Lögberg - 18.09.1913, Blaðsíða 5

Lögberg - 18.09.1913, Blaðsíða 5
.j»aí . .MT l' I ).\ <! 1 N a iB. September 1913. 5 á eftir heyrSum viS skot og aS vörmu spori kom hann í ljós og hélt á stórum turkey í hendinni. J>|ptta tók sig upp tvisvar og féll turkey fyrir hvoru skoti. ViS könnuSum síSan mýrina og fann eg þar hinn bezta engjablett. Mér þótti vænt um aS finna þaS, að Inliánar voru vinveittir mér en ekki fjandsamlegir. Þeir .gáfu mér stærsta turkey-fuglinn sem veiSst hafSi og sýndu mér marga gripi er þeim þóttu fáséSir ■og eigulegir. MeSan þeir lágu í tjöldum sínum nálægt bygSinni kom eg oft til þeirra og þeir til mín; þeir gáfu okkur fisk og veiSi- bráS, en tóku i móti mél og aSra hluti sem þá vanhagaSi um. Daginn sem þeir lögSu upp, kom allur hópurinn heim til okkar aS kveSja og höfSu meS sér margar fallegar gjafir, —- moccasins, perlu- bönd og ýmsa gripi aSra, prýdda margvíslega. Þegar Indiánar voru farnir, var eg einn eftir, svo aS segja, og leiddist. Eg sakanSi þeirra mjög, og viS öll saman, því aS þeir höfSu sannarlega hjálpaS mikiS til aS gera skógarlifiS bærilegt fyrir okkur. Eg lærSi af þeim aS skjóta af boga svo vel, aS eg átti hægt meS aS drepa íkorna, héra og rjúp- ur. Eg var byssulaus og fann æ betur til þess, hvaS nauSsynlegt mér væri aS eignast hana. Skóg- arnir voru fullir af villibráS. HaustiS fór í hönd, og mér þótti ófært aS hafa enga byssu, þegar færin voru svo góS aS nota hana. Skömmu síSar frétti eg, aS einn nágranninn vildi selja byssu; sá var 25 mílur frá mér, en ekki lét eg þaS standa fyrir, heldur lagSi strax af staS; eg var hálfan þriSja dag á leiSinni fram og aftur, og heim kom eg meS byssuna, en buddan hafSi lézt um tíu dali. Eg þóttist meiri en allir aSrir í þeirri bygS á eftir, er eg hafSi byssu og gnægar byrgSir skotfæra. ÞþS leiS ekki á löngu áSur en eg hafSi mig á kreik til dýraveiSa, meS því aS eg var oröinn kunn- ugur lifnaSarháttum og ferSalög- um dýranna. Fyrsta daginn sá eg til margra dýra, en gat ekki komist í skotfæri viS þau þartil seint um daginn aS eg kom á dálitla hæS þar sem tveir lækir komu saman, og hvíldi mig þar. Eg var dauöþreytt- ur og þótti súrt í brotiö, hversu illa heföi gengiö um daginn. ÞaS- an sem eg lá sá eg yfir víSar flat- ir meS eikartrjám á víS og dreif, og eftir skamma stund kom eg auga á stórt rádýr á beit, meS tveimur kálfum. Þ.au voru á gangi og gripu niöur viS og viö, einsog þau væru hrædd viS eitt- hvaö. Svo vel bar vrö, aS vindur stóö af þeim; eg skreiS hljóSlega í skotmál og hugsaöi mér, aö láta ■ekki bráöina ganga úr greipum mér. Þþgar eg fór aö miöa, tók eg aö skjálfa, og hef eg síSan heyrt aö þaö sé alvanalegt, aö slikt hendi þá, sem skjóta dýr í fyrsta sinn. Eigi aS siSur tókst mér vel; rádýriö tók viöbragS í loft upp, þegar þaS kendi skotsins og datt síöan dautt niöur, eg valt sjálfur út af viö skotiS, en stóö fljótlega á fætur, lrlóS byssuna, skar síSan dýriö á háls og náöi kálfunum. Dýriö lét eg liggja fyrst um sinn, en kálfana mýldi eg og teymdi þá heim. — Snernma voriö eftir komu Indián- ar aftur á sömu slóöir og áSur og byrjuöu aö leggja snörur sinar, þvi aö nóg var af dýrum; mínk, coon, otur og muskrat. Eg fékk mér margar snörur, en vinir mínir Indiánar, kendu mér aö leggja þær. ÁSur en langt leiS, var eg oröinn vel fær aS beita öllurn þeirra veiöibrellum og hafSi mik- inn ábata af veiSinni og lagöi fyr- ir talsveröa peninga. Aö veiSa dýr og fugla varS mér svo kært, aS mér kom oft til hug- ar, aö hætta algerlega viö jarö- ræktina og stunda hitt eingöngu. Þegar gildruveiSinni var lokiö viö fljótin nálægt okkur, þá fóru Indiánar aö búa sig til burtferöar og réöst eg til feröar meS þeim á nýjar slóSir. Móöur minni var þaS mjög í móti skapi, sem eSlilegt var, en ekki tjáöu fortölur hennar í þaö sinn, enda mun þaö hafa veriö í eina skiftiS, sem eg fór ekki aö ráSum hennar. Eg gerSi ráöstaf- anir til þess aS henni liöi eins vel og unt var, meSan eg væri bur.tu og fékk einn af mínum góöu ná- grönnum, sem bjó 9 mílur frá okkur, til þess aS koma til hennar viö og viS og líta eftir öliu. Mál Indiána var eg farinn aS læra, og haföi búiö svo lengi í tjöldum þeirra eöa “wigwams”, viö reyk og sólarbruna, aö eg var oröinn jarpur á hörund, rétt eins og þeir. Eg var í fötum af dýra- skinnum álíka og þeir og mun hafa veriS næsta líkur oröinn þeim í útliti. Allir Indiánar voru þeirr- ar skoSunar og fóru meS mig eins og eg væri einn af þeirra kynþætti. Á veiSiför þessari var eg meS Indiánum í tvo mánuöi og kom heim aftur meS tvo dýrahunda, forkunnar góSa og bezta riffil, er eg haföi fengiS af austanmanni nokkrum, sem eg rakst á, og átti þá tvo. Hundarnir voru jafnskyld- ir báSum, úlfum og hundum og mjög fágætir; þeir voru grimmir sem úlfar, svo aö engum tjáöi aS koma nærri þeim nema mér, svo aS eg varö aö hafa á þeim hlekkjafestar alla tiö, þegar eg hafSi þá ekki meö mér á veiSum. Margan bygSarmann hvektu þeir, ef hann kom of nærri þeim, en mör voru þeir alla tíö auösveipir og góöir viSfangs og mjög fljótir aö læra. Eg kendi þerm aö gegna vissum bendingum og merkjum og hlýSa umsvifalaust. Til dæmis hef eg skipaö þeim aö halda coon í tré, undir nóttina, og aldrei hafa þeir brugöist mér. Þeir stóSu undir trénu þangaö til eg kom til aö'fella þaö, og ef þeir náSu bráö, þá brást þaS aldrei, aö þeir færöu mér hana, án þess aS rífa hana eSa tyggja í minsta máta. Þeir réSust á hvaöa dýr sem var og réöu vana- lega niSurlögum þess. Eg var alla tíö óttalaus, livar sem eg var stadd- tir, þegar þessir trúu félagar mín- ir voru meS mér. Oft og tíSum björguöu þeir lifi mínu undan þeim grimmu villidýrum, sem héldu sig í skógunum. Mér er minnisstæöur einn atburöur, sem bar til annan veturinn sem eg lagöi fyrir mig dýraveiöarnar. Eg var úti allan þann dag, þarsem skógurinn var þykkastur; snjór var mikill og þegar á daginn leiö, tók aö syrta í lofti og féll rökkriS á fyr en varöi, vegna hríö- arinnar sem aS fór. Eg var ekki viltur, því aö eg vissi í hvaöa átt loggabærinn var, en jafnskjótt og snjóa fór, hvarf slóöin min og varö bæSi mér og rökkunum órótt, þeg- ar dimma fór. Eg vappaSi dálítiS til og frá, en er eg fann engar stöövar er eg gæti áttaS mig á, þá hugsaöi eg meö mér, aö vissast væri aö leita sér aS skjóli til aS láta fyrir berast í um nóttina. ÞaS fann eg von bráSar, þarsem geysi- stórt tré haföi falliö þar nálægt er runnar stóSu á dálitlum bala. Snjórinn var oröinn mikill, undir þaS í hné, og haföi skafl lagst aS hinu fallna tré; eg ruddi burt snjó á dálitlu svæöi og kveikti eld til næturinnar og þar bjó eg til bæli undir bolnum, handa mér og hund- unum mínum aö liggja i, úr greni- viöar greinum. Þjegar báliS fór aö loga tók eg malinn og sefaSi hungriö, og gaf hundunum bein, reykti svo pípu mína, lagöi svo mikinn viS aö bál- inu, aö nægja mundi alla nóttina og lagSist síöan niöur meö rökk- unum. Altaf hélt áfram aö snjóa, og þó aS vindurinn næöi lítiö eöa ekkert til min, þá gnauSaöi hann i limi trjánna meS þungum niS. Eftir litla stund sigraSi okkur svefn og þreyta og vissum viö ekki til okkar, fyr en undir miönættiö. Þá vöknuöum viö viö úlfaþyt bæöi nær og fjær og fundum aö okkar var gætt á alla vegu. Hundarnir tóku aö urra, er þeir vöknuSu viö vondan draum. Eg talaSi til þeirra, leit eftir byssu minni og beiS þess er veröa vildi. Nær kom ulfa- góliS og hærra og hærra lét í hund- unum. Loks geröust tveir varg- arnir djarfari en hinir, voru ef til vill soltnari, og uröu svo nær- gönglir aö þeir komu fast aS trjá- bolnum og glóröi þar i glirnurnar á þeim. Þaö var enganveginn viö- kunnanlegt aö vita af þeim svona nærri. Eg miSaöi á annan og hleypti af, sá sem á var skotiö lá dauöur, en í sömu svipan tók hinn sig upp yfir tréB og kom niöur milli min og hundanna. Byssa mín var skotlaus, svo aö eg brúk- aöi hana fyrir barefli, en þó aö eg hitti úlfinn af alefli, þá sá þaö ekki á honum, hann var jafnólmur eftir sem áöur, og þóttist eg illa kominn. Þá skökkuöu rakkar mínir leikinn. Úlfurinn átti víst ekki von á áhlaupi þeirra, en hann haföi nóg aö gera von bráöar, aö fast viS þá. Viöureign þeirra var ekki löng, en mjög hörö og hroöaleg. Úlf- urinn var stór skógarúlfur, mjög sterkur, og gekk hart aö hundun- um. En þeir böröust fyrir sinu lífi og mínu Hklegast líka, og hugsa eg aS grimmilegri atgang- ur veröi ekki oft, heldur en eg horföi á þá nótt í skóginum. BlóS- iö lak úr þeim öllum, og ýlfriö í úlfinum tók út yfir meöan á bar- daganum stóö, þartil annar hund- urinn náSi taki á hálsi hans meö vígtönnunum og slefti þvi ekki, fyr en úlfurinn hætti aö draga andann. Vitanlegt er þaö, aS ef eg heföi veriö einsamall, jafnvel þó aö eg heföi haft marga rifla og nóg af skotfærum, þá heföi þessi saga aldrei veriö færö í letur. En meö því aö svo fór sem fór, þá kann aS vera aö eg segi hana lengri.” ftlv Rod and Gun). CANADSS flNEST | THEATRÍ VIIÍUNA FKA 8. SEPT. Nlatinee Miv.d. og Laugard. Afar-ágt leikfélag kemur með OSOAR F. FIGMAN, Og ANN TASKER í leiknum „Doctor De Luxe“ Itveld $2.00 tU 25c. Mats. $1.50 til 25c. VIKUNA I’RA 15. SEPT. Matinees Miðvikud. og Laugard. __ Henry Miller a ..The Rainbow“ j prjú kveld og byrjar Mánud. 22. Sept. Matinee á 'miSvikudag William F aversham synir þá hinn áhrifamikla lcik siim í Icikriti Shakcsjtear's „JULIUS CÆSAR“ og leika þar meS honum ýmsar fræg- ar leikara-stjörnur svo sem Miss Constanee Collier og Mr. R. D. Macl.can j ásamt félagi 150 leíkenda, sem koma rakleitt frá Lyric eikhúsi I N. Y. ! Kveld $2 til 2öc. Nlatince $1.50 til 25c Fimtudag, föstud. og Laugardag 25% 26. og 27. September —THE COUNTRY BOY— Thorsteinson Bros. & Co. Eru að byggja, og hafa nú til sölu O C A A nýbygð hús, sem þeir selja fyrir og þar yfir, — eftir stærð og gæðum húsanna. Aðeins $ I 00 iit í hönd og $30 á mánuði Ef kaupandi óskar að húsið sé bygt eftir hans eigin fyrirskipan, fæst jöað einnig. Þeir taka einnig að sér húsabyggingu fyrir aðra. Finnið oss al 815-811 Somerset Building, Winnipeg „J Man. TALSIMAR—Skrifstofa: Main 2992. Heimili: Garry 738 W ni. Favershain í leikiiiiin “Julius Caesar” í YValker fyrri part næstu vikui yard; þaS eru fleiri, sem hafa sumarbústaöi þar, enda er þaS mjög falleg strönd. Þar er dans- salur, sem tilheyrir bænum Wyn- yard, og fer unga fólkiö þangaS til j aö skemta sér. Yfir höfuö aö tala J leizt mér vel á landiö í kringum Wynyard og uppskeran lítur mjög | vel út þetta ár og væri óskandi aö náttúran leyföi þeim aö koma korninu x hlöSurnar, enda hygg eg I aö sumir þurfi þess meö. Á þessu feröalagi mínu hitti eg j marga kunningja og tóku þeir allir vel á móti mér; eg ætla ekki aö nafngreina þá alla, en ætla aöeins aö minnast á minn gamla og góSa vin, W. H. Pálson, sem kom til Wvnyard og eyddi heilum degi meS mér og var mér hin mesta ánægja af því. Viö mintumst á margt sem á dagana hefir drifiS : síöan viS vorum samlerSa til Ame- J ríku fyrir 30 árum síöan. Mér j fanst hann vera jafnungur í anda | og skemtinn i tali eins og hann var j fyrir 30 árum siöan. Eg þakka honum fyrir góöa viökynningu. ÞaS er annar merkismaSur, sem eg hitti í Wynyard, Helgi Helga- son tónskáld, hann tók mig meS sér og sýndi mér pípuorgeliö sem hann hefir smíSaö sjálfur. ÞjaS er vist alveg snild, ef ekki meistara stykki af jafn gömlum manni aö smíöa jafn rpargbrotiS hljóSfæri og svo aö taka þaö í reikninginn, aö hann hafSi ekki eins gott tæki- j færi þar til aö fá gott efni af ýmsu tagi, sem þurfti. Til dæmis sagö- ist hann hafa þurft aö kaupa 50 prjóna, sökum þess aS hann gat ekki fengiö stálvír meö ööru móti. Hann hafSi ýms óþægindi þessu lik meö aö fá þaS rétta efni sem hann þurfti. Söfnuöurinn, sem á kirkjuna, sem þetta umrædda orgel stendur í, er Mr. Helgason mjög þakklátur og sýnir honurn þá vel- vild og viröingu, sem hann á skil- iö fyrir smiSiS á orgelinu. Mr. Helgason sagöi mér að það hefSi tekiö sig þrjú ár aö smíöa orgeliö. Eg ætla ekki aö fjölyrSa meira um þetta, en biö Lögberg aö bera kæra kveöju til Páls Thorlaksonar og Páls Sveinssonar, fyrir þá al- ÚS er þeir sýndu mér, meöan eg dvaldi hjá þeim. Sömum mönn- um sýnist verá þaö meöskapaö aö gera öSrum lífiö skemtilegt og ánægjulegt. Eg biö kærlega aö heilsa öllum kunningjum þar vest- urfrá MeS vinsemd IV. G. Johnson. DANARFREGN I kynnisferð. Fvrir skemstu var eg á ferö vestur í Wynyard, Sask., til þess aS eySa mínu sumarfrii hjá tengda- syni mínum, Páli Thorlaksyni.sem er hótelhaldari í Wynyard. Hann hefir sumarbústaö niöur viö Quill Lake, tvær og hálfa mílu frá Wyn- Þann 25. Ágúst síSastliSinn, lézt aö heimili sínu í Árdalsbygö, nálægt Árborg, bænda öldungurinn Kristmundur Benjamínsson, 73 ára gamall. Útförin fór fram frá heimili þess látna 30. s. m., var hann jarösunginn af séra Jóhanni Bjarnasyni í grafreit Árdals safn aöar; fjöldi fólks fylgli þeim látna til grafar. Kristmundur sál var fæddur á íslandi aS MárstöSum í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. MóSur sína misti hann mjög ungur. Ólst hann upp hjá fööur sínum Benjamín GuSmundssyni og síöari konu hans Ingibjörgu Guömundsdóttir. Ingi- björg er enn á Hfi hjá börnum sinum í Argylebygö. Kristmundur fluttist meö fööur sínum aö' Ægisíðu í vestur Hópi. 25 ára giftist hann Sigurlaugu Björnslóttir frá Litluborg og fluttu þau þá aö Litluborg og dvöldu þar og í grendinni, þar til árið 1874, aö þau fluttu til Ameríku; dvöldu 1 ár í Ontario, þaöan fluttu þau »5 Gimli í Nýja Islandi og áriö 1902 í ÁrdalsbygSina á heimili þaS j er hann liföi síöast á og var heim- ilisréttar land hans. Kristmundur sálugi var einn af þeim þrautseigu atorkusömu land- námsmönnum, er bygöu fyrstir þessa nýlendu. Hanu var einn í fyrsta stóra hópnum er kom til Gimli 1873 um haustiö, og má nærri geta aS þaö hefir þurft kjark og dugnaS til aö taka á móti öllu því andstreymi er mætti landnáms- mönnum þar fyrstu árin. Kristmundur kom þangaö fé- laus meö konu og stóran barnahóp og mátti striSa viS flesta þá erfiö- leika, er mætt geta fátækum inn- flytjenda; en hann haföi kjark og dugnaS í ríkum mæli og gekk ó- hikaö á móti andstreyminu og vann sigur, enda lét kona hans sitt ekki eftir liggja, og unnu þau bæöi sem einn. maöur meöan samvistartim- inn entist. Þjau hjón eignuöust 17 börn, af þeim eru 7 á lífi; 5 dætur og 2 synir, öll gift nema yngsta dóttir- in. Tvær dæturnar gátu ekki ver- iS viö jarðarförina vegna fjar- lægöar og heimilisástæöna. önnur á heimili suSur í Bandaríkjum, hin austur í Ontario; hin voru öll viö- stödd. Annar sonur hans, sem heima á vestur viö Kyrrahafs- strönd, kom alla þá leið aS veita fööur sínum siöustu aðhlynning og gleöja og bugga sína öldruðti móö- ur í hennar bitru sorg, sem hin munu og öll gera eftir, mætti, því öll eru börnin mannvænleg. Kristmundur sál. tók mikinn þáttt í öllum félagsskap í sínu bygöarlagi. Hann var eftirtektar-. samur og fróður um rnargt; góSur faöir og umhvggjusamur stjórnari á sínu heimili. Barnatrú sinni hélt hann óskertri til þess síðasta. Hann tilheyröi ÁrdalssöfnuSi frá því sá söfnuður myndaöist. Hann kvaddi heimiliS og ástvinina sem hjá hon- um voru síöustu stundina með trú og trausti á himna föðurinn; hon- um treysti hann í öllu sínu stríöi í lífinu og trúin og traustiö á guS og frelsarann, mun óefað hafa styrkt hann bezt í baráttunni fyrir lífinu. Hans er sárt saknaö af ekkjunni, börnunum og öllum vin- unum. BlessuS sé minning hans. Vinur. Seyðisfirði 9. Ágúst. Mótorbáturinn “Víkingur”, eign LúSviks SigurSssonar á NoröfirSi fórst í fiskiróöri s. 1. laugardag. \ ar bátsins lengi leitaö í von um aö liann fyndist á floti; en svo varö ekki; línubjóðin og annað lauslegt fanst, er sýndi aS báturinn hafði farizt. A bátnum voru: Sigfús Davíös- son, Sigfús Árnason og Hermann Sigurfinnsson, allir til heimilis á NorSfirSi og Ásgeir Sveinsson úr Mýrdal. Afli góður hér eystra, bæöi af síld og fiski. Einkum hefir veiöst ágætlega á VopnafirSi. Fyrir norSurlandi liafa síldar- skipin fengiö mikinn afla nú siö- ustu dagana, rétt út af Eyjafirði. “Alliance”, eitt af fiskiskipum Ealcks í Stafangri, hefir komiö hér inn tvisvar í þessari viku meö mjög mikið af síld. ÓlöfBjarnadóttir, kona Skapta Sveinssonar hér í bænum, andaðist aS heimili sínu 2. þ. m., 78 ára aS aldri. Fáið ánægju af skóakaup- um með því að kaupa þá í Quebec Shoe Store 639 Main Street, Winnipeg Rétt fyrir norðan Logan Ave. — Sá maöur er dauSur i New York, sem kallaöist “Big” Tim Sullivan, þingmaöur fyrir einn hluta borgarinnar. Hann var einn í Tammany samtökunum, hinum alræmda félagsskap, sem liggur einsog mara á New York borg og ríki. Hann var vel þokkaöur af lýönum, meö því aS hann var van- ur að fara um götur borgarinnar einu sinni á hverju ári, meö vagn- hlöss af vetlingum og öörum flík- um og gaf hverjum sam hafa vildi. NOTIÐ IDEAL CLEANSER til að hreinsa og þvo sink, baðker, og innviði, Stór kanna með síugötum 3 könnur fyrir 25c Búið til í Winnipi BLAÐIÐ ÞITT! SJÁLFSAGT ánægjulegra að lesa Lögberg ef búið er að borga fyrir það. Viltu aðgæta hvernig sakir standa með blaðið þitt? Athugaðu litla miðann sem límdur er á blaðið þitt, hann sýn- ir upp að hvaða tíma þú hefir borgað Lögberg. Seyðisfirði 16. Ágúst. Frá Grímsey er skrifaö1 að þar hafi verið einmuna.t'ö í alt sumar, grasspretta í bezta lagi og afli leikur sjálfur í; þar segir frá þvþ ágætur, en eggja og fuglatekja ekki nema í meðallagi. Ishroöi haföi sést frá eyjunum nú nýlega. Leikhúsin. “The Rainbow” heitir sá leikur, sem Harry Miller hefir samið og er stúlka hittir föður sinn, en þau hafa ekki sízt, frá því hún var barn, svo og er þaö sýnt, hvernig þeirra sambúö er. Leikurinn er merkilegu'r og fagur og skemtileg- ur. Hann verður leikinn þessa viku á Walker, meö matinnees á miöku og laugard^g. Mr. Faversbam sýnir “Julius Cæsar” þrjá fyrstfu dagana af næstu viku meö matinee á miöku daginn. MeS honum eru bezti leikarar, þar á meðal hin fríö; enska leikmær, Constance Collie ásamt H. D. Maclean, sem bæö eru fræg. Á eftir þessu veröur “Th Country Boy” leikinn síSari pai vikunnar á Walker, meS matine á laugardag.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.