Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg

						PHONE 86 311
Seven Lines
Rti;
rnfö
»td
ffiSfSSb
,«*!«, £**>          For
Co»
Service
and Satisfaction
47. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 5. APRÍL 1934
NOMER 14
PRÁ ÍSLANDI
KOMMONISTAR A
AKUREYRI
í gær var haldinn bæjarstjórnar-
fundur á Akureyri. Kommúnistar
fjölmentu þangaS og höfSu ærsl í
frammi og hótanir viS bæjarfulltrú-
ana.
SíSan lokuSu þeir bæjarf ulltrúana
inni í fundarsalnum og sleptu þeim
ekki út fyr en eftir tvær klukku-
stundir.
Ekki urSu fulltrúarnir fyrir nein-
um aSsúg þegar út kom, en komm-
únistar létu þá vita, aS þeim mundi
velgt betur næst.—Mbl. 7. marz.
AFLI 1 GRIMSEY
varS áriS sem leið 52,390 kg. stór-
fiskur og 101,200 kg. smáfiskur í
salt, en töluvert var hert. Róðra
stunduðu 7 smátrillur og 3 árabátar.
—LúSuafli var meiri en nokkuru
sinni áður og var mest af lúðunni
selt til Akureyrar. Hákarl fekst
enginn, hvemig og hvar sem reynt
var. Mestallur sumaraflinn var
verkaður, metinn og pakkaður í
eynni. Telst það nýlunda, en gafst
ágætlega.
HÆSTARÉTTARDÓMUR
var í morgun kveðinn upp í máli
því, sem Lárus Jónsson fyrv. læknir
á Kleppi, höfðaði gegn ríkissjóði,
til skaðabóta fyrir, að honum hefði
ranglega verið vikið úr stöðu sinni.
Með undirdóminum voru L. J.
dæmdar allnaiklar bætur, en þeim
dómi var hrundið í hæstarétti. Sýkn-
aði hæstiréttur ríkissjóð algerlega
af kröfum Larusar og dæmdi hann
til að greiða málskostnað fyrir báð-
um réttum, samtals 500 krónur.
—Vísir 7. marz.
ÚTVARPSNO TEND UM
fjölgar ár frá ári í öllum sveitum
Borgarfjarðarí. Af 28 bæjum í
Reykholtsdalshreppi hafa nú 20 út-
varpstæki. Lík hlutföll eru í fleiri
sveitum Borgarfjarðar. Mestum
erfiðleikum veldur það, að koma
rafgeymum í hleðslu og verða flest-
ir að senda þá til Borgarness.
—Alþbl.
PLÖSKUSKEYTI
fann Adolf Ásbjörnsson frá Ólafs-
vík í gær rekið á f jörum vestan við
Ölaf svíkurenni. Skeytið var merkt:
nr. 78 frá vísindastofnuninni Yak-
utsk og hafði þvi verið varpað í sjó
við Síberíuströnd árið 1927.
Ólafsvík, 6. marz.
STARFSMENN
LANDSBANKANS
Nokkurar breytingar hafa verið
gerðar á starfsmannahaldi Lands-
bankans, og mun hér vera um bráða-
birgðaráSstafanir að ræða. Hilmar
Stefánsson, útbússtjóri á Selfossi,
verður aðalféhirðir fyrst um sinn,
en GuSmundur Guðmundsson hefir
fengiS lausn frá aðalféhirðisstörf-
um um stundarsakir. Skift hefir
og verið um starfsmenn í útbúinu
á Klapparstíg. Mun Haukur Vig-
fússon verða starfsmaður þar, en
Ingvar Sigurðsson tekur við starfi
1 •'ið'albankanum. Þá hefir verið
skift um aðstoðargjaldkera aðalfé-
hirois og gegna þeir öðrum störf-
um, á meðan rannsókn stendur yfir
ut af seðlahvarfinu. — Rannsókn í
því má]i heldur enn áfram, en ekk-
ert hefir enn upplýst í því, sem leitt
hafi grun að nokkrum einstökum
starfsmanni eða orðið til upplýs-
ingar um það með hverjum hætti
peningarnir hafi horfið.
—Vísir'6. marz.
AFLABRÖGÐ
Sæmilegar gæftir og ágætur afli
var á Sandi og í Ólaf svík síðastliSna
viku. Áður var gæftaleysi og afli
mjög tregur. Allir bátar úr þessum
veiðistöðvum voru á sjó í dag.
Ólafsvik, 6- marz.
ARSHATÍÐ
MENTASKÓLANS
á Akureyri var haldin að venju á
Jónsmessu Hólabiskups. Skóla-
meistari setti hátíðina og bauð gesti
velkomna og mintist íslands. Því
næst flutti Þórarinn Bijörnsson er-
indi tim kenningu Bergsons um hlát-
urinn, eðli hans og hlutverk. Óskar
Magnússon frá Tungunesi signdi
minni Tóns helga. Bárður Jakobs-
son frá l'olungarvík mælti fyrir
minni skólans, Árni Jónsson á Ak-
ureyri mintist kvenna, en Steingrím-
ur Jónsson bæjarfógeti þakkaði skól-
anuni gestanna vegna. Tvöfaldur
kvartett, undir stjórn Guðmundar
Matthíassonar úr Grímsey, söng
yfir borðum. Dans var stiginn fram
undir morgun. Hátíðin hófst kl. 8
að kvöldi. Skólinn var skreyttur
málverkum listfengra nemenda og
fjölbreyttum ljósum. Steindór
kennari Sigurðsson sá um skreyt-
ingu.—Hátíðina sóttu um 300 manns
eða fleiri en nokkru sinni fyr.
Skeyti barst frá háskólastúdentum
útskrifuðum úr Mentaskólanum á
Akureyri.—N. Dagbl. 2. marz.
KOLANAMUR VIÐ
AKLAVÍK
Kolalög hafa fundist í jörðu í
nánd við þorpið Aklavík, N. W.
Territories. Þótti það happafundur,
því litið er um eldsneyti þar um
slóðir og erfitt aðdráttar, én kuld-
inn mikill, þar sem þorpið er á
strönd Norðuríshafsins. Kolin eru
talin jafngóð þeim beztu, er fundist
hafa í Albertafylki.
Alt til þessa hafa íbúar Aklavikur
höggvið skóg til brenslu, en nú mun
hann á þrotum þar í grend. Allmik-
ið af olíu hefir einnig fundist þar
norður frá en hreinsunartæki eru
svo ófullkomin, að ekki fæst nóg til
hitunar. Verð á kolum í Aklavík er
um $25 tonnið, og verður það mikill
sparnaður, ef hin nýju kol reynast
eins vel og af er látið.
Flestum kom á óvart að kol skyldu
f innast á þessum stað, þp kemur það
heim við niðurstöður Alexanders
McKenzic, landkönnunarmannsins
íræga, er svæði þetta rannsakaði
1789.
FRA VIK I MÝRDAL
5. MARZ
Að undanförnu hefir veðrátta
verið mjög umhleypinga- og storma-
söm. Tíðir suðvestanstormar hafa
valdið talsverðum sandágangi í
Víkurkauptúni, þótt ekki séu nærri
eins mikil brögð að því ennþá, eins
og í fyrravetur. Garðar þeir, sem
hlaðnir voru í haust á sandgræðslu-
svæðinu hafa og dregið nokkuð úr
sandfoki inn í kauptúnið.— í suð-
vestanáttinni seint í síðasta mánuði
kom allmikill timburreki á fjörur í
Mýrdal og víðar. Trjáviður þessi er
einkum plankar, og er talið að þeir
muni skifta hundruðum, sem rekið
hafa á Mýrdalsf jörur og þykir þetta
góður fengur. Annars virðist þetta
hafa legið allengi í sjó og því orðið
misjafnt að gæðum, og fúi kominn í
suma plankana. — Vegna kartöflu-
sýkinnar, sem síðastliðið haust ónýtti
uppskeru manna unnvörpum í Mýr-
dal og víðar, hefir verið gerð fyrir
milligöngu hreppsnefndar Hvamms-
hrepps stórfeld pöntun á útsæðis-
kartöflum fyrir vorið, og er búist
við að T.únaðarfélag Islands fái þær
frá útlöndum. — Tófuvargur gerir
nú mjög vart við sig í sveitum aust-
an Mýrdalssands, einkum í Skaft-
ártungu og Útsíðu. Vita menn ó-
gerla hvaðan tófa hefir komið, nema
ef kynni að vera utan af Landi eða
RangárvöIIum. Hefir hún nokkuð
bitið fé manna, en mest hefir þó
enn borið á slóða og troðningi eftir
dýrið. Tlefir nú verið tekin upp
eitrun allsstaðar á þessu svæði, sem
menn ætla að komi að haldi, því svo
var fyrrum, að það eitt dugði, er
tófu var útrýmt úr Skaftafellssýsl-
um nálægt aldamótum siðustu. —
Nýlátnar eru í Skaftafelssýslum
Guðfinna Björnsdóttir ljósmóðir,
miðaldra, kona Lofts Guðmunds-
sonar oddvita á Strönd í Meðallandi
og Kristín Vigfúsdóttir á Borgar-
felli í Skaftártungu. hún var ekkja
Sæmundar Jónssonar, er þar var
hreppstjóri og látinn fyrir mörgum
árum.  Kristín var nær 89 ára.
—N. Dagbl.
FORNLEIFAFUNÐUR
í síðastliðin þrjú ár hafa nokkrir
vísindamenn frá Harvard háskól-
anum verið að rannsaka merkan
fornleifafund í grend við Panama-
skurðinn.
Mið-Amcríka var um eitt skeið
bygð af Indíánum á mjög háu menn-
ingarstigi. Þeir voru náskyldir
Tncunum, sem bjuggu í SuSur-Ame-
riku og Aztekum í Mexico. Colum-
bus komst í kynni við þjóðflokk
þennan á fjórðu og síðustu ferð
sinni T502, og flutti til Spánar sagtí-
ir af auðlegð þeirra og menning.
Nokkru seinna fóru Spánverjar að
venja komur sínar til Iandsins, og
fóru, eins og þeirra var siður, hvar-
vetna með ránum og gripdeildum.
Ýmsa skartgripi fluttu Spánverjar
heim með sér, en þeir voru jafnan
bræddir niður og gulliíS síðan notað
til annara þarfa.
Aðeins á stöku stað í sögu Spán-
verja, finnast nú sagnir ttm þessa
merku þjóð, sem bjó í Codé-héraS-
inu, skamt frá þar sem nú er Pan-
amaskurSurinn. Svo mikið vita
menn samt aS þjóSin var hraust og
barðfeng, og varðist yfirgangi hvítra
manna. Árið 1531 hörfuðti þó
nokkrir þeirra undan og leituðu hæl-
is í Sierras-f jöllunum. Þar búa af-
komendur þeirra enn í dag.
Fyrir svo sem 30 árum siðan
breytti Codé fljótið (Rio Grande
de Codé) um farveg og ruddi sér
braut í gegnum fornan grafreit.
Fyrir f imm árum síðan áttu nokkrir
Tndíánar ferð eftir fljótinu, sem þá
var mjög vatnsb'tið sÖkum þurka.
Þeir sáu þá glitra á einhverja hluti
á árbakkanum og reyndust þeir vera
úr skýru gulli. Indínarnir seldu
gersemar þessar og keyptu sér
brennivín fyrir. Nokkru seinna
fréttist til Harvard að mjög sér-
kennilegir og fornlegir hlutir væru
til sölu i skranbúðum í Panama-
borg. Þcá var gerður út leiðangur
til aS rannsaka þetta nánar. For-
ingi leiSangursins var Dr. Samuel
Kirkland Lothrop.
Nú var Ieitað í þessum æfagamla
grafreit og fundust í einni gröfinni
sex beinagrindur. sem lagðar höfðu
veriS á stórar hellur, og yfir 2,000
forngripir af ýmsu tægi þar hjá
Þar á meðal voru hálsmew og arm-
bönd úr gulli, sett með dýrum stein-
um. Einnig brjóstverjur úr gulli
með alls konar drekamyndum, og
eyrnahringir, mjög haglcga gerðir.
Þarna fundust lika speglar úr f ægð-
um steini eða krystalli, ýmsar mynd-
ir telgdar úr hvalsrifjum, spjóts-
oddar úr fiskbeinum, hálsbönd úr
hákarlstönnum og villigaltartennur
greyptar í gullumgerðir.
SELAVEIÐI
Árlega er gerSur út f loti selveiSa-
skipa frá Nýfundnalandi, og er
hann að veiðum mánuðum saman í
Norðurishafinu. Nú er bráðlega
von á flotanum heim aftur með
stærstu veiði, sem fengist hefir í
f jöldamörg ár. í St. John's, höfuð-
borg Nýfundnalands, er uppi fótur
og fit, og verður veiðimönnunum
fagnað með veizlum og hátíðahöld-
um. þegar heim kemur.
Yfirmaður flotans er Abraham
Kean, fyrrum fiskimálaráðgjafi í
stjórn Xyfundnalands, og skipstjóri
á skipinu Beothic. Hann er 79 ára
gamall og hefir stundað selveiðar í
62 ár. Kean hefir veitt yfir miljón
seli á skip sín.
Atta gufuskip eru í flotanum og
hefir "Imogene" mestan afla, eða
52 þúsund seli. Næst er "Beothic"
með 40 þúsund seli. Stærsta skipið
er "Thetis" með 100 manna skips-
böfn. Það skip lenti í ís og brotnaði
skrúfan á því á dögunum, og
berst það nú fyrir straum og vindi.
Þó er skipið ekki sagt i hættu og
verður dregiS i höfn, þegar nógu
stórt skip fæst til þeirrar ferSar.
Enn mun nóg af sel á ísaflóunum
þar norSur frá, og veiSast stundum
alt aS f jögur þúsund selir á dag.
Eldgos í Skeiðarárjökli
STAVISKY HNEYKSLIÐ
Enn er veriS að rannsaka Stavisky
málin í Frakklandi, en lítið er enn
orðið uppvíst í því máli, og lítið hef ir
gerst, nema hvað nokkrir lægri em-
bætismenn bæði í París og Bayonne
hafa orðið að láta af störfum sínum.
Aðal sökudólgarnir ganga enn lausir
þrátt fyrir öll ósköpin, sem á hafa
gengið. Franska stjórnin er völt í
sessi og miásir eflaust völd, ef ekki
verður látið til skarar skríða. Ýmsir
færustu menn úr leynilögregluliSi
Frakka hafa verið skipaðir í rann-
sóknarnefndina, og hafa þeir sér til
aíSstoðar tvo færustu leynilögreglu-
menn Breta, þá Fredrick Wensley,
fyrrum yfirlögregluþjón við Scot-
land Yard og Sir Basil Thomson,
sem frægur varð fyrir handtöku
Mata Hari, spæjarans nafnkunna.
Sir Basil átti mestan þátt í því að
hún varð sönnuð að sök.
Margt er nú komið í ljós, sem
áður var hulið. Til dæmis þykir nú
sannað, að Stavisky haf i verið myrt-
ur, en hafi ekki framiS sjálfsmorð,
eins og ætlað var í fyrstu.
Morðingjar dómarans Albert
Prince eru enn ófundnir, en lög-
reglan segist vera á hælum þeirra.
Tveir menn hafa svarið fyrir rétti
að skh'fari Staviskys, Gilbert Ro-
manigno, hafi vaktað bústað dóm-
arans í nokkra daga fyrir morðiS.
Gimsteinar þeir, sem Stavisky
kom undan, áSur en Bayonne búS-
inni var lokaS, hafa nú fundist, aS
minsta kosti nokkuS af þeim. t
hinni velþektu veðlánabúð Suttons
í Lundúnum fundust gimsteinar,
sem Stavisky hafði átt. Þeir eru
metnir á hálfa miljón dollara. Þá
fekk lögreglan grun um að eitthvað
af verðmætum Staviskys væri að
finna í húsi einu í Fontenay-saos-
Bois. Þar var leitað og fanst þá
ekkert nema tvær nýgrafnar holur,
önnur í kjallaranum en hin í garð-
inum framan við húsið. Þóttust
menn vita að einhverjir, annað hvort
úr lögregluliðinu eSa dómsmála-
ráðuneytinu, hefðu gert húseigend-
itnum aðvart.
Svo er æsing manna mikil út af
þessu hneyksli að fangar nokkrir,
sem teknir höfðu verið í sambandi
við m;il þetta, voru teknir af skríln-
um og næstum drepnir, meSan verið
va- að flytja þá frá Bayonne til
París.___________________
SAKAMAÐUR FUNDINN
James Fahey, Jasper, Alta., var
fyrir skömmu tekinn fastur fyrir
brot á friSunarlögum Albertafylkis.
Hann hafSi veriS aS veiSa dvr i
Óljósar fregnir hafa borist hingaS
vestur um eldgos í SkeiSarárjökli.
Umbrot í jöklinum byrjuðu á föstu-
daginn var og heyrðust drunurnar
i 155 mílna fjarlægð. Svo mikið
kvað að eldgosinu á þriðjudaginn,
að aska féll um alt Austurland.
Samkvæmt skeyti  frá  íslandi á
þriðjudaginn, var taliS að upptökin
væru einhversstaðar i Vatnajökli,
norSan viS SkeiSará.
Ekki verSur enn sagt hvaS alvar-
legt þetta gos kann aS vera, en um-
brot í gýgnum hafa ágerst undan-
farna daga.
leyfisleysi, og komst þaS upp er
fingraför hans fundust á gildrunum.
Vi8 nánari rannsókn kom í ljós að
Fahey heitir réttu nafni Frank
i rrigware og hafði hann, fyrir 24 ár-
um síðan, brotist út úr Leavenworth
fangelsinu í Bandaríkjunum. Hann
hafði verið dæmdur til lífstíðar
fangavistar fyrir póstrán.
Xú heimtar stjórn Bandaríkjanna
-10 Fahey sé f ramselduf, en það mæl-
ist illa fyrir, þar sem hann hefir þótt
hinn mesti sómamaður öll þau ár
er hann hefir dvalið í Albertafylki.
Enn hafa engar ráðstafnir verið
gerðar þessu viSvikjandi, en máliS
kemur fyrir um miðjan þenna mán-
utS.
Þingmenn Albertafylkis hafa látið
í ljó meðaumkun sína með manni
þessum og hafa skorað á Roosevelt
forseta að sýna vægð i þessu til-
felli.
DAFOE ÚTNEFNDUR TIL
KANZLARAEMBÆTTIS
J. W. Dafoe, aðalritstjóri' Winni-
]ieg Free Press. verður, að öllum
líkindum, næsti kanzlari Manitoba
háskólans. Efkibiskup ]\latheson
hefir gegnt því heiðursembætti til
margra ára, en hefir nú sagt af sér
sökum elli og Iasleika.
Dafoe er löngu orSinn þjcSðkunn-
ur maSur fyrir skrif sín. Hann er
einn af áhrifamestu ritstjórum
þessa lands og er honum meS út-
nefningu þessari verSugur sómi
sýndur.
STÆRSTI STJÖRNU-SJÓN-
AUKI HEIMSINS
t borginnt Corning í New York
er veriS aS steypa gleriS í stærsta
stjörnu-sjónauka heimsins. Sjón-
gleriS er 16 fet og 8 þumlungar aS
þvermáli, um 2 fet á þykt, og veg-
ur um 34 smálestir. GleriS er brætt
viS 1500 stiga hita, mældan á Cel-
ciits. og er svo helt í mótið. Um
4 þúsund manns höf Su komið saman
til að horfa á meSan spegillinn yrði
steyptur og stóð þaS fólk á háum
palli ofan viS bræSsIuofninn, 50 í
senn.
HingaS til hafa slík gler veriS
steypt í Evrópu, og þykir þaS hinn
mesti vandi, en nú eru Ameríku-
menn svo langt komnir í þessari list,
aS óhætt var talið aS treysta þeim
fyrir verkinu, Dr. George Vest Mc-
Cauley, eðlisfræðingur, hafði um-
sjón með smíðinni.
Stærsti stjörnu-sjónauki, sem áS-
ur var til, er sá í stjörnuturninum á
Mount Wilson, Cal., og er sjóngler
hans réttum helmingi minni en það
sem nú er í smíðum.
Það verða aS minsta kosti f jögur
ár þangaS til glerið er f ullgert. Fyrst
þarf að kæla glerið, og tekur það
tíu mánuði; síðan þarf að slípa það
mjög vandlega, og verður þaS aS
gerast smám saman svo það ekki
hitni og aflagist. Alt þetta verk mun
taka um þrjú ár, að minsta kosti.
Sex miljónir dollara vorti veittar
fyrir nokkru úr Rockefeller-sjóðn-
um (Rockefeller Foundation) svo
að hægt væri að ráðast í þetta f yrir-
tæki. Ótal stjörnu- og eðlisfræðing-
ar voru kvaddir til ráðagjörða, og
tókst þeim að lokum að ráða f ram
úr þeim örðugleikum, sem í vegi
voru.
Þegar sjónaukinn verður full-
smíðaður, verSur hann -sendur til
Californiu og settur í stjörnuturn
California Institute of Technology
í Pasadena.
MeS sjónauka þessum ætti að
sjást þrisvar sinnum lengra út í him-
ingeiminn en áSur hefir sést.
ÍSLENDINGUR SKIPAR
FORSÆTI
Mr. S. E. Johnson, 1083 Down-
ing St., Winnipeg, var nýlega kos-
inn f orseti United Commercial Tra-
vellers of America.
Mr. J. Snydal f rá Shoal Lake var
forseti þessa félags á undan Mr.
Johnson.
Mr. S. E. Johnson er íslendingur,
sonur þeirra Mr. og Mrs. Einar
Johnson, 1083 Downing St., Win-
nipeg. Þau bjuggu fyr viS Lundar,
Man.
Mr. Johnson er dugnaSar- og
gáfumaður og mun standa vel í
stöðu sinni. Hann er einn af um-
boðsmönnum Codvilles félagsins hér
í fylki.
fíORG BRENNUR
Fellibylúr og eldur gerðu stór-
tjón í borginni Hakodate í Japan,
síðustu viku. Vindurinn kom með
70 mílna hraða á klukkustund utan
af sjó og lagði í rústir timburhjalla
og vöruskýli við höfnina. Þegar
þök fuku af húsum, kviknaSi þegar
eldur og barst hann meS geisihraSa
um borgina. SlökkviliSiS fékk ekki
við neitt ráðiS og brunnu þarna um
23 þúsund hús. Fimtán hundruS
manns dóu og tvö þúsund meiddust.
Tuttugu og þrjár þúsundir urSu
húsnæðislausar.
Þetta er stærsti eldur, sem komið
hef ir upp í Japan, síðan Takio brann
1923.
Herskip voru þegar send til Hako-
date og fóru þau með klæSnað og
vistir til íbúanna. 1 borginni var
ljótt um aS litast eftir eldinn og
flóSiS. Lík í hundraSatali láu í
f jörunum; hafSi bylurinn valdiS
vatnsflóSi í borginni og hafði það
skolað líkunum til sjávar meS út-
falli. Hópar af hröfnum komu
fljúgandi ofan úr fjöllunum, morg-
uninn eftir, og flögruSu þeir yfir
borginni.
I lakodate er níunda stærsta borgin
í Japan.
SAMUEL INSULL TEKINN
FASTUR
Loks mun nú komiS aS því að
Bandaríkin handsami Insull. SkipiS
Maiotis, sem Insull leigSi á dögun-
um, var sett fast í Marmarahafinu
af tyrknesku yfirvöklunum, og tóku
þau Insull og fóru meS hann til
Istambul (Konstantinopel), og er
hann þar í varShaldi.
Tyrkir hafa tilkynt Bandaríkja-
stjórninni aS fanganum verSi ekki
slept og megi hún láta sækja hann.
Pndar hér aS líkindum hinn lang-
varandi eltingaleikur viS Insull.
Fjárbálabraskarinn kvaS bera sig
illa. Hann þykist vera ofsóttur af
Bandarikjastjórninni og gerir mikið
úr því hve gamall hann sé orðinn og
heilsutæpur.
Að líkindum verða einhverjir
bandarískir lögregluþjónar sendir til
Ty'rklands til aS sækja Insull.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8