Lögberg - 10.10.1918, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.10.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELLBAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. Garry 1320 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1918 NUMER 41 Góða nótt. Góða nótt. Alt um kring er hægt og hljótt. Vestrið hniginn röðull roðar. Roðinn dagsins kveðju boðar. Stjörnuglampar glæðast ótt. Góða nótt. Góða nótt, hvíslar björk að blómi hljótt. Blærinn andar stefi að stráum; strýkur vanga liljum smáum. Glitrar dögg á grundu skjótt. Góða nótt. Góða nótt. Fugl á baðmi blundar rótt. Blómin smáu höfði hneigja Hinstu dagsins geislar deyja. Bárur Græðis gnauða hljótt: Góða nótt. B. p/ Davíð Jón Alexander Normann. Fædduir í Duluth, Minn. 19. apríl 1891 og innritaðist fyrir meira en ári síðan, og vinnur nú við vélaverk (engineering) við Great Lake æfingarstöðina nálægt Chicago. BANDARIKIN Hermáladeild Bandaríkjanna hefir ákvarðað og gjört ráðstaf- anfr til þess að á miðju árinu 1919 verði 4,800,000 Randaríkja- hermenn komnir til vígvallanna. Hermálanefnd verkamanna í Bandaríkjunum hefir aðhylst 8 klukkustunda vinnu á dag fyrir fólk það, sem vinnnjr í stjómar- verksmiðjum eða verksmiðjum, sem vinna að framleiðslu í sam- bandi við herinn, nemla þegai nauðsyn krefur, að lengri sé vinnutími, og skal þá ákveðið af nefnd manna, sem í eru menn frá báðum málsáðilum, sem um ræð- ir í það eða það skiftið. Mitchel Palmer, umsjónarmað- ur eigna útfendinga í Bandaríkj- unum, hefir sannað ómótmsélan- lega, að Arthur Brisbane, sem ' lengi var ritstjóri Herst blaðs- ins Evening Joumal, hafi keypt Washington Times 26. júlí 1917, fyrir peninga, sem ölbmggarar I Bandaríkjunum hafi lagt fram. Bandaríkjastjórnin hefir klag- að eigendur að hinu svo nefnda Rosenwasser Bios félagi í Long Island City N. Y., fyrir svik á hermannaskóm, er félag þetta var að búa til. Vistastjóri Bandaríkjanna seg ir að matvara hafi aðeins hækk- að um 314 °/0 á síðastliðnu ári. Ríkisþing Bandaríkjanna hefir samþykt tillögu senatsins um að banna alla vínnautn innan Banda ríkjanna meðan á stríðinu stend- ur, með 171 atkvæði móti 34. Bakkus gamli verður því gjörður útlægur úr landi Leifs hins hepna að minsta kosti á meðan að stríðið stendur yfir. Eitt hundrað ogfjórtán tilfelli af spönsku veikinni hafa átt sér stað eða komu upp á 66 klukku- 1 stundum í New Ýork um mán-! aðamótin, og 34 sjúkdómstilfelli var sagt að ihefðu komið fyrir um sama feyti á brezku liðsflutn- ingaskipi — en veikin orðið að- eins einum manni að bana. Influenza hefir gengið allskæð v suimum af hermannaskálum Bandaríkjanna, og er sagt að 20,211 menn hafi veikst af henni. Mest hefir borið á þessu í her- mannastöðvunum í Devens Mass. par hafa 65 menn dáið úr lungna- bólgu og Influenzu nýlega, en læknar segja nú, að veiki sú muni vera búin að rasa út. Fjármálaritari Bandaríkjanna McAdoo hefir tilkynt að hið nýja frelsislán Bandaríkjanna verði að upphæð $6,000,000,000, með 41/0c/o vöxtu, og eigi að endur- borgast árið 1938; þó getur stjórnin kallað veðskuldabréf sín ínn 1933. Sú frétt kemur frá Washing- ton, að stjórnin þar sé í þann veg inn að ákveða fastákveðið kaup fyrir verkamenn í Bandaríkjun- um meðan á stríðinu stendur. Skýrslu hefir stjómin í Was- hington gefið út um það, að síðan í byrjun ágústmánaðar 1914 og til sept 1918, þá haifi kafbátar þjóðverja sökt skipum, sem til samans eru 7,157,088 smálestir um fram skip þau, sem bygð hafa verið af samherjum og hlut- lausum þjóðum á því tímabili, en svo er aftur á það að líta, að sam- herjar hafa tekið í sínar hendur skip, sem pjóðverjar og þeirra bandamenn áttu, sem til samans eru 3,795,000 smálestir; og nem- ur skaði sá á flutningatækjum, sem samherjar og hlutlausar þjóðir hafa orðið fyrir 3,362,088 smálestum. SPARIÐ, CANADA pARF A PENINGUM AÐ HALDA. CANADA Sir Thomas White, fjármála- ráðherra Canada kom til bæjar- ins í vikunni. Hann hélt ræðu á þriðjudagskveldið í sambandi við sigurfánið í Iðnaðarhöllinni hér í bænum. Fyrir nokkrum dögum ákvað Crecent Creamery félagið hér í bænum að hækka á ný verð á mjólk og rjóma . Rannsóknar- nefnd hefir nú verið sett í það mál. Vonandi að þessi nefnd láti nú eitthvað til sín taka. Fund ir þessarar nefndar verða haldn- ir í ráðhúsi bæjarins fyrir opnum dyrum. Sagt er að McGill háskólanum í Montreal muni verða lokað um tíma vegna spönsku veikinnar, sem þar hefir gjört vart við sig aM-alvariega. Verkfali hafa um 500 menn, sem vinna við komhlöður austur við stórvötnin, gjört. peir fara fram á að fá 50 cents um klukku- tímann, og 75 cents um tímann þegar yfirtími er unninn, og eins fyrir helgidagavinnu. Kom hlöðueigendumir hafa neitað að verða við þessari kröfu, og hættu mennimir vinnu á laugardaginn var. Ágreiningur á milli vinnu- manna og vinnuveitenda hefir staðið yfir í tvo undanfama mán uði. Ennfremur á ágreiningur sér stað miilli C. P. R. og manna þeirra, sem vinna að vöruiflutn- ingi hjá félaginu. Vonandi verð- ur sú misklíð lagfærð áður en til verkfalls kemur. Námamenn í Ferrnie B. C. tóku eftir mánaðar verkfall, aftur til vinnu á þriðjudaginn var. Þjóðverjar biÖja um vopnablé. Tíðindi þau gerðust á sunnu- dagin var að svo hlióðandi skeyti frá stjóminni á þýzkalandi og frá barón Burian utanríkisritara Austurríkis og Ungverjalands barst Wilson forseta Bandaríkj- anna. Stjómin á pýzkalandi fer þess á feit við forseta Bandaríkjanna að hann gangist fyrir því að frið- ur komist á — tilkynni öllum stríðs þjóðunum þá ósk, og bjóði þeim að senda málsvara sína til þess að fara að tala um friðar- saanninga. Stjórnin gengur inn á að afstaða forseta Bandaríkj- anna eins og hún er af honum framsett í ávarpi hans til Con- gressins 8. janúar, og hans síð- ustu ummæli, sérstaklega um- mæli hans frá 27. sept, skuli lögð til grundvallar þegar um friðinn | verður rætt. Með það fyrir aug- um að komast hjá frekari blóðs- úthellingum biður þýzka stjómin um vopnahlé, á landi, á sjó og í lofti.” pegar þessar fréttir bámst út á sunnudaginn var, án þess að menn þá væru búnir að sjá þetta dókúment frá pjóðverjum, fylt- ust menn alment fögnuði yfir því að nú væri þesisum óskaplega hiildarieik bráðum lokið, en þegar að menn fóru að átta sig á hvem- ig að pjóðverjar haga orðum sín- um í þessu skeyti, og tóku það með í reikningin að her þeirra er að slitna í sundur og molast upp á öllum vígstöðvunum, og eins hitt að nú rétt um þetta feyti er verið að hrinda lánbeiðnum af stokkunum bæði í Bandaríkjun- um og í Canada, þá verður manni ljóst, eða að minsta kosti verður maður hræddur um að þetta sé yfirskyn að eins—bragð af þeirra hálfu til þess fyrst að spilla fyrir stríðslánunum í Am- eríku, og að fá ráðrúm til þess að lappa upp á hinn sundraða her sinn og vígbúast. Enda virðast samherjar allir sammála um það að láta nú skríða til skara, að í minsta kosti þangað til að þjóð- i verjar finna enga ástæðu til að 1 setja neina friðarkosti. .1 Svar Wilsons. Til sendiherrans svissneska 8. okt 1918. Herra, mér hefir veizt sú á- nægja að veita móttöku bréfi yð- ar frá 6. þ. m. með innlögðu skeyti frá þýzku stjóminni, stíl- uðu til forsetans, og hefir mér verið falið af honum að biðja yð- ur að senda eftirfylgjandi svar. Til ríkiskanzlarans á pýzkalandi Áður en svar er gefið við ósk þýzku stjómarinnar, og til þess að það svar geti verið eins blátt áfram og einlægt eins og kring- umstæður allar kref jast, þá telur forsetinn það óhjákævmilegt, að hann fái að vita skýlausa mein- ingu kanzlarans þýzka í þessu um rædda skeyti. Meinar kanzl- arinn, að stjórnin á pýzkalandi viðurkenni, og gjöri sig ánægða með ákvæði þau sem forseti Bandaríkjanna tók fram í ræðu sinni í congress Bandaríkjanna 8. janúar síðastl. og ummæli hans síðar í sambandi við þetta atriði ? Og meinar hún að að eins sé um að ræða hvernig að þeim atriðum skuli hrint í framkvæmd ? Forsetinn finnur sig knúðan til að segja í sambandi við bending- arnar u,m vopnahlé, að ihann sér sér ekki fært að fara fram á slíkt við stjórnir þjóða þeirra sem Bandaríkin eru í sambandi við á móti Miðveldunum, eins fengi og að her Miðveldanna er í, eða held ur nokkrum bletti af landi sem sambandsþjóðum vorum tilheyrir Hvort að samtal í alvöru og einlægni getur átt sér stað um þessi mál er undir því komið hvort Miðveldin eru reiðubúin til þess að kalla her sinn heim úr öllum þeim héruðum og löndum er þeir hafa lagt undir sig eða herjað á í þessu stríði. Forsetanum finst líka að hann / Pte. Jón Ásmundsson sonur Ásmundar Jóhannessonar frá Hóli í Tungusveit í Skaga- firði á ísandi og konu hans önnu Erlendsdóttur af Reykjaströnd á fslandi. Jón er fæddur í Winni- peg 1. júlí 1892. Var altaf hjá foreldrum sínum, þar til hann innritaðist í herinn 30 .apríl 1918 Fór til Englands í júní og var þar er síðast fréttist. Utanáskrift hans er: Pte. John Aisman 2380301 No. 9 Sec. C. Coy. 1. Tank Batt. C. M. G. C. C. E. F. Boungton Camp, Warehatm Dorset, England. Valdimar Bergmann. Valdimar Bergmann er fæddur í Winnipeg 24 sept. 1894, hann er sonur þeirra hjóna Jónasar Berg- manns og konu Oians Sigríðar Jónsdóttur, Bergmann. ólzt Valdimar upp hjá foreldrum sín- um hér í Winnipeg, og var hjá þeim þar til hann innritaðist í flugdeild brezka hersins, 5. janú- ar 1918 og fór í marzmánuði austur til Toronto að stunda nám og æfingar við flugmanna skól- ann þar. Mr. Bergmann tók mjög bráðum franjförum við skólann, svo bráðum að hann var gerður að umsjónarmanni við æfingar nýsveina skólans og er það viðurkenning og sómi sem að eins fáir verða fyrir. — Valdimar lagði á stað til vígstöðvanna frá Toronto 4. sept. 1918. Börnin mín þrjú. Því göfugri ástvini, sem að syrgjuin vér, því sælli er harmurinn —reynst svo hefir mér — Sé minningin indæl og hrein og björt og hlý, hún himneskum litbrigðum prýðir sorgarský. Og börnin mín þrjú, sem að æfiár mitt eitt, á ókunnu ströndina dauðinn hefir leitt; úr minningum hugljúfum bygt mér hafa brú, sem Bifröst er fegri og ekki síður trú. ITin brennandi þrá til að vinna verk sitt rétt, að víkja ei hársbreidd, þó ei það reyndist létt; en drengskapar hugsjónum reynast trú og trygg, var takmarkið fagra, sem æ þau revndust dygg. Þó skift sé um bústað, þó breytt sé verkahring, ei breyta þarf stefnu sem gildir alt um kring, frá smávikum hvers dags, er margir meta smátt, til merkustu starfa í ljóssins sölum hátt. Jón Jónsson frá Mýri. ATHS. Bömin þrjú, sem hinn aldurlinigni faðir mhinist í þessu ljóði eru: Baldur Jónsson, B. A. dáinn 23. sept 191". Nanna Jónsson, dáin 26. nóv. 1917. Ueut. llallgrímur Jónsson, B. A. féll í orustu á Frakklandi 3. sept. 1918. SPARIÐ, CANADA pARF A PENINGUM AÐ HALDA. hafi fulla ástæðu til þess að spyrja kanzlarann að því, hvort að hann í hinu umrædda skeyti tali fyrir munn valdhafa þeirra í ríki sírni, sem fram að þessum tíma hafa staðið á bak við og stjórnað þessu stríði? — Forset- inn álítur að ákveðið svar við þessum spumingum séu mjög á- ríðandi. Móttak, herra minn, endumýj- aða trygginu fyrir nákvæmustu yfirvegun frá minni hendi”. Robert Lansing. SPARIÐ TIL pESS AÐ KAUPA VICTORY BONDS. Kanzlaraskifti á þýzkalandi. mælti hann þar á móti því að I pjóðverjar innlimuðu nokkur ílönd. Ummæli hans fyltu þá heimsd rotnunar höfðingjana þýzku (Pan-Germans) ógurlegri reiði og kváðu þeir slíkt ganga landráðum næst. Maximilian kvaðst vilja láta semja frið við Engil-Saxa, á þeim grundvelli að skýrt yrði þar framtekið, að þýzka keisara- veldið skildi vera hinum vest- rænni þjóðum sem varnarmúr gegn rússneskum, Bolsheviki yf- irgangi. Kona Maximilians var áður en hún giftist, hertogainna af Brunswick-Lunebourg og ber tit- il sem konungleg prinsessa af Bretlandi hinu mikla og frlandi. Fundi frestað. Prins Maximilian frá Baden, hefir nú tekið við kanzlaraem- bættinu á pýzkalandi, í stað von Hertling greifa, er hefir hröklast úr valdasessi. Varakanzlaranum von Payer hafði verið boðin tign in, en hann treysti sér eigi til að taka vandann á hendur. — Prins Sökum þessað hin árlega þakk- arhátíð ber upp á næsta mánu- dag, hefir fundi þeim, sem ákveð- ið var að halda í Skjaldborg þanh dag um stofnun þjóðræknisfé- lags, verið frestað til mánudags- kvöldsins næsta þar á eftir, 21. október. pá verður fundurinn haldinn í Skjaldborg og byrjar kl. 8. Samkoma Jóns Sigurðssonar félagsins á Wonderland. Eins og til stóð og auglýst hafði verið, var samkoma þessi haldin á sunnudagskvöldið þann 29. sept. Var alveg húsfyllir og mun flest ef ekki alt hafa verið íslendingar. Sýnir það betur en ffest annað hvilíkum vinsældum félagið á að fagna, enda er það eigi meira en að makfegleikum, því starf þess er ómetanfegt á öllum sviðum, er að hjálp og að- stoð lýtur við burt fama íslenzka hermenn og aðstandendur þeirra, er heima fyrir eru. pó samkoman væri á óvenju- fegum tíma, á sunnudagskvöldi, og byrjaði eigi fyr en eftir kl. 9, þá var samt aðsóknin þessi. Síra Runólfur Marteinsson hafði forsæti og bauð fólk vel- komið með lipri ræðu. pá var samspil er þessir tóku þátt í: Mrs. Clark (Clara Oddson), Mr. Oddson og Miss Ottenson. Var þá sungið hið góðkunna lag “Friðþjófur og Bjöm”, af þeim hr. Pétri Pálmasyni og Halldóri Jónssyni. Fylgdi þá fyrirlestur (á ensku) um fsland, fund þess, byggingu, stjómskipun og sögu, er ungfrú Hólmfríður Ámadótt- ir kenslukona frá New York, flutti. Að honum loknum voru sýndar myndir af ýmsum stöð- um á íslandi, og skýrði fyrirtes- ari þær. Voru myndimar glögg- ar og hafð fólk hina mestu á- nægju af þeim. Að myndsýn- ingunni lokinni sungu þær ung- frúmar Thorvaldson og Her- mann “Sólsetursljóð”, og loks var sungið margraddað “ó, Guð vors lands”. Enginn inngangur var seldur, en leitað frjálsra samskota, og kom saman að frátöldum kostn- aði, er eigi var stór því þeir Hyde-bræður, eigendur leikhúss- ins, lánuðu það endurgjaldslaust, — rúmtega 71 dOllar. Allan undirbúning við þessa samkomu hafði forseti Jóns Sig- urðssonar félagsins, Mrs. J. B. Skaptason, á hendi, og var það mikið verk. En verk eigi meira en hún 'hefir gjört fyrir félagið frá því fyrsta að það var stofn- að. Er það verk unnið á þann hátt og með svo óeigingjömu móti, að viðurkenningu og þakk- læti vor ailra íslendinga á það sanndrlega skilið. öilum þeim, sem aðstoðuðu við samkomuna, en sérstaklega þeim sem skemtu tilheyrendum, biður félagið íslenzku blöðin, Lögberg og Heimskringlu, að flytja sitt innilegasta þakklæti. Ennfrem- ur fundarstjóra og konu hans. óskar það svo, með tilhjálp allra góðra manna og kvenna f jær og nær, að fá haldið áfram starfi sínu á þessum vetri, og ef unt er í enn rífari mæli en áður. áí Maximilian er löglega borinn til hertogatignar yfir stór-hertoga- dæminu Baden. Hann er fæddur 10. júlí 1867, og hefir um all- mörg ár verið leiðtogi hinna svo nefndu miðlunarmanna, sem kendir eru við Delbrueck. pegar Miohaelis lét af kanzlarastöðunni 1. nóv. 1917, fylgdu miðlunar- menn Maximilian fast fram sem eftirmanni hans, en sínum aug- om lítur hver á silfrið, og í það skiftið fann prinsinn eigi náð fyrir augum Wilhjálms keisara. Enda lék þá orð á því, að miðlun- arflokkurinn mundi hafa í hyggju að steypa Wilhjálmi af stóli, en gera Maximilian að keis- ara. Aldrei varð orðasveimur þessi staðfestur á nokkurn veru- fegan hátt, þótt ýmislegt virtist benda til þess að hann hafi haft við þó nokkuð að styðjast. — í bók sinni “My Four Years in Germany”, fer Mr. Gerard lof- samlegum orðum um Maximilian og dáist að honum. Snemma á yfistandandi ári, voru prentuð ummæli Marimilians í sambandi i við friðarskilmála pjóðverja, og Mr. Sigurður Sigvaldason á íslandsbréf á skrifstofu Lög- bergs. :ia TILEINKAST ekkjunni önnu O. V. Gíslason, og fleirum er mist hafa ástvini sína í stríðinu. Sonur hennar Ágúst O. Gíslason féll á Frakklandi 11. ágúst 1918. “Harma klæði höfuð byrgja, heyrast kvæðin sorga þrenn, feður og mæður syni syrgja, systur, bræður og konur menn. Ekkjan kveinar, angur vefur, augu varla fær hún þur; soninn eina hennar hefur í herinn kallað Rómúlur.” Oft finst hverful ánægjan í heimi, íllra noma ráðspell valda því; yfir láði sjá má víða á sveimi, sortaþrungin hels og bölva ský. Grimmir féndur geysast fram til víga, gfeðisunna mörgum formyrkvast; drengir vojrir hópum saman hníga, hug og dug sem ei til vamar brast. Æðir Helja yfir höf og grundir, eiga margir því um sárt að kljá; ótal svíða sorgardjúpar undir, saknaðs höfug falla tár af brá. hikaði ei þó æstist blóðug róma, óskelfdur mót grimmum féndum rann. Fyrir tímann — fríður æskumeiður fölnar margur blóðgum hels á stig; sem þar ávann ódauðlegan heiður, unnið því ei hafði fyrir gíg. Sigurfána vegleguetu vitar, verða reistir kumlum þeirra hjá; minning þeirra rúnum gullnum ritar, réttlát saga töflur sínar á. peir hafa lokið lífsins göfga starfi; lífinu offrað fyrir göfugt mál, skilið þjóðum eftir svo að arfi eftirdæmi sem er laust við tál. pótt ei megnum þungan harm að byrgja, þá oss hirtir örlaganna dís; slíka niðja sætt er æ að syrgja, sem af öllum þáðu lof og prís. pú sem raunum þungum hlaust að mæta, þinn er mistir elskutegan son, þér kann heimur þann ei skaða bæta, þína samt ei 'bugast láttu von. Manngöfgis hann merkið bar hið sanna manndómsþroska fullum hafði náð, fyrirmynd var fegurst ungra manna, flestum betur vandaði sitt ráð. Fósturlandsins frelsi verja og sóma, fyrstu skyldu sína áteit hann; Hrelda móðir huggast þar við máttu, — hjartkæran er mög þinn gerir þrá, hann að síðar heilan finna áttu helgum friðar blómsturvöllum á. pá er lokið þungu raunastríði, þá er fengið örugt griðaskjól, þá ei framar þjakar sorg né kvíði, þá upprennuir eilíf gleðisól. S. J. Jóhannesson. 5S>

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.