Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg

						,
PHONE  21 374

*•    t.a^Y^jB s^      A Compleie
Cleaning
Instiiution
PKONE  21 374
*    1^%^*. ST      A Complete
Cleaning
Institution
,
61. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 1. JANÚAR, 1948
NÚMER 1.
LDGBERG DSKARISLENDINGUM GLEOILEGS NYARS
Skipaður forsætisráðherra
Síðastliðinn mánudag tók
Byron I. Johnson emb.-eið sem
forsætisráðherra British Colum-
bia-fylkis, en var, eins og Lög-
berg hefir áður skýrt frá, kosinn
í öndverðum desembermánuði
síðastliðnum forustumaður Lib-
eralflokksins í fylkinu. ,
Mr. Johnson veitir forustu
tveggja flokka-samsteypustjórn
að minsta kosti fram til næstu
fylkiskosninga.
Lögberg sendi Mr. Johnson
samfagnaðarskeyti, er hljóðbært
varð um þá miklu sæmd, ér hon-
um féll í skaut með valinu til
flokksforustunnar, og endurtek-
ur nú þær árnaðaróskir til hins
fyrsta, íslenzka forsætisráðherra
utan Islands.
Öðlast gildi
Forsætisráðherrann, Mr. King,
kunngerði þann 28. desember s.l.,
að tollívilnunarsamningarnir,
er Canada undirritaði í Geneva
hinn 30. október, gengi í gildi,
samkvæmt stjórnarráðssamþykt
1. janúar.
Þegar Mr. King lagði áminsta
samninga fram íþingbyrjun, lét
hann þess getið, að þeir væru
fremur gerðir með hliðsjón af
framtíðinni en með stundar-
hagnað fyrir augum.
iMEÐALFELLSSLYSIÐ:
Lýðveldi stofnað
Rúmeníukonungur hefir lagt
niður völd og látið þess jafn-
framt getið, að sá væri auðsær
vilji þjóðarinnar að lýðveldi
yrði komið á fót, og nú hefir
þetta verið gert.
Hinn   fráfarandi   konungur   Nýlega var frá því skýrt í Visi
kvaðst ekki undir neinum kring j ^^™1,^LflyS ,á"L ^J  _
umstæðum vilja eiga sök á því,
að sjálfsákvörðunarréttur þjóð-
arinnar  varðandi  stjórnarfarið,
yrði  takmarkaður  á  einn  eða
annan hátt.
Hjón týna lífi á vofeiflegan hátt
Enn hefir ekki tekist að finna líkin
Hon. Byron I. Johnson
Fannkingi
Um jólaleytið hlóð niður
slíku fannkingi í New York, að
einstætt er talið í sögu þessa
sérstæðu risaborgar austur við
hafið; nam snjódýptin víða
freklega 25 þumlungum.
Tugþúsundir fastra starfs-
manna borgarinnar unnu nótt og
dag að snjómokstri, auk þess
sem bæjarstjórnin tók á leigu
flest þau áhöld, er hönd á festi,
og líklegt mátti telja að nota
mætti við að ryðja fönninni af
megingötum borgarinnar; lagt
var á það sérstakt kapp af hálfu
hlutaðeigandi stjórnarvalda, að
sjúkravagnar kæmust á áfanga-
stað án tilfinnanlegrar hindrun-
ar; ekki er þess getið að vista-
skortur kæmi að verulegri sök.
Borgarstjórinn, William O'
Qwyer, hafði tekið sér nokkurra
daga hvíld í Californíu frá hin-
um umfangsmiklu störfum; en
jafnskjótt og fregnirnar af ástnd
inu í New York bárust honum
til eyrna, hraðaði hann för
sinni heim til þess að segja fyrir
verkum.
Landið helga
Það er síður en svo að frið-
vænlega horfist á um þessar
mundir í landinu helga, því síð-
an að sameinuðu þjóðirnar á-
kváðu að skipta landinu í tvö
sjálfstæð ríki, hafa hjaðninga-
víg farið þar svo í vöxt, að frek
lega fjögur hundruð manns
hafa beðið bana; um jólaleytið
voru óeirðirnar harla áberandi,
og urðu þá víða margháttuð
spjöll.
Sjálfstœðisyfirlýsing
Skæruliðarnir grísku hafa
lýst yfir því, að hin nyrði héruð
Grikklands séu orðin sjálfstætt
ríki, er sniðið sé og skipulagt
eftir rússneskri fyrirmynd; —
hvort hér er um annað að ræða
en orðin tóm, er eftir að vita,
því enn er ekki sjáanlegt að
skæruliðar hafi nokkursstaðar
unnið fullnaðarsigur yfir stjórn
arherjunum, er nú virðast vera
jafnt og þétt að færast í aukana.
Gríska stjórnin ásakar Júgó-
slava og Albaníumenn um að
veita skæruliðum að málum,
varðandi vopn og vistir.
Kveðja frá íslandi
Reykjavík, 26. des. 1947.
Herra ritstjóri Lögbergs!
Félag Vestur-lslendinga ósk-
ar þér og lesendum Lögbergs
gleðilegs nýárs. Þökkum fyrir
blaðið, sem við höfum með á-
nægju meðtekið.
Með kærri kveðju.
Hálídán Eiríksson,
formaður.
Dánarfregn
Benedikt — Percy — Ólafson,
andaðist á sjúkrahúsinu í Lloyd-
minster, Alberta, laugardaginn
þ. 13. desember síðastl., eftir
stutta sjúkdómslegu þar.
Hann var fæddur í Reykjavík
á Islandi 4. apríl 1878. Foreldrar
hans voru Ólafur soðlasmiður
Ólafsson frá Sveinsstöðum í
Þingi, og Kristín María Jónína
Jónsdóttir prests á Breiðaból-
stað í Vesturhópi, í Húnavatns-
sýslu.
Með foreldrum sínum fluttist
Benedikt vestur um haf, og
dvaldi all-lengi í Winnipeg, þar
sem hann um skeið stundaði ljós-
myndagerð hjá Baldvin og
Blöndal þar til hann flutti til
Vesturlandsins þar sem hann
varð búsettur í Edmonton og
víðar þar. Síðustu fimtán árin
var hann starfandi við Alberta
Hótelið í Lloydminster, Alberta,
þar sem hann naut mikilla vin-
sælda og virðingar.
Benedikt átti tvær systur,
Sigríði, konu Sigurjóns læknis
Jónsonar, nú í Reykjavík, og
Þórunni konu Sigurðar W. Mel-
ted í Winnipeg, en hún dó þann
26. febrúar síðatl.
Útför Benedikts fór fram frá
útfararstofu Moore's, miðviku-
daginn 17. des. — Vingjarnleg
og viðeigandi kveðjuorð flutti
Rev. Morrison, prestur United
Church í Lloydminster.
S. W. M.
Ur borg og bygð
Guðmundur Sigurðsson, fyrr-
um að Vogar, Man., lézt á
Chatham House sjúkrahusinu í
Vancouver, þann 15. desember
s. 1., 79 ára að aldri, og var jarð-
sunginn þann 18. des. af dr. rlar-
aldi Sigmar. Guðmundur heitinn
lætur eftir sig fimm dætur og
tvo sonu, auk bræðra og systra
á íslandi, og einnig hér. Guð-
mundur var skýrleiksmaður og
vinfastur.
B. J. Hornfjörð biður þess get-
ið, að inn í kvæði hans, sem birt-
ist í Lögbergi þann 4. des. s. 1.
um Björn Sigvaldason, hafi
fyrsta orðið í þriðju línu að ofan
misprentast, "umhorfið" í stað-
inn fyrir "umhverfið".
Gifiing
Gefin voru saman í hjónaband
að 423 Green Ave., East
Kildonan, þau Wilfred Clarence
Russell og Maria Sigurdson,
bæði frá Ashern, 20. des. s. 1. —
Svaarmenn voru Leo Sigurdson
bróðir brúðurinnar og Violet
Lillian, systir brúðgumans. Brúð
guminn er af hérlendum ættum,
en brúðurin er dóttir Sigurdar
Sigurðssonar og Jónu konu hans,
sem um fleiri ára skeið hafa bú-
ið stórbúi að Silver Bay. Séra
Skúli Sigurgeirsson gifti.
Vegleg veizla var setin að
giftingunni afstaðinni, á heim-
ili Mr. og Mrs. S. Haldórsnar,
423 Green Ave., East Kildonan.
á Meðalfellsvatni í Kjós, þá er
þau hjónin Gestur Andrésson
hreppstjóri og kona hans Ólafía
Þorvaldsdóttir óku bifreið sinni
út á vatnið sem var lagt, en ísinn
brást skyndilega, og varð það
Mr. og Mrs. Victor Jónasson : þeirra bani. — Hér birtist ýtar-
eru  nýlega  komin  heim  eftir leg frásögn urh tildrög slyssins.
rúmra  tveggja  mánaða  dvöl
i
vestur á Kyrrahafsströnd.
Mr. Frank Thorolfson hljóm-
fræðingur, sonur þeirra Mr. og
Mrs. Haldór Thorolfsson, kom
sunnan frá Chicago fyrir jólin í
heimsókn til foreldra sinna og
annara skyldmenna og vina.
Þær systur, Miss Vera Jo-
hannson frá Ottawa og Miss
Florence Johannson frá Favor-
able Lake, Ont., komu fyrir jól-
in í heimsókn til foreldra sinna,
Mr. og Mrs. J. G. Johannson,
Arlington Street hér í borg, og
dveljast heima fram yfir nýárið.
Mr. og Mrs. G. J. Oleson frá
Glenboro, komu til borgarinnar
á laugardaginn var, í heimsókn
til Tryggva prófessors sonar
og fjölskyldu hans, og dvöldu í
borginni fram á þriðjudag.
Icelandic Canadian
Study Group
The Study Group will meet
at the home of Mrs. H. F. Dan-
ielson, Wednesday, Jan. 7th, at
8.30 p.m. Thé group will read
selections of poetry from "Þögul
Leiftur" by Jon Runolfsson.
' Meeting of the Jon Sigurðson
Chapter IODE, will be held at
the home of Mrs. J. B. Skapta-
son, 378 Maryland St. on
Thursday Ev., Jan. 8th at 8
óclock. Members are urged to
attend.
_______________________________¦—+
Kunnugt er nú um nánari at-
vik að hinu hörmulega slysi,, er
Gestur hreppstjóri Andrésson
og Ólafía Þorvaldsdóttir kona
hans drukknuðu í Meðalfells-
vatni í fyrrinótt.
Höfðu þau hjónin farið að
Grjóteyri, en þar býr Magnús
Blöndal oddviti, en kona hans er
systir Gests Andréssonar. —
Hreppstjórahjónin urðu nokkuð
síðbúin og lögðu af stað heim-
leiðis, er klukkan var farin að
ganga eitt um nóttina. — Mun
Gestur hafa ætlað að stytta sér
leið og aka heim á ís yfir vatnið.
Er hann kom móts við fram-
rennsli Sandár, sem rennur í
vatnið, brast ísinn og sökk bif-
reiðin á 8 metra dýpi. Þarna
mun vera kaldavermsl og ísinn
konu
Á afmœlisdegi
4. ágúst 1947
mmnar
Laugardagsskólinn
hefst aftur á laugardaginn, 10.
janúar kl. 10 fyrir hádegi, í
Lútersku kirkjunni á Victor
Street. Vonast er til að enginn
nemandinn láti sig vanta. Nýj-
um nemendum gefst tækifæri til
að innritast. Sendið börnin í
Laugardagsskólann.
Einmanalegur er þinn afmælisdagur
nú án þín, mitt burtfarna, hjartkæra víf;
en minningaheimurinn heillar mig fagur,
í huganum þangað á fund þinn ég svíf.
Eg lifi þar aftur þær unaðarstundir,
sem áttum við saman í liðinni tíð. —
Það sefar að nokkru þær svíðandi undir
er sál mín nú ber eftir harmanna stríð.
Eg þökk tjái Guði, sem gaf mér þig, vina
þú göfuga, ástríka, heilsteypta sál;
þitt takmark var annara erfiði' að lina,   ,
þitt æfistarf túlkaði kærleikans mál.
Þín áhrif á fnig og mitt starf voru stöðugt
svo styrkjandi, örfandi, heilnæm og blíð.
Þó einum mér veitist nú verkefnið örðugt,
þín varandi áhrif samt létta það stríð.
Eg þakka þær hjáliðnu hamingjustundir,
sem helga og auðga hvern líðandi dag;
og ylríkir, margbreyttir minningafundir,
sem með þér oft á ég, nú bæta minn hag.
því ótryggari en annars staðar á
vatninu.
Snemma næsta morgun var
farið að óttast um hjónin og er
frétzt hafði, að þau hefðu ekki
verið að Grjóteyri um nóttina,
var farið áð leita þeirra og hjól-
för bifreiðarinnar rakin að
vökinni og var þá sýnt, hvernig
farið hefði.
Slysavarnafélagið sendi kaf-
ara upp eftir í gær, en ekki urðu
þeir bifreiðarinnar varir, því
að þarna er mikil leðja á botni
vatnsins og gruggaðist það mjög
við leitina. Kafararnir dvöldust
þar efra í nótt og hófu leitina að
nýju um 11-leytið í morgun.
Vísir átti tal við stöðina að
Meðalfelli laust fyrir hádegið.
Höfðu kafararnir þá enn ekki
fundið líkin. Margt manna var
þá á slysstaðnum, einkum úr
sveitinni.
Gestur Andrésson var 43 ára
gamall en Ólafía kona hans 39
ára. Þau hjónin láta eftir sig 5
ára kjörson, 15 ára telpu og 12
ára dreng, er þau tóku til fósturs.
Vísir, 5. des.
Nýtt kæliskip bætist við
íslenzka skipastólinn
Kolbeinn Sæmundsson.
"Foldin" á a* geía fluii 500 - 550
smál. af frysium íiskflökkum
í fyrra dag kom hingað til
lands nýtt flutningaskip, sem
skipafélagið Fold lét smíða
í Svíþjóð. Heitir það Foldin,
og er smíðað með það fyrir
augum að nota það til þess
að flytja héðan frystan fisk
til annarra landa. Er þetta
nýja kæliskip hið
vandaðsta.
Tíðindamönnum blaða og út-
varps var boðið að skoða skipið
í gær, þar sem það lá hér við
bryggju. Það er um 625 brúttó-
lestir að stærð, og er gert ráð
fyrir, að það geti flutt 500—550
smálestir af frystum fiskflökum
landa á milli. Er hægt að hafa 18
stiga frost í kælirúmum þess,
þótt lofthitinn sé 25 stig. Skipið
er smíðað í Kalmar í Svíþjóð, og
var fyrsta skipið, sem einvörð-
ungu var ætlað til þess að annast
freðfiskflutninga, er smíðað hefir
verið í þeirri skipasmíðastöð.
Ganghraði þess er hálf 12. míla
fulllestaðs. Skipið mun kosta ná-
lægt tveimur miljónum króna,
en það þykir mjög ódýrt nú og
er því að þakka, að samið var um
smíði þess fyrir ákveðið verð
smíði þess fyrir ákveðið verð
fyrir meira en tveimur árum.
í stjórn félagsins, sem skipið
á, eru þeir Óskar Norðmann,
formaður, Geir Zoega og Baldvin
Einarsson, s e m jafnframt er
framkvæmdastjóri þess. Skip-
stjóri á skipinu er Ingólfur
Möller, stýrimenn Steinar Krist-
jánsson og Guðmundur Hjalta-
son, vélstjórar Jón örn Ingvars-
son, Kristinn Eysteinsson og
Lárus Björnsson, og bryti Geir
Vilbogasori. Áhöfnin verður alls
sextán manns.
Ferðin heim.
Islenzka flaggið var fyrst dreg-
ið að hún á skipinu 30. október í
haust. Þegar það var ferðbúið,
fór það með timburfarm frá
Kalmar til Grimsby á Englandi.
Síðan tók það í Hull vörur, sem
fara áttu til Þórhafnar í Færeyj-
um og Reykjavíkur. Á leiðinni
frá Færeyjum til íslands hreppti
það ruddaveður, en reyndist í
alla staði vel.
Líiill vísir að siórum
skipastóli.
Geir Zoega lét svo ummælt,
er hann sýndi tíðindmönnunum
skipið, að það ætti að verða lítill
vísir að stórum skipastóli, er
þetta félag hyggðist að koma upp,
þegar tímar liðu fram.
Framkvæmdastjórinn, Baldvin
Einarsson, vék orðum að því,
hversu lítinn hug við hefðum
ennþá lagt á farmennsku, sem
þó gæti orðið mikilvægur liður í
þjóðarbúskap okkar og skapað
okkur miklar gjaldeyristekjur,
ekki síður en Norðmönnum til
dæmis. Við hefðum þó á að skipa
svo vöskum og dugandi sjómönn-
um, að þeir gæfu í engu eftir
beztu sjómönnum annarra þjóða,
og lega landsins væri þannig, að
okkur væri auðvelt að sigla á
báða bóga, til Norðurálfulandan-
na og Vesturheims. Þeir flutning
ar, sem Foldin hefði annazt, áður
en hún kom í íslenzka höfn, væri
lítið sýnishorn þess, hvað íslend-
ingar gætu gert á þessu sviði sér
til búbætis.
Tíminn 19. nov.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8