Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg

						Hf/ÍONE: 8*3U

Sev«n Li»m>


ited

<^°*

***

c»t-

For

Service

and Satisfaction

PHONE: 86 311

Seven I.ines

&m

-. JUtsf &°       Bett€r

v»g;:«0*           Dry Cleaning

and Laundry

43.  ARGANGUR

WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 26. JÚNÍ 1930

5

NÚMER 26

Fjallkonunni sýnd virðing


é /áfi" ¦/>


..*•->.*«' > ¦***

¦^SuV-ic,:ffi|

3 -#.«r-

Þessi prýðilegi uppdráttur, sem hér birtist, er eftir hinn

listræna landa vorn, Dr. Ágúst Blöndal, er hér á heima í

borginni. Sýnir uppdrátturinn Uncle Sam og John Bull, á-

samt fleiri þjóðum, votta Fja llkonunni  virðingu.

Jaínaðarstefnan í Kína

fyrir 800 árum

Það er alkunnugt, að jafnaðar-

stefnan er hundgömul, þó nýjung

þyki hún hér á landi. Að minsta

kosti var mikið um hana talað í

Grikklandi, 3—400 árum fyrir

Kristfæðingu. Hitt munu færri

vita, að fyrir 800 árum gerðist

Kínaveldi sameignarríki. — Segir

N. Tourneur frá þessu í apríl-

heftinu af Review of Reviews og

efr hér á eftir lausleg þýðing af

grein hans.

Um það leyti, sem vegur Kína-

veldis stóð með mestum blóma,

var stórfengileg tilraun gerð til

þess að gera það að sameignar-

ríki. Þetta var fyrir 800 árum.

Óllu þjóðfélaginu og lífskjörum

manna var gerbreytt með mikilli

atorku, svo að aldrei hefir meiri

bylting gengið yfir nokkurt þjóð-

félag. Bylting þessi varð Kín-

vtrjum dýrkeypt, og mættu menn

nú á dögum læra margt af henni.

Að minsta kosti eru kenningar

Karl Marx ekki slík nýjung, sem

inargir halda, eins og sjá má á

þessu sýnishorni af kenningum

þeirra tíma:

"Fyrsta og helzta skylda hverr-

ar stjórnar er að elska þjóðina

(almenning) og efla hag hennar

i hvívetna, eða með öðrum orðum:

sjá henni fyrir allsnægtum og

skemtunum. Til þess að kom-

ast hjá því, að einstakir menn

undiroki aðra, hlýtur ríkið að

taka allar uppsprettur auðæfa í

sínar hendur og verða eini hús-

bóndinn og vinnuveitandinn. Rík

:'ð verður að leggja undir sig alla

verzlun, iðnað, sveitabúskap o. s

frv., til þess að hjálpa verkalýðn-

um og hindra að hann verði mol-

aður mjölinu smærra af auð-

valdinu."

Þessi kafli er hvorki tekinn eft-

ir Marx eða Rússum, heldur er

hann eftir Wang-an-ché, foringja

og brautrygðjanda kínverskra

"umbótamanna". Þjóðnýting og

jöfn skifting arðsins var heróp

þeirra — fyrir 800 árum. Þegar

fáir kunnu lestur og skrift í Eng-

landi nema lærður klausturlýður,

stóð Kínaveldi með miklum blóma

og menn brutu þar heilann um

erfiðustu þjóðfélagsmál, sem

fyrst um þessar mundir eru orðin

að daglegu umræðuefni í Vestur-

löndum.

Kínversku byltingamennirnir

töldu öll úrræði réttmæt, hvðrt

sem þau voru ill eða góð, til þess.

að ná sínu takmarki — og allar

aðferðir, sem Bolshevikar nota

nú, notpðu þeir líka, njósnara,

befara og alskonar félagsskap.

Það er næstum því ótrúlegt, að

Marx hafi ekki þekt þessa kín-

versku byltingu, og þó er hennar

ekki getið i ritum hans. Hins-

vegar er margt í þeim svo ótrú-

lega  líkt  kínversku  kenningun

um, að ætla mætti að hann hefði

tekið þær upp.

Dagblöð pektust ekki á þeim

tímum, en orðabækur voru notað-

ar. Byltinga- og umbótamenn

irnir notuðu þær til þess að út-

breiða kenningar sínar, og þýddu

óll orð í þeim sér í hag, þar sem

því varð komið við. Trúarbrögð-

in réðust þeir ekki á í fyrstu, eins

og rússnesku byltingamennirnir,

en breyttu hinum helgu ritum og

fölsuðu þau, svo að þau kæmu sem

bezt heim við sameignarstefn-

una. Hið mikla takmark átti að

vera, að gera alla mögulega menn

farsæla, og því átti að ná með

góðri hagnýtingu allra auðsupp-

spretta og jafnri skiftingu arðs

og auðæfa meðal alþýðu. Sömu

orðin og ástæðurnar voru notað-

ar þá eins og nú gerist.

Með allskonar ráðum, opinber-

um og leynilegum, tókst Wang-

gan-ché og flokki hans að afla

skoðunum sínum fylgis um alt

Kínaveldi. Sjálfur komst hann

til æðstu metorða, og kom sér sw

i mjúkinn hjá keisaranum, að

hann náði fullu trausti hans.

Smám saman fékk keisarinn Wang-

gan-ché meiri og meiri völd 1

hendur, svo að hann gæti komið

ölhim sínum "endurbótum" fram.

Hann byrjaði á því að koma "sín-

um mönnum" í foringjastöður i

hernum og í æðstu dómarasætin.

Þegar þetta var komið í kring,

tók hann til óspiltra málanna að

framkvæma endurbæturnar.

Ríkisrekstur var nú hafinn íj

verzlun allri og iðnaði. Nefndir

og dómstólar voru sett á stofn, til

þess að sjá um allar fram-

kvæmdir og ákveða verðlag á öll-

um vörum. Allar fasteignir voru

síðan gerðar að ríkiseign og

nefndir eða ráð voru stofnuð í

þúsundatali, til þess að stjörna

þessum ríkiseignum. í hverju

héraði var skipuð verzlunar-

nefnd og jarðræktardómstóll, sem

ákvað landskuld af jörðum, hvað

rækta skyldi á þeim og skyldi hann

suk þess hafa eftirlit með allri

meðferð jarðanna, — alt eftir

því sem\ stjórnarskrifstofurnar

lögðu fyrir. — Eftirfarandi um-

mæli gefa góða hugmynd um hug-

sjónir endurbótamannanna:

"Ef hallæri kemur upp í ein-

hverju héraði, þá hafa jarð-

ræktardómstólarnir 'skýrt hinni

miklu búnaðarnefnd í Peking frá

uppskerubrestinum, og hún sér

siðan um að'nægileg matvæli séu

flutt úr héruðum, þar sem ár-

ferði hefir verið betra, til hall-

ærisveitanna. Allar nauðsynja-

vörur verða ætíð seldar með

vægu verði. Framvegis þarf því

enginn að lenda í skorti. Ríkið

gengst fyrir öllum fræðum og

framförum og græðir stórfé á

hverju ári, sem notað verður til

allskonar þjóðþrifa."

Skáldið Kipling  spáði  því, að

aldrei myndu Austur- og Vestur-

landsbúar hafa sömu hugsjónir,

en svipuð eru þó þessi fornu um-

mæli þvi, sem nú er prédikað

fyrir fólkinu. —

Meðan kínverzku Jafnaðarmenn-

irnir sátu í völdum, voru allir

skattar lagðir á efnaða fólkið.

Það var kúgað til þess að greiða

skatt á skatt ofan, en dómstól-

arnir ákváðu hverjir skyldu ríkir

kallast. Aftur sluppu fátækling-

ar við alla skatta. Þá voru og

tíómstólar Iátnir ákveða, hvaða

fátæklingar skyldu fá uppeldi

sitt af ríkisjóði, sem tók aftur

féð úr vasa efnamannanna. Alt

þetta gekk í gegn um ótal nefnd-

ir, yfirnefndir, undirnefndir og

framkv.stjóra, sem allstaðar voru

settir til þess að sjá um jafna og

réttláta skiftingu allra landsins

gæða. Nú áttu yfirnefndir, und-

irnefndir, embættismenn og for-

stjórar að annast um hvern Kín-

verja frá vöggu til grafar.

Það hefir ætíð gengið svo, að

fólki þykir það álitlegt boð, að fá

mikið fyrir ekki neitt og svo fór

líka Kínverjum. Menn gleyptu

við þessum kenningum, og endur-

bótamennirnir fengu hvarvetna

riikið fylgi. Þó var það nokkur

flokkur manna, sem ekki vildi taka

trú þá, sem Wang-gan-ché boðaði

og þótti þeim meiri harðstjórn

fylgja jöfnuði hans en dæmi

væru til um nokkra keisarastjórn.

En öll mótstaða andstæðinga

Waig-gan-ché og tillögur þeirra

strandaði á lipurð hans og festu

"ÖU byrjun er erfið," sagði hann

fólkinu, "og menn geta ekki

einni svipan horfið frá gömlum

venjum. Smám saman verða þeir

að venjast hinum nýju siðum og

á endanum lofa þeir það, sem

þeir lasta nú." Menn hugsuðu

svipað í þá daga eins og nú, og

færðu sömu ástæður fyrir máli

sínu.

í 4—5 ár stjórnuðu jafnaðar-

mennirnir Kínaveldi eftir sínum

geðþótta, stærstu þjóð heimsins,

sem nú er talin. Ríkið stóð fyr-

ir öllu og átti alt.

En hver varð svo árangurinn af

þessari miklu byltingu? 1 stað

þess að ríkið stórgræddi á ári

hverju, og flytti mönnum farsæld

og alsnægtir, stey.pti þjóðnýting-

in Kína í eymd og uppreisn.

Bændur og athafnamenn hættu

að framleiða meira en til eigin

afnota, þegar' öll hagnaðarvon

var af þeim tekin, alveg eins og

farið hefir í Rússlandi. Menn eru

eins skapi farnir nú og þá. Þetta

ieiddi síðan til þess, að almennur

fögnuður var yfir því, að losna

við yfirráð Wang-gan-ché og

flokks hans, er Chentsoung keis

ari, stuðningsmaður hans, féll

frá.

Wang-gan-ché dó skömmu eftir

lát keisarans, en flokkur hans var

þó ekki af baki dottinn. Þeim

tókst að vinna hylli unga keis

arans, er hann kom til lögaldurs,

svo hann fékk jafnaðarmönnum

stjórn ríkisins í hendur að miklu

leyti. En þeta stóð ekki lengur

en þrjú ár. Þá voru öll fjármál

ríkisins komin í hið mesta öng

þveiti, og framleiðslan hrökk

tæpast til einföldustu lífsnauð

synja almennings.

Eftir þetta sneru menn alger-

lega bakinu við "umbótastefn-

unni", og tók'u upp sína fyrri

hætti. Við þetta bættist, að jafn-

aðarmenn voru ofsóttir og marg-

ir gerðir landrækir. Það átti og

mikinn þátt í þessu, að þeir höfðu

tekið að ráðast á trúarbrögðin og

tignun forfeðra. Flúðu margir

þeirra til 'Chingiz-khan, sem þá

var að evrða stórhöfðingi.

Þessi mikla tilraun Kínverja

með jafnaðarmensku og þjóðnýt-

ingu leiddi til slíkrar óreiðu,

eymdar og hallæris, að alt það,

sem gengið hefir á í Rússlandi,

kemst í engan samanburð við það.

— Ekki er það ótrúlegt, þótt

mörgum kunni að detta það í

hug, að saga þessi sé ekki sönn.

— Encyclopædia Britannica tekur

af allan efa um það, en þar er

Wang-gan-ohé Haifaður og þess

getið, að hann hafi látið sér  ant

Seinni hópurinn kominn

heim

Síðastliðið föstudagskveld lenti

í Reykjavík bópur sá, er til ls-

lands tók sér far með skipinu

"Montcalm". Kom skipið svo

seint, að flestir farþega stigu ekki

á land fyr en á laugardagsmorg-

un. Hópurinn hafði hrept ilt

veður nokkurn hluta Ieiðarinnar.

Haldin hafði verið Vestur-íslend-

ínga móttaka seinni part laugar-

dagsins, þar sem fluttar voru ræð-

ur af þeim Einari H. Kvaran, Guð-

mundi Finnbogasyni, Ágúst H.

Bjarnasyni  og Árna Pálssyni.

um mentamál. Það hafa og Rúss-

ar gert. Það getur heldur enginn

efast um, að Wang-gan-ché hefir

verið hinn mikilhæfasti maður og

viljað gott eitt, þó syndgað hafi

hann, énis og fleiri á því, að nota

ill vopn í baráttunni. Eigi að

síður er það næsta eftirtektar-

vert, að sömu erfiðleikar skuli

hafa mætt Kínverjum og Rússum

og að jafnaðarstefnan endaði

fljótt með skelfingu í Kín, þrátt

fyrir ötulan foringja.     G. H.

—Lesb.

Vinnur sér til frægðar

ALLAN ATLASON.

Það  hefir  ávalt  verið  regla

kýs að starfrækja í framtíðar- um þjóðflokkum, eru álíka upp

lífsstarfi sínu: fræði um meðferð með sér af Allan Tick Atlason,

á skepnum (Animal husbandry), eins og við landar erum af Vil-

admuleiðis hagfræði í akuryrkju hjálmi Stefánssyni.

og búfræði. Enn fremur hefir, Að eg hefi sett fram tvær máls-

Allan í sumarfrítímum unnið hjá greinar á ensku í ofanritaða um-

stórbændum og gefið þeim verð- sögn og svo ensk tilvitnunarorð,

mætar upplýsingar. Þannig vann hefði eg vel getað komist hjá,

hann sig sjálfur áfram í gegn um nefnil. þýtt þær eins og sumt

æðstu skólamentunina."         ; annað, sem getið er um í tilvitn-

Blöðunum hefir ekki borið sam-! unum minum; en af því sem við

an um, hvert ár Mr. Atlason út- fslendingar erum þektir að því,

skrifaðist. í sumum er sagt að| að taka meira tillit til þess, sem

hann hafi útskrifast árið 1920, í sagt er um oss á útlendum mál-

öðrum 1921. Eg get þessa hér, af' «m, ekki hvað sízt þegar um

því mig langar til að fara rétt fyrstu umsögn er að ræða, þá á-

með þau fáu atriði, er eg get um| leit eg það betra, undir þessum

viðvíkjandi þessum manni, erj kringumstæðum, þó það brjóti

bandarísk búnaðarfélög hafa veitt, vanalegar reglur.         E. J.

svo mikla eftirtekt á síðari árum.J

Strax og Atlason útskrifaðist

með bezta vitnisburði af Wash-

ington  State  College,   sem  sér-

Frá Islandi

beggja  vestur-íslenzku  blaðanna, fræðingur  (animal  cultist),  tek-

"Hvernig það er

að deyja"

Ungur maður í Ameríku drap

sig nýlega eftir fjögra mánaða

hjónaband. Kona hans hafði lát-

ið hann á sér skilja, að hún elsk-

aði hann ekki lengur, hún elskaði

bróður hans og að hún vildi skiln-

að. Hann lét það eftir henni, en

ákvað um leið að drepa sig. Og

með penna í hönd lokar hann sig

inni í herbergi þar sem var gas-

leiðsla, og meðan gasið eitraði

andrúmsloftið, lýsti hann ná-

kvæmlega öllum tilfinningum sín-

um og þjáningum.

"Hvernig það er að deyja", hafði

hann fyrirsögnina og síðan skrif-

aði hann: "Nú streymir gasið út,

klukkan er nú 1.20 og ekkert ger-

ist markvert.

10 mín. seinna: — Höfuðið á

mér er eins og glóandi járn, svit-

inn sprettur £ram á andliti mínu

og eg skelf allur. Þó get eg enn

hugsað greinilega.

Kl. 1.45: — Ástandið er það

sama; eg vona að alt verði um

garð gengið kl. 2. Hve heitt ég

elska þig, Florence! Eg skynja

alt. Höndin skelfur. Það er leitt

að þurfa að deyja svona ungur.

Hve innilega eg vona . . . . " Það

sem á eftir kom, var ólæsilegt. —

Lesb.

Einkennileg hefnd.

Fyrir nokkru vildi það til, að

ungur maður fékk ást á vinkonu

unnustu sinnar. Varð kærastan

afar reið, en lét á engu bera og

hugsaði sitt til að hefna sín. Eitt

skifti, þegar þau voru að fara á

ball, klipti hún endann úr bux-

um kærastans, og fór hann í þæf,

án þess að taka eftir gallanum á

þeim. Kærastan reiknaði það út,

að hann mundi bjóða vinkonu

sinni fyrstri upp, enda varð það

úr. Þegar hann hneigði sig fyrir

henni, byrjuðu allir að hlæja í

salnum. Þótti unga manninum

fyrst í stað ekkert athugavert

við þetta, en hélt áfram að dansa

og hló með. En þegar hann sft,

að allir horfðu á hann, fór hann

að rannsaka, hvort eitthvað væri

í ólagi, og fann hvers kyns var.

Varð hann að hröklast heim við

lítinn orðstír, en hent var gam-

an að þeim báðum, honum og stúlk-

unni, sem hann hafði verið að

dansa við, í langan tíma á eftir.

Mætti þessi saga þéna til að vara

unga menn við því að gefa sig um

of við öðrum stúlkum, en kær-

ustum sínum. — Lesb.

Frú   (við  nýkomnu vinnukon

una) :  Það  er  nú  talsvert  að

gera hérna í húsinu, þó við séuir.

ekki nema tvð í heimili.

Vinnukonan: Eg er ekki smeyk

við það. Hérna voru 8 kýr í fjósi,

sem eg gaf, mjólkaði og mokað.

undan.

að skýra frá Vesturálfu námsfólki

ísl. í dálkum sínum, sér í lagi þar

sem um afbrigða námshæfileika

hefir verið að ræða. Eg á hér

aðallega við afkomendur hinna

eldri, innfluttu íslendinga til Vest-

urheims. Auðvitað hefir O. S.

Thorgeirsson minst flestra þeirra

smámsaman í Almanaki sínu. En

því miður hefir láðst að geta

þeirra allra á undanfarandi ár-

um, auðvitað af skorti á upplýs-

ingum til þeirra manna, er hafa

haldið saman fróðleik um Vestur-

Islendinga  að  undanförnu.

:En hér á ekki við að f jölyrða um

þetta atriði, þó meira mætti um

það segja. Heldur vil eg snúa

þessari umsögn minni að þessum

fræga lærdómsmanni, þar hans

hefir enn aldrei verið getið opin-

berlega á íslenzku. Eg tel mér

það heiður, að hafa verið valinn

af foreldrum hans og systkinum

til að skrifa um þennan* fræga

sérfræðing og gengum ganga að

koma þvi til Lögbergs til birting-

ar, eftir beiðni aðstandenda. Þar

fyrir veit eg að mig skortir á að

geta haft það eins fullkomið og

það í raun og veru ætti að vera,

því hér er um merkan mann að

ræða, er á mikla skólafrægð, og

frægt verk að baki sér, nú þegar,

og er það ekki hvað minst um

vert. Ekki virðist heldur hugsan-

legt, að lýsa því öllu í blaðagrein.

Samt er það bót í máli, að eg hefi

hér nokkrar úrklippur úr Banda-

ríkjablöðum um frásagnir af hon-

um, og virðist því réttast að taka

útdrátt úr þeim, mér til hjálpar að

einhverju leyti.

Allan Tick Atlason, eins og

skólabræður hans ávalt nefna

henn, er sonur Mr. og Mrs. Chris.

Atlason, í South Bend, Washing-

ton-ríki. ólst hann þar upp hjá

foreldrum sínum, fékk þar sína

barnaskólamentun og einnig há-

skólamentun, og útskrifaðist af

honum 1916, alt af fyrstur í sín-

um bekkjum. Sva mun hafa liðið

eitt ár, þar til hann innritaðist á

Washington StaÆe College (líka

nefnt Pullman College), og leið

þr. ekki á löngu þar til hann var

orðinn þar fremstur í öllum fé-

lagsskaparmálum skólans, sem

síðar verður betur á minst.

Willapa Harbor Pilot getur um

um Allan á þessa leið, í ritstjórn-

argrein 3. sept. 1920, og þýði eg

það:

"Allan Atlason hefir getið sér

undraverðan orðstír á PullmanJ

College. Hann komst þar líka

íljótt í álit sem fyrirliði. Hann

hefir verið helzti maður í bræðra-

félagi stúdentanna, er varðveitir

heiður skólans. Einnig tilheyrir

hann Alpha Tau, Omega og Alpha

Zeta félögunum. Hann var kos-

inn erindsreki á heimulegan sam-

talsfund, er haldinn var í Chica-

go, 1111 af Alpha Zeta. Sömuleið-

is hefir hann ávalt verið forseti

stúdentafélaganna á sínum skóla-

árum. Einnig ritstjóri "Chinok",

mánaðarits hins ofangreinda rík-

is háskóla og foseti sameigin-

legra málfunda,  o. fl."

Svo  segir enn fremur  í  fram-

haldi þessarar áminstu  greinar:

"Allan Atlason tók sér fyrir hend-

ur að  stúdera  mjög  þarfa  og

vandasama  námsgrein, er  hann

Skólahátíð  á  Möðruvöllum

og Akureyri.

ur hann stöðu við Hayland's bú-|

Karðinn í Illinois og er þar nú &| Fimtíu ára afmælishátið Gagn-

síðari árum aðal framkvæmdar-; fræðaskólans var haldin dagana

stjóri. Þetta er einn af frægustu' Sl. maíi og 1. júní. Fyrri daginn

kvikfjárræktar búgörðum í Banda-'fóru hátíðahöldin fram á Möðru-

ríkjunum. Þar eru uppaldir og völlum og var þar saman komið

meðhöndlaðir hinir frægu stutt- ™ 600 manns. Skólauppsögn

horna (Shorthorn) sýningargrip- fór fram og útskrifuðust 15 ^tú-

ir. Um átta mánuði á hverju ári dentar og 52 gagnfræðingar.

er ferðast um með vissar deildirj Guðsþjónusta var haldin og steig

af þeiin í öllum ríkjum sam-j séra Sveinn Víkingur í stólinn.

b:indsins og víðar, og kept um' Friðrik Rafnar var fyrir altari.

verðlaun. Af þessu má sjá, aðj Hátíðaljóð eftir Davíð Stefáns-

Atlason heldur vandasamri stöðu, son voru sungin. Sveigar voru

auðvitað vel launaðri.           lagðir á leiði amtmannana Bjama

Allan C. Atlason eykur þar fyr- °* Stefán  Thorarensen.  íþrótta-

ir álit sitt með hverju ári. Ame-

rican Shorthorn Breeder' Associ-

ation hafa sæmt hann sínum

æðsta sýnilega heiðri (signal

honor)

Af því það er svo mikill fróð-

leikur tengdur við þennan mann,

þó að minst af honum verði vik-

ið hér, því eg verð að h'aupa yfir

svo margt, sem um hnnn hefir

verið sagt, þá tek eg upp ofurlit-

inn kafla úr einni umsögn um

hann, sem lýsir starfsemi hans

betur, en eg get, og skrifa hann

orðréttan  á frummálinu

"Despite the keenest competi-

tion, Atlason's herd caried off the

largesij number of winnings, of

the weekly show. Winnings rang-

ing from $400 til $1,530. He has

62 first prizes, and 23 champion-

ships to his credit. This is much

better than any other Shorthorn

herd." y Springfield paper, Oct,

11, 1924.

Til frekari skýringar vil eg geta

þess, að þegar þetta er skrifað í

Springfield, 111., er A. C. Atlason

aðeins búinn að vinna á Hay-

land's blígarðinum í iSharpburg,

Illinois, í þrjú ár. Nú eru liðin

sex ár síðan og alt af hefir Atla-

son aukið á frægð sína. í South

Bend blaðinu frá 6. marz þ. á., er

hans getið. Þá er hann að leggja

á stað frá New York til Argen-

tine í Suður-Ameríku, með stóra

hjörð af sýningargripum, og sem

fulltrúi fyrir American Breeders'

Association, m. f I., á stærstu gripa-

sýningu veraldarinnar, er hald-,

in verður þar í sumar. 1 þessari'

umsögn er líka , með mörgu og

mörgu fleira, setning, er mér þyk-

ir vænt um. Hún hljóðar þann-

ig: "A. C. Atlason is regarded

as one of the mest Shorthorn ex-

perts in the United States."

Ritað í Los Angeles, 18. júní '30.

Erlendur Johnson.

Athugasemd höf.:—

Eg hefði viljað hafa þessa um-

sögn mikið lengri, en veikindi á

heimili mínu hamla því. Einnig

hefði mér líkað betur að geta

minst meira á foreldri þessa

manns, er eg hefi þekt lengi, og

búið í nágrenni þeirra. 1 heima-

bæ þeirra hafa þau einatt verið

tekt sem íslenzk, enda er þess oft

getið í umsögnum um þenna son

þeirra, eins og líka í umsögnum

um Rose dóttur þeirra, sem er

mikið þekt og hámentuð. Hún er

skrifari og bókhaldari við æðsta

dómstól í Pacific County (sýslu-

skrifari), og hefir gegnt þeim

starfa mörg ár. Að síðustu vil eg

geta þess, að íbúarnir í South

Bend, sem eru margir og af ýms

sýning fór fram. Ræður voru

haldnar: Jónas Jónsson dóms-

málaráðherra, Einar Árnason

fjármálaráðherra, Sigurður Guð-

mundsson skólastjóri, Valtýr

Stefánsson ritstjóri og Þórður

Gunnarsson, Höfða. — Hagstætt

veður.

Á Akureyri hófst hátíðin kl. 9

um morguninn (seinni daginn).

Skrúðganga í kirkjugarð og

sveigar lagðir á leigi skólastjór-

anna, Hjaltalíns og Stefáns Stef-

ánssonar.

Kl. 11 var morgunverður fram

borinn. Söngur, ræðuhöld. Kl.

7 átveizla, sem stóð yfir í fimm

klukkustundir. Ásgeir ISigurðs-

son ræðismaður afhjúpaði mynd

rf Hjaltalín, er málað hafði Jón

Stefánsson, gefin skólanum af

gömlum gagnfræðingum. Hátíða-

ljóðum eftir Huldu skáldkonu var

úthlutað. Mælt fyrir ótal minn-

um. Að síðustu dans stiginn

fram undir morgun.

Hátíðin var tilkomumikil og

virðuleg.

Borgarnesi, 2. júní.

Óþurkatíð að undanförnu í

héraðinu. Grasspretta ágæt, og

skepnuhöld góð yfirleitt. Þó hef-

hefir allmargt af lömbum veikst

og drepist í Sveinatungu.

Unnið er að viðgerðum á veg-

inum yfir Ferjukotssíkið, sem

skolaðist burtu í flóðunm í vetur.

Verkið er erfitt, enda miðar vega-

gerðinni hægt áfram.

lveruhús úr steini er verið að

steypa á Smiðjuhóli í Álftanes-

hreppi og Hrafnkelsstöðum ,

Hraunhreppi. Lán voru tekin til

þassara framkvæmda úr bygging-

ar og landnámssjóði.

Skógræktarfélag íslands var

stofnað á Akureyri þ. 11. f. m. Er

ætlast til, að það verði landsfé-

lag með deildum víðsvegar um

iandið. í stjórn voru kosnir:

Jón Rögnvaldsson garðyrkjumað-

ur,, Jónas Þór framkvæmdar-

stjóri og Bergsteinn Kolbeinsson

bóndi á Leifsstððum.

Reykjavík 31. maí.

Vikan byrjaði með vestanátt og

skúrum á Vesturlandi, en þur-

viðri á Norður og Austurlandiá Á

þriðjudag gerði norðangarð með

hríð og 1—2 stiga frosti á Vest-

fjörðum, en rigningu og kalsa á

Norður- og Austurlandi. Þetta veð-

ur hélzt fram á fimtudag, en þá

brá til austanáttar og hlýinda.

Á föstudagskvöld gerði suðaustan

hvassviðri á SV-landi, en síðan

hefir haldist fremur hæg sunn-

an- og vestanátt með rigningu,

e:nkum á Suður og Vesturlandi.

— Mgbl.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8