Lögberg - 14.09.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.09.1939, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Ijines A#- 4^ ví^ Servloe and Satisfaction 52. ÁRGANGUR PHONE 86 311 Seven Ijinee ,# ■4s#- AXVVV e'c *,'or vNi' -$-° Better V .#.-< ■ Dry Cleaning ^ and Iiaundry LÖGRERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMRER 1939 NÚMER 36 Ca nada hefir sagt Þýzkalandi átríð á hendur Hundrað miljóna fjárveiting til stríðsþarfa AMBANDSÞING hefir því nær einróma af- greitt hundrað iniljón dala fjárveitingu vegna þátttökuj Canada i stríðinu gegn þýzkalandi yfir fjárhags- árið, sem endar þann 31. marz 1940. Upphæð þessari hygst stjórnin að ná inn með hækk- uðum sköttum og innanlands- lánum. Striðsfjárlög hafa ver- ið samþykt á þingi, er kveða á um helztu skattahækkan- ir og hækkun innflutnings- tolla á ýmsum vörutegundum; einkum þó munaðarvöru, svo sem tóbaki, vindlum og vindl- ingum, áfengum drykkjum og gosdrykkjum; svo og á tei og kaffi; hækkun innflutnings- tolls á kaffi nemur 10 centum á pundið. Söluskattur helzt ó- breyttur, en tekjuskattur ein- staklinga, verzlana og verk- smiðjufyrirtækja hækkar að miklum mun. Aukaþinginu var slitið á þriðjudagskveldið. Gerði for- sætisráðherra það heyrinkunn- ugt rétt fyrir uppsögn þings, að reglulegt þing kæmi saman í næstkomandi janúar, og að almennar kosningar færi ekki fram fyrir þann tíma. Fregnir af Heljarslóð Norðurálfustyrjöldin hefir staðið yfir i ellefu daga; að undanteknum látlausum or- ustum í Póllandi, má segja að mestum þessum tíma hafi Bretar og Frakkar vhrið til undirbúnings á Vesturvíg- stöðvunum, þó nokkuð séu hersveitir þeirra komnar inn í Saar-dalinn; er nú því þegar barist á þýzkri grund, en til slíks kom aldrei í heimsstyrj- öldinni miklu frá 1914. Þjóð- verjar gerðu á mánudaginn enduráhlaup á liðsveitir Frakka í Saar-dalnum, en hrökluðust til baka án þess að vinna á. Hina fyrstu árás sína á vesturstöðvunum hófu Frakkar skamt suðaustur af Luxemburg, en nú herma sim- fregnir að þeir séu í þann veginn að lykja um Saar- brucken. Upplýsingaráðuneytið brezka tilkynti á mánudagsmorgun- inn, að brezkar liðsveitir væri nú komnar til Frakklands og berðist hlið við hlið með Frökkum á vestur-vígstöðvun- um.— Þýzkir kafbátar láta dólgs- lega vitt um höf, og hafa sökt allmörgum brezkum skipum, ásamt verzlunarskipum hlut- lausra þjóða; er áætlað að tonnatal þeirra brezkra skipa, sem þjóðverjar hafa sökt, nemi til samans um 80,000. Þó nokkrum þýzkum vöru- skipum hefir einnig verið sökt á sjávarbotn.— Um siðustu helgi var áætl- að að Þjóðverjar hefði því sem næst allan vestari helm- ing Póllands á valdi sínu; voru liðssveitir þeirra þá komnar inn i útjaðra Varsjá- borgar; nú hefir þeim að sögn verið stökt á brott, og fylgir það sögu, að vegna hellirign- inga hafi aðstaða þýzka hers- ins í Póllandi versnað til muna. Yfirherstjórn Pólverja hefir lýst yfir þvi, að Varsjá láti ekki af vörn meðan einn einasti pólskur liðsmaður sé uppistandandi í borginni. Mannfall Þjóðverja vegna innrásarinnar i Pólland, hefir fram að þessum tíma orðið hart nær fjórtán þúsundum. 0r rœðu dómsmála- ráðherra Rt. Hon. Ernest Lapointe f þjóðfrægri ræðu, er Mr. Lapointe flutti í sambands- þinginu síðastliðinn laugar- dag, fórust honum meðal ann- ars þannig orð: “Þjóðeining- arinnar vegna, getur Canada ekki undir neinum kringum- stæðum verið hlutlaust í styrjöld þeirri, sem nú er ný- hafin. England hefir gert alt, sem i valdi þessi stóð, til þess að fyrirbyggja stríð, og slíkt hið sama er um Frakkland að segja; hlutleysi af vorri hálfu eins og nú horfir við, yrði óvinum Bretlands og Frakklands til ómetanlegra hagsmuna. Fólk i Quebec er undan- tekningarlaust andvígt her- skyldu, og myndi aldrei ját- ast undir stjórnarráðstafanir i þá átt, og vér myndum enga þá stjórn styðja, er gerði til þess hina minstu tilraun, að herskylda þjóðbræður vora til þjónustu á vígvelli utan cana- diskra landamæra, og þaraf- leiðandi er það óhjákvæmilegt, að þátttaka vor sé boðin og borin fram af fúsum og frjáls- um vilja.” TYRKIR HLAUTLAUSIR Stjórn Tyrklands hefir lýst yfir því, að hún sé staðráðin í því, að gera alt, sem i valdi hennar standi til þess að firra þjóðina þeim vandræðum, að dragast inn í núverandi Norð- urálfustyrjöld. NYTT RÁÐHERRAEMBÆTTI Forsætisráðherrann, Mr. King, lýsti yfir því á auka- þinginu í Ottawa, að stofnað yrði nýtt ráðherra-embætti til þess að hafa yfirumsjón með hergagnaframleiðslu og útbýt- ing hergagna; ekki er enn vit- að hver við þessu nýja em- bætti tekur. Thorson flytur ræðu Síðastliðinn laugardag flutti Mr. J. T. Thorson, K.C., þing- maður Selkirk kjördæmis vegna Norðurálfustríðsins og afstöðu Canada til þess, kröft- uga ræðu; koinst hann meðal annars þannig að orði: “Frjálsræði og einstaklings- frelsi er í stórhættu um ger- vallan heim. Eg er sannfærð- ur um það, að ekki sé viðlit fyrir Canada, að standa hjá og hafast eigi að í núverandi stríði; jafnvel hinn ákveðnasti forsvarsmaður einangrunar, hlvti að gefa upp alla von um það ,að halda Canada frá stríði, vegna þess að svó mikil- væg úrslitamál hafa komið fram á sjónarsviðið, að óhugs- anlegt er að Canada geti leitt þau hjá sér. Tvær hinar vold- ugustu lýðræðisþjóðir heims, Bretland og Frakkland, er báðar hafa öldum saman bar- ist fyrir frjálsræði og einstakl- ingsfrelsi, heyja nú enn á ný upp á líf og dauða, slríð við máttuga þjóð, sem orðið hefir fyrir þeirri ógæfu, að vera stjórnað af mönnum, sem eng- an minsta snefil bera af virð- ingu fyrir frjálsræði og per- sónufrelsi. I slíkri viðureign fáum vér Canadamenn ekki undir neinum kringumstæð- um setið auðum höndum; þetta getur orðið langvint stríð, og í því má vel ætla að til greina komi engu siður hagsmunastyrkur en mann- afli; óhugsanlegt væri það, að Canada léti eigi samherjum sínum i té allan þann hags- munalegan stuðning, er þjóðin framast gæti látið af hendi rakna. Vert er, að fult tillit sé tek- ið til þeirrar andúðar gegn herskyldu, sem gert hefir vart við sig vitt um land, og i því falli að hallast yrði að slikri stefnu og hún talin æskileg, skyldi ráðstöfun í þá átt eigi í framkvæmd hrundið nema því aðeins, að slíkt væri sam- kvæmt alþjóðarkröfu. Canada- menn skyldu aldrei í striðs- ákafanum selja af hendi per- sónufrelsi sitt; hið horgara- lega vald skyldi ávalt vera æðsta valdið.” Ur borg og bygð Mrs. Jón Thorsteinsson frá Riverton er stödd í borginni þessa dagana. ♦ ♦ Munið eftir teinu og matar- sölunni hjá Mrs. B. B. Jóns- son, 774 Victor St. á föstudag- inn, 15. þ. m. sem ein vinnu- deild kvenfélagsins veitir for- stöðu. ♦ ♦ Af vangá hefir þess ekki verið getið í blöðunum, hverj- ir fengu úrin, sem dregið var um á íslendingadaginn að Gimli, 7. ágúst. Annað úrið hrepti Mrs. Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, en hitt úrið hrepti Mr. McTeer, Ashburn St., Winnipeg. ♦ ♦ Kvenfélag Sambandssafnað- ar i Winnipeg heldur “Silver Tea” í samkomusal T. Eaton félagsins, á sjöundu hæð, n.k. laugardag, 16. þ. m., kl. 2.30 til 5.30. Vonast kvenfélags- konurnar eftir að sem allra flestir sæki þetta fyrirtæki. ♦ ♦ Gefin saman í hjónaband 10. september voru Björn Thorsteinn Thorkelson, frá Nes, Man., og Lillian Elizabeth Ste. Marie frá Winnipeg. Brúðguðminn er sonur Guð- mundar og Guðnýjar önnu Thorkelson, búsett við Nes. Brúðurin er af frönskum og írskum ættum. Séra B. A. Bjarnason gifti, og fór athöfn- in fram á heimili hans á Gimli. ♦ ♦ Meðlimum Heimilisiðnaðar- félagsins er boðið á “After- noon Tea” á miðvikudaginn 20. september, að heimili Mrs. F. W. Edinger, 641 Sherburn St. Gefst félagskonum þar kostur á að koma saman og heilsast eftir sumarfriið. Á undan veitingum fer fram ör- stuttur fundur. Vonast er eftir að sem flestir meðlimir verði viðstaddir. Byrjar kl. 3 e. h. ♦ ♦ Hinn 2. júlí siðastliðinn andaðist að heimili sinu í Kristnes, Sask., Kristján Jó- hann Kristjánsson bóndi. Hann lætur eftir sig konu og uppkomin börn. Kona hans er Anna Louisa Haagen. Höfðu þau búið i Kristnesi alla sina búskapartíð, eða síð- an 1911. — Kristján heitinn var jarðsunginn af séra Jakob Jónssyni, að viðstöddu mildu fjölmenni, 4. júlí, og er graf- inn í grafreit Kristnesbygðar. Kristján var merkur maður og vinsæll af samferðamönnum. Mun hans verða nánar minst siðar í blöðunuin. Mr. Guðmundur Sigurðsson frá Ashern, Man., dvelur í borginni um þessar mundir; er hann undir læknishendi og ráðgerir að dvelja hér fram um næstu mánaðamót. ♦ ♦ Mrs. Ingi Brynjólfsson frá Chicago hefir verið á ferð hér um slóðir og vestur í Argyle ásamt fjölskyldu sinni um nokkura hríð; fólk hennar var fyrir nokkru farið heim, en hún lagði af stað heim- leiðis á miðvikudaginn. ♦ ♦ Dr. Richard Beck prófessor frá Grand Forks, N. Dak. kom til borgarinnar á föstudaginn í vikunni sem leið, til þess að sitja fund í framkvæmdar- nefnd Þjóðræknisfélagsins, en hann ' er, sem kunnugt er, vara-forseti þess félags. ♦ ♦ Sigurður Niels Johnson hér í borg, let líf sitt í járnbrautar- slysi, er skeði s.l. mánudag skamt frá þorpinu Sprague hér í fylkinu; rákust þar tvær eimlestir þjóðeignakerfisins á, og sentust vagnar út af braut- arteinum; tveir menn aðrir fórust í þessu átakanlega slysi. Sigurður heitinn var tæplega sextugur að aldri, hinn mesti mannkosta og skýrleiksmaður; hann hafði verið um langt skeið i þjón- ustu Þjóðeignabrautanna, og naut þar sem annarsstaðar vírðingar og trausts; hann lætur eftir sig ekkju ásamt þrem stjúpsonum; meðal syst- kina Sigurðar eru þau frú Margrét Lifman og Eddie Johnson i Árborg. ♦ ♦ Föstudaginn 1. sept. andað- ist Björn Sveinsson á sjúkra- húsi í Drayton eftir æðilangt sjúkdómsstríð. Björn var fæddur á Syðri-Völlum i Húnavatnssýslu á íslandi 5. apríl 1857 og var því 82 ára er hann lézt. Foreldrar hans voru Sveinn Markússon og Helga Arinbjarnardóttir. Hann kom til Winnipeg, Man. 1883 og til Pembina Co. 1884 og dvaldi þar ávalt siðan. Bjó hann í Svoldarbygðinni þar til hann brá búi 1919. Kona Björns var Kristín Guðbrands- dóttir. Börn þeirra voru 6; á lífi eru 3 synir og ein dóttir: Lindal, Sveinn og Stefán og Mrs. Galle (Pauline) i Oregon. Kona Björns sál. dó árið 1919. Björn var mesti sómamaður, vel gefinn og vel látinn, bók- hneigður og félagslyndur. Bæði í starfi sveitar sinnar og kirkju tók hann mikinn og góðan þátt meðan kraftar ent- ust. Björn sál. var jarðsung- inn frá Péturskirkju við Svold sunnudaginn 3. sept. Fjöl- menni var þar viðstatt. Séra H. Sigmar jarðsöng.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.