Lögberg - 01.05.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.05.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 J & A Complete '"'leaning I' istitution 60. ÁRGANGUR Frá sendiráði íslands í Washington 22. apríl, 1947. Herra ritstjóri Einar P. Jónsson, “Lögberg”, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. Sendiráðinu hefir borist svo- hljóðandi símskeyti frá utanrík- isráðuneytinu í Reykjavík, dags. 2L apríl, 1947: "Jón Pálmason, forseii sam- einaðs Alþingis mintisi í sam- i einuðu Alþingi Krisijáns Dana- konungs, sem lézi 20. apríl, 1947. Alþingisforseiinn sagði, að þessi 9oði lýðsijórnarkonungur mundi iafnan verða Islendingum minni- siaeður. Á ríkissijórnarárum Lans hefðu orðið meiri framfarir ®n á nokkru öðru límabili í sögu íslands. Krisiján konungur hefði ^a3i mikla rækt við íslendinga °9 heimsóii landið fjórum sinn- um. Hann hefði borið velvildar- fjórveldafundinum SLITIÐ hug iil lands og þjóðar og kynsi hverjum manni vel. Alþingi ís- lendinga miniisi hins láina kon- ungs með virðingu og þökk og voliaði ásivinum hans og dönsku þjóðinni innilega samúð." Virðingarfylst, Thor Thors. ♦ SENDIRÁÐSFRÉTT 22. APRÍL 1947 Sendiráðinu hefir borist sím- skeyti frá utanríkisráðuneytinu, þar sem skýrt er frá því, að eftir nokkurt hlé hafi Heklugos aftur færst í aukana, en að öskufall sé miklu minna en í byrjun. Hins- vegar hefir hraunstraumur verið meiri, einkum suðvestan í áttina til Næfurholts. Engin frekari landsspöll hafa orðið. Virðingarfylst, Thor Thors. VILL AÐ BANDARÍKIN VERJI FÉ TIL FRIÐAR Fundi utanríkisráðherra fjór- veldanna, sem setið hafði á rök- stólum í Moskvu síðan þann 10. marz s.l., sleit síðastliðinn fimtu- dag, án þess að samkomulag næðist um eitt einasta atriði, er verulegu máli þótti skipta; fund- urinn frá upphafi til enda, auð- Lendist af sérhagsmuna tog- streitu og ágreiningi um lítilfjör- formsatriði, þar sem Adam kendi Evu um og Eva aftur högg- °rminum. Rússinn var æ og æfinlega þrándur í götu sér- hverra þeirra samkomulagstil- rauna, er Vesturveldin beittu sér ^yrir, og krafðist alt af meira og m,eira fyrir sína hönd; um hríð sýndust nokkrar líkur á, að tak- ast niyndi að gera út um friðar- sarnninga við Austurríki, en um oileftu stund fór sú tilraun með öilu út um þúfur; alt strandaði a skaðabótakröfum Rússa, er Vesturveldin töldu ganga of tangt, að minsta kosti á þessu stigi málsins; þá varð og engu Urn þokað, varðandi friðarsamn- inga við þýzkaland. en á það þó fellist, að fækka til muna hinu erlenda setuliði í Þýzkalandi. Ráðgert var að boða til utan- rikisráðsfundar í London, í nóvembermánuði næstkomandi, °g freista þá gæfunnar á ný. ♦ -f ♦ MEIRI háttar rán Á miðvikudaginn í fyrri viku gerðist sá atburður að þrír stiga- nienn rændu útibú Royal bank- ans í Toronto-borg í Ontario, °g námu á brott með sér $250,000 í peningum; þeir komu fyrst á heimili bankagæzlu- mannsins, og hneptu hann í bönd asamt konu hans og þremur öðr- um; þeir heimtuðu lykla bank- ans, og eftir að hafa fengið þá, réðust þeir inn í hann, sprengdu UPP milli sjötíu og áttatíu örygg- ^hólf, ásamt peningaskápnum, °g kræktu sér í áminsta fjárhæð; gæzlumannskonan varð fyrst til þess að losa sig úr viðjum og síma lögreglunni, og voru þá ræningjarnar foknir út í veður °g vind; enn hefir eigi lánast hafa hendur í hári þeirra. Henry Wallace fyrrum vara- forseti Bandaríkjanna, var stadd- ur í París í fyrri viku; þar út- húðaði hann Truman forseta eins, og svo víða annarsstaðar, vegna afstöðu hans varðandi hina miklu fjárveitingu til Tyrklands og Grikklands, og kvað það mundu betur samboðið Banda- ríkjunum, að verja penmgum sínum opinberlega til friðarþarfa, en leggja þá í vafasöm, pólitísk fyrirtæki; hann tjáðist því hlynt- ur, að Rússar fengi 17 biljón dollara virði af vörum og í vinnu, til þess að koma fótum undir þjóðina, er sárast hefði verið leikin allra þjóða í síðustu styrj- öld; þó tjáðist hann þeirrar skoð- unar, að skaðabótakröfur Rússa á hendur Þjóðverjum, væri of háar; hann sagði ennfremur, að Rússar ættu að taka þátt í al- þjóðabankanum, í stað þess að einangra sig með öllu frá þeirri þörfu stofnun. Hvenær og hvar Mr. Wallace lýkur fyrirlestraferðum sínum um Norðurálfuna, er enn eigi vitað, þótt líklegt þyki að hann úr þessu muni brátt hverfa heim. •f -f -f TRUMAN HEFIR SITT FRAM Þann 23. apríl s.l., afgreiddi öldungadeild þjóðþingsins í Washington þá fjögur hundruð miljón dollara fjárveitingu, sem Truman forseti fór fram á til stuðnings við Grikki og Tyrki; umræður um málið urðu langar, og stundum nokkuð hvassar, en úrslitin urðu þau, að deildin af- greiddi fjárveitinguna með 67 at- kvæðum gegn 23. Mál þetta varð ekki flokksmál, eins og sumir höfðu búist við, því er til and- stöðunnar kom, var nálega um jafntefli að ræða meðal Demo- krata og Republicana. -f -f -f LAUNAHÆKKUN Frá Pittsburgh bárust þær fregnir þann 24. apríl s.l., að samningar hefðu tekist milli United States stáliðnaðarfélags- ins og 140,000 starfsmanna þess, um launahækkun, sem nemur dollar á dag; samningstilraunir höfðu staðið yfir nokkuð á annan mánuð, og voru um alt hinar friðsamlegustu. GUÐRON H. FINNSDÓTTIR, rithöfundur Eftir EINAR P. JÓNSSON Yfir þínu æviskeiði eldar brunnu dag og nótt; heimaunnin uppistaðan, ívafið í fortíð sótt. Breiður var og útskygn andi, ofið glæst þitt ritna mál; þú varst út til æviloka ung og tigin vökusál. Þér var ungri í blóð þitt borið bjargföst trú á lands þíns mennt, og um okkar frægu feður fjöldamargt í æsku kennt.. Orðsins list frá arni Snorra yfir þínum störfum brann. Vaxtarþrá þíns innsta eðlis aldrei nokkur takmörk fann. Fangbreið var þín móðurmildi, margir gistu bæinn þinn; þaðan streymir ávalt andi ylríkur um huga minn. Þitt var yndi alla daga: eyða skuggum, bæta kjör ; fáir áttu í orðum meiri andagift né snillisvör. Æðsta lögmál lífs og þroska lætur sálir fylgjast að; máttug Helja, mannsins fylgja. megnar ei að rjúfa það. Lífsins sól rís upp af unnum eftir þungra drauma nótt, fagurlýsir dánardjúpin dimm, og veitir öllu þrótt. Fóstran vestræn vorsins örmum vefur þig að barmi sér; þú gafst henni æviátök, eitthvað þér í staðinn ber. Þó að lífið lifi alla, líka dauöinn heimtar sitt. Fram um ár og aldaraðir ísland blessar nafnið þitt. —Tímarit Þjóðræknisfélagsins. FORSÆTISRÁÐHERRA BETRI Á HEILSU Rt. Hon. W. L. Mackenzie King forsætisráðherra kom til Wash- ington í fyrri viku, eftir að hafa notið hvíldar um nokkurt skeið í bænum Williamsburgh í Vir- ginia-ríki, og er hann nú, að sögn, allmjög bættur að heilsu og þrunginn af starfsáhuga, svo sem velíja stóð jafnan til. Mr. King lét það verða sitt fyrsta verk eftir að til Washington kom, að heimsækja vin sinn, Cordell Hull, fyrrum utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem legið hefir á sjúkrahúsi frá því í októbermánuði síðastliðnum; þeir höfðu mikið saman að sælda meðan á síðustu heimsstyrjöld stóð, og búa að mörgu yfir svip- uðum lífsskoðunum, báðir hug- sjónamenn, sterktrúaðir á lýð- st j órnarfyrirkomulagið. Mr. King heimsótti Truman forseta, en hvað þeim fór á milli, er enn eigi vitað. Frá Washington lagði Mr. King leið sína til New York, þar sem hann ætlaði að dvelja í tvo eða þrjá daga, en halda síðan til Ottawa og taka upp sín fyrri störf. ♦ ♦ ♦ ENDURGREIÐSLA Samkvæmt dómsúrskurði, hafa kolanámumanna samtökin • í Bandaríkjunum fengið endur- greiddar $2,800,000 af $3,500,000, er þeim var dæmt að greiða í sektarfé vegna verkfallsins al- kunna, er stöðvaði að miklu iðnaðarframleiðslu Bandaríkj- anna um nokkurt skeið. Jafn- skjótt og endurgreiðslunni var lokið, sendi John L. Lewis síma- verkfallsmönnum hundrað þús- und dollara ávísun málstað þeirra til styrktar. ♦ ♦♦♦♦♦♦ Ur borg og bygð Jón Ólafsson, sem búsettur hefir verið í Manitoba í 63 ár og lengi átt heima í Selkirk, varð 96 ára síðastliðinn sunnudag; hann nýtur enn sæmilegrar heilsu; kona hans er tveimur ár- um yngri og hafa þau hjónin ver- ið gift í 65 ár; þau eiga þrjá sonu á lífi, 15 bamaböm og 22 barna- barnabörn. ♦ Kona, sem ekki stundar úti- vinnu, getur fengið íbúð í sam- búð við aldraða konu í þriggja herbergja íbúð, á góðum stað í bænum. Aðgangur að eldhúsi og setustofu. Lysthafendur snúi sér til Mrs. H. M. Weir. Sími 33 380. ♦ Þeir, sem kynnu að geta veitt einhverjar upplýsingar um Hall- dór Johnson og konu hans Guð- finnu Kristmannsdóttur, sem sagt er að flutzt hafi vestur um haf úr Dalasýslu fyrir 50 árum eða svo, eru vinsamlega beðnir að gera ritstjóra Lögbergs aðvart. ♦ Circle No. 2, of the Ladies Aid of the First Lutheran Church will hold a Tea at the home of Mr. and Mrs. M. W. D^lman, 735 Toronto St., on Friday, May 2, aftemoon and evening. Remem- ber the date! ♦ Ragnar Swanson, sem gegnt hefir lögreglustörfum í St. Boni- face í síðastliðinn aldarfjórðung, hefir nýlega hækkað í tign; hanr. var áður detective sergeant, en er nú orðinn sergeant of de- tectives. ♦ Frónsfundur: Frónsfundurinn, sem haldinn var 31. marz s.l. var ágætlega sóttur og tókst í alla staði vel. Þetta gefur okkur ástæðu til að halda að fólki sé áfram um að svona samkomur séu haldnar af og til og hefir því -verið ákveðið að hafa næsta fund á mánudags- kveldið 12. maí. n.k. Samskot verða tekin og ganga þau til Agnesar-sjóðsins. Það verður reynt að vanda svo skemtiskrána að mönnum gefist ekki einungis tækifæri til að styðja góðann málstað, heldur einnig kostur á að skemta sér vel um leið. Skemtiskráin verður auglýst í næsta blaði. Frónsnefndin. ♦ Guðmundur Jónsson, 87 ára að aldri, lézt að heimili dóttur sinn- ar, Mrs. John Goodman, 824 Goulding St., á mánudagskvöld- ið var. Hann var ættaður úr Mið- firði í Húnavatnssýslu; en kom vestur um haf árið 1900. Hann lætur eftir sig ekkju og upþkom- in börn. Jarðarförin fer fram á föstudaginn kemur, kl. 3.30, frá Fyrstu lútersku kirkju. ♦ The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church, Victor St. will hold a “Maytime Tea” in the church parlors on Wednes- day, May 7th. from 3 to 5:30 p.m. and 7:30 to 10 p.m. Guests will be received by the president, Mrs. V. J. Eylands and the gen- eral conveners, Mrs. A. R. Clarke and Mrs. P. Goodman. Table Captains — Mrs. W. Swanson, Mrs. G. S. Eby, Mrs. S. Gudmunds, Mrs. W. S. Jonasson. Home Cooking — Mrs. G. W. Finnson, Mrs. Arni Eggertson, Mrs. A. Burch, Mrs. S. Johnson, Mrs. J. Beck. White Elephant — Mrs. E. Breckman, Mrs. H. Taylor. Decorating — Mrs. B. C. Mc- Alpine, Mrs. T. Stone. Handicraft—Mrs. K. Finnson, Mrs. A. Blondal, Mrs. E. Helga- son, Mrs. B. Priece,* Mrs. R. Broadfoot. There will be a photographic display of bridal couples of the First Lutheran Church. ♦ Hackie-Backman Bridal Held in First Luiheran Church Ann Salome Backman was given in marriage by her mother when she became the bride of Lawrenoe Hackie, April 23, at 5.30 p.m. in First Lutheran church. The bride is the youngest daughter of Mrs. S. H. Backman and the late Mr. Backman. The bridegroom is the eldest son of Mr. and Mrs. I. F. Hackie, Rev. V. J. Eylands officiated. Miss Loa Davidson was soloist, ac- companied by H. J. Lupton. Mrs. C. G. Kirshaw, sister of the bride, was matron of honor, with Miss Mary Brady as brides- maid- Best man was Robert Gray. Ushers were C. G. Kirshaw and A. Mack. The bride wore a gown of ivory satin. The bodice featured a round net yoke and fitted sleeves ending in points over her hands. A front panel, from yoke to hemline, was’pearl em- broidered in a flower motif. Her veil was held by a net halo, with orange biossoms dotting the hair- line. She carried a cascade of pink Briarcliffe and Sweetheart roses. A reception was held in the rose room of the St. Charles hotel. Mr. and Mrs. Hackie will re- side at 157 Lenore St. ♦ Sumarmálasamkoma kvenfé- lagsins í Fyrstu lútersku kirkju var fjölsótt. Aðalatriðið á skemti- skrá var ræða Heimis Thorgríms- sonar, og fór hann með mikið af kvæðum og vísum, sem íslenzk skáld hafa ort um sumarið. ís- lenzku söngvarnir tókust yfirleitt fremur vel; einsöngur Elmer Nordals vakti hrifningu, sérstak- lega þegar hann söng “Erla”. Celló sóló Haraldar Jónassonar var og vel fagnað Séra V. J. Eylands stjórnaði samkomunni. ♦ Þann 23. apríl síðastliðinn, lézt á elliheimilinu Betel á Gimli, frú Sveinbjörg Laxdal, ekkja Gríms Laxdals fyrrum kaupmanns á íslandi og bónda í Leslie-bygð- inni í Saskatchewan 84 ára að aldri, hin mesta ágætiskona; kveðjumál undir forustu séra Skúla Sigurgeirsonar fóru fram á Betel, en í Sambandskirkjunni á Gimli kvaddi séra Eyjólfur J. Melan þessa prúðu landnáms- konu. Frú Sveinbjargar verður nán- ar minst í næsta blaði Lögbergs. ♦ ♦ ♦ Á HEIMLEIÐ Konungsfjölskyldan brezka, sem verið hefir á ferðalagi um Suður-Afríku alllengi undanfar- ið, lét í haf heimleiðis frá Cape- town þann 24 apríl síðastliðinn um borð í orustuskipinu Van- guard, eftir 10t þúsund mílna ferðalag; voru viðtökurnar um alt hinar ástúðlegustu af öllum þjóðernabrotum og stjórnmála- flokkum jafnt; voru allir með- limir konungsfjölskyldunnar leiddir út með dýrum minjagjöf- um, gulli og gimsteinum. For- saetisráðhetrra Suðulr-Afríku- sambandsins, Mr. Smuts, sagði að heimsóknin hefði verið blessun- arrík og skapað ómetanlegan góðhug hjá öllum flokkum og stéttum innan vébanda þjóðfé- lagsins. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ATVIKAVÍSUR Eftir PÁLMA Póst skrift (úr bréfi) Margur berst við hulinn hæng hugar-kvilla sinna: Kanske hefir veikan væng vonin drauma þinna? Lifðu í ást við englasöng allra trúar linda: Áin Styx er ekki ströng ef tnenn kunna’ að synda! ♦ ♦ ♦ Ekki’ eru hót um Elli-spor orðin rót í geði, meðan fótur fylgir vor flautu nótum gleði! ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.