Lögberg - 26.10.1933, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.10.1933, Blaðsíða 1
46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 26. OCT. 1933 NÚMER 43 i Reykjavíkurbréf Mbl. 23. september. Ákaflega dapurlegar fregnir koma úr sumum kartöfluræktarhér- uðum um tjónið af kartöflusýkinni. Á Akranesi nemur tjóniö tugum þúsunda króna. 1 sjávarplássun- um austanfjalls hafa sumir þurra- búðarmenn að sögn vart kartöflur til heimilis síns, er undanfarin ár hafa getað selt úr görðum sínum fyrir 2—400 kr. Bót er það í máli að vel láta þeir menn yfir árangri af vörn gegn kartöflusýkinni, er snemma hafa dreift varnarlyfjum um garðana. Er sýnilegt, að bændur í hinum sýktu héruðum verða framvegis að gera sér það að reglu á hverju vori að sprauta varnarmeðulum um garðana, að sínu leyti eins og menn nú bólusetja sauðfé fyrir bráða- pest, hvort svo sem vart verður við pestina eða ekki. Þá er það sjálfsögð skylda lands- stjórnar eða Búnaðarfélags íslands, að gefa út skýrslu um útbreiðslu veikinnar, svo menn dreifi henni ekki út um ósýkt héruð, með því t. d. að fá þangað útsæði úr sýktum görðum. í Hornafirði hafði sýkin ekki gert vart við sig í fyrra. Það- an var flutt mikið útsæði síðastl. vor. Svo margir hafa nú hug á því, að stunda ýmsa loðdýrarækt hér á landi, að brýn nauðsyn er á því, að menn hafi greiðan aögang að nauðsynleg- ustu leiðbeiningum um þessi efni. Þar sem vel tekst, er hér um arð- væna atvinnu að ræða, sem vissu- lega er vert að gefa gaum. En þar sem menn t. d. leggja út í refaeldi, þarf all-mikinn stofn kostnað, og veltur á miklu, að vel takist, með meðferð, og þá ekki sízt með val á undaneldisdýrum. Er það í raun og veru kjarni málsins. Að þau dýr, sem til lands- ins flytjast, séu úrvalsdýr, og sé blátt áfram ekki leyft, að nein miðl- ungsdýr eða lakari komi til landsins. Takist ekki með frjálsum sam- tökum loðdýraræktarmanna, að girða fyrir mistök í því efni, verður löggjöf að koma til um innflutning ásamt eftirliti með þeirri loðdýra- rækt, sem fyrir er. Má í þessu sambandi minna á, hvilika fjársjóði þeir menn hafa fært þjóð sinni, er á öldinni sem leið fluttu inn úrvalsnautgripi af kúa- kyni Holseta. “Varðar mest til allra orða, að undirstaða rétt sé fundin,” hér sem annars staðar. Hver plágan rekur aðra í sauð- f járrækt okkar íslendinga. Ekki er bráðapestinni fyr haldið í skefjum, og fyndið varnarlyf við hinni smit- andi lungnabólgu, en ormaveiki svo svæsin grípur um sig í sumum hér- uðum, að til stórvandræða horfir. Hér um daginn tók Niels Dun- gal 70 kindur af handahófi úr slát- urfé úr sveit einni austanfjalls, og reyndust allar ormaveikar, en 46 þeirra höfðu orma bæði í lungum og görnum. Er ekki álitlegt fyrir bændur að setja hið ormaveiklaða fé á hin léttu hey, er þeir nú hafa, eftir úrfella- samt grassumar. Nú hefir Niels Dungal tekið sér fyrir hendur gagngerða rannsókn á ormaveikinni. Er þess að vænta að hann reynist hér sem fyr hjálp- arhella bændanna í baráttu þeirra gegn sauðfjársjúkdómum. Bændur eru alment farnir að skilja það, hve mikils virði þeim er starfsemi Dungals. A förum heim brynjóefur þorláksson Sennilega eru allir menn í ein- hverjum skilningi æfinlega á heim- leið, þó misjafn sé lagður skilning- ur í ferðalag og áfangastað. En er íslenzkir menn, þeir, er dvalið hafa langvistum hér vestra tala um, eða hyggja á heimför, er undantekning- arlaust átt við Island, þangað, sem öndvegissúlur forfeðranna fyrst bar að. Eftir hart nær tuttugu ára dvöl með oss hér í vesturvegi, er mætur íslendingur í þann veginn að hverfa heim; er hér átt við Brynjólf Þor- láksson, fyrrum organista við dóm- kirkju íslands, og kennara í söng um langt skeið við hinn almcnna mentaskóla í Reykjavík. Starfsemi Brynjólfs hefir af skiljanlegum ástæðum, því nær öll lotið að söngkenslu, og á því sviði hefir áhrifa hans víða gætt. Og sannfæring vor er sú, að eigi yrði saga Vestur-íslendinga réttilega rit- in yfir það timabil, er Brynjólfur hefir dvalið hér nema því aðeins, að hans yrði rækilega minst, svo hefir hann víða og eftirminnilega við hana komið. Þessu til ómótmælan- legrar sönnunar skulu hér tilfærð nokkur dæmi. Árið 1925, mintust Vestur-íslend- ingar hálfrar aldar dvalar sinnar hér í landi, með veglegu hátíðarhaldi að Gimli; þar hafði Brynjólfur söng- forustu á hendi, blandað kór og unglingakór, er vakti á sér mikla athygli; birtust meðal annars, auk lofsamlegra ummæla um söngstjóra, myndir af flokkunum báðum, i ýms- um helztu blöðum þessa lands. Árið 1928, átti islenzka landnámið í Pembina héraði í Norður Dakota ríki, fimmtíu ára afmæli. Brynjólf- ur hafði líka með hendi söngstjórn þar; hið sama er að segja um hálfr- ar aldar landnámshátíðina í Argyle; þar stjórnaði Brynjólfur eigi aðeins ágætum söngflokkum, heldur og hljóðfærasveit líka. Upp á síðkastið hefir Brynjólfur veitt forustu karlakór íslendinga í Winnipeg, sem og flokki íslenzkra kvenna; mun ekki ofmælt, að flokk- ar þessir, hvor um sig, hafi veitt Vestur-íslendingum marga ánægju- stundina. Víðsvegar um nýbygðir vorar hef- ir Brynjólfur stofnað og starfrækt ungmenna söngflokka; til slíkrar starfsemi er hann svo laginn, að á því sviði mun hann eiga fáa sína líka; hefir hann í því efni leyst af hendi frábærlega nytsamt þjóðrækn- isstarf, og gróðursett mörg frækorn, sem líkleg eru til verulegs þroska. Og nú er Brynjólfur í þann veginn að hverfa heim; þangað hefir hug- ur hans lengi stefnt, og þó óefað því meira er árin færðust yfir hann. Hugheilar árnaðaróskir Bestur-ís- lendinga fylgja honum héðan í áttina til föðurtúna. Líknarsamlag Winnipegborgar efnir til hinnar ár- legu fjársöfnunar til líknarþarfa frá 30. þessa mánaðar til 4. nóvem- ber næstkomandi að báðum dögum meðtöldum. Stofnun sú, The Fede- rated Budget Board, Inc., er mál þetta hefir með höndum, innir ár- lega af hendi umsvifamikið mann- úðarstarf innan vébanda þessa bæj- arfélags; nægir í því efni að benda á það, að á yfirstanda’ndi ári hefir það haft hönd í bagga með 17,000 börnum, er utanaðkomandi aðstoðar þurftu við. Stofnanir þær, er Federated Bud- get styður eru margar, og þarfnast mikils stuðnings, ekki sízt eins og atvinnumálum nú er háttað hér með oss. Það er því blátt áfram heilög skylda, að liggja ekki á liði sínu, þó vitanlega séu þeir margir, er eigi geta látið nema lítið af mörkum. Manitoba ve'turinn er oft strangur; þó er hann að sjálfsögðu strangast- ur og tilfinnanlegastur þeim, sem bágt eiga. Kærleikurinn einn getur fegrað umhverfi þeirra, sem nauð- staddir eru, og horfast hrjáðir í auga við dapurleik fátæktarinnar eða allsleysisins. Þrjár aukakosningar Síðastliðinn mánudag fóru fram í þrem kjördæmum, aukakosningar til sambandsþings, og gekk frjáls- lyndi flokkurinn sigrandi af hólmi i þeim öllum. I Mackenzie-kjördæminu í Sask- atchewan, vann Mr. McMillan, íiberal, með á annað þúsund atkvæða um fram Mr. Stubbs, C.C.F., fyrr- um dómara í héraðsrétti Manitoba- fylkis. í Madawaska kjórdæmi í New Brunswick, sigraði J. E. Mich- aud, liberal, með mikið á sjöunda þúsund atkvæða umfram Paul Dube, íhaldsmann, en í Ýamaska í Quebec náði kosningu Aime Boucher, liberal, umfram Paul Comtois, er sótti und- ir merkjum ihaldsmanna. I báðum kjördæmunum eystra sátu áður í- haldsþingmenn, og er hér því um að ræða beinan ósigur fyrir Bennett- stjórnina. Ráðneyti Frakka fallið Fregnir frá París þann 24. þ. m., skýra frá að ráðuneyti það, er Daladier forsætisráðgjafi stofnaði fyrir nokkru, hafi fengið vantrausts yfirlýsingu í þinginu og sagt af sér. Ágreiningur út af stefnu stjórnar- innar í fjármálunum, olli falli henn- ar. Skýring Eðlisfræðingar sátu á ráðstefnu og voru í boði hjá frægum prófes- sor. Hinir fr6ðu rnenn gengu þar út í garðinn og komu að þar sem stór glerkúla var. Sér til mikillar undr- unar uppgötvuðu þeir það, að hún var miklu heitari forsælu megin heldur en þar sem sólin skein á hana. — Þeir ræddu lengi um það hver orsök gæti verið til þess, en gátu ékki fundið neina eðlilega skýr- ingu á því. Þá bar garðyrkjumann- inn þar að, og í gamni spurðu þeir hann hvort hann gæti gefið nokk- ura skýringu á þessu einkennilega fyrirbrigði. —Jú, það get eg gert, svaraði garðyrkjumaður. Eg sneri kúl- unni við rétt áðan. Tilhlökkun. Að hlakka altaf einhvers til, unað beztan veitir, kveikir hjartans kærleiks-yl og kólgu í hita breytir. G. G. Loðdýrabúið við Hofs- staði Hér í bæ er starfandi hlutafélag, er nefnist h.f. Refur. Eru félags- menn 12 að tölu. í stjórn eru þess- ir: Helgi Bergs forstjóri Sláturfé- lags Suðurlands, Bjarni Jónson frá Galtafelli framkv.stj., og H. J. Hólmjárn efnafræðingur. Félag þetta hefir fram til þessa látið lítið á sér bera opinberlega. En það hefir engu að síður þegar unnið mikið verk. Og nú loks telja þeir félagsmenn að ástæða sé til að skýra almenningi frá framkvæmdum félagsins og fyrirætlunum. Eins og landsmönnum er kunn- ugt fór Gunnar Sigurðsson frá Selalæk utan hér um árið í þeim erindum að fá hingað loðdýr til undaneldis. Síðar keypti félagið “Refur” af honum dýrin. Hann flutti hingað fyrstur manna loðdýr þau, sem minkar nefnast. Fór hann með dýr þessi austur að Hlöðum við Ölfusá. Það reyndist óheppilegt að hafa | minkabúið austanf jalls; því voru j dýrin flutt að austan, og sett upp loðdýrabú við Hofsstaði, skamt vest- an viS Vífilsstaði Þar heitir nú “Minkagerði.” í gær bauð félagsstjórnin blaða- mönnum þangað suður eftir. Þar er hinn ásjálegasti “dýra- garður.” Þar er vírnetsgirðing stór og vönduð. En innan girðingar- innar eru í smábúrum nál. 400 mink- ar, 9 pör silfurrefa og nokkrir þvottabirnir. Þvottabirnina á Ársæll \rnason. Eru þeir hin skemtileg- ustu dýr—enda munu þeir frekar aldir til gamans en nytja. Minkarnir eru í smábúrum ög er eitt dýr í hvoru, eða móðir með unga sína. Eru ungar mismunandi margir, stundum aðeins einn, en geta orðið alt að níu. Frá öndveröu var það tilgangur h.f. Refs, að fá örugga reynslu í minkaræktinni. Hefir félagið lóg- að aðeins fáum dýrum, en lagt kapp á að auka stofninn til þess að geta, af þessum góða stofni, selt mönnum undaneldisdýr. Norskur maður, vanur loðdýra- rækt, E. Röed að nafni, kom með minkana hingað. Hann hefir annast hirðing þeirra síðan, af stakri kost- gæfni. Hefir það verið félaginu hiS mesta happ. Allan tímann síðan dýrin komu hingað, hafa sama og engin vanhöld orðið á þeim. Eitt þeirra týndist úr girðingunni í fyrra.—Annað slapp inn í refabúr og urðu refirnir því að bana. Eru þá talin vanhöldin. VALDINA CONDE (nemandi Mrs. H. Helgason) Stúlka þessi, sem er aðeins 5 ára aÖ aldri, skemtir með píanóspili á samkomu þeirri, er kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar heldur í dag (fimtudag) í samkomusal kirkjunn- ar. Leikur hún þar meðal annars kafla úr tónverkum eftir Beethoven, Mozart, Bach og MacDowell. — KIRKJAN Guðsþjónustur í Fyrstu lútersku kirkju. sunnudaginn 29. okt. Kl. 11 f. h„ ensk guðsþjónusta.—Kl. 12.15 e. h., sunnudags- skólinn.—Kl. 7 e. h., íslenzk guðsþjónusta. ÚTVARP \ Sunnudaginn 5. nóvember, verður útvarpaö íslenzkri guðs- þ þjónustu frá Fyrstu lútersku kirkju, kl. 7 um kvöldið. Almenn- v, X ingi í öllum bygðum er boðið að taka þátt í þeirri guðsþjónustu. $ I gær voru 83 læður i búinu. Af þeim urðu aðeins tvær geldar. En ungafjöldi var að meðaltali nál.»4 á hverja læðu. Minkar gjóta aðeins einu sinni á ári. Minkar eru vatnamerðir er lifa aö miklu leyti á fiski. Nokkurt kjöt þurfa þeir til fóðurbætis. Fisk- fóður þeira nemur um 150 grömm- um á dag. Ætti að vera tilvalið að ala'upp minka i sjávarþorpum, þar sem fiskur er nægur og ódýr. Minkunum er lógað á haustin. Þá eru skinnin bezt. Verð þeirra er mjög mismunandi. Lægsta verð sem spurst hefir til í ár eru 15 kr. á skinn. En verðið fer upp í 100 kr. fyrir bestu skinnin. Nú í haust ætlar h.f. Refur að selja nokkuð af minkum. Eru venjulega seld þrjú dýr í einu því eitt karldýr nægir fyrir hverjar tvær læður. Jafnframt getur félagið, eða um- sjónarmaður dýranna E- Röed, gef- iö mönnum leiðbeiningar um alla meðferð þeirra. Stofninn er ágætur, keyptur frá Kanada til Noregs, og heilsufar dýr- anna í bezta lagi, eins og reynslan hefir sýnt. En auk þess hefir h.f. Refur þarna í búi sínu nokkra silfilrrefi, sem fyrir segir. Eru refir þessir af góðum ættstofni. Hafa nokkrir refabændur fengið undaneldisrefi frá félaginu, og hafa þeir reynst hinir farsælustu. Er það áform félagsins að fá ör- ugga reynslu um minkarækt og vitn- eskju um meðferð minka og annara 1 loðdýra, landsmönnum til leiðbein- | ingar er leggja vilja stund á atvinnu- veg þenna. Mbl. 22. sept. Tvær vísur STEYPUMÓT Þau bönd, sem andann bundu í beinserk ríms og stuðla, þegar eg kvað mín kvæði— þau kendu mér að hnuðla höfuðstafi og stuöla sterkt, en ekki bruðla. Tök, að tengja bæði tón og speki í kvæði, þeim er óðs manns æði, sem ekki kann að stuðla og steypumótafræði. ANNA Anna mín hefir saman sætt sundraða, oft og víða, skilnings götur þeirra þrætt. Þrekið hennar er blíða----- eins og hún geti allra bætt áhyggjur og kvíða. Sigurður Sigurðsson, frá Arnarholti. Höfðingi nokkur indverskur á teppi, sem unnið var að í þrjú ár stöðugt að fullgera. Það er þriggja metra langt og tveggja metra breitt, og i þaö eru ofnir afar dýrmætir gimsteinar og perlur. Það kostaði fjórar miljónir króna. Gull-brúðkaup Á föstudagskvöldið þann 20. þ. m., var f jölmenni mikið saman kom- ið í samkomuhúsi íslendinga í Sel- kirk. Tilefniö var það, að þann dag áttu þau hr. Clemens Jónasson og frú Ingibjörg, hálfrar aldar hjóna- bandsafmæli. Höfðu vinir þeirra og samverkatnenn í Selkirk gengist fyrir hinu veglega heiðurssamsæti, er þeim hjónum var haldið þá um kveldið, þó vitanlega væri allmargt utanbæjarmanna viðstatt, er votta vildu þeim einnig virðingu sina. Séra Rúnólfur Marteinsson stýrði samkvæminu og fórst hið prýðileg- asta úr hendi. Ávörp voru þeim hjónum lesin frá hinum ýmsu félög- um eða deildum Selkirk safnaðar, auk þess sem þeim voru afhentar verðmætar gjafir frá vinum og vandamönnum til minja um atburð- inn. Til máls tóku af hálfu Selkirk- inga, Mrs. Magnús Stefánsson, Mrs. H. Kelly, Mr. Thordur And- erson og Mr. A. S. Bjarnason. Af utanbæjarmönnum, öðrum en veizlu- stjóra, töluðu nokkur orö i garð heiðursgestanna, A. S. Bardal, Dr. Rögnvaldur Pétursson, Ásmundur P. Jóhannsson, Gunnlaugur Jó- hannsson og Einar P. Jónsson. Mrs. Margrét Sigurðsson flutti gullbrúð- hjónunum kvæði, en Mrs. E. L. Murdock skemti með einsöng. Einna mestan þátt í undirbúningi sam- kvæmis þessa, mun Miss Dora Ben- son hafa átt. Svo voru veitingar miklar og margbrotnar, að vel mátti segja að hér sannaðist hið fornkveðna, að borð svignuðu undan veizluréttun- um. í lok samkvæmisins flutti gull- brúðguminn, sem er bráðsnjall tölu- maöur, hlýtt þakklæti fyrir vinsemd þá og virðingu, er þeim hjónum hefði verið auðsýnd þetta ógleym- anlega kveld. Þau Clemens Jónas- son og kona hans eru bæði ættuð út Húnavatnssýslu, hafa dvalið vestan hafs í 47 ár, þar af um 40 ár í Sel- kirk. Hafa þau jafnan tekið mik- inn og giftudrjúgan þátt í fálags- málum Vestur-íslendinga, bæði utan safnaðar sem innan. Hefir Clemens / þráfaldlega átt sæti á kirkjuþing- um, gefið sig mikið við þjóðernis- málum og þótt í hvívetna hinn lið- tækasti maður. Kona hans var ein af stofnendum kvenfélags Selkirk safnaöar, og skipaði þar forsæti um langt skeið. Vínbannslög íslands numin úr gildi Siðastliðinn laugardag fór fram almenn atkvæðagreiðsla um það á íslandi, hvort bannlögin frá 1913, skyldu úr gildi numin eða ekki. Eftir símskeytum, sem í dagblöðum Winnipegborgar birtust á mánu- daginn að dæma, sem og í útvarps- fréttum á sunnudagskveldið hefir afnám téðra laga verið samþykt með miklum meirihluta. Með afnáminu er mælt að í Reykjavík hafi fallið tveir þriðju greiddra atkvæða.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.