Lögberg - 04.03.1937, Blaðsíða 1

Lögberg - 04.03.1937, Blaðsíða 1
fHONE 86 311 Seven Lines tot' P ; >** ’ t>*\$sG'íoS For ^poV^ Better Dry Cleaning and Laundry 50. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 4. MARZ, 1937 NÚMER9 Fulltrúar og gestir á^Þjóðrœknisþingi 22-24 febr. (Myndin birtist í Winnipeg Free Press 24. f ebrúar) Efri röð:—Séra GuÖm. Árnason, Lundar ; Guttormur J. Guttormsson, Riverton. Sigmundur Laxdal, GarÖar, N. Dak. , Neðri róðKristján Indriðason, Mountain, N. Dak.; Próf. Richard Beck, Grand Forks, N. Dak.; Páll Guðmundsson, Leslie, Sask.; Thorst. J. Gíslason, Brown, Man.; Thorl. Thor- finnsson, Mountain, N. Dak. víking, læknir og listamann.—G. H. Mbl. 5. febr. # # # Heita vatnið á Reykjum í gær bauð bæjarstjórn Reykja- víkur fréttamönnum blaða og út- varps að skoða hinn nýja jarðbor, sem nú er búið að setja upp að Reykjum í Mosfellssveit. Lagt var af stað um þrjúleytið. — Á Reykj- um var fyrir Helgi Sigurðsson verkfræðingur og 3 verkamenn til .ið sýna gestunum hið nýja og nokk- uð umtalaða áhald. Skýrði verk- fræðingurinn það hvernig unnið væri að boruninni og annað jmð, sem viðstadda fýsti að vita. Borinn er smíðaður i Þýzkalandi og að nokkru leyti með tilliti til staðhátta hér; hann kostar 47 þús. krónur án mótorsins, sem knýr hann, en imótorinn hefir 28V2 hestafls orku. Bornum er komið fyrir í fer- hyrntu húsi turnmynduðu 5 metra á kant og 10 metra á hæð. Borstengurnar sjálfar eru 5 metra langar hver og eru þær ióo talsins, svo .hægt er að bora 500 metra í jörð niður. á neðri enda bogstangar er fest svonefnd borkróna og kjarnar- ör og eru þær 8 þurrtl. í þvermál, sem er vidd borholunnar. Borkrón- urnar eru með tvennu móti, önnur er tennt að neðan og eru það þessar tennur, sem vinna sér leið í gegnum jarðlögin; en hin tegundin er slétt að neðan en í stað tannanna, sem á hinni eru, þá eru örsmá stálhögl lát- in í holuna og lenda þau undir kanta borkrónunnar og slípa burtu bergið. Þessi tegund er notuð við harðari bergtegundir. Innan i borstöngun- um er leitt vatn niður í holuna frá dælu, sem dælir 165 lítrum af vatni á mínútu. Þetta vatn skolar burtu 311u dufti úr holunni, svo að hún helst ávalt hrein, og með vatninu er stálhöglum komið niður í holuna. Innan í borholuna og kjarnarörið kemur svo súla af berginu, eða jarð- laginu, sem borað er í gegnum og eru þessar súlur teknar upp úr hol- unni jafnótt og kjarnarörin fyllast. Á Reykjum er nú búið að bora 17 holur með gamla bornurn og er sú dýpsta þeirra 368 metra djúp, en sú grynnsta 135 metra. Úr þessum 17 holum koma nú um 110 lítrar af vatni á sekúndu og er meðalhiti þess talinn um 85°. Auk þess er talið að um 40 lítrar af vatni á sek. sé i uppsprettum, sem hægt er að virkja. Er talið liklegt, að þetta vatn sé nægilegt til þess að hita úpp helm- :nginn af húsum i Reykjavík. — N. Dagbl. 6. febr. FJARLAGARÆÐA iMR. DUmiNGS A fimtudaginn þann 25. febrúar síðastliðinn, lagði fj ármálaráðgj af - inn, Mr. Dunning fram fjárlaga- frumvarp sitt í sambandsþinginu, og flutti við það tækifæri áhrifamikla ræðu. Innflutningstollar hafa lækk- aðir verið á 179 vörutegundum og víðtæk rýmkun ráðgerð á forgöngu- tollinum brezka. Fjárlög Mr. Dun- nings báru með sér auðsæ einkenni batnandi viðhorfs á sviði þjóðar- búsins. í stað geysimikils tekjuhalla síðastliðið ár, gerir fjárlagafrum- varpið ráð fyrir því að tekjur og útgjöld standist á yfir fjárhagsárið 1938 til 1939 eða freklega það. Frá íslandi Í5555Í5Í55S555Í5Í5555Í5555555Í5Í5555Í55Í5Í55Í55Í5Í5Í5555Í555555555ÍÍ55WÍ5555555 sporna gegn vandkvæðum af þessu hefir höf. samið þessa greinargerð. —Mbl. 30. jan. # # # Um Brasilíufarana Síðastliðið sumar lauk Þ. Þ. Þ. rithöfundur umsvifamiklu verki og sótti efniviðinn víða um lönd. Er það hin sanna saga um íslendinga þá, er til Brasilíu fóru 1863 og 1873. Er sagan svo ítarlega rakin frá byrjun þessa máls og til afkomenda Brasiliufaranna, sem kostur var á. En enn hefir ekki tekist að ná í all- ar þær myndir útflutningsmannanna og afkomienda þeirra, sem æskilegt væri að fengjust. Er nú óskað eftir að ættingjar þessara manna, eða aðrir góðir menn, sem kynnu að hafa þessar myndir undir höndum, eða vita hvar þær eru niður komnar, vildu vinsamlega senda upplýsingar í pósti, merktar: “Æfintýrið frá ís- landi til Brasilíu,” utanáskrift Hafrafell, Reykjavík,—Mbl. 30. jan. # # # Þárður Guðjohmen lœknir i Rönne, sjötugur Þórður læknir er sonur Þórðar Guðjohnsens fyrrum verzlunarstjóra áýHúsavík og bróðir Stefáns heit. Guðjohnsen, á Húsavík. Hann tók stúdentspróf 1887 læknispróf í Höfn 1896. Hann settist að sem læknir á Borgundarhólmi og hefir starfað þar síðan við góðan orðstýr. Það sást strax á skólaárum, að Þórði var: margt vel gefið. Hann var bæði karlmenni og prúðmenni, þstfefigur og átti auðvelt með að læra alt nema stærðfræði. Gleði- maður var hann, bezti drengur og manna vinsælastur. Hann átti því láni að fagna, að hafa strax á skóla- árunum ákveðið takmark. Hann vildi verða læknir og ekkert annað. Frá þessu hefir hann aldrei kvikað, og eg er í engum efa um, að hann hefir ekki unnið læknisstörf sín með hangandi hendi, enda hefi eg heyrt að viðkvæðið hafi jafnan verið á Bornhólmi, ef maður sýktist alvar- lega, sem Þórður stundaði ekki; “Eigum við samt ekki að sækja ís- lenzka læknirinn?” Þó læknisfræðin hafi verið Þórði fyrir öllu, hafði hann nokkur önnur áhugamál. — í suimarfríum sínum hefir hann ferðast víða um álfuna og gengið á fjölda af hæstu fjalla- Lagarfljótsbrúin ófcer Lagafljótsbrúin er nú ófær öllum farartækjum og jafnvel gangandi mönnum. Vegna aðstöðu verður að- gerð á brúnni ekki lokið fyr en lækkar í fljótinu, en gangfært verð- ur yfir mjög fljótlega. Það var austasti stauraokinn und- irbrúnni, sem brotnaði á föstudags- nótt í óvenju imiklum vatnavöxtum og ísreki og féll þá niður í fljótið annar endinn á gólfpallinum á aust- asta opinu, en hinn endinn situr á landstöplinum. » Fljótið er þarna grynst og venju- lega þur farvegurinn, og þessi oki er sá eini, sem ekki er varinn með sterkum ísbrjót. Hefir það ekki komið að sök þau full 30 ár, sem brúin hefir staðið. Aðgerð er þegar byrjuð. Þarf að setja nýja staura í okann, losa pallinn í sundur og koma honum a(tur á. Lagarfljótsbrúin er lengsta brú hér á landi, 300 rnetra löng. Hún var bygð 1905. — Brúin stendur á 29 stauraokum, auk landstöplanna, sem eru hlaðnir úr grjóti, eru tveir gildir staurar í flestum okunum, en þrír í suiimmi og reknir djúpt, því botninn var mjög gljúpur. Hvert op er þannig 10 metrar á vídd. Yfir hvert op eru lagðir tveir gildir járnbitar, og liggja endarnir á þverbitum úr járni, sem festa um leið saman staura okana efst. Á járnbitana er festur gólfpallurinn, sem er úr timbri, en ofan á hann er fest handrið úr járni.—Morgunbl. 29. jan. * # # Afkynjan it og vananir heitir bæklingur, sem er nýkominn út, eftir Vilmund Jónsson landlækni, og er bókin greinargerð fyrir frum- varpi til laga um að heimila í við- eigandi tilfelluimi aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir að það auki kyn sitt. Segir höf. í formála, að stjórnin muni á næsta þingi flytja frumvarp til laga um þetta efni, er hann hefir samið. Ennfremur segir hann í formála: “Hér er um að ræða algert nýmæli í ísl. löggjöf, sem ekk- ert hefir verið rætt né skýrt fyrir almenningi, en er þess eðlis, að það miá misskilja á ýmsan veg, ekki sízt ef svo fer að það sæti útúrsnúning- um og hártogunum.” En til þess að Konur sem skipa móttökunefnd Halldóru Bjarnadóttur fyrir Könd ýmissa félaga STARFSEMI RAGNARS H. RAGNAR Skylt er að metin sé að makleikum starfseini Ragnars H. Hagnar í sambandi við nýafstaðna árshátíð þjóðræknisdeild'arinnar Frón. Mun það nokkurn veginn almælt, að sjald- an hafi tekist jafn vel til um íslenzka samkomu. Einna minnisstæðastur verður þó að sjálfsögðu barnasöng- flokkur sá, er Mr. Ragnar æfði og veitti forustu; voru börnin svo vel samæfð og báru svo skýrt fram ís- lenzkt mál, að regluleg unun var á að hlýða; var þó tími til æfinga mjög af skornum skamti. Með þessu leysti Mr. Ragnar af hendi stór- nytsamt þjóðræknisverk, sem al- nienningur skuldar honum drjúgum íyrir. Efri röð:—Mrs. Ó. Stephensen, Mrs. B. E. Johnson, Mrs. P. S. Pálsson, Mrs. J. P. Markuson. Neðri röð:—Mrs. Gísli Johnson, Mrs. Finnur Johnson, Mrs. S. E. Björnsson, Árborg. MISS SALOME IIALLDÓRSSON flytur sína fyrstu þingræðu A föstudaginn yar flutti Miss Salome Halldórsson, M.L.A. fyrir St. George kjördæmið, sína fyrstu ræðu í fylkisþinginu. Fjallaði ræð- an, eins og eðlilegt var, mest megnis um Social Credit, því fyrir hönd þess stjórnmálatrúboðs var Miss Halldórsson kosin á þing. Lagði hún áherzlu á það, að mannkynið hefði leyst framleiðsluþrautina; hins bæri jafnframt að gæta, að gátan um réttláta skifting eða úthlutan fram- leiðslunnar, væri enn óráðin; slíkt hlyti samt setn áður að vera kleift, og að því stefndi Social Credit hreyfingin. Bæði Winnipeg dagblöðin létu þess getið, að Miss Halldórsson | hefði flutt mál sitt all skörulega. tindum, og marga sem eru fæstum færir, en hvergi hefir honum verið jafn tíðförult og um Lappland. Hef- ir hann rannsakað nákvæmlega ýms- ar óbygðir þar og öræfi, sem voru lítt þekt áður, og komist þar í matga raun. Um þessi Lapplandsferðalög hefir hann skrifað mikla bók: “L'andskabsbilleder fra Lapland.” Er hún í 2 bindum og 650 bls. I henni eru 1220 teikningar, 30 kort og 6 vatnslitamyndir. Handrit af þessari miklu og skrautlegu bók gaf hann Landfræðisfélaginu sænska, og má ganga að því vísu að hún verði gefin út á sínutn tíma. Hann tók fyrir nokkru alvarlegan sjúkdóm og lét gera á sér mikla læknisaðgerð. En ekkert var hon- um fjær skapi en að leggjast í víl og völ. 1 stað þess fór bann heim til Islands með konu sinni og dóttur og tók bíl sinn með sér. Hann fór í land á Reyðarfirði, þaðan norður um land og suður sveitir, síðan aust- ur yfir fjall svo langt sem komdst varð. Um ferð sína hefir hann skrifað mikla bók með 300 mynd- um, og er leitt að hún skuli ekki koma út. Þórður læknir býst við að koma heim i sumar, ef heilsan leyfir. Við gömlu sambekkingar hans og vinir hlökkum til að sjá þennan gamla Utanbœjargestir á þjóðrœknisþingi (Mynd þessi tekin af ljósniyndara blaðsins Winnipeg Tribune) Efri röð:—Séra Guðmundur Arnason, Lundar; Tli. S. Thorsteinsson. Selkirk; Séra Sigurður Ólafsson, Arborg; Kristján Indriðason, Mountain. Neðri röð:—Dr. Richard Beck, Grand Forks; Grimur S. Grímsson, Gimli; Sveinn Thorvald- son, Riverton.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.