Lögberg - 11.03.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.03.1948, Blaðsíða 1
61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 11. MARZ, 1948 PHONE 21 374 * _____-iets \ Complele Cleaning Inslilulion NÚMER 11 Jóhann J. E. Kúld: EINTAL VIÐ HAFIÐ Þú haf með ógnir í hrynjandi bognum földum, hvassyrt er mál þitt í vetrarins geðofsa skapi. Stórar fórnir vér fært höfum þínum öldum, fjársjóðir of þér guldust með lífsins tapi. En þrátt fyrir allt, þá sækjum vér ennþá sjóinn og sóknina hierðum á knörrum er verða stærri. Því úti bíður vor blikandi í röstum flóinn, boðandi þjóðinni að auðlegðin sé hér nærri. I stríði við þig óx þjóðinni þrek og styrkur’ þar varð að beita karlmennskutökum handa, undan svo viki hér ánauð, kuldi og inyrkur, eymdin birtist í kotum dala og stranda. Þá kallaði söngurinn þinn á drengi til dáða, þeir djarfhuga sóttu á miðin, úrræðagóðir. Þar dafnaði frelsið, þeir fundu sig engum háða, er fyrir þeim upplukust djúpsins voldugu sjóðir. Já, menningin óx upp máttug á þínum armi þú mikla, volduga haf, sem gefur og tekur. Með vetrarhrannir og sumarsólglit á hvarmi til sigra þú eggjar, traustið á framtíð vekur. En þetta heimtar að sótt verði djarft á sjóinn því sigrar er unnust gera kröfurnar haarri, og úti bíður vor blikandi í röstum flóinn, boðandi þjóðinni að auðlegðin sé hér nærri. Sjómannabl. Víkingur. Mótmæla stjórnarskiftum — láta af embættum Sendiherrar Czechóslóvakíu í Canada og Bandaríkjunum létu samtímis af embættum í mót- mælaskyni við nýafstaðin stjórn arskipti í landinu þar sem kom- múnistar fengu algera yfirhönd; hinn fráfarandi sendiherra í Canada, Dr. Nemec, sagðist hafa einsett sér að sækja um land- vistarleyfi og setjast að ásamt fjölskyldu sinni í þessu landi; — hann sagðist finna til djúps sárs- auka vegna þeirra óvæntu at- burða, sem hent hefðu þjóð sína, því ást á lýðstjórnarhugsjóninni væri sér í blóð borin. — Sendi- herra Czechoslóvakíu í Washing ton lét þannig um mælt, er hann kunngerði embættisafsögn sína: “Eg mun verja því, sem eftir er ævinnar til látlausrar baráttu fyrir alfrelsi þjóðar minnar”. Garson Karðorður Nýlega sló í harða brýnu í fylkisþinginu í Manitoba milli þeirra Garsons forsætisráðherra og W. A. Kardash, eins af þing- mönnum Winnipegborgar, er telst til hins svonefnda Labor- Progressive flokks; ástæðan var sú, að Mr. Kardash bar fram til- lögu til þingsályktunar þess efnis, að þingið skoraði á sam- bandsstjórn að hrinda í fram- kvæmd á ný lagasetningum um hámarksverð lífsnauðsynja. Mr. Garson taldi slík fyrirmæli með öllu utan við valdsvið fylkis- þings, og að tilagan fæli í sér lít- ilsvirðingu gagnvart æðstu i stjórn landsins, er ein gæti sett lögbundnar reglur í áminstu at- riði; gaf Mr. Garson canadisk- um kommúnistum þann vitnis- burð, að þeir væru hvorki meira né minna en “sviksamlegir land- ráðamenn”. Verkfall í aðsigi Freklega 200.000 verkamanna, er starfa við 89 stærstu slátur- félög Bandaríkjanna, hafa hótað verkfalli þann 16. þ. m., nema því aðeins, að kaup þeirra verði hækkað um 29 cent á klukku stund; þetta telja forráðamenn áminstra fyrirtækja ekki ná nokkurri átt, en hallast að því að 9 centa hækkun geti komið til mála. — Dýrtíðin Árið 1920 komst dýrtíðin í þessu landi á hærra stig en dæmi voru áður til; komst vísi- tala framfærslukostnaðar þá upp f 150.6, en við lok síðastliðins janúarmánaðar nam vísitalan 150.1, og munar því minstu að hámarkinu sé náð; einkum voru það matvæli, er hækkuðu geisi- lega í verði; bezta tegund kola laekkaði lítið eitt vegna innflutn lngs frá Bandaríkjunum, en höfðu þau vitund fallið í verði. Flugslys Nýlega fórst belgisk flugvél 'rett um það leyti, sem hún var að lenda á flugvelli á Englandi; slysið stafaði frá vélabilun; f^ugfarið brann svo að segja á svipstundu til agna og nítján thanns, áhöfn og farþegar, týndu lífi. — Rauði krossinn Hvar, sem mannlegar þjáning- ar eru á ferð, er dís líknarinnar einnig á ferð til þess að hugga og bera smyrsl í sárin. — í mannheiminum í dag ríkir í raun og veru einur.gis vopnað- ur friður með blikur og bakka svo að segja í hvaða átt, sem ! it- ið er; og þótt eitt og annað von- andi færist til betri vegar, eru þó aðkallandi viðfangsefni svo mörg, <sg lausn þeirra svo brýn, að engu þar að lútandi má fresta til morguns. Nú stendur yfir í þessu landi fjárSöfnun í sjóð Rauða krossins, stofnunarinnar, sem engin þjóð má án vera, og þess vegna má enginn skerast úr leik. Fólkinu í Manitoba er ætlað að leggja fram 180 þúsundir dollara; þetta verður auðvelt ef allir leggjast á eitt. Borgaralegt hjónaband SéÆtök nefnd sameinuðu kirkj unnar í Canada, hefir nýlega á fundi í Toronto tjáð sig því meðmælta, að fylkin setji á- kvæði, er greiði fyrir borgara- legum hjónaböndum þar sem slíks sé æskt; er með þessu mælt með það fyrir augum, að losa fólk, er lítt gefur sig að kirkju- legum siðum við kirkjulega gift- ingu, og eins til að losa presta við giftingar, sem ekki eru í samræmi við kenningar heilagrar kirkju. Kensla í hófsemi Sú frétt hefir nýverið borist út á öldum ljósvakans, að stjórn arvöldin í British Columbia sé í þann veginn að koma á fót sum- arnámskeiðum þar sem ungling um á skólaaldri verði veitt fræðsla varðandi hófsemi í neyzlu áfengra drykkja; Um- sjónarmaður áminstrar fræðslu verður Harold L. Campbell í Vancouver. Vantraustsyfirlýsing feld Breytingartillaga C.C.F. þing flokksins við stjórnarboðskap- inn, er í sér fól vantraust á hendur sambandsstjórn vegna afnámsins á hámarksverði lífs- nauðsynja, var feld með 173 at- kvæðum gegn 38 á fimtudaginn. Social Credit þingmennirnir að einum undanskildum, greiddu atkvæði með vantraustsyfirlýs- ingunni, en allir viðstaddir Liberalar og íhaldsflokks þing- menn á móti; lét Mr. Bracken þannig um mælt, að flokkur sá, er hann veitti forystu, væri and- vígur stjórnaríhlutun varðandi verðlag vörutegunda. Um það leyti, er umræðunum um stjórnarboðskapinn lýkur, fer fram atkvæðagreiðsla um skilyrðislausa vantraustsyfirlýs- ingu á hendur stjórninni, er Mr. Bracken á frumkvæði að, þar sem krafist er þingrofs og nýrra kosninga. Vill reyna til þrautar General A. G. L. McNaughton, erindreki canadisku stjórnarinn- ar í öryggisráði sameinuðu þjóð- anna, mælir með því fyrir Cana- da hönd, að samkomulagstil- raunir milli Araba og öyðinga í Palestínu verði hafnar af nýju og reyndar til þrautar áður en horfið verði að því ráði, að skipta landinu í tvö ríki með utanað- komandi hervaldi. Fjölskyldustyrkur Frá þeim tíma, er löggjöfin um almennan fjölskyldustyrk gekk í gildi í þessu landi fyrir rúmlega tveimur árum, hefir sambandsstjórn í þessu augna- miði greitt nokkuð yfir hálfa miljón dollara. Nálega þriðj- ungur áminstrar upphæðar hef- ir verið greiddur íbúum Quebec fylkis; að því er opinberar skýrslur herma, en börn nú drjúgum betur klædd og fædd en áður gekst við meðal hinna láglaunuðu stétta. Fjárhagsáætlun lögð fram Um miðja fyrri viku lagði Stuart S. Garson forsætisráð- herra, sem jafnframt gegnir embætti fylkisféhirðis, fram í þinginu fjárhagsáætlun fylkis- stjórnarinnar fyrir næsta fjár- hagsár, er gerir ráð fyrir $4,200,000 hærri útgjöldum en í fyrra; als nema áætluð útgjöld $33,679,131. Nokkur hluti hinna hækkuðu útgjalda stafar frá launahækkun starfsmanna hins opinbera, auk þess sem fjárveit- ingar til heilbrigðismála og vega bóta hækkar að verulegum mun. Krefst endurskoðunar Forsætisráðherra í Saskatche- wan, Mr. Douglas, krefst þess að stjórnarskrá Canada verði end- urskoðuð við fyrstu hentug- leika og þannig endurnýjuð, að hún fullnægi breyttum aðstæð- um hins nýja tíma. Mr. McDonald forsætisráðherra í Nova Scotia er sömu skoðunar og telur það liggja í augum uppi, að eitt og annað, sem var gott og gilt, er fylkjasambandið var stofnað, sé orðið á eftir tíman- um. — / F orsœtisr áðherra Frakka Robert Schuman, sem um þessar mundir heldur um stjórn- artaumana á Frakklandi, er sagður vera einn hálærðasti lög- spekingur þjóðar sinnar; hann hefir, þrátt fyrir erfiða, flokks- lega aðstöðu, unnið hverja traustyfirlýsinguna eftir aðra í þinginu, og segist finna í því mik inn styrk að raula fyrir munni sér franska þjóðsönginn þegar mikið liggi við. Öttast nýtt eldgos Samkvæmt frétt frá Winnipeg Tribune, á föstudaginn, sem höfð er eftir blaði í Stockholm, er óttast að eldgos sé að mynd- ast í Vatnajökli á íslandi; bláir logar hafa sést yfir jöklinum ná- lægt Mýrdals- og Laki eldgígun- um, vegna þess hve þetta svæði er tiltölulega nálægt Heklu er óttast að alvarleg eldgos séu í aðsigi. Flytur ræðu í Winnipeg Honorable J. L. Ilsley flytur ræðu í Winnipeg Auditorium þ. 30. þ. m. á vegum félagsskapar sameinuðu þjóðanna í þessari borg. Mr. Ilsley átti sæti á þingi sameinuðu þjóðanna að Lake Success fyrir Canada hönd. ) Please Help The Children The Jon Sigurdson chapter, I.O.D.E. is sponoring a concert in aid of the ‘Canadian appeal for European children’. It will be held in the First Federated church, Monday evening, March 22. A most unusual program is being prepared inasmuch as all the performers will be talented children and young Winnipeg artists, who are anxious to lend their support to this worthy cause. The program will be further outlined in next week’s paper. But the public is assured of a fine evening’s entertainment. — Nevertheless that is not the primary concern for anyone who will give a thought to the cause at stake. The members of the chapter realize that with appeals of every kind being pressed on the public every day, no one is in a position to give large sums of money to even the best of causes. There are hund- reds of people in this position, who can do their little share by attending the concert on March 22, and at the same time enjoy a social evening. There will be no admission charged, but collection will be taken. We all know that the appeal for European children is one of the most urgent causes under consideration of the world at large, and of us especially, who live in affluence compared to the dreadful hunger and want on the continent of Europe. — Perhaps no one needs to be re- minded once more of the facts, but there are so many things to think about, that we may forget or relegate them to the back of our minds. Good citizens of Winnipeg, of Icelandic extraction, whose compassion is always expressed in generous donations to worthy causes, REMEMBER THE STARVING CHILDREN of Europe. Remember that there 40 million children undir 18, badly in need of nutritional and medfícal assistance. In Greece half the refugees are undir 18; in Bulgaria 30,000 children have active tuberculosis, and there are only 600 hospital beds for them. In Naples one out of every fhird child entering a foundling home is diseased. In Austria 240,000 children need immediate help. Rickets, malnu- trition, tuberculosis, scrofula, children maimed/ phychotic children, lost children, lost parents, lost homes! Eves without sight and life without Hope! So we earnestly appeal to you to support this cause by attend- ing our concert, March 22. Hólmfríður Danielson. Ur borg og bygð ÞAKKARORÐ Við undirrituð vottum okkar innilegasta hjartans þakklæti, öllum þeim mörgu er veittu svo mikla og margvíslega hjálp, og sýndu okkur hluttekningai í veik indum, og við fráfall elskaðrar eiginkonu og móðir, Rósu Nór- dal. — Einnig þökkum við af al- hug félögum og einstaklingum er heiðruðu minningu hinnar látnu með minningar- og blómagjöí- um, og með nærveru sinjjii við útförina. Guð blessi ykkur öll. Lárus og Anna Nordal. ♦ “Eg undirritaður óska að komast í bréfasamband við stúlkur eða drengi á aldrinum 15—18 ára. Bréfin óskast helzt skrifuð á íslenzku. Friðrik Lindberg Böðvarsholti, Snæfellsnesi, Iceland”. * Hjúskapur Laugardaginn, 6. marz, voru þau Henry Chris Pederson frá i Luncfar, Man. og Ósk Aðalheið- ur Benedicktson frá Otto., Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 800 Lipton St. Þau voru aðstoðuð af Mr. og Mrs. V. S. Christjánsson Heimili brúðhjónanna verður á Lundar. Hin tvö fögru kvæði, sem end- urprentuð voru úr Eimreiðinni í Lögbergi í vikunni sem leið, voru eftir Dr. Richard Beck, en af vangá féll höfundarnafnið niður. ♦ Dr. B. H. Olson fór flugleiðis til Los Angeles og verður þar í mánaðar ferðalagi í þágu Great West Life-félagsins; mun hann heimsækja margar stærstu borg- ir Bandaríkjanna, þar sem félag- ið hefir bækistöðvar eða útibú. Kærar þakkir! Fyrir skömmu áttum við hjón, með mjög stuttu millibili, átt- ræðisafmæli — 17. febrúar og 6. marz. — í tilefni af því hefir okkur verið sýnd mikil góðvild og kærleiki, sem okkur hefir borist úr mörgum áttum og á ýmsan hátt, með bréfum, sím- skeytum og öðrum lukkuóska- skeytum, blómagjöfum og öðrum gjöfum, símtölum og með heim- sóknum vina og velunnara, sem eitt sinn komu til okkar margir saman og gerðu okkur glaða stund og á allan hátt mjög á- nægjulega. Öllum þeim mörgu, sem á einn eða annan hátt glöddu okkur og sýndu okkur vinahót við þessi áramót í lífi okkar, viljum við í allri einlægni segja þessi fallegu, en afar lát- lausu og einföldu orð: Kærar þakkir! Guðrún og Finnur Johnson Flokksþing Liberala Forsætisráðherrann í Canada, Mr. King hefir kunngert, að al- þjóðlegt þing Liberal-flokksins verði kvatt til fundar í Ottawa 5. ágúst naístkomandi og standi yfir í tvo daga. Á þingi þessu má víst telja að Mr. King láti af forustu Liberal-flokksins, sem hann nú hefir haft með höndum í samfleytt 29 ár. Talið er víst að Mr. King segi þá jafnframt af sér forsætisráðherraembætti, og þykir það nokkurn veginn sýnt að utanríkisráðherrann, St. Laurent, verði eftirmaður hans. EINSTÆÐINGURINN Við strætishornið hann stóð og grét, sú stundin nú komin var, að heimili ekkert átti hann, svo einmana grét hann þar. Því föður og móðurlaus hann lék þann leikinn, sem örlög tjá, er als engan vin á allri jörð hann átti, heyrði né sá. En hér eiga lögin hlutdeild í, hann heimili ekkert fann, því munaðarlaus — en maður þó, jú, maður samt var hann. En tárin hans sögðu sögu þá, er sinni hans bugast lét. Á alfaravegi einn nú stóð sem útlagi heims — og grét. En lögin reyndu að hugga hann og heimili gefa þeim, sem vonarlaus einn og viltur stóð í vetrar náköldum heim. Sá munaðarlausi maður stóð, hvar mannlífsins næddu hret um drenginn, sem milli heims og hels þár harmþrunginn stóð og grét. S. B. B.'

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.