Lögberg - 20.04.1950, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.04.1950, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. APAÍL, 1950 3 Bláfótækur verkamaður verð- ur leiksoppur frægðarinnar Hann leikur aðalhlutverkið í „hestu mynd ársins“ 1949, en á nú varla ofan í sig að borða Lífið er oft býsna skrýtið. Það er skammt milli frægðar og gleymsku, fátæktar og auðlegð- ar, góðrar heilsu og vanheilsu, meðlætis og mótlætis. Einn ein- asti dagur getur umturnað lífi manna furðulega, — hvað þá heilt ár. ítalski verkamaðurinn „Lamberto Maggiorani“ hefir reynsluna af því, að hann lifir á slíku „hverfanda hveli,“ og skal nú sögð saga hans. Það var í apríl 1948, að hin hnellna kona Maggioranis, Gui- seppina, fékk tækifæri til að hlusta á útvarp og heyrði auglýs- ingu frá hinum fræga leikstóra Vittorio de Sica, þar sem hann óskaði eftir 9 ára dreng í nýja kvikmynd. Hún brá við skjótt og hélt á skrifstofu de Sica með mynd af syni sínum, Enrico. De Sica leist ekki á dreginn, en hins vegar sagði hann frú Maggior- ani, að hann vildi gjarna hafa tal af manninum hennar. Þannig var nefnilega mál með vexti, að Lamberto Maggioriani var með Enrico á myndinni, sem hún hafði meðferðis. Lamberto var tregur til að fara úr vinnunni í Breda- stálversmiðjunum, þar sem hann hafði unnið í 16 ár, en Guisepp- hlutverk vegna áhyggjufulls út- lits. Hann þótti dæmigerður fá- tækur og atvinnulítill verkamað- ur að svipunum til. Nú hefir Lamberto verið sagt upp starfinu í Breda-verksmiðj- unum. Það þótti ekki réttmætt að láta „frægan leikara hafði fengið rífleg laun, sitja fyr- ir vinnu, þegar harðnaði í ári og segja þurfti upp fólki. Nú lifir Lamberto í sams konar heimi og í myndinni „Reiðhjólsþjófur- inn“. Hann er snauður og snap- andi eftir vinnu til þess að hafa ofan í sig og fjölskylduna sína. Hann hefir helst gengið að múr- verki og unnið eitthvað smáveg- is við kvikmyndir. Um áramótin 1949—1950 komu þær fréttir frá Bandaríkjunum, að kivkmyndagagnrýnendur í New York hefðu valið myndina „Reiðhjólsþjófurinn“ sem bestu mynd ársins 1949. Einnig heyr- ist nú hvaðanæva úr heiminum, að myndin fái sérstaklega góðar viðtökur, og þess að getið, að leikur Lamberto Maggiorani sé með því besta, sem sést hafi í kvikmyndum nýlega. Hinu má heldur ekki gleyma, að myndin færir öðrum nýjum leikara frægð og horfur eru á, að hún verði varanlegri. Enzo Staiola, 10 ára gamall ítalskur drengur, sem leikur son Lambertos í sem rnyndinni, hefir fengið þá dóma í Ameríku, að hann sýni besta barnsleik, sem sést hafi í kvik- myndum frá upphafi. Jackie Coogan er þó nefndur sem hlið- stæða hans í myndinni „The Kid“, þar sem hann lék með Charlie Chaplin fyrir 30 árum. Staiola er nú hækkandi stjarna í ítölskum kvikmyndum. Vitt- orio de Sica uppgötvaði Staiola fyrir 3 árum. Hann er af bláfá- tæku verkafólki kominn, en nú er fjölskyldan komin í álnir og faðirinn orðinn umboðsmaður sonar síns, því að hans bíða mikl- ir möguleikar. —Fálkinn Bót vantar með 2 mönnum Mennirnir ætluðu á fuglaveiðar Business and Professional Cards STÚDENTAFUNDURINN Hörð viðureign á stúdenta- fundi um trú og vísindi Nær allir ræðumenn töldu þetta samrýmanlegt Tjarnarbíó var þéttskipað á- heyrendum á fundi Stúdentafé- lags Reykjavíkur í gærkveldi, er ina stappaði í hann stálinu, — og prófessorarnir Níels P. Dungal loks hélt hann á fund de Sica. °§ Sigurbjörn Einarsson leiddu saman hesta sína um efnið „Vís- Þar var hann leiddur fyrir alls kyns menn eins og veðhlaup- hestur, sem er til sölu, og síðan valinn úr 20 manna hóp til að fara með aðalhutverkið í kvik- myndinni „Reiðhjólsþjófurinn“. Meðan á myndatökunni stóð, lifði hann kóngalífi, einkabíl- stjóri sótti hann á morgnana og skilaði honum af sér á kvöldin, og þau hjónin gátu keypt sér eitthvað af húsgögnum, sem þau ■vanhagaði um. Með því móti gengu launin fljótt til þurrðar, og þegar myndin var fullgerð byrjaði verksmiðjustritið fyrir honum á ný, því að hann hafði tryggt sér starfið þar, þegar hann hefði lokið við að leika í myndinni. Fleiri stórhlutverk stóðu honum ekki til boða. Hann hafði verið valinn í þetta eina Hreindýrin hafa dreiff sér um afllt Fljófsdalshérað Flest halda sig í Tunguhreppi Hreindýrahjarðirnar, sem sótt hafa niður á láglendið vegna snjóþyngsla og ísalaga í óbyggð- um hafa nú dreift sér um fjóra hreppa á Fljótsdalshéraði. Vísir átti stutt viðtal við Svein bónda Jónsson að Egilsstöðum í gær og skýrði hann blaðinu frá því að svo virtist, sem hreindýr- unum liði ágætlega og ekki væri ástæða til að ætla að þau syltu, því jörð væri nærri auð á Fljóts- dalshéraði og nú væri komin hláka með sunnan átt. Dreifð um fjóra hreppa. Hreindýrin fóru að nálgast byggðir fyrir 2—3 vikum vegna þess, að ákafleg snjóþyngsli hafa verið á Jökuldalseiði með íalög- um svo hjarn hefir verið yfir öllu. Hreindýrin komu fyrst í hjörðum, en nú hafa þau dreift sér um fjóra hreppa og eru þau fíest í Tunguhreppi, en auk þess halda þau sig um allt Héraðið, rneðað annars í Hjaltastaða- hreppi, Eiðahreppi, Völlum og Skriðdal. Líður vel. Ekki er annað að sjá, en að hreindýrunum líði vel, sagði Sveinn Jónsson, og eru þau al- veg látin í friði. Enga hættu tel- ur Sveinn á því, að fellir verði í hreindýrahjörðunum úr því sem komið er, en þau munu ekki leita upp á heiðar aftur fyrr en snjóa fer að leysa. —Vísir 14. marz indi og trú“. Skal það strax tekið fram, að leikurinn var ójafn að því leyti, að langflestir ræðumenn, sem á eftir komu, snerust á sveif með próf. Sigurbirni, enda þótt próf. Dungal hafi flutt sín sjónarmið af mikilli einurð og festu, enda vitað um afstöðu hans til þess- ara mála. Fyrri málshefjandi var próf. Sigurbjörn Einarsson. Óhætt er að segja, að málflutningur hans hafi verið mótaður akademiskri reiðríkju, eins og vera ber á svo virðulegri samkomu, þar sem margir lærðir og málsmetandi menn tóku til máls um svo merki legt viðfangsefni. Mætti ef til vil segja, að ræða próf. Sigurbjarn- ar hafi á köflum verið ítarleg um of, full-akademisk, ef svo mætti segja. En ræðan var frábærlega vel uppbyggð, á stundum með dramatískri rhetorik. Próf. Sig- urbjörn rakti trúarstefnur til 1'orna, guðshugmyndina, lagði á >að áherzlu, að maðurinn væri skapaður í guðs myndi, mannin- um hefði verið fenginn sá hæfi- leiki í hendur að gera sér jörð- ina undirgefna. Hann rakti einn- ig hinar ýmsu stefnur, sem fram hefðu komið á umliðnum öldum, m.a. materíalismann og Darwins kenninguna. Sagði m.a., að krist- inn maður hefði ekkert við það að athuga, þótt því væri haldið fram, að maðurinn hefði þróazt af apa, en hitt væri verra, að maðurinn kynni að þróazt í apa. Próf. Sigurbjörn sagði, að trú og vísindi ættu og gætu haldizt í hendur, og því færi víðs fjarri, að trúin væri vísindunum Þrándur í Götu. Ekki eru tök á því að rekja hina stórmerku ræðu próf. Sigurbjarnar að sinni, en honum. var ágætlega fagnað, er hann hafði lokið máli sínu. Má strax taka fram, að próf. Dungal var einnig mjög vel tekið af fiindarmönnum, enda má segja það, að áheyrendur hafi hlustað af athygli á mál- flutning beggja og verið „loyal“, hverjar sem skoðanir manna annars kunna að vera á efninu, sem um var deilt. Próf. Níels Dungal tók næstur til máls og var uppistaða og inn- tak ræðu hans, að kirkjan hefði frá öndverðu verðið fjandsamleg öllum framförum og vísindalegri starfsemi, og nefndi hann fjöl- mörg dæmi þess, að kirkjan, sú kaþólska, hefði misbeitt valdi sínu, féflett menn og svift lífi. Var ræða hans mjög mótuð af stefnu þeirri, er fram kemur í bók hans „Þekking og blekking“ Próf. Dungal var mjög óvæg- inn í garð kirkjunnar, víða í ræðu sinni, minntist m.a. á, að meira að segja hefði kirkjan bar- sem út kom fyrir nokkurum ár- um. izt gegn almennu hreinlæti manna, og hefði „lúsin aldrei lif- að annað eins blómaskeið, eins og þegar miðaldakirkjan var sem sterkust“. Lagði hann til, að ríki og kirkja yrði aðskilin, og að barnauppeldi yrði með öðrum hætti en verið hefir. Gátu fundar menn ekki varizt því, að próf. Dungal legði meginatriði á það, í gærkvöldi um kl. 10, lýsti Slysavarnafélagið eftir árabáti, með tveim mönnum héðan frá Reykjavík.—Var báturinn þá ó- kominn að landi, en mennirnir höfðu farið út á honum sér til skemmtunar. í gærkvöldi var hið besta veður og ekki talin á- stæða til að óttast um afdrif mannanna tveggja. Á tveggja manna fari. Mennirnir tveir, sem heita Knútur Einarsson og Sveinn Jónsson, blaðinu er ekki kunn- ugt um heimilisfang þeirra, fóru út á bátnum frá Kirkjusandi laust eftir hádegi í gær. Bátur- inn er hvítmálaður, tveggja manna far. Þeir félagar munu hafa haft með sér byssur í þessa ferð og gerðu ekki ráð fyrir að verða lengi úti, a.m.k. ekki fram yfir myrkur. Höfðu þeir því ekki meðferðir neinn útbúnað, til að mæta langri útivist. Milli klukkan 9 og 10 var leit- að til Slysavarnafélagsins, og það beðið aðstoðar, því mennirn- ir á bátnum voru ókomnir að landi. Á Kleppsvík Þær fréttir bárust Slysavarna- félaginu nokkru eftir að lýst hafði verið eftir bátnum, að frá Kleppi hefði sést til tveggja manna á hvítum bát, þar inni á víkinni. Hafði fólkið séð menn- ina fara um borð í eitt þeirra sex skipa, er þar liggja. Eiganda bátsins, Þorsteini Guðlaugssyni, Hofteigi 21, var tilkynnt um þetta.—Ætlaði hann að fara inn eftir og fá bát til að fara út í skipin, til að athuga hvort hugs- ast gæti að mennirnir væru þar. Um miðnætti var hann ókominn og er blaðið fór í prentun, höfðu ekki borist frekari fréttir af mönnunum tveim. í gærkvöldi var ágætt veður, en milli kl. 5 og 7, gerði þó all- snögglega nokkurt hvassviðri, með mikilli úrkomu, en annars var logn. —Mbl. 23 marz NEW GIANT TRACTOR FOR IRAQ A new giant tractor built by Thornycroft Ltd., of London, England, was recently demonstrated at Bagshot, Surrey. This new tractor is designed to meet the requirements of the Iraq Petroleum Co„ for use on the pipeline between Kirkuk and the Mediterranean Sea. It can carry a load of 32 tons and for a gross train weight with semi-trailer, of up to 100 tons. This picture shows the giant during a demonstration at Bagshot recenly. SELKiRK MEIAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum — Skrifið símið til KELLY SVEINSSON 187 Sutherland Ave., Winnipeg Sími 54 358 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORFORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg Phone 924 624 Office Ph, 925 668 Res, 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A..LL.B. Barrfster, Solicitor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA KBDOTMl 447 Portage Ave, Also 123 JENTH ST. BRANDON Ph, 926 885 Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated SldinR — Repairs 632 Simcoe St. Winnipeg, Man DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDINO Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 sem miður hefði farið í hátterni kirkjunnar þjóna á liðnum öld- um, en ræddi hins vegar ekki um trúna sjálfa, í sambandi við vís- indin. Kom það glöggt fram í ræðum þeirra, sem á eftir fóru, eð trú og kirkjan sem vald á hverjum tíma, væri ekki eitt og hið sama. Auk frummælenda tóku þessir menn til máls: Helgi Tryggva- son stud. theol., próf. Símon Jóh. Ágústsson, dr. med. Árni Árna- íon, séra Sveinn Víkingur, séra Jakob Jónsson, séra Pétur Magn- ússon, séra Eiríkur Albertson, og Einar Magnússon mennta skóla- kennari. Má segja, að allir þessir ræðu- menn hafi verið á öndverðum meið við próf. Dungal að flestu eða öllu leyti, nema þá helzt próf. Símon Jóhann, sem virtist hlutlaus og svo séra Eiríkur Albertsson. Voru sumir ræðumanna all- harðorðir í garð próf. Dungals eins og t. d. séra Jakob Jónsson, sem sýndi fram á, að íslenzkir klerkar hefðu jafnan staðið í farabroddi um menningarfram- kvæmdir á liðnum öldum og í dag, sagði m. a„ að ekki skyldi íslenzkir prestar leggja stein í götu héraðslækna við að losa Is- lendinga við lús, og má af þessu marka, að séra. Jakob hafi hent spjót próf. Dungals á lofti, enda var honum mjög vel fagnað fyrir skelegga ræðu. í upphafi fundarins minntist formaður félagsins, Þorv. Garð- ar Kristjánsson, dr. Sigfúsar Blöndals, og heiðruðu fundar- menn minningu hins látna með því að rísa úr sætum. Fundurinn fór ágætlega fram, frummælendum og öðrum ræðu mönnum, svo og stjórn félagsins til sóma, og áheyrendum til ó- blandinnar ánægju og skilningS' auka. —Vísir, 22. marz Talslmi 925 826 HelmiUs 404 630 DR. K. J. AUSTMANN SérfrceOingur i augna, epma, nef og leverka ajúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 6.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Sérfræóingur i augna, eyrna, nef og hálssjúkd&mum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 923 851 Heimaslml 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER. N. DAK. islenekur lyfsali Fölk getur pantaö meöul og annaö meÖ pösU. Fljðt afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur ltkkistur og annast um út- farlr. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnlsvaröa og iegsteina. Skrifstofu talstmi 27 324 Heimilis tal8tmi 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC 8t Mary’s and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 Phone 917 015 H. J. H. Palmason, C.A. H. t. PALMASON & CO. Chartered Accountant* 605 Confederatlon Llfe Bldg. Winnipeg Manltoba Phone 49 469 Radto Servlce Speclallsts ELECTRONIC LABS H. THORKELSON, Prop. rhe most up-to-date Sound Equlpment System. 592 ERIN 8t. WINNIPEG PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers - Soliciiors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 JOHTÍ A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OFFICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, ViÖtalsttml 3—5 eftlr hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELtNR STREET Selkirk. Man Offlce hrs. 2.30—6 p m Phones: Offlce 26 — Rea. 230 Offlce Phone 924 762 Res Phono 726 116 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offtce Hours: 4 p.m.—6 p.m and by appolntment DR. H. W. TWEED Tannlæknir 608 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDINQ Cor. Portage Ave. og Smlth 8t. Phone 926 952 WINNIFBO Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES "The Workfmg Man’s Friend“ Ph: 26464 297 Princbss Strbet Half Block N. Logan SARGENT TAXI Phon* 722 401 FOR QUICK RKLIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPO Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgö. bifreiöaábyrgö, o. m. frv. Phone 927 588 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrctóingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BO. Portage og Oarry St. Phone 928 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEQ Phone 92 8211 Uanagcr T. R. THORVALDBON Your patronage wlll be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Managing Director Wholesale Dlstrtbutors of Frjsh and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 O F. Jonaason, Pres. & Mnr Dlr Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Stml 985 887 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FI8H

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.