Lögberg - 01.02.1945, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.02.1945, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines IVu uvi«é aUd VNl For Better Cot- ' Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines lof ívVV©' cot v N\W'J Service and Satisfaction 58. ÁRGANGUR Söngvarinn og ættjarðarvinurinn Eggert Stefánsson Rœða flutt í kveðjusamsæti Eftir prófessor Eg er mjög þakklátur Icelandic Canadian Club fyrir að hafa efnt til þessa mannfagnaðar til heið- urs hinum góða gesti heiman af íslandi, Eggert Stefánssym söngvara. Mér er einnig sérstök ánaegja að því að geta verið í hópi þeirra mörgu, sem hér hafa safnast saman til þess að votta honum vinsemd og virðingu, því með okkur er ágæt vinátta. Bar fundum okkar oft saman á ís- landi og kom það brátt á dag- inn, að við áttum mörg sameig- inleg áhugamál að því er snertir hina íslenzku þjóð og menningu hennar. Við eigum einnig sam- eiginlega minningarnar glæsi- tegu frá hátíðaihöldunum ógleym anlegu þegar lýðveldið var end- urreist á íslandi og þjóðin öll varð sem einn maður í fagnaðar- ríkri hrifningu yfir endurbornu frelsi og fullu sjálfsforræði. Minningar frá þeim söguríku og sigurbjörtu dögum munu jafnan tengja alla íslendinga saman, ekki síst þá, sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi, og þeir voru uaargir, að vera viðstaddir hátíða höldin sjálf. En mér er það einnig ánægju- efni að taka þátt í þessum mann- fagnaði af því að varðveita og ávaxta sem best og sem lengst dýrkeyptar og dýrmætar menn- ingarerfðir okikar, vöxum við af því í andlegum og menningarleg- um skilningi að kunna að skilja °g meta starf þeirra manna og kvenna af áslenzkum stofni, hvort sem er vestan hafs eða uustan, sem borið hafa hátt og fram til sigurs mehki menningar °g lista á einhverju sviði. í þeim hópi skipar heiðursgestur okkar uð þessu sinni rúm sitt vel. Hann hefir borið hróður ís- fands víða um lönd með söng sínum í mörgum átórborgum Norðurálfu og yfir útvarpið í uiörgum löndum. Með viðtölum við erlend stórblöð, greinum sín- um um íslenzka menningu, sér- staklega íslenzka tónmennt, hef- lr hann einnig unnið merkilegt fandkynningarstarf, nytjaríkt og þakkarvert. Hefir hann með þ^im hætti fænt út landnám ís- fands í hugurn erlendra manna, vakið eftirtekt þeirra á íslenzku þjóðinni og opnað augu þeirra fyrir gamalli og sérstæðri menn- iugu hennar. Heima á Islandi hefir Eggert Stefánsson verið brautryðjandi 1 því, með söng sínum, að kenna þjóðinni að meta þær menning- arlegu gersemar, sem hún á i þjóðlögum sínum og gömlum salmalögum. Þá hefir hann einn- sungið inn í þjóðina ýms hin fegurstu af nýrri lögum hennar, naeðal annars lög Sigvalda Kalda fóns tónskálds, bróður síns, svo sem hið fagra lag hans við erindi ■^ggerts Ólafssonar, sem nú er að verða annar þjóðsöngur íslend- ina: fsland ögrum skorið eg vil nefna þig, sem á brjóstum borið °g blessað hefir mig fyrir skikkan skaparans. ^ertu blessað, blessi þig blessað nafnið hans.” í Winnipeg 21. janúar 1944. Richard Beck. Og þessar ljóðlínur eru eins og talaðar beint út úr hjarta Eggerts Stefánssonar sjálfs. Djúpstæð og einlæg ást á Isladi hefir ein- kennt áhugamál hans og starí allt. Hann ann hugástum fegurð Islands, sögu þess og menningu. Þetta er undiraldan í ritgerða- safni hans íslands Fata Morgana (ísland í hillingum). Hann hef- ir mikla og bjargfasta trú á hinni íslenzku þjóð og dreymir stóra drauma um framtáð henn- ar. Hann ber þá einnig á brjósti mikinn metnað fyrir hennar hönd og hefir verið djarfmæltur mjög i kröfum sánum um frelsi hennar. Stofnun lýðveldisins var honum þvi brennandi áhuga- mál og fagnaðarefni að sama skapi, en jafnframt er honum fyllilega ljóst hverja ábyrgð þjóðin hefir lagt sér á herðar, með stofnun þess. Upp úr þessum jarðvegi er sprottinn hinn skáldlegi og fagri Óður til ársins 1944, þrunginn ættjarðar- og hugsjónaást, sem tók huga manna sterkum tök- um, þegra höfundurinn las hann upp í ríkisútvarpið islenzka á nýársdag 1944, og áreiðanlega átti sinn þátt i því að draga saiman hugi manna um lýðveldis- málið, að ekki sé sterkara að orði krveðið. Það er því eikki út í bláinn að tala um Eggert Stefánsson sem ættjarðarvin og þjóðræknis- mann í orðsins bestu merkingu. Því að hvað er þjóðrækni annað heldur en ræktarsemi við menn- ingarverðmæti ættstofns síns og ættþjóðar og jafnframt trúnað- ur við hið dýpsta og innsta í eðli manns sjálfs. En heiðurs- gestur okkar hefir eigi aðeins kunnað að meta þenna menning- arlega arf, sem íslenzk fortíð hefir fengið okkur í hendur. Hann kann engu síður að meta þau verðmæti á hinum ýmsu sviðum þjóðmenningar, sem hafa skapast á Islandi á síðari árum og eru að skapast þar. Og eins og þegar hefir verið vikið að, elur hann í brjósti djarfa drauma um framtíðar- menningu hinnar íslenzku þjóð- ar. Hann hefir, með öðrum orð- um, sameinað vei þá hugsjón, sem Stephan G. Stephansson túlkaði fagurlega í þessum ljóð- línum sínum: “Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu.” Eggert Stefánsson hefir flutt okkur hingað um haf andblæ íslenzkra fjalla og fjarða inn í vetrarríkið hérna vestur á slétt- unum; það sem enn meir er um vert, hann hefir látið okkur finna anda hins nýstofnaða íslenzka lýðveldis, þann hlýja anda hrifn- ingar og vakningar, sem maður fann streyma um sig hvarvetna á íslandi síðastliðið sumar. I nafni Þjóðræknisfélagsins og í eigin nafni þakka eg honum því hjartanlega komuna á þess- ar slóðir og óska honum ánægju og heilla á ferðum hans í landi hér og góðrar heimkomu til “gamla landsins, góðra erfða”. En um annað fram óska eg honum þess, að thann megi enn um langt skeið halda áfram að glæða ást íslendinga á marg- þættum menningararfi þeirra, LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. FEBRÚAR, 1945 NÚMER 5 FALLINN í ORTJSTU Lieut. Mayo L. Johnson Þann 5. nóvember síðastliðinn, féll í orustu í Luxenburg Lieut. Mayo L. Johnson, sonur þeirra Gunnlaugs T. Johnson og konu hans Victoriu Johnson, sem bú: sett eru í borginni Fargo í North Dakota; Iþessi ungi maður, sem lét líf sitt í þjónustu lands og þjóðar, var fæddur í Pembina- héraði, og átti þar theima sín fyrstu uppúaxtarár; hann innrit- aðist í Bandaríkjaher-inn í nóv- embermánuði 1942. en hlaut her- foringjatign að loknu námi að Ft. Benning í Georgia, þann 17. júní 1943. I maímánuði 1944 fór Lieut. Johnson austur um haf, dvaldi fýrst á Englandi. en tók síðar þátt í baráttunni um Frakklanc og á öðrum vígstöðvum Norður álfunnar; hann var mikils virtur máður hvar sem leið hans lá. FRÁ SENDIRÁÐI ÍSLANDS í WASHINGTON Sendiráðið leyfir sér hér með að skýra yður frá því, að það hefir nýlega frétrt að dr. Stefán Einarsson hefir þann 6. janúar 1945 verið skipaður prófessor í nofrænum fræðum (Professor of Scandinavian Philology) við Jöhns Hopkins háskólann í Baltimore. Dr. Stefán var áður prófessor í forn-ensku við þennan háskóla. Virðingarfyllst, Thor Thors. FYLKISÞINGMAÐUR LÁTINN Síðastliðinn mánudag lézt á St. Bonilface sjúkrahúsinu, að undangengnum uppskurði, Mr. A. Lloyd Clark, fylkisþingmað- ur fyrir St. Boniface, 48 ára að aldri; hann var fæddur í bænum Cornwall í Ontariofylkinu, en kom til Manitoba árið 1918, og átti þar búsetu jafnan síðan. Mr. Clark tók um langt skeið virkan þátt í íþrótta- og mann- félagsmálum; hann var fyrst kos- inn á fylkisþing árið 1941 sem frambjóðandi af hálfu Liberal- flokksins. BERLÍNARBÚUM ÓRÓTT Það hafa nýjar fregnir fyrir satt, að svo sé Berlínarbúum orðið órótt innanbrjósts upp a Síðkastið, að næst gangi upp- reisn; borgarbúar hafa þáb á meðvitundinni, að Þýzkaland hafi þegar tapað stríðinu, auk þess sem tilfinnanlegur vista- skortur er þar sem annarsstaðar, mjög tekinn að sverfa að. SÓKNIN UM ÞÝZKALAND Nú er svo komið, að rússneski herinn er aðeins liðugar 50 míl- ur frá Berlín, auk þess sem sam- einuðu herjirnir eru teknir að rjúfa Sigfried varnarvirkin að vestan og hafa rekið Þjóðverja út úr Belgíu. KYRRAHAFSSTRÍÐIÐ Að því er allra nýjustu fregmr skýra frá, hafa Bandaríkin kotn ið allmiklu liði á land á norðan- verðri Luzoney, auk þess sem hinni fyrri innrás á stöðvum þess um hefir skilað svo áfram, þrátt fyrir allsnarpa andspyrnu af hálfu Japana, að amerískar her- sveitir eiga nú einungis eftir ófarnar 23 mílur til höfuðborgar- innar Manila. ÞINGROF FYRIR 17. APRÍL Forsætisráðherrann, Mr. King, hefir lýst yifir því, að sambands- þing verði rofið fyrir þann 17. apríl næstkomandi; hvenær kosn ineiar fara fram, er enn eigi vitað, því Mr. King lét engar upplýs- inar í té því viðvíkjandi; þær Durfa ekki endilega að fara fram fyr en í júní. AFMÆLI FORSETANS Síðastliðinn þriðjudag átti Roosevelt Bandaríkjaforseti 63 ára afmæli; sú er venja suður þar, að allmikið sé um dýrðir á afmælisdegi forsetans; en að þessu sinni baðst Mr. Roosevelt undan öllu slíku, en vann á skrif- stofu sinni allan daginn og ræddi við ráðherra sína og hernaðar- völd um framvindu stríðsins og önnur vandamál amerísku þjóð- arinnar; hann er sami kappsami starfsmaðurinn þó áhrif lömun- arveikinnar verði honum sam- ferða til æviloka. AUKAKOSNINGAR í GREY NORTH Eins og vitað er, fer fram auka- kosning í Grey North kjördæm- inu 5. febrúar næstkomandi; leitar þar kosningar af hálfu Liberalflokksins hinn nýi her- málaráðherra sambandsstjórnar- innar, Gen. McNaughton, auk þess sem Progressive Conserva- tivar og C.C.F. hafa þar einnig frambjóðendur í kjöri. Kosning þessi er sótt af kappi miklu, en eftir því sem nýjustu fregnir herma, er það staðhæft, að Mr. Naughton sé að aukast svo fylgi, að nokkurn veginn megi teljaf víst. að hann nái kosningu. Auk foreldra sinna lætur Lieut. Johnson eftir sig heitmey sína, Miss Phyllis Cannon og þrjá bræður og þrjár systur. ÁTTA DAGAR GETA RÁÐIÐ ÚRSLITUM Sænska Dagbladed, sem gefið er út í Stokkhólmi, vitnaði síð- astliðinn mánudag í þýzka blaðið Kölnartíðindi, er lét þá skoðun sína í ljósi, að svo gæti auðveld- lega farið, að næstu átta dagarn- ir, gætu auðveldlega bundið enda á Norðurálfu styrjöldina og þá vitanlega með fullnaðarósign fyrir Þjóðverja. “Við höfum eng- in Úralfjöll til hlífðar”, bætti blaðið við. ást á landinu fagra, sem bar okk- ur eða feður okkar og mæður á brjósti, og ástina á fögrum og göfugum hugsjónum. Því að ekkert hlutverk er nauðsynlegra eða veglegra en að vekja fólk og hefja til “hærra lífs, til ódauð- legra söngva”, eins og skáldið segir. Heilsaðu svo, góði gestur okk- ar, íslandi og Islendingum heima hjartanlega frá okkur löndum þeirra hérna megin hafsins. Við tökum undir með þeim, er þeir syngja nú, í orðum Huldu skáld- konu, í tilefni af tímamótunum miklu í sögu hinnar íslenzku þjóðar: “Ó, ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu stygð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur líti dáð á ný. Hver draumur rætist verkum í, svo verði Islands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð. Svo aldrei framar Islands byggð sé öðrum þjóðum háð.” Úr borg og bygð Junior Laries Aid of the First Lutheran Ohurch will hold the regular meeting in the church parlor on Tuesday afternoon, February 6th at 2.30 o’clock. • Mr. G. A. Williams, kaupmað- ur frá Hecla, dvaldi í borginm nokkra daga í fyrri viku, en hélt heimleiðis á laugardaginn. • Spin-Well Carding MaChines. Real money-makers. Wire combs, set in leather, any size. Spinning wheels. Spinning Serving Mach- ine Attachments. Ask for cata- logue. Sifton Woll Products. Box 127, Sifton^ Man. • When you try to pass a car that is going forty miles an hour. it is as though you tried to pass a standing string of vars 300 feet or more depending on your speed in passing. In other words, it is like passing at least eighteen cars parked búmper to bumper in the rood. If you keep this startling fact always in mind, the chances are that you would never pass the car ahead of you unless you were absolutely sure that there were no oncoming car for á good long distance ahead, but accidents will happen, so insure your car with J. J. Swanson and Company Ltd., 308 Avenue Bldg., Winnipeg, Man. • Home cooking. Hjálparnefnd Sambandssaf n • ar efnir til útsölu á allskonar heimatilbúnum mat, laugardag- inn 3. febrúar næstkomandi, í samkomusal kirkjunnar á Ban- ning og Sargent. — Margar teg- undir að velja um. — Munið dag inn: 3. febrúar n. k. Beautiful Comforters made from your materials. Quilting $1.85. Your wood carded 25c lb. washing 3c lb. Quick Service. Virgin wool batts $1.15 lb. Ask for catalogue. Sifton Wool Products. Box 127, Sifton, Man. • Jón Sigurðson félagið heldur ársfund, þrðijudagskvöldið 6. febrúar á heimili Mrs. H. G. Nicholson, 557 Agnes St. • Athygli skal hér með leidd að hinni nýju bók Þorsteins Þ. Þorsteinssonar rithöfundar og skálds, sem nú er auglýst á öðr- um stað hér í blaðinu; bókin heitir “Björninn úr Bjarma- landi”, og fjallar um stjórnar- byltinguna miklu á Rússlandi og aðra merka viðburði veraldar- sögunnar fram til yfirstandandi tíðar; þetta er mikil eg vönduð bók, sem allir þeir, sem raun- verulegum fróðleik unna, ættu að kynna sér og eignast; borið saman við algengt verð íslenzkra bóka nú á dögum, er þessi nýja bók alveg framúr skarandi ódýr; hún kostar í kápu aðeins $2.50, en $3.25 í bandi. Bókin er prent- uð hjá Columbia Press Ltd., og þangað eiga' væntanlegir kaup- endur að senda pantanir að henni ásamt andvirði og 10 centa burð- argjaldi. • Þeir John B. Johnson og Gunn- ar Ólafsson frá Thornhill, Man., voru staddir í borginni í vik- unni sem leið, og sátu ársþing skólaráðsmanna sambandsinc í Manitoba. • Á ársfundi fasteignakaup- manna sambandsins í Winnipeg, sem haldinn var á Marlborough hótelinu á miðvikudagskvöldið í fyrri viku, var Mr. Lincoln John- son kjörinn til féhirðis, en Árni G. Eggertson, K.C., hlaut kosn- ingu sem meðstjórnandi á- minstra samfaka. Mr. C. Tomasson útgerðarmað- ur frá Hecla var staddur í borg- inni í byrjun vikunnar. • Þakklæti. Gefið í byggingarsjóð Banda- lags lúterskra kvenna. Frá Mrs. A. G. Polson og fjöl- skyldu hennar, Winnipeg $100.00, í minningu um eiginmann og föð ur, Ágúst Polson, látinn 14. okt. 1944, og son og bróður Archibald John, er féll í stríðinu 1917. Frá Mrs. G. Thorleifson, Lang- ruth, $5.00, í minningu um Miss Jóhönnu Abrahamson. Meðtekið með þakklæti og sa-múð. Hólmfríður Danielson. • Ársfundur deildarinnar “Bár- an”, verður haldinn í skólahús- inu á Mountain, laugardaginn 3. febrúar n.k. kl. 2 e. h. (Seinni tíminn). Skýrslur yfir starf deildarinnar á liðnu ári verða lesnar og ræddar á þessum fundi og því áríðandi að sem flestir meðlimir mæti, ennfrem- ur verða embættismenn kosnir fyrir næsta ár. Veitingar verða á eftir fundi. • Silver Tea, Home Cooking sala Deildar 1 og 2. Kvenfélag Fyrsta lút. safnað- ar h'efur vinnu sína- á þessu ný- byrjaða starfsári meó því að deildir Nr. 1 og 2 efna til Silver Tea, Home Cooking sölu og White Elephant sölu í samkomu- sal kirkjunnar á fimtudaginn eftir miðdag, 8. febrúar, frá kl. 2,30 til 6. Salan er undir um- sjón þessara tveggja deilda og eru forstöðukonur þessar: Mrs. J. Nordal, Mrs. S. Backman, Mrs. S. Oddson, Mrs. J. W. Thor- geirson, Mrs. J. A. Blondal og Mrs. Carl Thorlákson. Konurnar vonast eftir því að safnaðarfólk og vinir safnaðar- ins styrki þessa tilraun og fjöl- menni. M. S. Gen, Convenor.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.