og hlusta á kirkjulega sönglist, og sótti opt kirkjur að staðaldri, að minnsta kosti hjer í Winnipeg og í Kaupmannahöfn. Allt petta samanlagt beudir allljós- lega á eðlis-tilhneiging hans í pessu efni. Og af pví að sú tilhneiging var svo rík, og hann skildi svo vel sannarlegt trúarlíf og hafði í raun og veru svo miklar mætur á pví, pá hafði hann að hinu leytinu rótgróna óbeit á peim tilfinningar- lausa og andlausa skynsemispemb- ingi, sem einstakir menn eru á hin- um síðustu tímum að telja Vestur- íslendingum trú um að sjo trúar- brögð. Er að hinu leytinu var lífs- skoðun hans kristindómnum mjög fjarstæð. Hann hafði nútímans for- lagatrú, var deterministi, hugði vilja mannanna ófrjálsan og verk peirra óhjákvæmilega afleiðing af peim öflum lífsins, er á viljann verkuðu. t>ess vegna varð ábyrgð mannanna í hans augum lítil eða engin, og ekkert absólút gott nje absól'út illt, eins og einna Ijósast kom fram hjá honum i grein peirri sem hann rit- aði í fyrra um sögupáttinn „Vonir“. I>að mætti nefna /msar fleiri mótsagnir, sem gerðu mönnum nokkuð örðugt að átta sig á pess- um manni. Hjá honum hefur t. d. komið fram einhver sú innilegasta náttúrud/rkun, sem sjezt hefur hjá nokkru íslenzku skáldi. Jeg hef áður bent á pað í pessu blaði, að par sem Bjarni Thórarensen gat ekki á náttúruna litið, án pess hún minnti hann á eitthvað persónu- lcgt og fornt og siðferðislegt, og par sem Jónas Hallgrímsson og Steingr. Thorsteinsson og Hannes Hafstein finna til óblandinnar nautn- ar í skauti hennar, elska hana, pá birtist hún Gesti Pálssyni eins og ógurleg og tíguleg gyðja, og hann dró skó sína af fótum sjer, fieygði sj«r flötum í duptið og huldi and- lit sitt frammi fyrir henni. Hans lotningar-tilhneiging, sem jafnan er trúar-tilhneigingunni samfara, sam- gróin, brauzt par fram með sterku afli, sem náttúran var annars veg- ar. Blíða náttúrunnar og yndisleik- ur varð honum ekki að yrkisefni, heldur hafsins ægilega d/rð og voðakraptur stórhríðanna. Og hann taldi sjálfum sjer trú um, að pví nær sem mennirnir stæðu villtn náttúrunni, pví meiri mætur hefði hann á peim. En að hinu leytinu var maðurinn svo eindregið kvltúr- barn, sem ef til vill nokkur íslend- ingur liefur verið. Ilann átti frá- munalega örðugt með að neita sjer um nokkur pau pægindi, sem liann hafði á annað borð nokkurn tíma komizt á. Og pað var næstum pví lífsskilyrði fyrir hánn að geta um- gengizt menntaða menn. í>essar mótsagnir, sem jeg hef hjer minnzt á, og fieiri, sem jeg hef ekki tækifæri til að gera grein fyrir í p«tta sinn, áttu vafalaust pátt í að koma lífi lians á ringul- reið á /msan hátt. t>ær ullu pví, að manninum var sjaldan fyllsta alvara með neitt, sem fyrir honum vakti, og veiktu pannig karaktjer- inn. Hugur hans var sífelldlega skiptur; pess vegna myndaðist naum- 582 um lát hennar, svo að jeg gæti verið viss um, að hún væri ekki lengur á lífi. Haun gerði pað, og sendi mjer jafnframt frásögu um slysið sem komið hafði i dagblaði einu. t>á fannst mjer sannarlega, jeg vera aptur fijáls maður, og pótti mjer# pá sem jeg hefði til fulls og alls lokið við raunalegustu blaðsíðuna í lífssögu minni, og fór jeg nú að líta hughraustur til fram- tíðarinnar. Jeg kvæntist í annað sinn, og heimilislíf mitt var frábær- iega farsælt. Eptir pví sem n/lend- an óx, varð jeg með hverju áriuu auðugri en jeg hafði áður verið, og samborgarar mínir litu upp til mín og virtu mig. Pegar dóttir mín elskuleg, Madge, fæddist, fannst mjer sem hamingjubikar minn vera fullur, en allt í einu var jeg ó- pægilega minntur á liðna tlmann. Móðir Rósönnu gerði einn daginn vart við sig; hún var ófr/nileg út- lits, lyktaði af brennivíni, og jeg gat ekki sjeð neina líkingu með henni og vel búnu konunni, sem vön var að fylgja Rósönnu til leik- Uússins. Hún hafði fyrir löngu eytt 587 biðla til Madge. En hún synjaði honum eiginorðs og sagði mjer, að hún væri trúlofuð Fitzgerald; jeg átti pá í ströngu stríði við sjálfan mig, en að lokum sagði jeg Whyte, að jeg gæfi ekki sampykki mitt til að hann gengi að eiga Madge; par á móti kvaðst jeg mundi gefa hon- um hvað mikla peninga'-upphæð sem hann vildi til taka. Kveldið sem hann var myrtur kom hann að finna mig, og s/ndi hann mjer páhjónavígslu-vottorð okkar Rósönnu Moore. Hann hafnaði peningatil- boðinu og sagði, að svo framarlega sem jeg gæfi ekki saropykki mitt til hjónabands pessa, mundi hann ljósta öllu upp. Jeg grátbændi hann um, að gefa mjer umhugsunar- tíma, og kvaðst hann skyldi gefa mjer tvo daga, en ekki meira, og svo fór hann og tók hjónabands- vottorðið með sjer. Jeg sat eptir örvæntingarfullur, og sá að eini vegurinn til að bjarga sjálfum mjer út úr pessum nauðum var sá að ná einhvernveginn hjónabands-vottorðinu og præta svo fyrir allt. Með peim huga lagði jeg af stað á eptir hon. , 5Ö0 Jeg ætlaði nærri pví að verða brjál- aður af umhugsuninni um pá hrylli. legu kosti, setn fyrir hendi voru, annaðhvort að koma pví upp, að dóttir mín væri fædd utan löglegs hjónabands, eða láta morðingjann sleppa óhegndan. Loksins lofaði jeg að pegja, og fjekk honum ávísun upp á fimm púsund pmnd, og fjekk í staðinn hjónavígsluvottorðið. Jeg ljet svo Moreland vinna eið að pví, að hann skyldi fara úr n/lendunni; pví lofaði hann fúslega, og sagði að Melbourne væri hættuleg. I>egar hann var farinn, fór jeg að hugsa. um, hve voðalega væri ástatt fyrir mjer, og pað lá við að jcg stað- rjeði að fyrirfara sjálfum mjer, en frá peim glæp frelsaðist jeg pó fyrir guðs náð. Jeg hef skrifað pessa játningu í pví skyni, að ept- ir lát mitf mætti verða kunn hin ^ sönnu atvik að morði Wliytes, og til pess að engum verði ranglcga refsað, sern sakaður kynni að verða um petta morð. Jeg hef enga von una, að Moreland fái nokkurn tíma refsing fyrir glæj> sinn, pví að pegar pessi blöð verða opnuð, verð- 579 pví, hvernig heiminum hlaut að s/nast jeg lifa, að jeg vildi gera leyndarmál okkar heyrum kunnugt, en Rósanna var ófáanleg til pess. Jeg varð steinhissa, og gat ekki gert rnjer neina hugmynd um, hvern- ig á pví mundi standa, en Rósai:na var mjer líka ráðgáta að mörgu leyti. Henni fór svo að leiðast kyrrðin úti á landinu og hana lang- aði til að komast aptur í leikhúss- sollinn. Jeg pvertók fyrir að lofa henni pað, og upp frá peim tíma fór hún að fá óbeit á mjer. Okkur fæddist barn, og um tíma hugsaði hún ekki um annað en pað, en innan skamms var liún orðin leið á pessu n/ja leikfangi, og aptur sárbændi hún mig um að lofa sjer að hverfa aptur til leikhússins. Jeg synjaði aptur, og pað fór að verða kalt milli okkar. Jeg varð pung- lyndur og uppstökkur, og jeg fór að fara langar ferðir aleinn á hest- baki, og var opt að heiman dögum saman. Næsta landsetur við mig átti góður vinur minn, Frank Kelly, ungur maður, einstaklega laglegur, ljettlyndur og glaðlyndur og fynd.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.