Lögberg - 29.08.1946, Blaðsíða 7

Lögberg - 29.08.1946, Blaðsíða 7
Vísur Vm allar sveitir í þingeyjarsýslu Elli læðing finn eg fá, fjöri mínu halla; hálfníræðis aldi á, yrkja kvæði, seint er þá. Um það spjalla annálar áður, Björg frá Látrum, sitt með snjalla Fjölnisfar fór um allar sveitirnar. Kerskin seyrir kerlingin karla í Reykjadalnum, þó munt heyra í þetta sinn, þyngri leirinn verður minn. LÁTRASTRÖND Fyr þar löndin láu rík, liggja nú í eyði, Fróns á gröndum liðin lík, Látraströnd og Keflavík. HÖFÐAHVERFI Heilsa enn með sama sið, sörnu standa í skorðum, hlíðarnar sem hlógu við Hallsteins komu forðum. SVALBARÐSSTRÖND Þar næst sjáum Laufás lönd lyfta hvössum brúnum, síðar alla, Svalbarðsströnd suður að Varðgjár túnum. FNJÓSKADALUR Þar sem Bíldsá skarðið sker, Skörp,, í heiðar salinn, yfir það eg ætla mér, austur í Fnjóskadalinn. Brosa dals mót hárri hlíð hagar, og vellir grænir, líka bændabílin fríð, Birkiskógar vænir. LJÓSAVATNSSKARÐ Ljósavatns þar skarð á ská Skautar ljóma sínum; bjartari aldrei bygð eg sá birtast augum mínum. BÁRÐARDALUR Búlegt flest í Bárðardal brögnum þótti snauðum; þar hið bezta bænda val bjó við gnótt af sauðum. Hlíða vengið hýrt að sjá, hæða tengist bandi, norðurlengju landsins á liggur að Sprengisandi. KALDAKINN Horfir fríð í himininn, háum skrýðist fjöllum sveitaprýðin Kaldakinn kunn er lýði öllum. FLATEYJARDALUR Mér er eigi gatan greið gegnum regin salinn; eg verð beygja út af leið í Flateyjardalinn. Leggja þorðu lífsafl sitt, Lýrs, á storðir breiðar; þar bjó forðum frændlið mitt fyrir norðan heiðar. FLATEY Þar er Flatey framm 1 sjó með fiski vastir beztar, og falinn inn í fjallakró fjörður Þorgeirs, vestar. HVALVATNSFJÖRÐUR Hvalvatnsfjörður hans við hlið hrósaði sjávar veiði; beggja þeirra bræðralið býr við þögn, í Eyði. REYKJADALUR Þeim frá leiðum flyt eg fót, fjalla kreika um salinn, yfir heiðar ár og fljót, inn í Reykjadalinn. Rækta nú þar beztu bú, bændur, trúir, dyggir; prýði búin sveitin sú, sæti frúar byggir. MÝVATNSSVEIT Mývatnssveitin blóma ber, búsæld veitir rekki, bæði feit og fögur er, fegri leit eg ekki. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. ÁGÚST, 1946 LAXÁRDALUR FRÁ ÍSLAN D I Lít eg salinn Laxárdal, lýðs er kala felur. Þetta dala djásn og val, drós og hal uppelur. Dalsins háu hlíðum frá hrauns um gráann kögur, niðar áin út í sjá, álits blá og fögur. REYKJAHVERF Lands þar bjó í bernskutíð, búinn megingjörðum, afli gróinn ægði lýð, Ófeigur í Skörðum. TJÖRNES Staddur yzt á Tjörnes tá, tímans nú í skugga, þar sem fyrstu sól eg sá svífa fyrir glugga. Lands þar hæðir, há við ský hefja ræður sínar hálfníræðar hrósa því hjartans æðar mínar. KELDUHVERF Héðan erið heldur því, heiðarbláa geima, Kelduhverfið austur í ætlar þá að sveima. ♦ ♦ ♦ Forðum Eldur fór í veldi sínu Fróns um þessa fögru sveit, Funa Skesson brendi reit. Þar er mynd, sem þjóð með yndi lýtur: ítur fríður bjargabás, Byrgi, síðar kent við Ás. AXARFJÖRÐUR Fjörður Axar, fjalla vaxinn bungum, firðum afar, fésæld bar, faðmi vafin kvöldsólar. (* NÚPASVEIT Mér ei verður löng sú leit, labba í hægðum mínum frá Valgerðar* fögrum reit fara verð í Núpasveit. Mér það var í minni fest, meir, enn ógleymandi: þara fjara þar sé bezt þekt á ísalandi. MELRAKKASLÉTTA Um Sléttu ljóða líkar mér, lýðs svo finn, ei galla; sveitin góða gjafmild er, gestrisin við alla. Björt á svip og sinnis örv, situr yzt á hánni; heimsskautinu heilsar djörf, hún, með Stórutánni. (* ÞISTILFJÖRÐUR Þaðan inn í Þistilfjörð, þá skal hugur rása— lítur þar í landsumgjörð lýngmó, hlíðar, ása. Þegar byrgðist lýng og lauf Lásum undir snjóa, sá eg marga kindar klauf krafsa ás og móa. HÓLSFJÖLL Lýðum, veitir linnabing, láðs, með feita arma fjallasveit í hæst hring himins leitar vanma. LANGANES Læt eg út á Langanes, lúinn, Munann skríða; sér hann þar við síðu hlés Sauðanesið fríða. Mesta talin manndáð var á mínu ungdóms skeiði: gildir halir 'gripu þar gnægð af sjávar veiði. Sagnalúna, hrekst í hlað, huga rúna fleyið, þagna núna, óðs því að alt er Túnið slegið. + -f Lof fyrir braginn létt eg finn— lítið þökkum kunnur; þá í bæinn þramma inn. Þagnaðu nú — Munnur ! F. HJÁLMARSSON. SKÝRINGAR : Við sumar vísurnar um Þing- eyjarsýslu — 1. Mér hefur verið sagt að Látraströnd væri mest öll í eyði. Þetta geta verið ýkjur, þó er bújörð Látur þar á strönd- inni' komin í eyði. Og bærinn Keflavík þar austar. 2. Þorgeirsfjörður og Hval- vatnsfjörður eru nú báðir í eyði. Þessir tveir nefndu firðir töldu tíu bújarðir og mynduðu presta- kallið Þönglabakasókn. Kirkjan stóð í Þorgeirsfirði. Flatey á skjálfandafirði var útkirkja frá Þönglabakka. Á Þönglabakka var lengi prestur, Jón Reykjalín, Söngmaðurinn mikli. 3. Tekið svo til orða um Ax- arfjörð, “faðmi vafinn kvöldsól- ar.” Þessi fagra sveit snýr fangi sínu til vesturs. 4. “Frá Valgerðar fögrum reit.” Nafnið Valgerður þýðir öxi, eða er kenningarnafn á því verkfæri. Meinar að eg fari frá Axarfirði. 5. Að Melrakkaslétta heilsi heimsskautinu með stóru tánni, meinar það, að nyrzti tangi lands- ins, Rifstangi á Sléttu, nær út að heimsskautsbaug. F. Hjálmarsson. FRÉTTIR INDLAND Agi stjórnmálaflokkanna er misjafn og á mismunandi stigi, en víðast frekar ógeðslegur. Á Indlandi var fjórum mönn- um, er fyltu hinn svokallaða Akali-flokk, en játuðu á sig þá yfirsjón að greiða atkvæði með hinum svonefnda Congress-flokk í kosningunum þar síðastliðinn júlímánuð, refsað sem hér segir: Þeim var öllum skipað að sópa gólfið í Sikh Golden musterinu; svo var Jathedar Sohan Sing dæmdur til að þvo leirtauið í hinu sameiginlega eldhúsi stað- arins í heila viku. Udham Singh og Ishar Singh Mujlhail voru dæmdir til að láta af hendi viku kaup sitt. Og Tara Singh var dæmdur til að standa á miðju gólfi í Amristar muster- inu í sjö daga og lesa í hinni helgu bók Sikh, sem hefir að geyrna 29,480 ræður í bundnu máli. “Við hásæti Guðs öðlast menn göfgi á tvennan hátt: Opinbera játning misgjörða sinna, og afturhvarf.” -f -f -f KÍNA Tveir kínverskir rithöfundar verða á ferð hér í Kanada og verða þeir hér í Winnipeg 28.— 31. þ. m. Þeir eru Shu Sheh-Yu, sem ritar undir nafninu Lao Sheh, er hann ljóðskáld, skáld- sagnahöfundur og leikrita, sem |hefir getið sér mikinn orðstír í sínu landi og hefir gefið út meira en þrjátíu eintök ljóða, skáld- sagna og leikrdta á síðustu þrjá- tíu árum, sem hafa náð almenn- um vinsældum hjá þjóð hans. Hann er hámentaður maður, bæði í heimalandi sínu og í Lundún- um, og voru þrjár sögur hans, sem fjalla um kenslustarf hans, samdar að miklu leyti í Lundún- um. Hinn maðurinn er Wan Chia- pao, sem einnig er rithöfundur og ritar undir nafninu Isao-yu, er enn ungur maður um þrítugt, en er samt orðinn þjóðkunnur í Kína sem leikritaskáld. Fyrsta leikrdt hans í f jórum þáttum, sem hann nefnir “Skrugguveðrið” kom út í Kanking árið 1933, og hljóðar um eða flettir ofan af hinu sögulega fjölskyldu fyrir- komulagi Kíhverja. í inngangs- orðum sínum að því riti, kemst höfundurinn Iþannig að orði: “Þetta leikrit er ekki byggt á or- Sláttur hófst um mánaðamótin Sláttur mun hafa byrjað um land allt í seinustu viku, sums- staðar nokkru fyrr. Spretta mun víðast ihvar í meðallagi. Fyrst mun sláttur hafa byrjað í Gróðr- arstöðinni á Akureyri og á út- skálum hjá séra Eiríki Brynjólfs- syni. Sláttur hófst á báðum þessum stöðum um miðjan júní. Tíminn 12. júlí. ♦ + + Gullna hliðið 60 sinnum Davíð Stefánsson frá Fagra Skógi var meðal farþega á Lag- arfossi. Hann hefir verið í út- löndum síðan í haust. Hann hefir lengst af dvalið í Höfn. Hann kom til Osloar þegar Gullna hliðið hafði verið sýnt þar yfir tuttugu sinnum og var þar í nokkra daga. Alls var leikrit hans sýnt þar 60 sdnnum fyrir fullu húsi og við beztu undirtektir. Morgunblaðið, 12. júní. > -f -f Útför fólksins sem brann inni, á ísafirði Útför fölksins, sem fórst í brunanum á ísafirði, fyrra mánu- dag, fer fram í dag (12. júní). Húskveðjur verða á heimilum aðistandenda hinna látnu og hefj- ast kl. 13.30. Biskupinn yfir íslandi, hr. Sig- urgeir Sigurðsson flytur aðal- ræðuna í kirkjunni. Hann var væntanlegur til ísafjarðar á mið- vikudagsmorgun með varðskip- inu Ægi. Verzlanir og skrifstofur og aðr- ar vinnustöðvar verða lokaðar kl. 1—4 í dag. Morgunbl. 12. júní. -f -f -f Fastar flugferðir að Klaustri, Hellu og Sandi • Loftleiðir mun á næstunni hefja flugferðir til Kirkjubæjar- klausturs, Hellu á Rangárvöllum og Sands á Snæfellsnesi. Flug- vélin, sem notuð verður í þessar ferðir, er Anson vél sú, er Loft- leiðir keypti í Kanada og áður hefir verið frá sagt hér 1 blaðinu. Flugvélin kom frá Kanada um Grænland. Kanadisk áhöfn flaug sök og afleiðing, né heldur á réttlátri refsing, heldur á al- mennri grimd, eins og hún hefir komið mér fyrir sjónir.” Næsta leikrit hans heitir “Sól- aruppkoman,” og fjallar um hinar dekkri hliðar á lífi fólks í stórborgunum og átti j^fn miklum vinsældum að fagna og hið fyrra. Þriðja leikrit hans heitir “Sléttan,” sem er skrifað í byrj- un kínverska stríðsins. Síðan hafa tvö önnur leikrit komið út frá hans hendi: “Algjör breyt- ing” og “Maðurinn frá Peking.” Þessum tveimur nafnkunnu kínversku rithöfundum og skáld- um bauð stjórn Bandaríkjanna til eins árs dvalar, kynningar og fyrirlestraferða um Bandaríkin, á öndverðu þessu ári. Stjórnin í Kanada hefir boðið þeim til samskonar dvalar hér í landi. Ferðaáætlun þessara kín- versku gesta í Kanada er sem fylgir: Victoria, B.C., 15. ágúst; Vancouver, 18.—20. ágúst; Cal- gary, 24. ágúst; Regina, 25.—27. águst; Winnipeg, 28.—31. ágúst; Toronto, 2.—4. september; Ot- tawa, 4.—8. september; Mon- treal, 8.—10. september; Quebec, 11.—12. september. Þetta er í fyrsta sinn sem þess- ir menn koma til Kanada. vélinni hingað og gekk ferðin vel, enda er þetta ágætis flug- vél.* Vélin getur tekið 8 farþega. Morgunbl. 12. júní. + ’• -t -t Fyrsti bátur frá Skipa- smíðastöð Austurlands Fyrsta bát frá skipasmíðastöð Austurlands, Seyðisfirði, var hleypt af stokkunum í dag. Bát- urinn er 33V2 smálest að stærð, bygður úr eik og allur vandaður. Vélin er '120 hestafla June-Munk- tell. Báturinn hlaut nafnið Pálm- ar, NS 11 og er hann eign Magn- úsar Pálssonar útgerðarmanns. Tveir aðrir bátar, 35 smál., eru nú í smíðum fyrir Nýbyggingar- ráð í stöðinni. Yfirsmiður er Holm Petersen frá Færeyjum, en framkvæmdarstjóri er Svein- laugur Helgason. Morgunbl. 12. júní. -t + -t Reykjavíkurflugvöllurinn afhentur íslendingum Reykjavíkur flugvöllurinn var afhentur íslendingum síðastl. laugardag, við hátíð- laga athöfn, er fram fór á vellinum við þaS tœkifæri. Athöfnin hófst kl. 14.30 með her- sýningu brezka flughersins. Þá flútti brezki sendiherrann hér, Mr. Gerald Shephard, ræðu og afhenti flugvöllinn fyrir hönd brezka flughersins og bresku þjóðarinnar. Fékk hann forsætis- ráðherra silfurlykil, sem tákn þess, að völlurinn væri í hönd- um íslendinga. Forsætisráðherra hélt þakkar- ræðu og var þá íslenzki fáninn dreginn að hún á vellinum, en brezkir flugliðar stóðu hervörð á með^n. Er þessu var lokið, gekk brezki flugherinn út af vell- inum og yfirmaður flugliðsins flaug burt í flugvél sinni, sem tákn þess, að brezki flugherinn væri búinn að yfirgefa völlinn. Athöfn þessi var öll hin virðu- legasta og hátíðleg. Leiknir voru þjóðsöngvar íslands og Bretlands. Fer hér á eftir ræða sú, er brezki sendiherrann flutti, er völlurinn var afhentur íslend- ingum: “Okkur bretum var eins inni- lega ógeðfellt og ykkur Islend- ingum, að við vorum því miður neyddir til þess 10. maí 1940 að setja her á land á íslandi, án þess að ráðgast um það fyrir- fram við íslenzku ríki^tjórnina. Eitt af okkar fyrstu verkum, eftir komu okkar hingað, var eins og kunnugt er, að leggja hald á graslendingavöll ykkar og gera úr honum þann flugvöll, sem nú blasir við okkur. Vera okkar hér reyndist vera einn af þeim þáttum, sem veru- lega þýðingu höfðu á gang styrj- aldarinnar, og notkun þessa flug- vallar stuðlaði mjög að sigri bandamanna í styrjöldinni um yfirráðin á Atlantshafinu. Þegar brezki hershöfðinginn á Islandi lagði upprunalega hald á Reykjavíkurflugvöllinn, gaf hann þáverandi forsætisráðherra Islands munnleg loforð og end- urtók það loforð síðar, um að flugvöllurinn ásamt öllum ó- hreyfanlegum mannvirkjum á honum í eigu Bretlands, skyldi tvímælalaust verða full eign ís- lendinga að stríðinu loknu. Þetta loforð var staðfest skriflega í nótuskiptum á milli íslenzku ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórn- ar Hans Hátignar 12. október 1944. I dag er hið upprunalega lof- orð uppfyllt og það er mér mik- ill heiður að afhenda yður, herra forsætisráðherra, þennan lykil, sem tákn þess, að brezka þjóðin færir íslenzka lýðveldinu að gjöf flugvöllinn með þeim mann- virkjum, sem á honum eru og gerð hafa verið af brezkum mönnum í Reykjavík. Við afhendingu þessarar gjaf- ar vil eg láta í ljós þá einlægu von, að völlurinn megi verða ís- lenzkuv þjóðinni til eins mikils gagns á friðartímum og hann varð bandamönnum á styrjaldar- tímum, og að notkun hans megi verða til þess að efla vináttu á milli þjóðanna og viðskipti og á þann hátt stuðla að heimsfriði og velsæld, og einkum að áfram- haldandi velmegun íslands.” Tíminn 9. júlí. • + + + GÓÐUR AFLI í EYJUM Frá fréttaritara Þjóðviljans í Vestmannaeyjum: V Afli í dragnót og botnvörpu hefir verið óvenjugóður hér í sumar, en aðeins fáir bátar hafa stundað veiðar. Aflinn er lagður í hraðfrysti- stöð, en afköst hennar eru tak- mörkuð vegna fólkseklu við flökun. Nokkrir bátar hafa stundað lúðuveiðar á lóð og hefir veiði þeirra verið alveg sérstaklega mikil. Vélbáturinn Höfrungur fékk t. d. í einni veiðiför nú fyrir skömmu 101 lúðu og voru þær allar vænar og sumar mjög stór- ar. Afla þennan fór hann með til Reykjavíkur. Skipstjóri á Höfrungi er Guðmundur Tómas- son. —(Þjóðviljinn 3. ág.). Hraðfrystihús fyrir grænmeti byggt í Hveragerði Fyrir nofckru var hafin bygg- ing hraðfrystihúss í Hveragerði, sem notað verður til frystingar á grænmeti. Er verkinu nú það langt komið, að húsið er komið undir þak og verið að »leggja einangrun í klefana. Frystivél- amar eru smíðaðar hér á landi og frysta þær við gufu. Fryst- ing verður þeim mun meiri, sem gufan er heitari. Er þetta alger nýjung hér á landi og sparar hún alla aðra orku við frysting- una. Frystihúsið er 320 ferm. að stærð og eru í því tveir frysti- klefar, sem ætlað er að rúmi um 200 smál. samtals. I húsinu er ennfremur stór vinnslusalur. Auk þess sem húsið tekur græn- meti til frystingar, er ætlunin að framleiða safa úr tómötum í sambandi við frystihúsið. Græn- metis hraðfrystistöðin mun að öllu fcrfallalausu geta tekið til starfa í næsta mánuði. Eins og kunnugt er, hefir rann- sókanarstofa Háskólans haft með höndum tilraunir með frystingu grænmetis hér á landi og hafa þær tilraunir gefizt mjög vel. Sýna þær, að grænmetið varð- veitir við slíka geymslu mjög vel fjöréfni þau, sem annars fara forgörðum við venjulega geymslu. Það er því meðfram végna árangurs þessara rann- sófcna, að hraðfrysti-grænmetis- hús þetta er byggt. Konráð Ax- elsson í Hveragerði veitir húsinu forstöðu. Tíminn, 6. júlí. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.