Lögberg - 21.02.1918, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.02.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Þetta pláss er til sölu Talsímið Garrv 416 eða 41T Rússar kúgaðir til friðar Síðustu fregnir frá Rússlandi, skýra frá því, að Rússar hafi neyðst til þess að semja frið, með þeim kostum, er pj óðverj ar sjálfir settu. Eru skilmálar Pj óðverj a harðir mjög; meðal annars krefjast þeir fullra yfir- ráða yfir Póllandi, Lithuaníu Riga og Mánaeynni, og skaða- bætur greiddar í skíra gulli, ei nemi átta hundruð sterlings punda. Eftir að samningurinn um vopnahlé, milli pjóðverja og Rússa, gekk úr gildi, óðu pjóð- verjar inn á Rússland með óvíg- an her og tóku hverja stórborg- ina á fætur annari; veittu Rúss- ar þeim lítið viðnám, með því að þjóðin er öll í molum, og látlaus innbyrðis ófriður um land alt. Og þegar svo var komið málum, sá utanríkisráðgjafinn Leo Teo- tsky eigi annað úrræða, en ganga að skilmálum pjóðverja, þótt •anglátir væru. Eigi mun vegur ^ýzkalands vaxa í augum rétt- hugsandi manna við aðfarir þess- miljónumiar; því eins og nú standa sakir er Rússland í sárum og að mestu leyti vamarlaust land, þótt eigi verði mannfæð um kent. Er á- stand rússnesku þjóðarinnar hið hörmulegasta um þessar mundir, og ófyrirsjáanlegt hver endir kann á að verða. Frá fslandi. f bréfi frá Reykjavík, dag- settu 24. jan., stendur að 30 þumlunga þykkur ís sé á höfn- inni í Reykjavík, og megi heita manngengt á ís úr landi og út í Engey; er slíkt mjög sjaldgæft. fsbimir ganga á land Norðan- lands og Austan, og hafa verið skotnir, sá síðasti á Mjóafirði. | sagt af sér. Ástæðan er sögð sú •að hann hafi ekki getað þegið sæti í hinni sameiginlegu her- málanefnd sambandsþjóðanna, sem nýlega átti fund með sér í Versailles, og vildi heldur ekki halda áfram að vera háður úr- skurðarvaldi þeirrar nefndar. Or bænum. Canada. Elzti maður í her sambands- manna er Pte. J. W. Boucher frá Canada; hann er 73 ára. Hann var búinn að vera 8 mán- uði í skotgröfunum, þegar menn vissu um aldurinn. En undir eins og yfirmennimir vissu ald- urstakmark hans, sendu þeir eft- ir honum, og sendu hann til Englands, þar sem konungurinn boðaði hann á sinn fund og sagð- ist langa til að sjá 73 ára gaml- an mann, sem í 8 mánuði hefði „•taðist hermanns raunimar á vígvellinum. Mr. Boucher var í þraolosl-víði Randaríkiajjjia 1861. Sagt er að 79 menn hafi farist við það að gas hafði safnast í námu Acadia kolafélagsins í Nova Scotia, og kviknaði í því, og varð af sprenging mikil. Á vestur vígstöðvunum. Á föstudaginn var, þann 15. þ. m. lézt á sjúkrahúsi bæjarins Halldór Eggertsson, bróðir þeirra Áma, Jóns og Guðjóns Eggertssonar í Winnipeg. Hann lætur eftir sig ekkju og fjögur börn. Frá Glenboro. Ekkert stórkostlegt hefir gerst þar. Smá atlögur hafa átt sér stað frá báðum hliðum. Frakkar rufu herfylkingu pjóð- verja austur frá Viemme-le- Chateau, tóku bæði menn til fanga og mikið herfang annað. Sama er að segja frá Flanders. par gjörðu Bretar atlögu nálægt Hontholst Wood og Epehy, og Canadamenn nálægt Lens. f öllum þessum atlögum voru þýzkir menn teknir til fanga, og ýmislegt annað herfang tekið, en engar stórorustur hafa verið háðar á því svæði. En uppi- haldslaust stórskotahríð gengur þar, bæði nótt og dag, og virðist hún magnast eftir því, sem dag- arnir lengjast, og sólin hækkar. Alt loftið er þrungið af óskapleg- um ófriðarskýjum — af ein- hverju, sem er í vændum, og er enn þá stórkostlegra, en það, sem vér höfum enn séð. Menn hafa líka haft það á tilfinningunni, að báðir málsaðilar, eða stríðs- aðilar, væru að búa sig undir atlögu, svo mikla, að önnur eins hefði aldrei fyr sést, — væru að láta skríða til skara. En aðrir óttast að pjóðverjar muni aldrei leggja út í svoleiðis lagaða or- ustu, sökum þess að með lang- þreyttum her, og því feikna afli, sem Samherjar hafa, er sigur í þeirra augum tvísýnn. En í stað þess muni þeir grafa sig í jörð og verjast, og er það frá voru sjónarmiði hið verra áf tvennu illu, því með hemum á báðar hliðar niðri í jörðinni, en fallbyssuskothríðina ofanj arðar, getur stríðið varað eins lengi og skotfæri, vistaforði og gjaldþol þjóðanna endist. Stjórnin á Frakklandi hefir á- kveðið að taka í sínar hendur allan skipastól Frakklands 10. marz næstkomandi, og er nú að semja við skipaeigendur. Bretland. prjár atrennur hafa pjóðverj- ar gert með loftförum sínum á London. Nokkum skaða á mönnum og eignum hafa þeir gjört. Tekist hefir þó að hrekja þá burtu, og aldrei hafa þeir náð þeim tilgangi sínum, að gjöra nein vemleg spellvirki borginni sjálfri. Sir William Robertson, forseti hermálanefndar Breta, hefir Glenboro, 18. febr. 1918. Á þriðjudaginn 12. febr., vom gefin saman í hjónaband af Rev. C. B. Lawson, á heimili hans hér í Glenboro, þau Mr. Einar Thordarson bóndi frá Antler P.O., Sask og Miss Jónína Guðmundson, til heimilis hér í bæmrm:,“’ Að aflokinni hjóna- vígslunni vom veitingar til reiðu Ú heimili móður brúðarinnar, Mrs. Olinu Guðmundson, fyrir brúðhjónin og nánustu skyld- menni. Var svo lestin tekin til Winnipeg, þar sem brúðhjónin skemtu sér um tíma. Heimili þeirra verður að Antler, Sask., þar sem brúðguminn á stóra bú- jörð. — Heillaóskir vina þeirra fylgja þeim. Takið eftir, Eins og auglýst var í íslenzku blöðunum 24. jan. síðastl., þá verður hinn lögákveðni ársfund- ur Eimskipafélags íslands, til þess að útnefna menn í stjóm félagsins, fyrir hönd Vestur- íslendinga, haldinn á skrifstofu Dr. Brandson og Bjömson, 857 Sherbrooke St. í Winnipeg, 27. þ. m., kl. 8 e. h. Samkvgemt þeirri sömu aug- lýsingu þá hafa þeir Ámi Egg- ertsson og A. P. Johannsson einir verið útnefndir, en til þess að gjöra þá útnefningu löglega, þarf þessi fundur að haldast. Ámi Eggertsson. Jón J. Bíldfell. Rúmenía. líka um það í skýrslu sinni tiljmálinu fram í lagafrumvarps- stjómarinnar nýlega, að hann' formi, og aðhyltist ed. það. hafi sannfrétt að pjóðverjar hafi staðráðið að gjöra hið grimm- asta áhlaup á vestur vígstöðv- unum bráðlega, og að pjóðverjar hafi líka ákveðið að samhliða því skuli niðansjávar hemaður hafin í miklu víðtækari og áhrifameiri stíl en áður hefir þekst. Enn fremur gat hann þess, að Banda- ríkin mundu hafa 500,000 her- menn á vígvellinum í vor og 1,500,000 áður en þetta ár væri liðið. Forseti Bandaríkjanna héfir sent Senatinu tilkynning um það að hann endurútnefni Mr. Burle- son sem póstmálaráðherra pað embætti hefir verið autt síðan 4. apríl 1917. Póstmálaráðherra embættið er það eina stjórnar- ráðsembættum Bandaríkjanna, sem takmarkað er með lögum að skuli fylla fjórða hvert ár. Stoðir samfélagsins. Enginn ágreiriingur um efni málsins kom fram opinberlega í þinginu, en sagt er að nokkur ágreiningur hafi verið “bak við tjöldin” um það, hvort hentugur tími væri til að bera málið fram. Við athugun þessa máls verða menn fyrst og fremst að gera ^H ^H sér það ljóst, að eftir að vér höf- vita kunnugir menn vel, að svo Hið góðkunna leikrit “Stoðir samfélagsins”, eftir Ibsen. í ís- lenzkri þýðingu eftir séra Rögn- vald Pétursson, var leikið í Good templarahúsinu hér í bæ 13. og 14. þ. m. Leikur þessi, sem er mjög efn- isríkur fer fram í smábæ einum á vesturströnd Noregs. Hann er í fjórum þáttum. í fyrsta þættinum eru hefðarkonur sam- félagsins ásamt geistlegrar stétt ar manni, (sem sýnir hvernig þeir eiga ekki að vera) á fundi að henda milli sín og pískra yfir slúðursögum, sem ganga um ná- ungann í bænum, sérstaklega. þó um mágkonu helzta manns bæjarins, og aðal-stoð samfélags- ins, konsúls Bernick, er í enda þess þáttar kemur heim frá Am- eríku öllum á óvart. í öðrum þættinum er sýnt fyr- irmyndar heimili konsúlsins, sem á að vera, verklegar framkvæmd ir, þar á meðal krefst konsúllinn þess að skip gamalt og fúið, sem Án verkstjóri segir að sé ekki sjófært, verði búið til Ameríku innan fárra daga. Jámbrautar- málum konsúlsins er hrint áfram Leyndarmál og ósvífni konsúls- ins kemst upp — og alt lendir í uppnámi. Stoðunum er kipt hverri af annari undan samfé- lagiðu, af því að grundvöllur þeirra var fals og lygi. þriðji þáttur. Mágkona kon- súlsins flettir ofan af ósannind- um og tvískinnungsskap sam- félagsins. “pið kallið ykkur stoðir sam- félagsins”, segir hún. — “Sam- félagið á þær ekki betri til”. Hinn betri maður konsúlsins sigrar. Fjórði þáttur. Ný tíð og nýjir tímar, sannleikurinn og frelsið, hinar einu varanlegu stoðir sam- félagsins. Leikur þessi, sem er skrifaður fyrir 40 árum síðan er eitt af þeim meistaraverkum, sem al- drei fymast — hann er alt af nýr og á jafnvel við nú, eins og hann átti fyrir 40 árum, því alt af er samfélagið sjúkt, og alt af þarf að veita inn nýjum straum- um, og hressandi lofti, en það er það, sem þessi leikur gjörir. landsins að veði. pað var þá fyr- irsjáanleg rás viðburðanna, sem fram er komið, að forsætisráð- herrann mundi þurfa að reka þau tvö erindi samtímis í Danmörku, að fá viðurkendan siglingafána, og biðja um nokkrar miljónir króna að láni. Erfiðara erindi en þetta tvent í einu hefir liklega enginn af ráðherrum vorum haft fram að bera erlendis, því að það Að undanfömu hafa Rúmeníu- menn átt í skærum all-snörpum við Rússa á ýmsum stöðum; urðu leikslokin þau að Rússar biðu ósigur í viðureigninni, enda mælt að herlið frá úrkaníu, hafi komið Rúmenum til styrktar. Innanlands ástandið í Rúmeniu kvað vera orðið mjög alvarlegt, sökum vistaskorts, og ensk blöð flytja þær fréttir, að um miðja næstu viku muni takast samn- ingstilraunir um frið, milli Rúmeníu og þýzkalands. Bandaríkin. Wilson forseti hefir skorað á Bandaríkja þjóðina að spara hveiti notkun, sem frekast sé unt, til þess að hægt sé að miðla bandamönnum meira af hveiti, en gjört hefir verið. Vistastjóri Hoover segir að Ameríkanar megi til að spara tvær miljónir tunnur af hveiti á hverjum mán- uði, þar til næsta árs uppskera fáist, til þess að auka að þeim mun vistaforða hermanna. Og er ákveðið að skora á fólk að nota heima fyrir til manneldis aðrar komtegundir, svo þetta megi takast. Hermálaritari, Baker, hefir skipað Edward R. Sectenin eftir- litsmann með öllum innkaupum til hemaðar þarfa. Hann getur Fánamálið. Saga þess máls á síðasta þingi er í fám orðum þannig: Snemma á þinginu fluttu 10 þingmenn í neðri deild tillögu til þingsályktunar um skipun manna nefndar “til að íhuga og koma fram með tillögur um, hverjar ráðstafanir gera skuli til að ná sem fyrst öllum vorum málum í vorar hendur og fá við- urkenningu fullveldis vors” Flutningsmenn voru: 3 “langs- um” (M. Pét., E. Am., G. Sv.), 1 utnfl. (M. Guðm.), 4 “þvers- um” (J. J., Sk. Th., Ben. Sv., Bj. f. Vogi) og tveir heimastj. (Bj. R. Stef., J?ór J.). Formaður nefndarinnar varð M. Pj. J?essi nefnd flutti þingsályktunartil- lögu um að “skora á stjómina að sjá um að íslandi verði þegar á- kveðinn fullkominn siglingafáni með konungsúrskurði, og álykt- ar að veita heimild til þess, að svo sé farið með málið”. Var til- lagan samþykt með samhljóða atkv. í nd. f annan stað fluttu þeir K. Ein. og M. Torfas. í ed. frv. til laga um ísl. fána. Nefnd var kosin í málið og réð hún deildinni til að samþykkja þingsályktunartil- um fengið löggiltan fána á landi og í innanlandssiglingum, hlýtur það einungis að vera tímaspurs- mál, hvenær sá fáni fær viður- kenningu sem siglingafáni, ef landinu heldur áfram að vaxa efnahaglegur þróttur. Að þessu leyti munu allir landsmenn geta verið sammála um þetta mál. Alt annað mál er það, hvort tíminn hefir verið hentugur til þess áð hreyfa þessu máli ein- mitt nú, í miðjum vandræðum og vopnagný heimsstyrjaldarinr ar. Margt virðist benda til þess að tíminn sé sérstaklega óhent- ugur, og er það alt þess eðlis, að forgöngumönnum málsins á þingii átti að vera vorkunnar- laust að sjá það. Má þá fyrst nefna það, að til viðurkenningar á nýjum siglinga fána á höfunum á þessum tíma útheimtist meðal annars það, að stjómir allra ófriðarþjóðanna, hver í sínu lagi sendi tilkynningu um breytinguna til allra herskipa sinna, þeirra sem eru í úthöfum! eða eiga að fara út í höf, hvort sem eru ofansjávar eða neðan- sjávar herskip. Og hvort sem stjóm vor eða Danmerkurstjóm ætti að biðja ófriðarríkin um slítk, þá er hætt við að þau þyk- ist hafa nógum alvarlegum störf mu að sinna rétt í svipinn, þótt ekki bætist þar við kvabb frá smælingjum, er þau mundu kalla svo, og þeim sennilega sýnis að gæti biðið rólegri tíma. pessu næst má nefi^a það, sem kuhnugt ai’ þegaA«*<.i þingtím- ann í sumar, að Bretar og band. menn þeirra hafa sett þá aðal- reglu um siglingar allra hlut- lausra þjóða, að hvert hlutlaust ríki á að nota sín eígin skip til sinna nauðsynlegu flutninga — og fær ekki að nota annara ríkja skip nema með sérstakri undan- þágu brezku stjómarinnar í hverju einstöku tilfelli, fyrir hverja einstaka ferð, en þessar undanþágur eru torfengnar, og einatt skilyrðum bundnar, ef þær fást. Mun landstjóm vor hafa orðið fyllilega vör við þetta því að þegar ákvörðun þessi gekk í gildi, hafði hún tvö norsk skip á leigu, og gat ekki fengið leyfi til að halda öðm skipinu td þeirra siglinga, sem hún hafði ætlað sér. petta ákvæði hefir elfki orðíð fslandi til mikils baga enn þá, af því að samkvæmt reglunni mega öll dönks skip annast flutninga að landinu og :‘rá því, auk þeirra skipa, sem vér eigum sjálfir. En ef vér fá- um sérstakan siglingafána fyrir skip vor, þá er ekki sjáanlegt annað en að reglunni mundi yerða framfylgt þannig, að ís- land ætti að annast sína flutn- inga á sínum skipum; ef Dan- mörk og fsland eftir sem áður væru skoðuð sem sameiginleg heild að því er skipaeign snertir, þá væri ekki fult tillit tekið til þeirra sérstöðu, sem sérstakur siglingafáni markar oss. Nú get- ur landið alls ekki komist af með íslenzku skipin eingöngu til flutn inga, og gat því beinlínis stafað hætta af því fyrir landið að knýja fánamálið fram á þessum tíma, pá er að geta þess, að vegna skipakaupa, landsverzlunar og dýrtíðarráðstafana er landsjóður í svipinn kominn í svo miklar skuldir, að óhjákvæmilegt er að fá allmargar miljónir kr. að láni erlendis þegar í stað, ef alt á ekki að hrynja og atvinnurekst- ur landsmanna að stöðvast af fjárþröng. Bankar hér, einkum fslandsbanki, hafa í svipinn lán- að landsjóði mestalla fúlguna, en afleiðingin af þeim miklu lán- veitingum í sambandi við mink- andi útflutning frá landinu orðið sú, að bankarnir eru komnir í skuld erlendis, sem verður að greiða. Er því fullyrt, enda mjög sennilegt, að Jæir gangi nú eftir því, að landsjóður borgi þeim bráðabirgðalán sín. Á þing- inu í sumar lýsti þáverandi fjár- málaráðherra, Bjöm Kristjáns- son, því yfir, sem óefað er lauk- rétt, að hvergi nema í Danmörku mundum við nú geta fengið lán, skiftar sem skoðanimar eru meðal málsmetandi manna í Dan mörku um það, hve mikið sjálf- stæði skuli veita oss, þá eru ein- mitt meðal atkvæðamestu fjár- málamannanna þar nokkrir þeir, sem sárast er um að sjá annan fána dreginn upp þar sem ríkis- fáni Danaveldis hefir áður blakt. Afleiðingin af þessu, sem alt var vitanlegt eða fyrirsjáanlegt þegar í sumar, er orðin sú, að tilraunin tií að útvega viðurkenn jngu siglingafána hefir mis- hepnast. Hvað á að gera? Allar hinar sömu ástæður, sem gerðu það erfitt, óheppilegt og jafnvel hættulegt, að knýja fána málið fram eru enn fyrir hendi, og verða að líkindum fyrir hendi meðan styrjöldin heldur áfram. Auk þess er aðstaðan vitanlega verri fyrst í stað eftir mishepn- aða tilraun, heldur en nokkurn tíma áður. pess vegna er skyn- samlegt að verða nú sammála um það, að láta þetta mál bíða fyrst um sinn þangað til styrj- öldin er á enda, og J?ær ástæður burt fallnar, sem gera það sér- staklega erfitt eða óráðlegt, að knýja málið fram nú. Enda virðist svo, sem full-nóg vigfangsefni sé fyrir hendi handa landstjóm og þingi, að sjá landinu farborða út úr vand- ræðum styrjaldarinnar, þótt ekki sé dreyft kröftum eða eytt kröftum í tilraunir til að knýja fram vandasöm mál, sem vel þola nokkra bið. —Lögrétta BRUNI í MONTREAL. Voða eldur kom upp í Gray nunnuklaustrinu í Montreal 15. þ. m. Fjöldi af ungbömum vora á efsta lofti byggingar þessarar, þar sem eldurinn kom upp, og er sagt að frá 75—100 hafi brunnið þar inni eða kafnað í reyk. Sagt er að eldurinn hafi kviknað út frá X-geisla. Undir eins og menn urðu varir við hann, var reynt að bjarga, en eldurinn þá búin að ná svo miklu haldi að lít- ið var viðráðið. Framúrskar- andi hugrekki sýndu samt nunn- urnar, hermenn og slökkvimenn- irnir. Hvað eftir annað réðust ?eir til inngöngu í eldinn, og comu út aftur með eitt eða tvö smáböm í fanginu, sumar nunn urnar brunnu 1 andliti við björg- unartilraunimar. Að síðustu varð lögregluliðið að halda fólki með valdi frá því að reyna til æss að brjótast í gegnum eldinn. ;il þess að bjarga, og fólk varð að standa aðgjörðarlaust, og ilusta á vein vesalings bamanna og snarkið í eldinum. pessa síðustu viku hefir fátt borið til tíðinda í skólanum, sem með fréttum geti talist. Nemend- ur hafa, að vanda, kepst við nám, og þó eð skemtanir hafi verið með mesta móti í borginni þessa Gestaviku og fólk hafi verið að streyma að úr öllum áttum til að taka þátt í skemtununum, hafa þeir þó staðið flestar þær freist- ingar af sér. pað var hafður skemtifundur í skólanum síðastliðið föstudags- kveld. Ýmislegt var þar til skemtana, fíólín spil, upplestur, söngur og ræðuhöld. Miss Nina Paulson spilaði á fíolin, Miss Lilja Johnson las Mímir. par í var löng ritgerð um viðhald ís- lenzkunnar hér vestan hafs. — Fáir fundir hafa verið haldnir svo að nemendur hafi ekki að mera eða minna leyti minst þjóð- emis síns, og meiri parturinn fer þar fram á íslenzku, t. d. all- ir söngvar. Sést bezt á því, hvað vel sú hugsun hefir verið vakin og tendruð í skólanum, því oft má heyra, jafnvel eldra fólk hér, tala ensku sín á milli, þó að því hljóti að vera íslenzk- an mikið léttari. En hvers er þá hægt að vænta af ungling- unum, þegar eldra fólkið sýnir ekki meiri rækt þjóðemi sínu en svo að ganga á undan með að leggja niður íslenzkuna. Næst sungu nokkrir nemendur “Er blástjaman skín”, og að endingu fór kappræða fram. Kappræðu- efnið var “Ákveðið að blöð og tímarit hafi yfir höfuð meiri áhrif en ræðuhöld. Kapp- ræðendur voru þau Mr. Jón Straumfjörð og Miss Helga Guð mundsson með játandi hliðinni, en Mr. Guðmundur Guðmunds- son og Mr. Sveinbjöm ólafsson með neitandi hliðinni. ' í þetta sinn vom dómarar þeir Dr. Jón Stefánsson, Dr. ó. Bjömsson og lögmaður H. Bergman. Dómur féll þannig að játandi hliðin vann. Mr. Bergþór John-son var gestur á skólanum þetta kvöld, hann talaði nokkur upp- hvatningarorð til skólans og las upp kvæði. Enn á ein kappræða eftir að fara fram, í henni eiga að taka þátt þeir, sem sigur hafa úorið úr býtum í undanfömum cappræðum í vetur. petta verð- ur næsta og síðasta kappræðan, sem fer fram á þessu skólaári. nn hefir umræðuefnið ekki verið tiltekið. Almanak ólafs Thorgeirssonar lögu, samhljóða þeirri er þá hafði verið samþ. í nd., en halda ekkiián þess að setja sjálfstæði lands- fyrir árið 1918, er fyrir nokkru komið út, og hefir oss láðst að geta um það þar til nú. Eins og vant er, er all-mikið af fróðleik í þessum árgangi Fyrst er m tímatal, skýring ýmsra loftmerkja, alheims við- burðir, og til minnis um ísland, merkisviðburðir og ártöl úr sögu íslands. pá er mánaða og helgidagata á árinu 1918. priðji kaflinn er um skáldið Stephan G. Stephanson, ávörp ræður og ljóð, serii honum voru flutt á ættjörðunni síðastliðið sumar, tvær myndir af honum sjálfum, gjörðar af Rikarði Jóns syni. Einnig myndir af munum er skáldinu voru gefnir. Er sá kafli skemtilegur og fróðlegur sem vænta mátti. Fjórði kaflinn er áframhal af Landnámssögu Vestur-íslend inga, og flytur þetta hefti þætti af landnámi pingvalla-nýlendu og framhald af landnámssögu Vatna-bygðum. pá er æfintýri og æskuminning eftir skáldið Magnús Bjamason, æfiágrip Sig fúsar ólafssonar eftir G. E. og að síðustu viðburðir og manna lát á meðal Vestur-íslendinga þar á meðal er skrá yfir íslenc inga, sem fallið hafa í stríðinu Almanakið er eigulegt og selst 50 cent. Úr bréfi Mopntain, N.D., 11. febr. 1918. leiðraði ritstj. (háttvirta sam- koma). Eg finn mér skylt að þakka ?ér fyrir að taka vísumar, sem eg sendi þér á dögunum, og um eið að biðja þig fyrirgefningar. 3g nefnilega leit fljótlega yfir blaðið þegar það kom, en sá þær ekki, svo eg settist niður og fór að skrifa þér; byrjunin var svona: Lögberg hef eg litið ljóð mín sá þar ekki, það vantar í þau vitið vel eg skil og þekki. í mig fór að fjúka þá fann eg orð, minn kæri, sem enskir óftast brúka við einstök tækifæri. En í því rakst einhver á stök- urnar í bókalistanum, þar hafði mér ekki dottið í hug að leita þeirra, fyrir þá orsök, að það var búið svo oft að segja mér að skáldskapur minn hefði ekk- ert bókmentalegt gildi. Svo fór- eg að lesa þær. Alt gekk þolan- lega, þangað til eg kom að vís- unni okkar Lúters, þá fór held- ur að síga á mér brúnin. “Oft má lítið laglega fara” segir máltækið. En það virtist ekki eiga hér við. pú munt sjá í handritinu að eg hafði hana svona: Sá sem ekki elskar svín eins og rjóðan svanna hann er alla æfi sín andstygð gróðamanna. En ekki andstygð góðra manna. pama þöfðu prentaramir rúin- erað listaverk og eyðilagt fram- tíð mína sem skálds. Að þeir hafi þegið mútur frá svínakon- ungunum í Chicago, sem eg var að skenza, til þess að breyta henni, því skal eg aldrei, aldrei trúa upp á Valda minn. Svo vil eg biðja alla góða menn fyrirgefningar, eg ætlaði ekki neitt að blammera þá með þessu svínaríi. pað er ekkert á móti því að þú lagfærir ögn stafsetninguna á þessum miða, eg hefi þann sið að rita eftir framburði. Staf- setning hefir líka tekið miklum breytingum, síðan eg útskrif- aðist af kvennaskólanum á Laugalandi, en þegar eg sendi þér stökur, þá blessaður reyndu að prenta þær sem allra líkastar því, sem eg skrifa þær. pað var búið að segja mér að alt skinn væri orðið svo dýrt, að fátækir landar hefðu ekkert tækifæri að gefa neitt út í bundnu máli, og var það mér mikið áhyggjuefni. En rétt ]?eg- ar neyðin var stærst, var hjálpin næst, nefnilega þá kemur Al- manak ólafs konungs eða kon- súls með þá gleðifrétt að Reyk- víkingar hafi gefið vini mínum St. G. St. Andvökur bundnar í hákarlsskráp. pá dreif eg mig í “overalls” og orti þessa stöku: Vilji goðin veita stoð og verkinu áfram hrinda, í sköturok mitt skrattans hnoð skal eg láta binda. K. N. “Liberty”-lán. “Imba kom með ráðið”. Eg sit í þungum þönkum og þreyttur yrki ljóð. Eg á ei auð á bönkum og ekki gull í sjóð. En gamanið fer að grána eg gef þá ekki “Dam”, en fæ mér lán og lána svo lánið “Uncle Sam”. K. N. Svanurinn. Einu sinni svanur fagur söng af kæti við loftin blá gamankvæði’ við kyrð og næði, átti hann heima á heiðarvatni, himin undir og ofan á. Sólarljómi lék um svaninn, litlu blómin og grösin smá; grundir, móar, holt og hæðir heyrðu kvæðin og brostu þá. — “Hvað ert þú að kyrja þarna, kjáninn latur, um dægrin löng? Farðu’ að vinna; fylli þína færðu aldrei af neinum söng; flengja þig og þvinga bæri!” pannig kvað hann krummanefur, klækjarefurinn þessu brá; yndi mega þeir aldrei ná. Einu sinni svanur fagur söng af kæti við loftin blá gamankvæði’ í kyrð og næði, átti heima’ á heiðarvatni himin undir og ofan á. Gestur. —Lögrétta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.