Lögberg - 17.09.1914, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.09.1914, Blaðsíða 6
6 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1914. LÆKNIRINN. SAGA FRA KLETTAFJÖLLUM eftir RALPH CONNOR Barney haföi tekiö eftir þessu, og þaö var Bens vegna meira en fyrir sjálfa sig, aö drengirnir tóku hann í félagsskapinn meö sér, til aö reyna sig á upp- skeru eftir samningi. Og þegar á sumarið leið, þá þurftu þeir ekki aö iðrast eftir það fyrirtæki. En það kom harðast niður á piltunum sem eftir ‘reaper’- vélinni fóru, og oft var það, þegar kveld var komið, að þeir áttu erfitt með að komast heim og í rúmið. Það kom lika fyrir, að Dick, sem varla var jafnoki bróður síns að þyngd og kröftum, lá vakandi og gat ekki sofnað fyrir þreytu, og vakti þá Bamey með honum, kvíðafullur og áhyggjusamur. Á morgnana voru þeir stirðir og lerka að vísu, satt er það, en hughraustir og ódeigir að leggja út í bardagann á nýjan leik, þvi að af honum höfðu þeir ekki ein- göngu góðan hagnað, heldur líka mikla frægð sem verkamenn. Þegar uppskerunni var lokið, voru þeir seigir og sinastyrkir, hugmiklir og til alls færir er þeir á annað borð höfðu orku til að gera. Af Ben stöfuðu atvik þau, er ollu þvi, að þeir urðu að leggja •fram alla orku sína. Á rigningardögum fór hann til smiðju með Myllu hrossin og stóð þar og beið eftir járningu. Þar var alla tíð margt fyrir af mönnum og hrossum. Rigningar dagar voru uppskeru dagar jámsmiðsins. Allar viðgerðir, sem söfnuðust saman á heimilunum góðviðris dagana, voru geymdar þangað til rigning kom og þá fluttar til járn- smiðsins. Ben, þegar hann kom þangað á hækju sinni og tréfæti, fann brátt að menn höfðu nýlega fengið góð an þokka og rækt til hans. Þrátt fyrir góðvildina, höfðu menn tilhneigingu til að 6tríða veslings Ben, en lund hans var ör og tungan hvöss og því hvassari sem þykkja hans óx. Jafnframt því var hann hneigð- ur til raups, einsog smávöxnum mönnum er títt. Ert þann dag, sem nú skal frá sagt, vissi hann að visu útfrá. Þjð kunnið ekki að binda, og ekki líkt því. Þið hafið aldrei séð til neins, sem binda kann.” I þessari svipan kom “kóngurinn” sjálfur, gamli Morrison inn í smiðjuna. “Hello, Ben! Hvað gengur á fyrir þér?” mælti hann. Ben stiltist alt í einu. “Eg hefi sagt full árans mikið, einsog vant er, þykist eg vita”, tautaði hann. “Hvað gengur að Benna? Þáð er einsog ein- hver þafi hleypt upp í honum”, spurði “gamli kóng- urinn”, og leit yfir hópinn. “O, hann er að grobba af uppskerupiltum sín- um,” svaraði Sam sonur hans. “Nú, þú getur máske myndast við að svara fyrir þig í sömu mynt, Sammy.” “Eg hugsa, að eg hafi kannske ekki átt langt að sækja það,” sagði Sam. Hann var ósmeikur og ófeiminn við föður sinn. “Það er óhætt fyrir þann að láta mikið, sem hefir af miklum rnanni að má, Sammy. En hvað er að, Benny, karl minn? Okkur þykir öllum vænt að sjáj þig kominn á fætur aftur, og þar á ofan, okkur þykir gott að heyra af því hve vel vinnan gengur hjá ykkur í sumar. En hvað er nú verið að gera þér ?” “Ekki rteitt,” svaraði Sam fyrstur, og þótti mið- ur, að “gamli kóngurinn” talaði svo hlýlega við Ben. “Hann er að grobba þann gamla ráðalausan yfir þeim sem vinna með honum.” “Nú jæja, Sam, hann má láta mikið yfir þeim, því að þeir eru duglegir verkmenn.” “En þeir geta ekki bundið af tíu ekrum á dag, eins og Ben var að raupa af.” “Já, það er annað mál,” mælti “gamli kóngur- ínn . “Fjórum af drengjunum minum veitti ekki af heilum degi til þess að binda af tiu ekrum, Ben.” "Eg er að tala um menn sem kunna að binda”, sagði Ben, og var lítill lotningar hreimur í tóninum. “Gáðu að því, Ben, að það er ómögulegt fyrir tvo menn að binda af tíu ekrum á dag, svo að þér er bezt að hætta raupinu og tala af viti.” “Eg er að tala um menn sem kunna að binda”, mælti B'en aftur þrálega. “Og eg er að segja þér, Ben”, svaraði “gamli kóngurinn”, og kvað fast að orðunum, ^piltarnir þín- ir, þó að röskir séu, — því að það eru þeir — geta aldrei búndið af tíu ekrum á dag. Þeir mega reyna það á tíu ekra hveitjstykkinu á 50 ekra partinum mín- um. Ef þeir geta það á dag, þá mega peir eiga það, vel^af þeirri eftirtekt, sem hann var farinn að vekja og var auðsjáanlega upp með sér af því, að vera í sem af þeim fæst. félagi við Boyle bræður, en alt um það var hann <‘Þeir mundu ekki ganga að því,” svaraði Ben prúður i fasi og settur í framkomu, umfram venju,|hálfgramiir. “Þeir geta gert það og vel það.” og var það nóg til þess að sezt var að honum með| Þá var gamla kónginum nóg boðið. “Þér er glettum og stríðni, meira en venja var til. Sá sem mest lagði sig fram til að glettast við hann var Sam Morrison eða “digri” Morrison, er svo var kallaður i daglegu tali. Sam var sonur manns, sem var auðugastur og mestur maður i sveit- inni, og nefndur var “gamli kóngur”, og voru þeir fjórir bræður. Því var það, að Samuel tók upp sömu taktana og “gamli kóngurinn”, er var frekur og drjúglátur, þó meinlaus væri og vænn í sér. En þó að menn þoldu hinum gamla manni stórlæti, vegna þess, að hann naut virðingar og meta, eins og þeir vanalega gera sem vel hafa komist áfram, þá þóttu taktar Sams hlægilegir og stundum ógeðs- legir. Hann stóð nú og sagði bændum og öðrum er í smiðjunni stóðu, frá ýmsum afrekum á uppskeru vellinum, bæði sínum og stórfrænda sinna, og var það eitt hið mesta og síðastá, er þeir slógu og bundu tíu ekru hafra akur, fjórir saman, en "gamli kóngurinn” sat sjálfur á sláttuvélinni, og stýrði hestunum. “Hvað voruð þið margir?” spurði Ben snúðugt. “Bara fjórir”, svaraði Sammy, og snérist skjót- lega að honum. “Hvað bundu margir?” mælti Ben stiltur og íbygginn. “Hreint enginn, þinn heljar bjálfi!” “Eg trúi því vel, eftir því sem eg hef litið til”, mælti Ben, stuttlega. Sam leit fast til hans. “Og hvað er það, sem þú hefir tekið eftir, Mr. Fallows, ef eg má spyrja?” mælti Sam háðslega. "Tekið eftir? Tekið eftir því, hvernig þú ferð að binda, náttúrlega.” “Nú yfir hverju ertu að dylgja?” spurði Sam og var æfareiður. “Eg hefi ekki sagt mikið seinasta klukkutím- ann”, mælti Ben. “Eg talaði meira, þegar eg hafði minna að gera, en eg hef lagt það niður, þessa upp- skeruna. Við höfum ekki haft tóm til þess. Þegar við erum að vinna”, bætti Ben við, er fólkið kom nær honum, “þá höfum við ekki tóm til að skrafa og þeg- ar vinnu er lokið, þá kærum við okkur ekki um það. s Við þurfum þess ekki.” Að þessu var hlegið og þótti vel mælt. “Þetta er rétt, Ben. Það gengur undan ykkur félögum”, mælti Alec Murray. “Það er ekki skraf- að mikið, þegar þið takið sprettinn. En gott dags- verk er tíu ekra sláttur, Ben.” bezt að þegja, Ben. Þú ert grobþari. Eg skal óhræddur veðja við hvern sem er, hveitinu af öllum fimtíu ekrunum móti 50 dölum, að það er ómögu- legt.” “Eg skal veðja við þig,” sagði Alec Murrey. “Hvað þá?” “Gamli kóngurinn var alveg orð- laus í svip. “Eg skal veðja við þig. En eg hugsa, að þú viljir ekki standa við það,” mælti hinn. En gamli maðurinn var of stór upp á sig til að ganga á bak orða sinna. “Það er mikill munur á ve'íénu” sagði hann, “en eg ætla að láta við það sitja, samt. Þó skal eg láta þig vita, að bletturinn tr nær tólf ekrum en tiu á stærð.” “Eg þekki blettinn”, sagði Alec. “En eg er fús að hætta á það. Sá sem vinnur borgar verkakaup. Hvað á vinnudagur að vera langur?” hélt Alec áfram. “Hætta klukkan sex.” “Þá er bezti partur dagsins eftir.” Segjum átta þá,” mælti “gamli kóngurinn” “Og við skulum taka mánudaginn til. Við þreskj- um þann dag, en því meira sem um er að vera, því betra.” “Það er aðeins eitt, sem eg vil taka fram,” mælti m J?.en, “og það er, að drengirnir mega ekki vita neitt um þetta.” “Þvi þá ekki ” sagði Algp. “Ekki renna þeir. “O, Dick mundi taka því, og það fljótt. en Barney mundi ekki láta hann hætta á það. Hann hugsar vel og nákvæmlega um drenginn.” Eftir langa umræðu næsta sunnudags morgun meðal þeirra, sem stóðu í kirkjugarðinum og biðu þess, að messa byrjaði, var það loks niðurstaðan, að gamli kóngurinn” hefði, með vanalegri forsjájni, veðjað á þá hliðina, sem vænlegri var. Jafnvel Alec Murray, þó hann bæri sig borginmannlega, trúði bezta vini sinum Rory Ross fyrir því í kyrþey, Tð hann “byggist við að sín haka væri brend, þó að langt mundu þeir fara með það.” “Ef Dick aðeins væri eins þungur og Barney”, sagði Rory, “þá mundu þeir standa betur að vígi.” “Já, en Dick er fljótari að binda. Og hann lætur iy/ lífið en að gefast upp.” “En það eru tíu ekrur, Alex! Og það eru jafn- vel meira en tíu ekrur í blettinum.” Eg veit það. En það stendur vel og er léttara i kollinn i miðjunni. Ef eg bara fengi þá til að taka Ben hnussaði við. “Það er dágott dagsverká öllu sem þeir hafa til — eg má til að finna ráð til fyrir tvo”, mælti hann. Honum var alls ekki hlýttþess. Eg verð að koma Barney á tölt. Það er svo í þeli til þeirra Morrisona, hann hafði verið nágrannimikið kapp í Dick, þeim litla snáða, að hann mundi þeirra og orðið að þola þeim margt. fyr springa en að dragast aftur úr. Og fyrst af “Fvrir tvo!” æpti Sammy. “Þú meinar víst þig°^u hélt Alec áfram, “verður að láta þá byrja vel dg þina menn, þykist eg vita.” snemma. Eg ætla að tala við Ben.” Nú misti Ben alla stjórn á sér. “Já, víst geri Afleiðingin af tali hans við Ben varð sú, að við eg það, hvað sem hver segir,” mælti nann og sner-^rstu skímu aftureldingar á mánudaginn, leit Mrs. ist skyndilega við Sam. “Það eru menmrnir,, ef þig^°y^e n klukkuna, stökk upp úr rúminu og kallaði vantar að vita það. Þeir kunna að binda! Þeira sonu stna. stansa ekki við hverjar dyr til þess að ljúga hvem Þu ert orðinn of seinn, Barney. Klukkan er annan fullan og gá til veðurs. Þeir eru að, þeirrett sex> °S Þu verður að fara til Morrison í dag. piltar. Það er ekki þeirra siður, að láta sér kólna, ^en er °S búinn að gefa héstunum.” áður en þeir fá sér að drekka, til þess að forðast . Hvað er að tarna, mamma, hún er ekki nema fótaveiki, álíka og hross, einsog ykkar er siður þarnaíirn™! a mitt uf- “Nei, hún er sex.” Þegar að var gáð, var úr Bens eins og klukkan. Barney þóttist þá vita, að ekki væri alt eins og vera bæri, vakti Dick, mötuðust þeir síðan í snatri, voru komnir út á akur, tæpri klukkustund frá því þeir vöknuðu, og biðu þar eftir Ben, reiðubúnir til að byrja dagsverkið. Þegar þeir voru búnir að binda i svo sem klukkutíma, kom Alec Murray út á akur. “Eg ætla að hrauka fshock)”, kvað hann. “Þeir hafa nóga menn við þreskinguna, og “gamli kóngurinn” vill að öllu verði hreykt hér ekki seinna en á morgun síð- degis, svo að hann geti þreskt það, ef að þið, dugn- aðar vargarnir verðið þá búnir.” Alec var að sjá í góðu skapi. Eitthvert fjör og upplífgan fylgdi honum á akurinn. “Þú þarna, Ben, vertu ekki allan daginn að bera á, þessa olíu. Þér er betra að muna, að eg fylgi þér í dag.” “Ætli þú bíðir ekki eftir að það sé bundið, eða hvað?” spurði Ben, og skildi vel hvað Alec ætlaði sér. “Ekki veit eg það. Það gæti svo farið, að eg verði að hlaupa í að binda öðru hvoru.” “Vertu ekki að kviða því”, svaraði Dick. “Ef þú hreykir öllu, sem bundið verður í dag, þá mætt- irðu hengja skyrtuna þína til þerris í kveld.” “Vertu rólegur, Dick, annars verður Bamey of langt aftur úr. Þú ert fljótari að binda en hann, heyri eg sagt.” “O, ékki veit eg það”, svaraði Dick með hægð, þó að hann væri sannfærður um það með sjálfmu sér, að hann gæti það. “Dick er dálítið fljótari, er ekki svo?” innti Alec og snéri sér að Barney. “O, hann er nógu fljótur.” “'Hafíð þið nokkúrn tíma keppst hver við ann- an?” sagði Alec, greip tvö bindi sitt undir hvora hendi, stakk þeim skjótlega í hraukinn og fetaði kviklega éftir fleirum. “N’ei”, svaraði Barney stuttlega. “Hann hefir líklega ekki viljað að þú tækir of nærri þér,” mælti hann kænléga til Dick. “Sá sem ekki er vel hraustur, verður að gá að sér.” Hér var Dick viðkvæmur fyrir. Dick lét sér ekki nægja að gera fullkomið dagsverk á akri, heldur undi hann illa við, ef hann skaraði ekki fram úr öllum. “O, hann þarf ekki að óttast að eg taki of nærri mér”, svaraði hann og gein við flugunni, sem Alec rétti honum. “Eg hefi unnið með honum allan upp- skeru tímann og er þó lifandi ennþá.” Þó að Dick vissi ekki sjálfur af þvi, þá fór hann að herða lítið eitt á sér, svo að Barney fór að dragast aftur úr. “Hann er bara.að leika sér að þér, Dick”, sagði Alec í gletni. “Hann vill fyrir engan mun, að nokk- uð verði að þér.” Þannig kom hann því svo fyrir, bæði með því að hamast sjálfur og með smáglettum við sveinana á víxl, um það, hvor sjyngari væri til verka, að báðir fóru að keppast við, og áður en þeir vissu af, gerði hvor sem hann gat, þó hvorugur vildi við það kann- ast fyrir hinum. Alec hélt sig fast að þeim, nærri hljóp við fót eftir bindunum, kastaði eggjunarorðum á þá til skiftis, herti á Ben, þegar hann fór kringum homin og hélt ákafa þeiffá við með öllu móti. En hann gætti þess vel, að ganga ekki of hart eftir. Hann hafði svo ráð fyrir gert, að Teenie Ross, er komið hafði til að hjálpa Morrison dætrunum, kæmi með bita út á akur um tíu leytið. Þeir settust í grasið í forsælu undir laufguðum hlyn og snæddu bita sini^, er Dick að minsta kosti var farinn að finna þörf á. En ekki lét Alec þá sitja eina mínútu fram yfir hálfa klukkustund. “Eg skal ná ykkur, drengir,” kvað hann, “þó að eg verði að fara úr skyrtunni til þess.” Dick var fljótur til að sinna þessu og tók til með hinum sama ákafa sem fyr. En komið var þyngra heldur en Alec varði og þegar að hádegi kom, þá var ekki fullur þriðjungur þess sleginn, að því er honum virtist. Tlann lét piltana hvila sig í hálfa aðra klukkustund um miðdegið, fékk þá með sér frá þreskimanna hópnum á afvikinn stað í aldingarðin- um, þarsem þeir gátu lagst og sofið, og vakti þá þegar tími var til kominn, svo ekki skyldi ein mínúta af hinum dýrmæta tima fara til ónýtis. Á leiðinni út á akur stakk Alec upp á' því, að þeir skyldu ekki fara aftur til bæjar til kveldverðar klukkan fimrn, einsog venja var, heldur láta færa sér hann út á akur. “Það er langur vegur upp að húsi”, mælti hann, “og dagamir farnir að styttast.” Og þó að drengj- unum líkaði sú tillaga enganveginn, þá létu þeir þó svo búið vera. En hvernig sem Alec og Ben fóru að, þá leit svo út, þegar þreskimenn hættu verkum og gengu heimleiðis eftir akrinum þar sem verið var að slá, sem “gamli kóngurinn” mundi víst vinna veðmálið. “Burt með ykkur úr akrinum!” kallaði Alecr, þegar mennina bar nær; “þið tefjið okkur. Farið þið burt.” Því að bræðumir vöru famir að hægja á sér og skrafa við suma mennina. “Burtu með ykkur héðan, segi eg!” hrópaði Alec. “Þið getið staðið meðfram girðingunni, og þá skulum við sýna ykkur, hvemig þetta á að gerast!” Mennirnir fundu að þetta var sanngjarnt, sem hann fór fram á, og höfðu sig á burt úr akrinum. Langir kveldskuggar tóku að leggjast yfir akurinn. Þreytu fór að sjá á báðum sveinunum við hvert fótmál sem þeir stigu. Alec var ráðalaus. Kornið var alt slegið, en ennþá var mikið af því eftir óbund- ið. Hann afréð, að segja þeim upp alla sögu. Hann vissi hvað hann átti á hættu, ef svo vildi verkast. Það gat vel verið að Barney neitaði að eiga á hættu að bróðir hans ofreyndi sig. En Alec hafði engin önnur úrræði, hann gekk til þeirra og sagði þeim alt ein^ og var. “Drengir”, mælti hann, “eg vil ekki að þið of- reyniö ykkur. Mig gildir alveg einu um peningana. Mig langar til að vinna af gamla Morrison og mig langar til að við vinnið afrek, sem engir aðrir hafa unnið. Þið hafið þegar unnið mikið dagsverk, og ef ykkur langar til að hætta, þá skal eg ekki segja eitt orð.” "Hætta!” mælti Dick fyrirlitlega, og fékk nýjan áhuga við sögu Alecs. “Hvað eigum við mikinn tíma eftir?” “Til klukkan átta. Nú er hún rétt sjö.” "Höldum þá áfram, Barney!” mælti Dick. “Við þolum eina klukkustund til, að minsta kosti.” “Eg veit ekki, Dick”, mælti Barney efablandinn. “Komdu! Eg endist ti! þess og eg veit að þú ! gerir það." Með það tók hann til á ný, og keptist nú við af öllum mætti og reyndi alls ekki til að leyna því. Eftir hálfa stund áttu þeir ennþá eftir, ef hvor tók tvö ljáför, báðar löngu hliðamar og báða stuttu endana á akrinum. “Þið getið það ekki, drengir,” sagði Alec með eftirsjá í svip og rödd. “Látið það eiga sig.” “Já, drengir,” kallaði “gamli kóngurinn”, er kominn var nærri, ásamt öðrum sem á horfðu, “þið hafið lokið miklu dagsverki. Þið hafið verra af þvi að gera meira. Þið hafið unnið til tvöfaldrar borg- unar og það skuluð þið fá.” “Ekki enn,” svaraði Dick. “Við skulum vinna þann hálfa tíma, sem eftir er, hvað sem öðru líður. Komdu, Bamey! Láttu hrífuna eiga sig!” Hartn var fölur í framan og þreytulegur, en augun voru snör og björt, og ekki sá á honum þreytu, enma á andlitinu. Hann kastaði burt hrífunni, greip upp band, sópaði stráinu saman í bindi, með fótunum, greip það upp, lagði bandið á, herti að og hnýtti, í einu átaki. “Við skulum kenna þeim danssporið, Barney," kallaði hann og tók stökk að næsta bindi, og sópaði stfáinu í það um leið. “Einn” — og um leið og hann sagði það, heygði hann sig og greip upp bandið, “tveir” — hann lagði það utan um bindið og setti jafnframt lögulag á það með fætinum, “þrír” — hann herti að og hnýtti bandið og stakk enaanum jafn- framt inn undir með þumalfingrinum. Barney fór eins að. Einn—tveir—þrir! og búið var bindið. Einn—tveir—þrír! og þannig gekk það frá einu bindi til annars. Þeir vora fimtán mínútur að fara með lengri hliðinni. Dick var að innan og þegar hann var búinn hljóp hann að ytri brúninni. “Farðu að innanverðu!” kallaði Barney, “láttu mig hafa þetta ljáfar!” ‘Haltu áfram!” svaraði Dick og batt bindi sitt. “Fimtán mínútur eftir, drengir Eg held að þið ætlið að koma því af!” Við það hrópaði Ben upp yfir sig. “Þeir ætla að koma því af!” kallaði hann há- stöfum og haltraði til og frá, mjög æstur og ákafur. “,Tvö í einu, Dick!” mælti Barney, hann bar eitt bindið til þess næsta og batt þau í eitt. Dick fór að ihans dæmi, en nú fór kraftamunur bræðranna að koma í Ijós. Hópurinn fylgdi þeim eftir, Alec fremstur, með úrið í hendinni, og allir hrópandi há- stöfum. “Tvær mínútur fyrir þennan enda, drengir!” hrópaði Alec, er þeir komu að horninu. “Þið ætlið að klára það, heilla drengir! Þið ætlið að klára!” Þeir áttu þrettán mínútur eftir til að binda hlið og enda. “Þeir geta það ekki, Alec”, sagði “gamli kóng- urinn”. “Þeir oftaka sig. Segðu þeim að hætta.” “Treystirðu þér, Dick?” mælti Bamey, og vatt sér á ytri ljábrúnina. “Eg er til”, svaraði bróðir hans másandi, og gekk til hans. “Komdu þá. Við skulum klára þetta!” svaraði Barney. Nú keptust þeir í ákafa hvor við annars hlið og bundu saman tvö bindi i eitt, og varö Barney smám- saman drýgri. “Biddu ekki eftir mér”, másaði Dick, “ef þú getur farið harðara.” “Hálfönnur mínúta, drengir, ef þið getið staðist það!” hrópaði Alec, þegar kom að seinasta hominu. “Eftir hálfaðra mínútu er sigurinn okkar!” Fimm bindi voru eftir utan á þeim tveim ljáför- um, sem Barney fór eftir, tvö að innanverðu hjá Dick. Til samans níu fyrir Barney, sex fyrir Dick. Bindin voru tiltölulega smá. Barney hljóp til, batt tvö þau fyrstu í eitt, og síðan önnur og þriðju, keyrði þrjú hin síðustu i eitt bindi og vatt sér inn á Dicks teig. þarsem tvö voru eftir. “Snertu þau ekki!” hrópaði Dick reiður. “Hvað líður tímanum Alec?” másaði Barney. “Hálf mínúta.” seinustu tvö bindin, og kallaði: “Vertu ekki fyrir mér!” greip upp bandið, kastaði því utan um bindið, hnýtti að og varpaði bindinu yfir höfuð sér, stóð svo með hendurnar á hnjanum og gekk upp og niður af mæði. Dr.R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Sitrgeoc® Eng., útskrifaður af Royal College oí; Physicians, London. Sérfræðingur i brjóst- tauga og kven-sjúkdómum — Skrifst. 305 Kennedy Bklg, Portag» Ave. (k móti Eaton’s). Tals. M. 814. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir lógfræöinsjar, Skrifstofa:— Room 811 McArthur Building, Portage Avenue Áritun: P. O. Box 1650. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg jj ÓLAFUR LÁRUSSON ..og . BJORN PALSSON YFIRDÖMSLÖGMENN Annast lögÍTæðisstörf á íslandi fyrir Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og hús. Spyrjið Lögberg um okkur. Reykjavik, . lceland P. O. Box A 41 •♦»♦♦♦♦♦»4 GARLAND & ANDERSON Arni Anderson E. P. Garlaad LÖGFRÆÐINGAR 801 Electric Railway Chambers Phone: Main 1561 Joseph T. Thorson íslenzkur lögfræðingur Aritun: MESSRS. McFADDEN & THORSON 706 McArthur Bullding Winnipeg, Man. Piione: M. 2671. Dr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Telepiione garrv sso Office-Tímar: 2—3 og 78 e. h. Heimilí: 776 Victor St. Telephoxe GARRV 381 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORN8ON Office: Cor, Sherbrooke & WiUiam I’elephonei garry 32» Office tímar: 2—3 og 7—8 e. b Heiml I: Ste 2 KENWOOD AP T’S. Maryland Street Telf.phonki garry 763 Winnipeg, Man, Vér leggjum sérstaka áherzlu á 1«, selja meðöi eftir forskriptum læktiz,. Hin beztu meSöl, sem hægt er aS t.t, eru notuS eingöngu. I>egar þér kovr-’ts meC forskriptina til vor, megið btT vera viss um a8 fá rétt þah sem læisu-. irinn tekur til. COBCLEUGH & CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke 81 Phone. Garry 2690 og 2691. Glftingaleyfisbréf *e!4. Dr. W. J. MacTAVISH Office 724J Sargent Ave. Telephone .Vherbr. 940. I 10-12 f. m. Office tfmar ■! 3-6 e. m. ( 7-9 e. m. — Hkimili 467 Toronto Street — WINNIPEG telephonb Sherbr. 432. J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave St. Suite 313. Tals. main 5302. ♦ikjik.jÉbjikaikaik **88A*8k 4 Dr, Raymond Brown, 4 SérfræBingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. í 326 Somerset Bldg, Talsími 7262 Cor. Donald & Portage Ave. | Heima kl. 10—12 og 3—5 Lögberijs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞV( AÐ GERAST KAUPANDIAÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAX! A. S. Bardai 843 SHERBROOKE ST. selur líkkistur óg annast om útfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina Tals. He mili Garry 2151 » O-ffice „ 300 og 378 H. J. Pálmason Chartered Accountant 807-9 Somersot Bldg. Tals. 273g

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.