Lögberg - 22.08.1912, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.08.1912, Blaðsíða 4
4- LÖGBERG, FlMTUDAGINT 22. AGÚST 1912. agsa agas agaa: LÖGBERG Gefiö út hvern fimtudag af The Columbia Prbss Limited Corner William Ave. & Sherbrooke Street WlNNIPEG, - MaNITOTA. I 1 STEFÁN BJÖRNSSON, EDITOR A. BLÖNDAL, BUSINESS MANAGER UTANÁSKRIFT TIL BLAÐSINS: TheColumbiaPress.Ltd. P. O. Box 3084, Winnipeg, Man. utanXskrift ritstjórans: 'EDITOR LÖGBERG, P. O. Box 3084, Wirmipeg, Manitoba. TALSÍMI: GARKY 2156 wí Dönuni haettulegi'i en Islending- um. Öllu er óliætt nokkur ár enn. Islendingar eiga rétt sinn óskertan og vonina um a5 fá viðurkenningu hans síöarmeir. I Ef nýi ráöherrann léti sambands málið afskiftalaust mætti ætla, að stjórnartrö hans yröi miklu giftu- drýgri. Hann hefir sýnt það áð- ur, að hann er fyrir ýmsra hluta sakir vel til foringja fallinn; þrátt fyrir ýmsa galla var stjóm hans, hið fyrra sinn, æði afkastadrjúg, og hann virðist hafa býsna föst tök á flokki sínum. Vér árnum Hannesi Hafstein hamingju í ráðherra embættinu og vildum óska, að hann bæri gæfu til að friða landið, svo sem hann kveöst hafa vilja á, en vér höfum enga trú á. að hann geti það með uppkastinu. Verð blaðsins $2.00 um árið. Norður á milli vatna. Ráðherra skiftin. Nú er það sannfrétt, að ráö- herraskifti eru orðin á Islandi. Kristján Jónsson hefir fengið lausn, en konungur Dana jafn- skjótt skipað Hannes Hafstein yf- ir Island, svo sem vænta mátti eft- ir afstöðu flokka í Jiinginu. Um leið og Hannes Hafstein settisf nú á ráðherrastól, hið s'ö- ara sinn, hélt hann stutta ræöu og gerði þinglieimi grein fyrir stefnu- skrá sinni, 3vo sem venja er til Rkða þessi er prentuð aitnars- staðar hér í blaðinu. Læggur nýi ráðherrann mikla áberzlu á þaö, að liaan muni styðja að því, eftir mætti, að efla frið í landinu. Slíkt er vel mælt og væri óskandi að Hannesi Hafstein hepna'ðist það, betur en jæim fyrirrennurum hans Kristjáni og Birni. Báðir þeir lofuðu landsfriði, en hvorugum tókst að efna það heit. Mestalla þeirra stjórnartíð logaði alt þar heima í ófriði, svo að innanlands- tíeilur, flokkadrættir, meiðyrði og málsóknir hafa aldrei meiri orðið á síðari árum. heldur en undir þeim herrum'. Þess vegna er viturlegt af hin- um nýja ráðherra að lofa friði. Þjóðin vill frið. Hun er búin að fá nóg af ófriði í bili, en hinsveg- ar getur.oss eigi annað en furðað t t a þeirri leið, sem raðherrann ætlar að fara til friðarins. Leiðin, sem hann vill fara, er ekki sú aö fresta úrslitum sambandsmálsins ttm hríð, þó að það virðist nú eina ráðið til friðar, sem um cr að gera. En auðsætt er, að svo er. þegar þess er gnett. að sambinds- málið hefir verið aðal undirrót að siðustu róstum þar heima, vel flestum, og enn sem knnið er skortir mikið á! að þjóðin geti orð- ið samhuga um, hversu það skuli lúkast. Ilún hefir enn ekki getað fallist á úrslit þess í neinni þeirri myrid. sem stjómmála mennirnir hafa lagt það fjrrir hana. T>ó að þessu sé jjannig varið, telur nýi ráðherrann það vænleg- ustu leiö til friðar, að herða á úr- ! slitum sambandsmálsins, allra við- kvæmasta niáli jjjóðarinnar. Ekki er }>ó ]>ví að heilsa, að nein að- gengileg nýung sé þar í boði. held- ur á að reyna að hafa frain u.pp- kastið gamla frá 1908, sem for- dæmt vrar þá, og Hanties Hafstein féll með. Með ]>ví á nú að fr ða þjóðina þegar búið er aö' gera á því breytingar -‘eftir atvikum" þ. e. a. s. j>ær veigalausu málamynda- breytingar, sem getnar voru i ‘‘bræðingnum” í vor. Friðarleið nýja ráðherrans er því sú, að.halda að íslenzku þjóð- inni sambandslaga-uppkastinu þvi nær óbreyttu, J>ó að vitanlegt sé að rtiikill hluti landsmanna sé því andvígur og öllu réttinda afsali í hendur Dana. Segir J>að sig sjálft. að samninga tilraunir um sam- bandsmálið á þessum grundvelli. filj«>ta að vekja nýja úlfúð innan- lands, nýjar róstur og nýjan ófrið- arloga. Þcss vegna þótti o;s frið- arleiðin furðuleg. Mun friðvænlegra sýndist hitt,! sem fyr var á viki'ð, að lofa þjóð- ! inni að hvíla sig á sambandsmál- intf una stund. Stöðin í stað er | fNiðurl.J I blaðinu í fyrri viku talaði eg síðast um Lundar{x>rp og framtíð- arhorfur þess, en nú vil eg minn- ast á fáein heimili þar í grendinni, sem eg kom á. Eg veit að vísu, að margra annara heimila í bygðinni er vert að minnast, sakir framitaks semi, dugnaðar og myndarskapar húsbændanna, en það verður að bíða i ]>etta sinn, og hinna að eins hér getið, sem eg sá i þessari ferð. svo sem alment er tiðkað í slíkuim frásagnarbrotum, sem þetta er. Heimili Halldórs Haíidórssonar. Þau hjónin, Halldór Halldórs- son og Kristín kona hans, eru með fyrstu landnemum bygðarinnar. Settust þau að á landi því, er þau búa á enn, með barnahóp og lítil efni, og j>á úti í óbygð. Heimili sitt nefndu þau Lundar, og varð það síðan pósthúss heitið, en Hall- dór verið póstmeistari, og gegrit því embætti með alúð og rögg.semi. Halldór er búmaður góður og frá- bær dugnáðar og ötulleiks maður, og nú orðinn mjög vel efnum bú- inn. Hann á nú fyrir víst þrjú lönd. Hefir hann mest stundað griparækt eins og flestir bygðar- búa hafa gert fram að jæssum síð- ustu árum1; hann hefir mikinn gripastól, stórt kúabú. margt hesta og sauðfjár; hann hefir um 20 ekrur pbegðar og ‘undir akri, og mun hafa i hyggju að plægja meir í haust og auk kuryrkjLina. Kristín kona hans Ihefir verið honum ágætlega samhent við bú- jskapinn, bæði afkastamikil og ráð- deildarsöm. Mjög vel er hýst hjá | j)eim Halidórsons hjónum og öll ; umgengni mesta fyrirmynd. Þau | eru bæði ramm-íslenzk í ancla, ! einstaklega gestrisin og góð heim | að sækja, svo sem alkunnugt er, og ekki sízt Winnipeg-túum. því | að margir þeirra hafa heimsótt ; |>au, og fengið góðar viðtökur. j Þrátt fyrir J>að, þó að þau Hall- | dórsons-hjónin séu jafn-íslenzk óg, ! j>egar var minst á, hafa j>au Jká j rækt sæmdarlega sínar borgara- | legu skyldur hér í landi. Þau ! hafa mannað börn sín prý'ðilega, haft vakandi áhuga á þjóðmálum. | ]>essa lands, fylgst vel með 1 þ ’im jog tekið áhrifamikinn þátt í öllum ! ; góðum félagsskap, sem hefir hreyft sér í þeirra bygð. Hjá Skúla Sigfússyni. Eg hefi minst á það fyr í þess- 1 ari grein minni, að Skúli Sigfús- son rektir verkfæra-verzlun mikla á þremur stöðum norður með Oak ' Point brautinni. Sú verzlug er svo | umfangsmikil. að hann þarf flesta ! virka «’aga að vera bund nn vfð j hana. M.un hann þó lengstum hafa j viðdvöl í Lundarjxirpi, en fer heiim | til sín, til Mary Hill, á hverju j kveldi. Hann ’hafði oft boðið mér að heimsækja sig, og lét eg verða af }>ví antian sunnudaginn, sem eg dvaldi þarna nyrðra. Þ;á vissi eg, j að eg mvndi geta hitt liann heima, I og ]>au hjón. Kona hans, Mrs. J Sigfússon. er mynd irkona, vel I mentuð fró® og skemtileg. Hún ! er stjúpdóttir^ Arn«>rs Árnasonar, j málmbræðslumanns. i Branr'on.og hefir alist upp suður í Chicago. Toku þau hjón ökktir einstaklega 1 vel og dvöldum við hjá þeim allan j síðari hlut sunnudagsins fram á kveld. Þau íbúa þar á einu af j löndum sínum; húsakynni eru þar mikil og rúmgóð, en alls eiga þau um 1200 ekrur lands; eru það bæði heylönd og akurlönd. Gripa- liú.s eru }>ar mikil, enda hefir Mr. Sigfússon oft margt af nautgrip- um, bæði sem hann kaupir að og fóðrar vetrarlangt, því að hann rekur gripaverzlun eins og Jón Sigfússori, bróðir hans. Seldi hann inn 1 Winnipeg ekki færri en 40 vagnhlöss af gripum í fyrra, og á þessu ári hefir hann }>egar selt 9 vagnhlöss, en aðal-gripasalan hefst ekki fyr en í næsta mánuði. Skúli Sigfússon hefir J>að til prýð- is á heimili sínu, sem eg sá óv'ða annarsstaðar í bygðinni, og hvergi neitt líkt því"og hjá honum, en það er gróðurreitur maple- og grenitrjáa. Norðan við alla húsa- þyrpingu heimilisins hefir hann plantað sk«>g. í fallega settum röð- um. sem er nú orðinn bæði hár og ]>roskamikill, og er reiturinn ailur umgirtur, og að honum mikið skjól og skraut. Á heimalandinu eru um 30 ekrur plægðar og í akri, niest sáð höfrum. svo og byggi og flaxi. Mr. S'gfússon er sjáanlega ekki síður búmaðttr en kaupmað- ui>, enda leynir }>að sér ekki, er maður kyrnnist honum, að hann er býsna fjölbæfur og athugull greindarmaður; hann er hæglátur. en alt vel íhugað og skynsamlegt, sem hann leggur til mála. Lands- mál hefir hann látið til sin taka einkum hin síðari árin. Mun hann alment njóta trausts, álits og vin- sælda bygðarmanna. m ' _ J. Lindal kaupmaður, á heima norðam og vestan við Lundar pósthús. Hann heimsótt- um við. Tóku þau hjón okkur mjög alúðlega. Þau hafa ágætt bú og beila section. fjögur lönd tmdir. Mr. Lindal hefir rekið verzlun jafnhliða búskapnum. og gerir það enn. Hefir hann haft æðimikla aðsókn. En þessutan er hann rnesti búmaður, bráð lugleg- ur atorkumaður til vinmu og ágæt- lega fyrirhyggjusamur. Kona hans er og mesta myndarkona. Þatt hafa eignast margt barna, 9 alls, og lifa öll. Mr. Lindal hefir um 15 ekrur plægðar og höfrum sáð i 12 ekrur. Hanm befir og sáð miklu af matjurtum, rófum ýmis- fconar, agúrkuim ýcucumbersj, mel- ónum o. fl., og þroskast ágætlega. Guðrún Jónsdóttir, j Matthíassonar, ekkja Böðvars Einr ! arssonar, býr skamt frá J. Lindal, fróð kona og sköruleg. Þar er mest stunduð griparækt, því að land liggur lágt, og að svo stöddu erfitt að plægja stór svæði meðan stararfenin eru ekki rist fram. Heimili Guðrúnar stendur á fall- egri öldu, vaxinni eikiskógi, en þá trjátegund getur óviða í bygðinni, fyr en noriður við Oak Póint. Á vatna árunum 19Q7-8 var þessi alda öll umflotin, og stóð uppi eins og ey á hafi; var farið þaðam á ! I>átum til Iands. Við fengu beztu j viðtökur hjá Guðrúnu Jónsdóttur. ! !ét hún sækja okkur og keyra aftun. og sýndi okkur hina mestu j alúð og gestrisni. Sveinn Jónssen, J hróðir Guðrúnar, er fyr var getið, j býr á næstu grösum við systur ; sina og J. Lindal. Hann er kvæntur Kristínu Jónsdóttur Lin- j dal. Þau hafa tvö lönd til ábúð- | ar, nokkrar ekrur plægðar, en hafa | mest stundað griparækt. Þeimi | var ráðabreytni í hug, og hafa l ngi verið að hugsa um að flytja j vestur í Saskatchewan. Nú munu í j>au fastráðin í þvi, og hafa selt j lönd sín. Viðtókrir fengum við j>ar góðar. Þau hjón hafa haft ó- mcgð mikla, en eru Ixeði atorku- ! söm og hafa komist vel af. og hjá i j>eim myndarlegt þrifnaðaiiheimilL Til Helga Oddssonar fórum við einn daginn. Hann á heima í grend við Cold Springs pósthús, Plelgi er kvæntur Stefa- níu Torfadóttur, ættaðri af Aust- u Iandi. Þau hjón eruígjðume n. um. hafa þrjú lönd til ábúðar. Helgi er mjög áhugasamur bú- maður og liefir gefið sig töluvert við akuryrkju, seinni árin. Hann hefir Iátið plægja um 40 ekrur; í j>rem hlettum, skamt frá heimili sínu; er hveiti í tólf ekrum, en bygg, hafrar og rúgur 1 hinu; þá hefir hann og sáð grasfræi í nokkrar ekrur. Akrar hjá hon- um mjög álitlegir, enda er þar land gott. gróðrarmold góð, ógrítt, eri j skóglendi nokkurt. Ilelgi hefir J rekið dálitla verzlun með búskapn- i nm seinni árin, og virtist mér bú ‘ hans standa með / blóma. Okkur j var fagnað vel hjá þeim Oddsons- hjónum. D\röldum vi'ð þar lengi dags. Bjarni Torfí scn býf skamt frá Helga Oddssyni. Þeir eru mágar; Stefanía kona Ilelga er systir Bjarna. Kona Bjarna er Katrín Gizurardóftir. Bjarna þektum við frá fornu fari og heimsóttum þau hj«>n. Bjarni er gestrisinn og glaðlyndur og þau bæði; þó að þau séu ekki auðug, búa þau snotru búi; þau hafa fyr- ir skemstu sezt að á heimilisrétt- arlandi, sem Sigurður sonur þeirra hefir tekið, og reist þar laglegt w THE D0MINI0N OANK Slr EDML’ND B. O^LKK, M.P., forMeti W. D MATTHEWS. vara-forsetl C. A ItOGLKT, aflal raOsmaftur HÖFUÐSTÓLL $4,900 000 VARAS.IÓÐUR $5,900,000 -.'-—===== ALLAR KIGNIR $73,000,000 —■ - Dœgtndi á feiOalaatl Ferðamenn úthúnir með Letters of Credit og Checks af Dominion bankanum. Eru vissir með reióupeninga bvar sem þeir koma. ‘>egja sjáltar tii eigandans. Ef þær tapast hafa aðrir ekki gagn af þeim. timburhús. Umgengni öll hjá jæim hin smekklegasta. Siguriður sonur þeirra hefir numið múr- smiðsiðn og vinnur fyrir mjög góðu kaupi, eins og þeir, er þá at- vinnugrein stunda. Hjá Mr. og Mrs. G. Einarsson, við Cold Spríngs, dvöldum við nokkra daga. Þar býr tengdafólk mitt. Húsakynni eru þar. ný og lagleg, og óvíða fegurra í bygð- inni um að litast. Heimilið er fast við Swan Creek, rétt á lækj- arbakkanum. Þrjú lönd eru þar til ábúðar; liggja tvö saman, ea eitt austan við Lundar. Synir Mrs. Einarsson, Brynjólfur og Magnús (af fyrra hjónabandij eru írest fyr- ir búinu, þó ungir séu, báðir innan við tvítugt. Þ.ar eru nær þrjátíu ekrur plægðar, mest á því landinu, sem liggur austur af Lundar, og sáð í meginið af því sem plægt er, höfrum. byggi. hveiti og flaxi. Akurblettirnir á heimalandinu eru mjög fallegir, enda 'eru þelr ruddir úr skógi. Þar er og ágætt heyland í þurkatið bæði grasgefið ög víð- áttumikið. Sveinn G. Borgfjörð, var annar Islendingurinn, sein við komum til norður við Swan Creek. Fengum við þar góðar viðtökur. Þau hjón, Sveinn og Þörbjörg kona hans, búa góðu búi, hafa undir þrjú eða fjögur lönd, 16 ekrur plægðar og 20 í undirbún- ingi undir plægingu. Þar var einna fallegast hveiti, sem eg sá í bygðinni. Þeir feðgar eru starfs- menn miklir og áhugasamir ttm að ryðja sk«>gana. Synir Sveins hafa keypt þreskivél og munu þreskja þar í grendinni í haust. Verður það til að ýta undir akuryrkjuna, j>ví að erfitt hefir suimum löndum orðið að fá ]>reskt áður, þegar þreskivél hefir ekki verið aN fá nema langt burtu. Hjá Magnusi Gíslasyni. Minnewaukan, var annar aðal- áfangastaður okkar hjóna, meðan við dvöldum í bygðinni. Þórdís kona Magnúsar er móðir konu minnar. Þau Mr. og Mrs. Gísla- son hafa’ 4 lönd til ábúðar, eiga sjálf tvö en Jóhann sonur þrirra hin. Þar er skóglendi mikið og erfitt að gera akur, en gróðrar- mold fyrirtaksgóð. Um 15 ekrúr þar í akri, en 20 1 undirbúningi undir plægingu, alt rutt úa skógi. Hafrar og bygg einna álitlegast þar. að mér sýndist.—Skamt það- an norður í skógínum voru þeir að plægingu Jóhann sonur þerira Gíslasons-hjona og Steinþór Vig- fússon. Plægja þeir með gasol n- dráttarvél. Er það t>rsótt verk, og ]>arf sterka plóga og traustan útbúnað til að’ standast grjót, stofna-odda og rætur. Sjö doll- ara plægingargjald setja ]>eir á ekru, ef að eins er ruddtir af stór skogur, ]>ó stofnar standi eftir. Þeir hafa nýjan plóg, er Mr. Vigfússon hefir fundið upp sjálf- ur og keypt einkaleyfi á. Hefir ]>essi plógur þa<ð til síns ágætis um fram aðra slíka plóga, að rusl og rætur festast langtum síður í hon- tirii, eða lítið sem ekkert. Enn er að vísu of snemt að dæma um hann, því að reynd er ekki nægi- leg fengin að svo komnu, en ef tekst að gera hann sv<, sterkan, að hann standist það. er fyrir l'afm j>arf að leggja á torsóttu skógar- landi, þá verður hann til stór- fengilegra umhóta. Af j>ví, sem drepið hefir verið á hér að framan má glögt ráða, að bygðarbúar ]>ar niður á milli vatna eru sem óðast að hallast að akuryrkjunni. Ber einkum tvent til þess: J>að. að ábúendur hafa séð, eftir því sem bygðin hefir aukist og þrengst um þá, að þeir geta ekki treyst á griparækt- ina. svo sem þeir gerðu áður. í annan stað, hefir velmegun þar aukist ^vo á undanförnum árum, meðan hægt var að ritunda gripa- rækt eingöngu. og landrýmið til þess var nóg. að nú er mörgum orðrð mögulegt að byrja á akur- yrkju, sem var það ókleift hér fyr, á frumbýlingsárunum, þegar flest- ir settust þar að meö tvær hendur tóniar, eða að eins örfáar skepnur. Nú er velmegun orðin býsna al- menn í jæssari bygð, og nú bæði ffcta bygðarbúar og þurfa að fara að gefa sig við akuryrkju. Heyrst hafa að visu raddir um það, að nytjalítið land sé í bygð- um þessum nyrðra er hér ræðir um, en sú skoðun er sprottin mest af ókunnugleik, að eg held. Þar sem skóglendi nær til, er tvímæla- laust einkar gott akurvrkjuland, og sanna það ótvírætt þær til- raunir, sem þar hafa þegar verið gerðar um ræktun ýmsra kornteg- unda. Að vísu er það erfitt verk og afar-viðfangsilt að breyta þéttum skógunum í akur, en það marg- borgar sig er timar liða. Og þetta verður gert. Hvað lang verður þangað til, er ef til vill ekki auð- gert að segja nú, en trúa'S gæti eg þvi, að eftir 15—20 ár yrði meiri hluti skóganna þar nyrðra horfnir en í stað þeirra hyldi þá landið, um þetta leyti árs, bleík og hvikandi kornstanga-móða, svo langt semi augað eygði. og þá yrði líka að sjálfsögðu horfin öll ótrú á ís- lenzku bygðinni norður á milli vatnanna. • S. B. Flutningsskip skortir. Horfur eru á því þetta ár, að góð meðal uppskera verði hér > Canada, ef ekki koma nein óhöpp fyrir. En jafnframt er þtfð farið ; að kvisast, og forstöðumenn járn- brautafélaganna bornir fyrir, að bægðir meir en litlar muni verða á þvi, að kotna korntegundum út úr landinu. Þeir spá því, að korn- flutningarnir teppist af því að flutningaskip skorti í Montreal, tjil að koma uppskerunni j>aðan áleið- is til markaðar. Þessi frétt hlýdur að rifja upp fyrir mönnum hlunnindin, scm verið hefðu af þvi, ef tollfrí mark- aður hefði fengist við Bandaríkin, svo sem í boði var í fyrra; og J>á var talið tiLlandráða, þó að kyn- legt væri. Það átti að vera landráðasök, að Canada bændur sendu hveitið sitt suður vfir landamærin og það yrði flutt burt á skipum Bandarikja- j manna. Það áttu að vera landráð, ef Canadabændurnir reyndu að koma afurðum sinum, þannig sem j fvrst í lóg. Það imáttu þeír ekki Heldur áttu þeir að sitja með arð vinnu sinnar heima, jægar allir' flutningar voru teptir eystra. svo að <>kley]>t var að koma kornteg- undum til markaðar þá leiðina. En að ]>oIa þetta s igðu afturhalds- forkólfarnir hina sönnu þjóðrækni, og voru drjúgir yfir. Því neitar enginn, að það1 væri ákiósanlegra að geta komið ölilum korntegundum sem ræktaðar eru 'iér í landi. og fluttar burtu, ibrott frá hérlenduim ihöfnum. En með- an það er ókleyft, nema lands- mönnum í ómetanlegt mein, þá er ekkert vit í því. Meðarj. ekki er hægt að koma komtegundum brott frá hérlendum höfnum nema íbúum í margfal«ian skaða þá í herrans nafni ætti að senda ! þær gegn um aðra hafnarbæi, því að góöar og greiðar samgongur, fjiHTigir vöruflutningar til og frá, eru ihöfuðskilyrði hverskyns velmegunar innanlands, txeði í borgunum og meðal bænda út um sveitir. Stjómmála-skrumarar sem sitja við allsnægtir í feitum em- bættum, og hafa ekkert að gera hálft árið eða meir, nema að skemta sér, þeir geta talað drýg, indalega um að: það séu landráð ef bændurnir vilja sitja vlð þann eldinn sem bezt brennur. og fá verð fyrir uppskeruna sina þegar hún er orðin verzlunarvara. Þeim háu herrum hefir víst ekki getað skilist það, að þegar fátækur bóndi er búinn að sveitast fyrir ]>ví að rækta nokkur hundmð eða [ þúsund bushela af hveiti. þá muni bann eðlilega langa til að koma þcjim bushelum til markaðara sem allra fyrst, og fá laun fyrir alt ritt árlanga strit. Hann hefir safnað skuldum alt árið, sem ein- mitt á að borga með uppskerunni á til teknum tíma. Lánveitend- ur hans kalla eftir smum skuldum. Þeir geta ekki beðið, og þar iaf leiðandi bór.dinn ekki heldur, eftir verði uppskerunnar sinnar. En nú er ekki annað sýnna en að tnargir verði að bíða. og hafa bótalausan skaðann og óþægindin' margvíslegu, sem af slíkri bið leið- ir, og þetta mega menn þakka afturhaldsstórnmáía skúmunum, sem gintu skammsýna kjósendur til aö hafna viðskiftasanmingun- um af ])ví að þeir — nýtt og hag- kvæmara verzlunarsamband við nábúaþj«>ð vora — væru landráð! Starf og stefna í stjórn- arfari. Samtal við kanslarann X,lyodr George. Nafnkendur ritstjóri á Englandi átti tal við kanslarann fyrir ekki löngu, og fekk hann til að tala um stefnu sína í stjórnmálum og skoð- anir um það. hvert stefna skyldi í löggjöf og stjómarfari framvegis, við hverju þyrfti að gera og hverju á koma, í stuttu máli, hver væru hin brýnustu nau'ðsynjamál almenn' ings og hvernig fram úr þeim skyldi ráða. ÓáHcegja og upplýsing. Verkfall kolamanna á Englandi var þá nýlega afstaðið og bar fyrst á góma. “Eg er 1 engum vafa um það”, sagði kanslarinn “að verkfallið korn til af óánægju þegn- félagsins, óánægju með það, við hvað misjöfn kjör fólk á að búa. — hvað “þjóðin er misg»l”. Menn verða að hafa það hugfast, að al- menningur er stórum betur að sér nú, heldur en fyrir mannsaldri síðan. Flestir virðast hafa gleymt lögum Englands um uppfræðslu almennings. frá 1*70. Síðan hef- ir fræðslu almennings farið fram með ári hverju, fleiri og fleiri not- ið kennslu og betri kennslu. Verkamenn nú á dögum eru ekki aðeins farnir að lesa, heldur hugsa. “Órói meðal verkamanna stafar alveg vafalaust frá betri up'plýs- ing. Öánægja þeirra með þau kjör sem þeir éru neyddir til aö lifa við. vex því meir. sem þeir verða betur að sér. Eg tala af eigin reynslu, um ]>að sem eg hef sjálf- ur heyrt og séð. Eg skal taka suður Wales til dærnis, því þar er eg nákunnugur. Þár byrjaði ó- róinn og vinnuteppan, sem kola- verkfallið spratt upp af. Þar eru afbragðs landgæði. fagrir og frjó- saitiir dalir, s-em flestum stöðum fremtir virðast skapaðir til að geyma prýðilega mannabvgð. En ]>ar er hin kotalegasta bygð og ar- móður svo sár, að flestum er kyrk- ingur vís, sein iþar alast upp. Fólk- ið undi þessu meðan það bjó við vanþekking, en þess er alls ékloi að vænta, að það uni því lengur við þá fræðslu sem það hefir feng- ið og þann þenkimáta, sem við þekkinguna hefir skapast. Verkamenn eru farnir að sjá, 'hvern skerf þeár leggja til auðs og veknegunar þjóðfélagsins, og að ]>eir fá ekki í sinn hlut sanngjarn- an skerf af þeim gæðum. sem þar af skapast, og það er ein aðal- ástæðan til þess að þeir fella nið- ur verk og heimta hærra kaup. Þeir Iáta í veðri vaka, að þeir berjist fyrir lögboðnu lægsta kaupi (ntinimum wagejog margir ]>eirra hugsa ef ti! vill ekki lengra, en or- sökin til óróans meðal verka- rnanna nú á dögum liggtir dýpra: —í þekking alþýðunnar á kjörúm sínum og annara, þekking hennar á kröftum sínum og annara og vaxandi hug bennar á þvii að skamta sjálfri sér það, sem hún álítur sjálf sanngjarnt vera. Tolltnál. “Hér hefir verið órói á sviði iðnaðar og viðskifta, sagði blaða- maðurinn. “Hvernig stendur á því, að þú ert mótfallinn því ráði sem Conservativar halda fram — tolli á innfluttum varningi, en það hafa Bandaríkin' tekið upp og öll stórveldi Evrópu?” “Af því. fyrst og fremst”, svar- aði kanslarinn. “að satnskonar órói á sér einmitt stað í þessum lönd- um, engu síður en hér, og það sýnir, að ]>etta ráð dugar aljs ekki. Hér á Bretlandi er engiinn órói út af verðhækkun nauðsýnja; þó lífsnauðsynjar og flest annaö hafi hækkað hér í verði, þá er það stór- um minna en í öðrum lönduin ger- ist. Verðhækkun lífsnauðsynja 1 öðrttm löndum er einmitt aðalupp- sprett að dýrtið og hallæri meðal alþýðu. óróa meðal verkamanna er hægt að gera við og fátækt aíþýðti er hægt að uppræta, þó mikiil og al- menn sé, og þaö er markmið liber- ala flokksins að finna ráð við þess- um meinum, — önnur en það, aið herma hátollastefnu eftir öðrum þjóðum, sem almenningur þar er farinn áð hefja herskjöld móti. Hið fyrsta er það, að taka fyrir ó- hóflega fjáreyðslu, sem engumj kennir að gagni.” brenn þjóðmc’.n. “Að hverju leyti er landsins tekjum eytt óhóflega til ónýtis?” “Eg gæti nefnt þér tvenn eða þrenn dæmi, sem allir sjá, er bera umbætur á hag almennings fyrir brjósti. Tökum fyrst þá feikna- fúlga, sem eytt er til vígbúnaðar bæði á Bretlandi og öðrum lönd- um. Hin siðuðu lönd heimsins eyða nálega 2.500 miljónum doll- ara á ári hverju til vopnasimiða, og taka til þeirra hluta frá nyt- sörgiim og iþijóðhlolluim > sitörfum marga hina bezt gefnn menri og röskustu til framkvæmda. Hér í landi fBretlandiJ er árlega varí'ð 350 miljónum dollara til vígbún- aðar, en það eru 40 dalir á hvert heimili ríkisins. Ef þessari byrði væri af létt, þá væri hægt að bórga hverjum einasta daglaunamanni einn dal meira í verkakaup á viku, án ]>ess að nokkrum vinnuveitanda væri iþyngt að nokkru leyti. Annaö dæmi um skaðsamlega eyðslu í þessu landi er það, hvern- ig farið er með jarðeigniir í þessu landi. Afrakstur af því er ekki helmingur á við það sem vera ætti. Feiknamikil viðátta lands er til einskis notað nema til skemtunar og leika þeim sem; eiga. Margar miljónir ekra eru hafðar til dýra- veiða og einskis annars, þó mikið af því lancli sé vel til jarðræktar fall’i'ð og hið bezta plógland. öðru máli er að gegna með ó- bygt land umhverfis borgir. Þar kemur eyðslan fratn í ofmiklum sparnaði, — að ekki er nægilegt landrými fyrir borgabúa að hressa sig í hreinu lofti að loknu dags- veri<i. Ekkert getur nokkurt land eignast dýrmætara heldur en hraust fólk og ánægt með kjör sín, en því markmiði verður ekki náð. ef þær mörgu miljónir sem í borg- unum búa verða að hrúgast sam- an í svo þröngum og óhollutn kytr- j um. að glaðlynclið kafnar þar og | kjarkurinn deyr út. Enn ein eyðslan stafar af at- vinnuleysi — eg á við atvinnuleysi hinna auðugu, sem hafast ekkert að. Eg á alls ekki við þá menn sem með atorku og dugnaði hafa eignasti svo mikið, að þeir geta létt sér upp og leikiiíS’’ sér við og við. Eg á við þá stétt manna, j sem hér er Iíklega fjölmennari I heldur en í nokkru öðru landi í viðri veröld. Þeir finnast eyða tímanwm aðgjörðalausir í klúbb- uro (clubs) í London, ellégar úti um sveitir, gangandi með byssu á baki og hunda i hælunum, eða á leikvöllum eða á flugferð i bif- reiðum víðsvegar um land, og alls ekki í því skyni, að leita hressing- j ar við þreytu af gagnlegri vinnu, j heldur hafa þeir enga aðra iðju en að leika sér á þessa lund. Þeir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.