Lögberg - 11.01.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.01.1917, Blaðsíða 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af sætabrauði. Ekkert sparað til að Kafa það sem ljúffeogast. Giftingar kökur búnar og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari tþeirri ðn. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. c. HJALMARSON, Eigandi, 11 66-8 InKersoll St. - Tals. G. 4140 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN ll.JANÚAR 1917 NÚMER 2 Yfir Atlanzhaf í flugvél. fslendingur með í förinni. Norskur maöur h'efir ákveöið aö fljúga alla leiö frá Kristjaniu í Noregi til New Ýork í vor og með 'honum veröur íslendingur sem iheitir Þorarinn Jónsson og lengi hefir verið i Ohio. Veröur þetta fyrsta flugferö yfir Atantzhafiö ef hún hepnast. Uppþot Eins og frá var s'kýrt síöast var Dyson lýstur bœjarstjóri í Winni- peg. En vinir Davidsons kröföust endurtalningar á atkvæöum. Varö árangurinn af því sá, aö í stað þess aö Dyson hafði áöur 18 í meiri ihluta, haföi Davidson á eftir 20 atkvæöi fram yfir Dyson. Aöallega haföi villan oröiö á ein- um atlkvæðastaðnum, en auk þess nokkuö rangt víða. Eftirtektavert var þaö, aö allar villumar vou í mið- og suðurbæn- um, en ekki þar sem ihinir svoköll- uöu “útlendingar” eru. Davidson er nú orðinn bæjar- stjóri, og er annað bæjarráðsmanns sæti autt í 4. kjördeild, en Vopni tekur við stööu Davidsons, sem fyrri bæjarráösmaöur ]Dar. Sagt er aö Dyson ætli aö krefjast endur- ■kosningar, en liklega veröur ekkert af því. _ Or norðurbygðum Nýja Islands. fErá fréttaritara Lögb.). Sá í Lögbergi á dögunum, aö leinhver fréttaritari blaösins var ó- ánægður yfir því hvaö bréf hans væm geymd lengi áður þan væru birt í blaðinu, aö “fréttimar i þeim væm orðnar að annálum” þegar ijxer loks kæmust á prent. Má vel vera, að einhver, eða einhverjir, iha.fi orðið fyrir þessu. Þó get eg ékki sagt aö eg hafi rekið mig á þetta. En hitt hefir mér komið ikynlega fyrir, hve afarmikiö hefir verið af prentvillum í sumu, sem eg hefi sent. Iíafa íyrir þá sök bréf mín orðið strjálari en ella. Dettur mér þó naumast í hug, að saka ritstjórann þunglega um þennan galla. Er kunnugt um, að •hann er aleinn að vinna það verk, sem tveir röskir menn hafa haft meö höndum að undanförnu. Þó mun tæplega hægt að sameina þetta tvent: fá sem mest af fréttum ut- an úr bygðunum, en vanrækja svo prófartkalestur á því aö fréttirnar verða aö óskiljanlegri lokleysu, ef ekki hreint og beint aö stórhneyksli. í öllu fálli verður þaö til leiðinda og ergelsis. — Ritstjóri Lögbergs er svo alþýölegur ritstjóri og yfirleitt svo vinsæll maður, aö fréttarit- arar blaösins munu tæplega upp- gefast á að senda honum fréttir sem til falla, nema sérstakar ástæð- ur, þessar eða aðrar, séu fyrir hendi. Þó orðalagi og stafsetning sé breytt, ef þörf gerist, tekur s'ér enginn til. Menn sem óvanir eru að undirbúa handrit til prentunar eru sjaldínast svo aðgætnir að þess iþurfi ekki með. Er þá vitanlega gott að ritstjórinn sé viðbúinn að lagfæra slikar misfellur. Enda munu og allir blaöamenn gera þaö eftir þörfum. — Býst eg svo ekki við, að eg hafi þennan formála lengri. Fanst eg mega til meö aö setja úr mér þessi ónot viðvikjandi prentvillunum. Og svo að efninu. VeSrátta. — Fœrð. Lengi framan af i vetur lítið um snjó og færi afar vont. Höfðu rigfningar gengið rétt áður en jörð fraus, svo vegir voru upptroðnir og sundursparkaðir. Þó kom loks snjor 1 kring um 10. des., en ekki nægjlega mikill, svo s'leðafæri var ekki sem bezt. Þietta hélzt þar til á annan 1 jólum. Snjóaði Ihér æöi mikið þann dag allan og af og til síðan, svo nú má heita, aö töluverð snjóþyngsh seu komin. Kítur helzt út fyrir að hér verði líkt ásigkomu- ,lag og i fyrra, en þá voru fannalög óvenju milkil og færi þungt mestan part vetrar. Hey og uppskera. Hey fengu menn alment mikil hér síöastliöið sumar. Engjar ó- venju vel sprotnar. Tún sömu- leiöis. Þau eru nú óðurn aö rninka og líklega hverfa með öllu með tíö 0g tima. Þjykir arðmeira aö nota þau sem plógland en sem tún, þó taðan sé góö og bregðist sjaldan, og nBBSttun aldrei. Býst eg við, að hinum yngri mönnum þyki tún- ne'ktin gamaldags búskapur, en ak- urytkjan bæði betur fylgjandi tim- anum og yfirleitt vænlegri til ábata og uppgangs. _ Mun það rétt vera. XveiöinlcgT þo aö sjá túnblettina ganga saman og hverfa. Blettirnir bæöi fagrir á að líta og þægilegir á að stíga, um leið og þeir minna á sveitalífiö og búskapinn á ættjörð- inni gömlu. í stöku stað eru þó enn æöi stór tún, helzt i Breiðuvík, svo sem í Kirkjubæ, á Fitjum, Gunnarsstöðum, Ekru, Völlum, Gíslastöðum, Asgarði, Grund.Garöi, Kolsstöðum, Keldhólum,Sandy Bar, Bjarmalandi og í Nýjabæ. í Ár- nesbygð eru og enn sumstaöar æði túnblettir. í nýrri bygðunum varð minna um túnræktina og í þeim nýjustu alls eklkert. Þar snerist at- orka manna þegar í byrjun að ak- uryrkju, að svo miklu leyti sem fært var sökum erfiðleika þeirra er fyrir hendi voru. Uppskera varð hér mjög misjöfn síöasta haust. Sumir urðu illa úti aö því er þaö snerti, fengu sára- litla uppskeru. Aðrir fengu það sem kallast á í meðallagi og ein- staka maður dálítið betur. Var ým- islegt sem hamlaði, svo sem fá- dæma mikið illgresi, ekki alment en nokkuð víða, vorkuldar framan af, og ofviðri siðara hluta sumars, sem tvívegis lagði flatt þar sem bezt var sprottið, og löks ryð, sem kom rétt fyrir uppskerutíð. Gekk það raunar yfir alt fylkið meira eöa minna. Urðu ýmsir hér fyrir miklum skaða af því og var það illa farið. Fiskiafli. — Verðlag. Fiskiafli með tregasta móti í þetta sinn. Var og seint byrjað sökum þess að vatnið lagði seint. Var að smá leggja fyrst framan af og brotna svo upp aftur. Töpuðu þá sumúr netum, eins og oft vill verða þegar svo viðrar. Hafði t. d. Páll Þórarinsson úr Framnesbygö tapað þannig mestöllum netum sínum. Hann hefir menn og út- gerö einhvers staðar noröur með vatni. Var búist viö að útgerðar- menn yfirleitt kæmu út meö lítinn hagnað, eöa öllu heldur með skaða, því kaup manna er hátt og öll út- gerð ærið dýr. Á þessu getur þó prðið nokkur breyting, sökum verð- hækkunar á fiskinum. Getur sú verðhækkun hjálpað sumum sem annars heföu lent í tapi á útgerö- inni. Lakara fyrir hina lengra í burtu sem veröa að borga þeim mun hærra fyrir vöruna áður en hún 'kemst á borðið. En þannig gengur það, eins dauði er annars líf, eins skaði ábati annars. Afengi og vínnautn. Þaö þykir nokkrum tíðindum sæta, hve mikiö er nú um pantanir á vínföngum og drykkjuskapur á snmum stöðum í þessum bygðum. Sveitarbannið sem var hér áður hafði svo mikið að segja, að drykkjuskapur var hér næsta lítill. Sumstaðar alls enginn. Mun núk- ið kveða að þvi meðal Póllending- anna. Sumir af þeim pantað upp á 5—to dollara handa sér nú um jólin. Má það einstakt ráðlag heita, því flestir af þeim eru sár- fátækir og enginn ríktir. Nokkuð rnunu og Landar hafa notað sér pöntunarfrelsið. Er ilt til þess að vita. Betur að slíkt “frelsi” yrði takmarkað, eins og ráð er fyrir gert á næsta fylkisþingi. Þá þyrfti oig Dominion-þingið að verða svo happadrjúgt og afkastamikið, að lögleiða bann gegn innflutningi áfengis í þau fylki sem vínsölu- bann hafa. Var látið i veðri vaka í fyrra, að slík lög væru væntanleg þaðan að austan. Af því varð þó ekkert i það sinn. Fróðlegt að vita hvort brennivinsvaldið fær hindr- að slílk lög eða önnur í þá átt á næsta þingi. Byggingar og verslanir í Riverton. Ný ibúðaríhús hafa verið og eru að rísa upp þar í þorpinu. Gat einhverntíma um hús Sveins kaup- manns Þórvaldsonar og þeirra er bygðu um líkt leyti. Mun þó ekki hafa getið um íbúðarhús sem reist voru þá rétt á eftir eða nálægt þeirri tíð, svo sem hús þeirra Kristjáns Ólafssonar járnsmiðs, Victors Eyjólfssonar kaupmanns, Guðmundar Davíðssonar og Snorra Jónssonar, sem öll standa á austur- bakka íslendingafljóts, syðst í jx>rpinu, þar sem sumum þykir ein- hver -fegursti bletturinn á þeitn slóðum. Nýrri hús, eða síðar bygð, eiga þau Mrs. Jórunn John- son, Þorvaldur Þorvaldsson, Frið- jón Sigurðsson, Jón Mýrdal, Árni Guðmundsson, Eirikur Eastman, Mrs. Peterson, Sigrt. Briem og Jónas Jónasson. Hefir hann selt eignarjörð sina, Lón, frænda sín- um, Jónasi S. Jónassyni, en hélt eftir bletti nokkrum og bygði sér hús. I smíðum er hús ija juttomú skáldi Guttormssyni. Er þetta á Víðivöllum, þar sem Guttormur býr. Húsið með ný- tizkulagi og litur út fyrir að verða fallegt. Annað ihús í sSnúðum hjá Johanm Briem. Þáð hús skemra a veg konnð. Verður steinkjallari undir því ollu, húsið sjálft rúmgott og vandað að því skapi. Hús Sig- tryggs Briern sömuleiðis vandað ■hús, með steinkjallara, en minna að stærð. Tengdafaðir Sigtryggs, Guðjón Ingimundarosn frá Winni- peg. sá um smíði á ])ví húsi. — Ýms smá íbúðarhús hafa og verið bygð í þorpinu ekki alls fyrir löngu og auk alls iþessa tvö æði stór gistihús. Eru þau, að eg hygg, nú sem stend- ur í höndum annara þjóða manna, sem eg þekki engin deili á. Verzlanir í Riverton eru nú fjór- ar, það er að segja, þær sem verzla með allar algengar vörur. Elzt af þeim er verzlun þeirra Sigurðsson og Thorvaldson. Þá verzlun Victors Eyjólfssonar og yngst verzlun þeirra Vopni—Sgurðsson Ltd. Stýrir henni annar eigandinn, Sigurbjörn Sigurðsson, bróðir Sig- urjóns kaupmanns í Árborg, lipur maður og vel fær. Hjá honum vinnur bróðir hans, Friðgeir, mjög viðfeldinn maður og þýður, eins og þeir bræður allir. Stendur búð þeirra rétt við fjölfömustu vega- mót þorpsins og liggur mæta vel við verzlun. Þár rétt hjá hefir Victor Eyjólfsson bygt nýja búð, stóra og vandaða, og vöruhús áfast. Verzlaði hann áður austan, eða sunnan fljótsins, þar sem bæjar- stæði var einu sinni útmælt. En járnbrautin breytti þessu öllu. Stöðvar brautarinnar lentu fyrir norðan fljót, Sigurðsson—Thor- valdson verzlunin fluttist yfir um og stór búð var reist skamt frá járnbrautarstöðvunum. Lét Sveinn kaupmaður Thorvaldson mæla út bæjarstæði í grend við verzlanina, íbúðarhús og gistiskálar risu upp þeim megin fljótsins', Vopni—Sig- urðsson verzlanin bættist þar við og þunganúðja starfs og umferðar færðist öll af suðurbakkanum og noröur yfir fljót. Victor kaupm. fór að verða afskektur með sina verzlun. Leizt honum þá ráðleg- ast að flytja sig í nágrennið við keppinauta sína. Skildi eftir gömlu yerzlunarhúsin sunnanmegin fljóts- ins og bygöi alt af nýju að norðan- verðu.— Fjórðu verzlunina í River- ton á Gyðingur. Man eg nú ekki nafn hans rétt í bfli. Gerir enda ekki neitt. Fer litið orð af honum annað en það, að hann sé slunginn að ná í viðskifti Pójverjanna. Lík- legast hugsa þeir eitthvað svipað og sumir Landar gerðu í Winnipeg i gamla daga þegar allir voru fá- tækir, að menn detti oft ofan á kjörkaup hjá Gyðingum. Munu heimsóknir Winnipeg-íslendinga i skranbúðir Gyðinga nú orðnar fá- tíðar, eða með öllu lagðar niður. Fer vel á því. En fáfræöin og f^- læktin er samt við íýði, þó fólk vort hafi komist úr og sé óðum 'betur og betur að komast úr þeim kút. Nýjafstaðnar sveitarkosningar. Á |œr var lausleg drepið í Lögb. rétt nýlega. Er þó óná'kvæmt sagt frá. Jón Sigurðsson, bóndi á Víði, verður oddviti áfram, eins og að undanförnu. Jón var 'kosinn gagn- sóknarlaust. Hafði tl orða komið, að Gestur Oddleifsson í Haga sækti á móti honum. Frá þessu var skýrt í Lögb. Gestur dró sig til baka áður en kotn til hosninga. Halli Björnsson var ekki kosinn í sveit- arráðið i ár, heldur sittir kyr í því næsta ár, kosinn í fyrra, eða rétt- ara sagt, þá endUrkosinn i ráðið til tveggja ára. Márus Doll (ekki 'Marius) var endurfkosinn í ráðið nú í ár; er þar rétt frá skiýrt. Tryggvi Ingjaldsson var kosinn i fyrra og situr óáreittur til næsta árs. Eini nýi Landinn í sveitarráð- inu er Halldór Erlendsson. Hann er fulltrúi fyrir 1. deild. Fulltrúi deildar þeirrar hefir und- anfarin ár verið Finnbogi Finn- bogason. íæitaði hann ekki endur- kosningar i ár. Á móti Halldóri sótti Gunnl. Martin og svo Pól- lendingur. Eru Póllendingar mann nrargir i deildinni og bjuggust sumir við, að þeir hefðu samtök ineð að koma sínum samJanda að. Ér því varð ekki neitt. Hann varð lægstur þegar til atkvæðagreiðslu kom. HaHlldór sigraði með einu atkvæði fram yfir Gunnlaug, eftir allsnarpan bardaga, eftir því sem gerist svona í sveitarkosningum. Tveir Pólverjar eru nú í ráðinu, annar kosinn í fyrra, hinn í síðast- liðnum kosningum. Þykir mönnum lítt skipast til bóta við þær breyting- ar. Fæst ekki aðgert og verða sveitarbúar að hafa það svo búið. Pósthúsumdæmi skift. Mun aldrei hafa getið þess i bréfum mínum, að Geysispósthús- umdæmi var skift í sundur fyrir nokkru síðan, syðri hluti Geysis- bygðar tekinn frá i nýtt pósthúsum- dæmi og pósthúsið nefnt bifröst, samnefnt sveitinni. Er það og hef- ir verið á Láglandi, g Eirikur S. Bárðarson afgreiðslumaður. Geys- isbygð er stór um sig, sérstaklega breið frá norðri til suðurs og mun þetta fyirkomulag vera stórum þægilegra en það gamla, að hafa alla í bygðinni með eitt póstihúsum- dæmi. Skólar eru og tveir í bygð- inni, annar norðarlega, 'hinn sunn- arlega. Syðstu búendurnir Pól- verjar eru í miklum meirihluta. — Má ekki vera að, að skrifa meira af fréttum í þetta sinn. Er þó elcki búinn með nema brot af þeirn fréttum sem hér eru til. Ætla að sjá hvernig þessu reiðir af í prentuninrú. Fjúki ekki í mig út af prentunar fráganginum, getur vel verið eg skrifi bráðum aftur. Um þetta verðum við ritstjórinn að tæta. Vonandi verður það fremur í góðu en með einhverju öðru móti. W. H. Paulson útnefnd- ur sem þingmaður. Liberalar i Quill Plain kjördæmi i Saskatchewan héldu útnefningar þing í Wynyard 4. jan. og voru 77 fulltrúar mættir. Forseti þingsins var Calvert frá Lanigan, en skrifari Whitman lögmaður í Wynyard. í n'efnd til að dæma kjörbréf kjós'enda voru kosnir: Ámi Krist- insson, J. E. Shinners og Craddock, en embættismenn fyrir næsta ár voru kosnir: Calvert forseti, F. T. Cameron 1. varaforseti, Ámi Krist- insson 2. varaforseti og H. A. Whit- man skriifari. Nokkrar samþyktir vora gerðar, þar á meðal þessar: • 1. Að þingið vottaði fullkomið traust sitt núverandi fylkisstjóm, og þó þess sé mjög saknað að Scott varð að hætta stjómarstörfum sök- um vanheilsu, þá sé því fagnað að jafngóður leiðtogi hafi tekið við sem Martin er, og var honum og meðstjómendum hans heitið fullu fylgi. 2. Þingið samþykti stefnu þá er Laurier og fvlgjendur hans hafa lialdið fram í sambandsmálum. 3. Þingið heitir fullri þegnholl- ustu og lofar aðstoð sinni landi og konungi í því stríði sem yfir stend- ur og væntir siigurs sem fyrst. 4. Þingið lýsti ánægju sinni yfir störfum W. H. Paulsons þing- manns og fullu trausti á honum qg hét honum öllu því fylgi sem í þess valdi stæði. Maður sem Hoffman heitir frá Tuffnel lagði til að W. H. Paulson yrði útnefndur aftur fyrir merkis- bera flokksins og Mrs. J. A. Lud- low, eini kvenflultrúinn, studdi það. Flutti 'hún um leið ræðu og hrósaði Paulson fyrir f-amikomu hans i vínbanns- og k\ nréttindamálinu. Annár maður ér rf~ B. Musseíman heitir frá Drabe var einnig til- nefndur. Var síðan kallað á hina útnefndu tfl þess að flytja ræður. Talaði Paulson fyrst og var mikill og góður rómur gerður að ræðu hans; var hún bæði skemtileg, fjör- ug og fyndin, auk þéss að hún flutti margar uppbyggilegar skýringar. Paulson er einn hinna allra skemtilegustu manna á ræðupalli. Auk þess hve ræða hans var skemti- leg, var hún einnig sanngjörn. Hann fór lofsorðum um Mussel- man og kvaðst mundu veita honum fult fylgi ef hann yrði útnefndur. Musselman talaði næst og kvaðst 'ekki hafa sókst eftir þingmensku. Kvaðst hann trúa Paulson fullkom- lega fyrir málum þjóðarinnar og helzt ekfki vilja táka litnefningu sjálfur. Paulson talaði aftur og lýsti stefnu sinni. Kvaðst vera eindreg- inn með félagsskap bænda (Grain Growers), búnaðar væri aðal at- vinnuvegur landsins, og ættu þau mál því að hafa 'hæsta sæti á þingi. Paulson kvaðst byrja kosninga- baráttuna með þeirri fullu vissu að hann ynni, en hann kvaðst mundu berjast á ærlegan hátt að öllu leyti gegn hinum velþekta andstæðingi sinum Jóni Veum. Var svo Paulson útnefndur i einu hljóði með dynjand'i lófaklappi og húrrahrópi. I (Þetta er dregið út úr grein i Wynyard Adv;nce). „Ralph Connor“ hér Séra Gordon, sem venjulega er kallaður Ralph Connor (það er rit- höfunds nafn hans), er nýlega kom- inn heim aftur úf stríðinu, hann h'efir verið þar herpre9tur. Ralph Connor lætur sérlega núk- ' ið af hreysti og hugrekki cana- i disku hermannanna; segir hann að þeir hafi lagt út í orusturnar með gleði- og gamansöngvum, þótt þeir sæju fyrir opinn dauðann. Ralph Connor ætlar nú að verja hér nokkrum tima til þess að safna mönnum i herinn, en að því búnu býst hann við að fara austur aftur. --------------«»»----- Brynjólfur Brynjólfsson dáinn Brynjólfur Brynjólfsson andað- ist að heimili Kristjáns Indriðason- ar tengdásonar sins að Mountain, þriðjudaginn 2. jan, Hann var faðir þeirra Magnúsar og Skafta Brynjólfssonar; 'háaldraður merk- ismaður. Nánar getjið síðar. I TLL MINNIS. Fundur í Skuld á hverjum miSviku- degi kl. 8 e.h. Fundur í Heklu á hverjum föstudegi kl. 8 e.h. Fundur í bamastúkunni á hverjum laugardegi kl. 3.30 e.h. Fundur £ liberal klúbbnum á hverju mánudagskvcldi kl. 8. Fundur í C’onsenatív klúbbnum á hverju fimtudagskveldi kl. 8. Fundur £ Bandalagi Fyrsta lút. safn. á hverju fimtudagskveldi kl. 8. Fundur £ Bjamia á hverju þriSju- dagskveldi kl. 8. Hermiþing á hverju fimtudagskveldi kl. 8. íslenzkukensla £ Fyrstu lút. kirkju á Iföstudagskveldi frá kl. 7 til 8. íslenzkukensla £ Skjaldborg á hverju þriSjudagskveldi kl. 7. fslenzkukensla £ goodtemplaraliúsinu á hverjum laugardegi kl. 3 e.h. Járnbrautarlest til Wynyard á hverj- um degi kl. 11.40 e.h. Jámbrautarlest frá Wynyard á hverj- um degi kl. 7 f.h. Edwin Baldwinson Frá honum kom bréf nýlega og líður honum vel. Hann hefir kom- ist í hann krappan þar eystra, eins og nærri má geta, þar sem hann var í allri orustunni við Somme, sem er óefað mesta orusta sem háð hefir verið. Var Baldwinson veikur um tíma, en er nú heill heilsu aftur. Svo segist honum frá að mikið þyki þeim piltunum til þess koma þegar þeir fái sendingar að heiman, eins og nærri má geta, og ættu sem flest- ir vandamenn allra þeirra sem í stríðið hafa farið að skrifa þeim sem allra oftast. Það hefir meiri þýðingu en menn gera sér grein fyrir í fljótu -bragði. Það gleður alla vini Baldwinsons að frétta af honum heilum á 'húfi. Portúgal komið í stríðið Um langan tíma hefir við það legið að Portúgalsmenn færu í stríðið með bandamönnum, en á mánudaginn kom fyrsta herdeild þaðan til Frakklands og sameinað- ist liði bandamanna þar. Mikið er látið af því að Portúgalsmenn líti herniannlega út og hafi góðan út- búnað í öllum efnum að því er stríð snertir, er talinn að þessu mikill liðsauki. Ráðhrraskifti enn á Rússiandi Fyrir skömmu urðu forsætis- ráðherra skifti á Rússlandi og tók sá við er Trepoff heitir. Nú ber- ast þær fréttir á miðvikudaginn að hann hafi sagt af sér eftir tveggja mánaða stjómar forustu. Sá heit- ir Galitzine er nú hefir tekið við af 'honum. Ástæður fyrir s'kiftun- um era ókunnar. Grikkir Sú frétt barst vestur á mánudag- inn að Grikkir væra að því komnir að fara í stríðið með Þjóðverjum móti bandamönnum. Hafa nú bandamenn sent ]>eim eina áskorun- ina enn og gefið þeim 48 klukku- stunda tíma til umhugsunar og svara. Gera bandamenn þar ýms- ar kröfur sem þeir heimta að full- nægt sé tafarlaust og kveðast ekki munu gera sig ánægða með nein ó- ákveðin svör. Kröfurnar eru svip- aðar því sem þeir hafa lagt fram áður og Lögberg hefir skýrt. Vínbann I B.C. Þess var getið nýlega að vafi léki á því hvort vinbann kæmist þar á. Var óttast að vínmenn mundu hafa haft áhrif á hermennina á stríðsvellinum, en reynslan varð önnur. Hermennirnir höfðu verið með vínbanni eins og hinir og var þeim það stór heiður. Þeir sem héldu því fram að hermennirnir mundu verða vínmegin, báru í raun og veru á þá landráð, en þeir hafa hrundið af sér þeirri kæru alger- lega. Walker. “The Birth of a Nation” verður leikið og sýnt í síðasta skifti i Walk- er þessa viku. Það er einhver stór- kostlegasti sýningaleikur, sem fram hefir korrtið. Tvivegis verður sýnt og leikið á hverjum degi alla vikuna. Hefir nú þetta verið sýnt i sex vik- ur hér i bæ og þreytast menn aldrei á þvi. Sýningin er nákvæmlega sú sama nú og hún var áður. Hljóm- listin er sú sarna og allur útbúnaður. Fimtiu leikendur og tvö járnbrautar- vagnhlöss af áhöldum. “Romeo og Juliet” verða sýnd og leikn næstu viku, og leika þau Fran- ces Bushman og Beverley Bayne. Þessi leikur verður sýndur i 8 deilda myndurn tvisvar á hverjum degi, kl. 2.30 og 8.30 alla næstu viku. Stríð f Iandinu helga. Því er lýst yfir að Bretar ætli að hefja árás i Palistinu. Er tilgang- urinn sá að sameinast Rússum í Kákasus og brjóta upp Bagdad- brautina. Or bœnum og grend. Kona í Árborg hefir sent Lögb. $5.00 í Belgíu styrktarsjóð, en nafn hennar hefir týnst. Vill hún gera svo vel að senda það ? Johannes Stephenson flutti fyr- irlestur á þriðjudaginn um þjóð- rækni og eyðslusemi. Hann var allvel sóttur og er langur útdráttur úr honum í Free Press á miöviku- daginn. Á siðastliðnum 72 árum hefir “New York Life” félagið borgað til skírteinahafa sinna og heldur í sjóði fyrir þá $2,051,370,884.00. Á sama tíma hafa skírteinahafar borg- að iðgjöld sín $1,870,495,072.00. — Mismunurinn er stór, $180,875,812.- 00, þvi starfskostnaður og dauðs- föll eru mörg og stór. Tvær aðal- ástæður hljóta að koma þessu til leiðar: Góð stjóm og peningavext- ir af vel trygðum lániun. Nú era eignir félagsins metnar $897,663,- 896.00. Miss Guðbjörg Goodman frá Argyle kom inn á skrifstofu Lög- bergs og gladdi hóp (’jj af drengj- um í hernum með því að kaupa blaðið og senda það til þeirra í heilt ár. Þetta er laglega af sér vikið. Engin sending getur komið sér betur til drengjanna á vigvell- inum en Lögberg, og ættu fleiri að taka þessa rausnarlegu konu sér til fyrirmyndar. Annan Janúar voru þau Þórður Gunnarsosn og Þórdís Tómasson gefini saman í hjónaband að Mozart á heimili Þórðar Árnasonar; kona Þórðar er systir brúðarinnar. Islenzkukensla barna og unglinga er nú hafin á ný í sd.skólasal Fyrstu lút. kirkju og var byrjað á því verki síðastliðið föstudagskveld; stendur kenslan yfir einn klukkutíma, frá kl. 7 til 8 hvert föstudagskveld fram- vegis, og er fólki boðið að senda börn sín þangað, hvort sem tilheyr- andi eru söfnuðinum eða ekki. Og áríðandi er að börnin komi stundvís- lega, því eftir klukkan 8 sama kveld- ið heldur söngflokkur safnaðarins æfingar sínar í salnum. Samslags skóli er og hafinn í Skjaldborgar- söfnuði, og kemur sá hópur saman á undan Bjarmafundi þar. Allir unglingar boðnir og velkomnir þang- að einnig. í bréfi frá Sergt. Goodman til for- eldra sinna, Mr. og Mrs. Goodman, 576 Agnes St., dags. 17. Des., segir hann góða líðan sína, og er hann heilsugóður; dvelur nú í Seaford á Englandi: hefir hann fengið “three stripes” fyrir að vera einn af eftir- litsmönnum “Canadian Army Trans- port Drivers and Ambulance Driv- ers.” Hann segist v'arla trúa því að komið sé svo nálægt jólum, því það sé alauð jörð og rigning þegar hann skrifar. Hann segist hafa meðtekið jólakassa frá Bandalagi Fyrsta lút. safnaðar og þakkar hann innilega fyrir þá sendingu, og sömuleiðis þakkar hann Jóns Sigurðssonar fél. fyrir jólakassann, meðtekinn frá því; svo þakkar hann öllum sínum góðu kunningjum fyrir bréf og gjafir er þeir hafa sent honum. Óskar hann öllum gleðilegs nýárs. Utanáskrift hans er: Sergt. C. Goodman, No. 331143, M.T.C.A.S.C. Seaford, North Camp, Sussex, England. Sveinn Kristjánsson frá Wynyard sem verið hefir á ferð hjá fólki sinn og tengdafóllki, vinum og vandamönum í Winnipeg, Selkirk og Nýja Islandi, fór h'eimleiðis á mánudagskveldið. Hann kom á gamalmenna heimilið á Gimli og stóð ]>ar við í 3 klukkustundir. Þar sagði hann að sér hefði sýnst fag- urt æfikveld sem gömlu börnin ættu þar og mikið lét hann af því sólslkini, sem stafaði frá Jakob Briem þar á 'heimilinu; auk þess hversu vel forstöðukonumar gættu þar hins vandasama starfs. "Fairford Trading Company” hef- ir sent Lögbergi fallega mánaðar- daga með mynd, sem heitir “Fisher- man s Luck”. Það er ágæt mynd af fiskimanni með stöng. Hann stend- ur á bak við stórt tré og horfir á stúlku, sem situr hinu megin trés- ins og er að lesa í bók. Myndin er bæði falleg og hlægileg. Tom. Gillis, verzlunarstjóri í Ed- monton fyrir Kilgour Ritner félagið (skó- og stígvéla heildsölu), hefir verið hér í bænum um tíma að und- anfömu. Kom fyrir hátíðimar á ráðstefnu við stjómendur félagsinis. J. J. Swanson sendi kvæði Jóhann- esar Stephansonar til bókmenta rit- stjóra Literary Digest, bað hann að segja álit sitt um það, og hér er svarið: “New York, Dec. llth, 1916. Dear Sir:— Your letter asking an opinion on a poem has been forwarded to me, since I am editor of the Current Poetry Department of the Literary Digest. But the poem, being sent to the secretary was mislaid, which ac- counts for the delay in answering. I find that the poem contains genuine emotion, simply and sincerely ex- pressed, and therefore it deserves at- tention from those who are interested in poetry. Its length, howevar, would probably prevent its being ac- cepted by a niagazine. Yours sincerely, Joyce Kilmer." Viðbót 1 il þess að enginn gleymist, sem að kom með sinn skerf af jóla-kær- leikaraum hingað á “Heimilið” Betel, skal þess getið, að á Þorláksmessu! eða á laugardaginn fyrir jól, kom hingað Mr. Árni Thordarson með tösku sína í hendinni, eins og þeir læknarnir eru stundum vanir að hafa meðferðis. Upp úr henni tók hann klippur, bursta og flöskur með ilm- vatni og dufti; spurði hann hvernig stæði á fyrir okkur gömlu mönnun- um; eingöngu spurði hann eftir körlunum. Áf því eg vissi að Mr. Thordarson var gamall og velþekt- ur rakari um margra ára tíma í W,- peg, þóttist eg vita að lækninga- tilraun ætti að fara fram hér í hús- inu á okkur körlunum, til að gera okkur dálítiö fallegri, ef auðið væri. Ollum þótti þetta mjög vel hugsað og fallega gert af Mr. Thordarson, og gáfu sig viljugir undir hnífa hans.— Bn fyrir hugrekkið hafðist það i staðinn, að allir stóðu upp endur- nýjaðir, uppdubbaðir og þakklátir við læknirinn að hafa læknað þann sjúkdóm, sem heitr ljótleiki, því nú voru allir hver öðrum fallegri. Jakob Briem. —Þetta kom í viðbót, eftir að hitt var prentað.—Ritst. Gaml árið hringt út Kveðið til kunningja síns, sem minst hafði á vestur-íslenzk erfiljóð. Lík-klukkan. Sífelt sneiðist af oss ögn, Úti er skeiðið flestra. Bráðuni eyðast öll í þögn Okkar leiði vestra. Hátíða-klukkan. Vest’r í kletta vorið senn Vetur grettan rekur. Þá mun réttast úr oss enn, Er það sprettinn tekur. Gesta-klukkan. Ljái þér snilli, að lifa í öld, Lán, sem kvillum vamar. Öll þín gylli elli-kv'öld Æsku-hyllingarnar. 3L—12. 16. Stephan G. Stephansson. Bitar. Þessa vísit sendir “Guddmi” Lögbergi; segist hafa lært hana á matsöluhúsi hér í borginni. Kapprœðuumbrot. Einn og tvíeinn — tviskift ment, trúskap sannan faldi; ræða eitt og rita tvent R 'óggni og 'hann Valdi. Séra Rögnvaldur vill ekki skrifa undir það að öll Manitobastjórain ætti að vera í tukfihúsinu, þrátt fyr- ir það þótt hann vissi hvaða Mani- tobastjóm það var. — En svo er það nú ekki láandi; hann sem lengst af hefir verið liberal en var leigður til þess að halda uppi vöm fyrir þessa sömu stjóra þegar hún var orðin nógu óhrein til þess að hreinleikinn kæmi ekki í bága við samvizku prestsins. Séra Rögnvaldur Pétursson seg- ir að engir menn liafi orðið varir við neina iþjóðvakningu hér af á- hrifum Dr. Guðmundar Finnboga- sonar. Hefði Guðmundur komið fyrir tilstilli Únítara þá hefði þotið öðruvisi í þeim skjá. Rógberinn. Hvar sem yfir leið þin lá leynigröf þér bjó hann, vegu þína alla á eiturlyfjan spjó hann. Litir þú hann einart á er í bak þér hjó hann, eiturtennur allar þá inn í kjaftinn dró hann. Hermiþing í kveld (fimtudag). Fjörugt og skemtilegt Nýtt málefni. Nýir ræðumenn. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.