Lögberg - 02.06.1894, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.06.1894, Blaðsíða 1
LöoberG er gefið út hvern miðvikudag og laugardag af THE LÖGliERG PRINTING & PUBLISHING CO. Skrifstota: Atgreiðsl astofa: I'ícr.ttuiiðj" 143 Princess Str., Winnipog Man. Kostar $2,oo um árið (á íslar.di 6 kr. borgist fyrirfram.—Einstök númer 5 cent. Lögebrg is puUiishcd every Wednesday and Saturday by ThE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING CO at i48 Princess Str., Winnipeg Kan. S ubscription price: $2,00 a year payable in advance. Single copies 5 c. 7. Ar. Wimiipeg:, Manitoba, laugardaginn 2. júní 1894 ROYAL * CROWN * SOAP Kóngs-Kórónu- Sápan er ósvikin hún skaðar hvorki höndurnar, andlitið eða fínustu dúka, ullardúkar hlaupa ekki ef hún er brúkuð. E essi er til- búin af The Royal Soap Co., Winqipeg. A. Friðriksson, mælir með henni við landa sína. Sápan er I punds stykkjum. Umfram allt reynið hana. FRJETTIR CANADA. Ontario-blöðin frjálslyndu láta mjög vel yfir pví að yfirrjetturinn í Manitoba skuli liafa staðfest dóminn yfir Chamberlain, og vona að hann kunni að verða öðrum til viðvörunar. pað eitt pykir þeim að, að peir sem fengu Chamberlain til að fara hingað vestur í peim erindum skuli sleppa ó- hegndir. Ilafa sum blöðin bent Mr. Martin pingmanni á pað, að liann ætti að krefjast pess, að J>að mál yrði rannsakað. BANDARIKIN. Frá Colorado frjettast afarmikil flóð. Ofsarigning kom á miðvikudag- inn í grend við bæinn Pueblo par í ríkinu, og við það óveður kom svo mikill vöxtur í Arkansas og Fountain árnar, sem renna bar raman, að pær flæddu yfir allstóran part af bænum. Lá vif sjálft að 300fjölskyldur misstu par lífið, en flestu af J>ví fólki varð pó bjargað með miklum erviðismunum. Tuttugu manns halda menn pó að hafi fari/.t, og ef til vill fieiri og 100 íbúðarhús skoluðust burt. Nálægt llenver eru og hættuleg ílóð pessa dagana. Frá Chicago er telegraferað á fimmtudaginn, að síðan á sunnudag hafi verið frost eða allt að því á hverri nóttu, og að afleiðingin af því sje, að stórskemmdir hafi orðið á ymiskonar uppskeru, einkum vetrarhveiti í Miohi- gan, Indiana og Nebraska. Öldungadeild Bandaríkja-con- gressins sampykkti á fimmtudaginn moð öllum atkvæðum gegn einu yfir- lysing um það, að Bandaríkin muni ekki skipta sjer af stjórndeilunum á Hawaii-eyjunum, og telji pað fjand- skaparmerki, ef nokkuð annað ríki taki þátt f þeirri deilu. í Oklahama virðast rnonn ekki vera sem allra ráðvandastir. Á síð- ustu 18 mánuðunum hefur verið stol- ið f einu county þar allt að 200 hest- um, en engin bending fjekkst um það, hveijir þjófarnir mundu vera. Nú hefur maður einn, sero situr í fangelsi fyrir morð, gert játningu, sem leitt hefur til þess, að úrskurðað hef- ur verið að 33 menn ícountyinu skuli takast fastir fyrir hestaþjófnað. Með- al hinna ákærðu eru ymsir helztu bændurnir þar. Bending til bænda. Eptir Jón Ólafsson, Brú P. O. Man. í sambandi við greinina „Leigur af peningum1- í „Lögb“. No. 30 stend- ur lauslega samandregið yfirlit yfir arð af meðalkú yfir árið, og hefur kunningi minn bent mjer á, að hon- um finnist verð kálfsins of liátt, mjólk- ur hæðin ofmikil, smjerið máske lield- ur mikið, lpd. úr 10 pottum, en aptur heyverðið heldur lítið sett á $2,50. þegar tekið sje meðaltal af bezta og ljelegasta slægjulandi, og byst hann við því, að fleiri hljóti að vera sjer samdóma um þetta. Af þessu tilefni langar mig til að skyra nokkuð betur ymsa aðalliði skyrslunnar. Jeg gekk að því vísu, að ein- hverjar athugasemdir kæmu fram við þessari ónákvæmu skyrslu minni um arð af meðalkú, af því að sá arður hlytur að vera mjög mismunandi eptir mjólkur-hæfileikum kúnna og með- ferðinni á þeim, en hvortveggja það, að láta gripinn ekki vanta fóður og góða hirðingu og að bæta mjólkur- kynið, er algerlega á valdi eigandans; við því er hverjum manni í lófa lagið að gera, með stórum ávinning, en í byrjun, ef til vill, með einhverjum litlum kostnaðarauka. Og þe3sa um- töluðu skyrslu mína miðaði jeg alls ekki við það sem almennt gerist í byggðinni. I>að er eitt af því sem er alveg ómögulegt, fyrir þá skuld að þeir munu örfáirsem færa nákvæma og reglulega búreikninga, og svo hitt að eptir meðferð gripanna að dæma lítur svo út, sem allur fjöldi bænda, af hvaði þjóðflokki sem eru, hafi að eins fyrir augum að viðhalda lífi þeirra á svo litlu fóðri óg með svo ómakslítilli hirðingu, sem framast er unnt að komast af með; sá kostnaðar sparnað- ur synist vera álitið aðalskilyrðið fyrir sem mestum ávinning af gripaeigninni. Procentureikningur minn yfir á- góða af meðalkú var þess vegna hvorki miðaður við það gagn, sem menn almennt veita sjer af kúm í þessari byggð, og heldur ekki neitt nákvæmlega við eigin reynslu. Ilann var að nokkru leyti gripinn úr lausu lopti, að eins með þeirri ætlun, að prócenturnar skyldu þó með eng-u móti verða svo háar, að tilefni gæfist fyrir þá skuld til nokkurra verulegra útásetninga, enda var sú áætlun mín sett til þess að syna allt annað en þær prócentur, sem hægt væri að veitasjer af þeirri búskapargrein með áhuga og góðri fyrirhyggju, og gat jeg að vísu verið full ánægður að rökstyðja „sann- girni“ fyrir 10 proc. leigu afþví láns- fje, sem gefur leigumanni 50 til 60 proc. í lireinan ávinning, í stað þeirr- ar próc. sem jeg tilfærði, ef jeg ekki hefði álitið það of fjarri hinu rjetta, og gengið að því visu að kyrin sje vel uppalin og hafi aldrei vantað góða og nægilega lieygjöf og sæmilega hirðingu. Til þess nú að ekkert af framan- nefndum atriðum viðvíkjandi þessum umtalaða arði sje gripið úr lausu lopti, skal jeg setja fram áreiðanlegt sýnis- horn af eiginni reynslu. Auðvitað dettur mjer ekki í hug, að það gefi mjer nokkra minnstu viðurkenningu, fremur en mörgum óðrum löndum mínum, fyrir byggilega með- ferð á þeim bjargræðisstofni, en jeg ætlast til að það gefi bendingu utn, hvers vænta má í þeirri grein með á- stundun og fyrirhyggju. Þeir tiltölulega fáu annara þjóða menn hjer í Manitóba, sem hirða vel um gripaeign sína, oghafagefiðgagn- legar bendingar viðvíkjandi griparækt íjmsum búnaðarritum, kveða svo að orði, að það sje öllu heldur kæringar- og- hirðuleysi, en efnaskort, um að kenna ef hver meðal kyr ekki gofi 2000 potta mjólkur árlega. —Uin til- raunirí þá áttgefur •‘Heimilið”í Lögb. gagnlegar bendingar, einkum tölubl. nr. 5 þ. á. E>ví miður get jeg ekki hrósað mjer af því að hafa hirt um gripaeign mína eins vel og skyldi, það er svo langt frá því, en þó hefi jeg sem opt- ast haft í huga að ala kálfana vel upp, og halda sem bezt til mjólkurinnar, með því, að gefa kúnum nægilegt fóður, og að veita þeim svo góða og reglubundna hirðingU, sem vitið og kringumstæðurnar hafa leyft mjer.— Um kynbætur hefi jeg ekki hirt frem- ur en aðrir, en fyrir 8 árum síðan eignaðist jeg kú sem lílclega hcfur verið ein af beztu mjólkurkúm lijer í byggðinni. Að visu kostaði hún $25,00 tneira en meðal gangverð v ir á kúm það árið, en þann verðmun borgaði liún strax á fyrsta ári. Hún gaf 2739 potta mjólkur fyrstaárið eða nálægt 900 pottum meira en ætla má að kyr gefi, þegar fóður og hirðing er ekki eins og bezt má verða. Reynsla mín er þessi: Mjólkukhæð. Árin 1885 og 1886 veitti jeg nákvæma eptirtekt mjólkurhæð og smjöri úr 4 kúm yfir árið (að beztu kúnni ótalinni). E>ær gáfu kálfa frá 10. til 23. apríl og mjólkuðu hver fyrir sig 2293, 1939, 1695, 1512 potta, alls 7469 og skipt með 4 verður til jafnaðar eptir hverja kú 1867 pottar. Sú kyrin sem gaf 1542 potta var þríspen og aflóga gatn- alkyr, og sú sem gaf 1695 vartveggja ára gömul og gaf liún seinna nokkuð meiri mjólk árlega. Úr allri þessari mjólk sameinaðri fjekkst 1 pd. smjörs úr hverjum 10 pottum. Á þeim áriun sem þessum arði var voitt eptirtekt, voru hveitiakrar litlir og mikið af ó- byggðum löndum hjer vestra, svo gripir höfðu næga oggóðasumarhaga, en vetrarfóður var óræktað hey og ekkert annað, en gott og nægilegt. Mjói.kurverð. Hvers virði mjólkin er handa svínum, skal jeg ekkert um segja, þeim skepnum hefi jeg ekki kunnað að gefa öðruvísi en svo, að þau hafa orðið mjer töluvert dyrari, en þau hefðu þurft að vera, fyrir of mikla gjöf, og skal jeg að eins í því efni benda á grein í “Heimih” Lögb. No 35 með yfirskript „Undan- renninghanda svínum“. Jeg vil ekki gera ráð fyrir að sá sem ritar greinina, Prófessor Henry, geri þar of lítið úr næringarefni mjólkurinnar, en þar á móti gerir hann, eptir mínum skiln- ingi, of lítið úr verði hennar í fram- leiðslu svínakjöts. Hann segir, „E>að er talið að menn hafi $12 hag af und- anrenning úr meðalíú um árið“: að vísu segir liann ekki aðþettasje rjett, en hann neitar því heldur ekki og þess vegna er hætt við að það geti valdið villu nema betri skyring sje gerð á hans eigin rannsókn í því efni. Hann segir: 1875 pd. mjólkur fram- leiðir 100 pd. kjöt, sje hún gefin ein- göngu. Líklega ætlar liann ekki meira verð á kjötinu en 6 cts pundið og þurfa þá að hans áliti 1875 pottar eða 3750 pd. mjólkur til þess að fram- leiða 200 pd. kjöt eða $12 virði fyiir þá mjóskurhæð sem hann ætlar meðal kú að gefa. En svo skilst mjer ekki betur, en að próf. telji 1875 pd. mjólkur jafngilda 534 pundum af mjt'li bæði til verðs og fóðurs, hvort fyrir sig $6 virði, sem sje: kyrnytin eingöngu 1875 pottar (3750 pd.) framleiðir svínaket...200 pd. Mjölið eingöngu 1068 pd... .200 „ E>að er samanlagt 400 pd. hvort fyrir sig, mjólkin og kjötið á þennan hátt biúkað, $12 virði. En svo synist aðaltilgangur próf. Henry innifalinn í því, að syna þann hagnað, sem framleiðandinn getur veitt sjer raeð blöndun þessara fóðurtegunda. Ha.nn segir, að 176 pd. af mjöli og 538 pd. af rnjólk framleiði 100 pd. kjöt og er þá með þeirri blöndun fæðunnar hægt að framleiða af und- anrenning úr meðalkú 700 pd. ket að hálfu leyti á móts við 1232 pd. mjöl. Yerð á 700 pundum 6 prct, $42 og helmingurinn þar af eða mjólk- urverðið $21 og það, en ekki $12, er verðið á því keti, sem undanrenningin úr meðalkú (1875 pottai) framleiðir árlega ej>tir hiuum yfirgripsmiklu rannsóknum próf. Ilenry, og mið þeirri hagtæriagu, sem hann bendir ð, Sjer í lagi tel jog mjólkina meira en 1 cent viiði pottinn lianda brúk- unarhrossum, einkum á vorin, ekki sízt ef þau liafa haft litla hafragjöf að vetrinum og litla brúkunsvoþau sjeu lingerð, ,,soft“ sem enskir kalla. Jeg hef reynslu fyrir mjer í því, að engar- korntegundir gefa hrossum, á jafn stuttum tíma, eins mikinn þrótt cg fjör við vinnuna eins og m jólkin gef- ur ásamt muldum höfrum. Reynslu minni til stuðnings í því efni hef jeg rannsóknir próf. Ilenry, er sy.ia, tð livorttveggja fóðrið kornmaturinn og mjólkin, gefi með blönduninni þrem- ur fjórðu pörtum meiri kraft til nær- ingar og hollustu, en þessi efni hafa hvort út af fyrir sig. Auðvitið talar hann að eins um svínafóður, en mjer virðist allar líkur til þess, að sáaukni kraptur næritigarefnanna fylgi sömu hlutföllum til fóðurs fyrir hvaða skepnutegund sem er. E>að er sannarlega ánægjulegt uð vinna með hrossum sem fá 1 gallon af smátt stykkjuðum höfrum til hverrar ináltíðar og þó ekki sje nema 1 gall- on hvert hross af mjólk tvisvar á dag, kvöld og morgna, auðvitað með nægri heygjöf. I>essi injólkurgjöf mundi, eptir því verði sem jeg hefi sett á mjólkina, kosta fyrir daginn 16 cts. en að þau 16 cts. borgi sig margfald- lega í aukinni vinuu og ánægju mannsins sem með hrossunum vinnur, það geta þeir einir um borið, sem hafa neyðst til að dragast um akurinn á eptir fjörlausum og þrótllitlum hross- um, jeg má ekki segja reiðir og böl- vandi, af því það er svo líklegt að það sje sjaldgæft, en jeg vil segja bryggir skepnanna vegna og gramir útaf meðferðinni á þeim og því vinnu- tapi sem leiðir af kraptlitlu fóðri. S.MJÖR OG SMJÖRVEKÐ. Jeg hefi skyrt frá því lijer að framan að 1 pd, smjörs liafi fengizt úr hverjnm 10 pottum rojólkur árin 1885 og 1886. En þrátt fyrir lakari hagagöngu gripa nú orðið fyrir plægingar og girðing- ar, hefur undanfarna daga fengizt 1 pd. smjörs úr tæpum 9 pottum mjólk- ur, sem mjer hefur dottið í hug að væri ein afleiðing af kjarnbetra vetrar- fóðri og gaf jeg þó kúnutn ekki nema hjer um bil einn þriðja part af “Hung- garian” grasi móts við óræktað hey. Smjörverðið fer vitanlega eptir smjörgæðum og er ekki hægt að benda á ne'tt ákveðið verð á því.. í næstl. tvö ár hefur verðið verið 10 til 15 cts., til jafnaðar 12|c. fyrir pundið. Jeg þekki konur sem hafa fengið 14c. fyrir pd. til jafnaðar í næstl. 2 ðr. KÁlfur. E>að er svo meir en skiljanlegt að þeim mönnum, sem lít- ið annað hugsa um griparæktina en eiga höfðatöluna sem mesta, finnist mjólkurgjöf kálfsins 720pottar óþarf- lega mikil, en ef gengið er út frá því, að ekki sje spillt þeim ávinning, sem vænta má af gripnum, livort lieldurtr til mjólkur eða til vaxtar og holda á ( Xr, 4 2. blóðvelli, þá viiðist rojer, að fóðrið geti enganveginn verið minna.því það mun saunreynt, að því betra uppeldi sem gripurinn fær, í ö'.lu falli fyrsta árið, því hærri og vissari prócentur gefur liann af þeim kostnaði, sbr. “Heimilið” Lögb. nr. 33. E>að er annars þýðingarlaust að ákveða nokkuð um mjólkurgjöf kálfs- ins 1 sambandi við arðinn af kúnni í mjólk og smjöri. Hvort heldur kálf- inum er gefið mikið eða lítið af mjólk og að sama lilutfalli meira eða minna öðru fóðri, sbr. ,.Heimilið“ Lögb. nr. 37, þá breytir það ekkert arðinum að 0*0111 leyti en verði því, er jeg set á kálfinn þriggja nátta gamlan, (mjólk úr kúnni tel jeg ekki 3 fyrstu dagana eptir burð) því 720 pottar af mjólk á 1 cent eru $7,20, og smjer úr 60 pott- u:n 6 pd. $0,80, en kálfinn læt jeg J á að eins borga fóðrið sitt með $2,10. £>3tta gerir það verð, sem jeg setti á káltinn í grein minni í Lögb. nr. 36, $10,00. N iðurl. næst. Jjmiíhiibob. Á síðasta fuudi hins ísl. verka- mannafjelags í Winnij>eg, var ákveð- ið, að á cæsta fundi (næsta laugard,- kvöld 2. júní) yrði sjerstaklega tekið til umræðu, að verkamannafjelögin í þessum bæ sendu bænarskrá til bæj- arstjórnarinnar í gegnum Trades & Labor Council þess efuis að hún láti sem fyrst byrja á verkutn hjer I bæn- um, svo að rætist fram úr atvinnu- skorti þeim er nú á sjer stað, og lyiur út fyrir að muni verða fyrst uu> sinn í þessum bæ. Það verður að líkindum ekki tækifæri fyrir raenn að rita nöfn stn undir þessa bænarskrá nema á fundinum; þvi er skorað á alia með- limi nefnds fjelags að sækja fundinn. í sambandi við [>etta skal [>ess getið, að fjelagið heldur eins og að undan- förnu fuudi í húsi síuu á Elgin Ave. framvegis á hverj i laugardagskveldi kl. 8—11, svo að ef fundir verða ekki framar auglystir, afsakar það ekki miðlimi fjelagsins gagnvart lögum þess lengur. Wpeg, 26. maí 1894. í umboði fjelagsins S. SVEINSSON. Islenzltar húsmæður Nú er sá tíuii ársins byrjaður scm yður fellur mjög illa að jnirfa að standa fyrir framan eldheita „stove“ og baka branð eða kökur. Gætið því að hvort það muni tneira en svo borga sig, þegar þjer getið fenSið 20 brauð fyrir dollarinn. Jeg get með sanni boðið yður öllu betri og dry’gri brauð heldur en þjer getið fcngið frá flestum öðrum bökurum bæjar- ins. Ef þjer vilduð gera samning við ntig um tunnu af kringlum eða tvíbökum munduð þjer getað fengið þær með ótrúlega góðu verði. ])ið þekkið líka kökurnar okkar. G. P. Thordarson, Capital Steain Dye Works T. MOCKETT & CO. DUKA OC FATA LITARAR. Skrifið eptii prislista yfir litun á dúkum og bandi, etc. 241 Portage Ave., Winnipeg, Man. ÍSLENZKUR LÆKNIR f Dr». 31. Halltlorsson. J’itrJc liioo',-A'. iJak.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.