Lögberg - 16.11.1950, Page 5

Lögberg - 16.11.1950, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. NÓVEMBER, 1950 5 AH UGAMAL IWENNA Ritatjóri: ENGIBJÖRG JÓNSSON ENSKA STÚLKAN, SEM VARÐ ÍSLENZK Haustið 1874 var 18 ára gömul stúlka á ferð frá Lansing, Michi- gan norður til Dysart-township í Ontario, í heimsókn til föður- bróður síns, sem þar hafði trú- boðsstörf á hendi meðal skógar- höggsmanna. Leið hinnar ungu stúlku lá í gegnum Kinmount þorpið, sem var 50 mílur fyrir sunnan áfangastað hennar. Þeg- ar þangað kom, heyrði hún mik- ið talað um innflytjendur, sem þangað voru nýkomnir frá „ísa- landinu“. Þetta vakti forvitni hennar, því fólk frá því landi hafði hún aldrei séð. Hún sá þar íslenzka konu og leyst vel á hana, en það sem henni var sagt um hag þessa nýkomna fólks rann henni til rifja. íslendingarnir höfðu flutst til þorpsins í von um járnbrautar- vinnu. Þegar þangað kom hafði þeim verið hrúgað inn í bjálka- hreysi, sem bæði voru köld, og of lítil og fá til að rúma alt fólkið, þó það yrði að troðast inn í þau. Börn og veikburða fólk þoldi ekki hina slæmu fæðu og hið illa húsnæði; fjöldi veiktist og dó. Alt þetta og margt fleira mun hin unga stúlka hafa sagt föður- bróður sínum, trúboðanum, þeg- ar hún náði fundi hans; hann fann til samúðar með hinum bágstöddu útlendingum og gerði sér ferð suður til þess að reyna að rétta þeirra hag. Þannig at- vikaðist það að John Taylor, trú- boði, og síðar umboðsmaður kyntist Islendingum, en hin unga stúlka, sem vakti hluttekn- ingu hans í kjörum íslendinga, var bróðurdóttir hans, Caroline Taylor. Sigtryggur Jónasson segir: „Engum enskumælandi manni — að Dufferin lávarði undan- teknum — eiga frumherjarnir íslenzku í Canada eins mikið að þakka og John Taylor“. Og Þ. Þ. Þorsteinsson segir að John Taylor hafi breytt örlögum Is- lendinga meir en nokkur annar maður á fornöld þeirra vestan hafs. Hann forðaði þeim er í Kinmount voru frá því að tvístr- ast í allar áttir og missa þjóð- erni sitt. Ef að skoðun þessara manna er rétt, hvað má þá segja um Caroline Taylor? Það var hið samúðarríka hjartalag hennar, er varð þess valdandi, að íslend- ingar áttu kost á þjónustu föður- bróður hennar; koma hennar til Kinmount olli straumhvörfum í lífi þessa fólks. Og frá þeim tíma fylgdist hún með íslendingum og þoldi með þeim súrt og sætt. Hún fylgdist með þeim til fyrir- heitna landsins í hinu „vilta vestri“, ásamt Taylor fjolskyld unni. — í Nýja-íslandi stofnaði hún skóla strax fyrsta veturinn, og var hún fyrsti kennarinn hér í landi, sem kendi íslenzkum börnum ensku og aðrar alþýðu- skóla námsgreinar. Hún hafði 25 nemendur. Kennslan hefir verið gagnkvæm, því að kennarinn lærði brátt tungu nemenda sinna. Æ v i s a g a Caroline Taylor, Carrie, eins og hún var oftast nefnd, er efni í skáldsögu, því svo margt og einkennilegt dreif á daga hennar. Það hefir verið til þess tekið hve fólkið í þessum íslenzka inn- flytjendahóp hafi verið myndar- legt. Einn hinna gjörfulegu ungu manna hét Sigurður Christop- hersson, fæddur á Neslöndum í Mývatnssveit, 9. júlí 1848. Hann var einn hinna fimm land- skoðunnarmanna er fóru vestur a undan hópnum og völdu ný- lendusvæðið. Svo er honum lýst, að hann hafi verið afburða fjörmaður og hugdjörf hetja, er ruddi sér braut gegnum hvers- konar torfærur. Þessi ungi maður og Caroline Taylor feldu hugi saman. En það ár, haustið 1876, braust út bólu- veiki í nýlendunni, og yfirvöld- in settu hana í sóttkví. Engum var leyft að fara úr Nýja-ís- landi eða til Nýja-íslands. Ekki létu hjónaefnin þetta verða sér urðu ekki heldur fyrir von- brigðum; engjar reyndust gras- gefnar og akurlendi báru ágæt- an arð. Þessum arði var varið til þess að koma upp reisulegum nýmóðins húsakynnum og margs konar umbótum. Félagslíf var þá með miklum þrótt. Þau hjón Sigurður og Caroline völdu sér heimili nær miðbyggðar, og nefndu það Grund; reistu þau prýðilegt íbúð arhús í yndislegum eikarskógi við smávatn; var þar póstaf- greiðsla um nokkur ár. Á há- lendi við vatnið var ruddur prýði legur lundur, og stórt samkomu- hús var byggt; nutu menn þar margrar gleðistundar. Það var því iðulega gestkvæmt á Grund af byggðarmönnum og fleirum lengra að. Sigurður gegndi ýms um ábyrgðarmiklum störfum; til fyrirstöðu. Sigurður ók með brúði sinni í björtu og köldu Þorraveðri suður að Netley- læk þangað sem sóttkvíin var. þar létu þau kynblendingaprest framkvæma hjónavígsluna. Brúðhjónin stóðu, meðan á vígsl unni stóð, norðan við varðlín- una, en presturinn sunnan við hana. (Saga Nýja-Islands III. Th. Jackson). Caroline mun hafa verið fyrsta brúðurin í Nýja- íslandi. Þessi athöfn fór fram 22. janúar 1877. Um vorið fluttu ungu hjónin á heimilisréttar- land Sigurðar suður af Gimli, og nefndu bæ sinn Húsavík. Þar bjuggu þau fjögur ár. Ógæfan hafði ekki enn sleppt hendinni af hinni ungu nýlendu. Haustið 1880 hækkaði Winnipeg- vatn svo gífurlega, að engi flæddu, hey eyðilögðust og margir urðu að flýja hús sín. Afréðu nú margir að flytja burt, þar á meðal Christopherson hjónin. Sigurður lagði nú enn af stað í landaleit. Skal hér ekki rakin landskoðunarferð hans og félaga hans, en Sigurður Christ- opherson nam fyrstur íslendinga land í Argyle-byggð. Hið nýja heimili sitt nefndu þau Grund. Gerðust þau Christ opherson-hjónin leiðtogar í fé- lagslífi byggðarinnar, og heimili þeirra varð annálað fyrir gest- risni. Þau bjuggu þar 24 ár, en iluttu þá til Crecent, B.C. þar andaðist Sigurður 1921 en hún 8. des. 1923, 67 ára að aldri. „Caroline var kona vel ment- uð, fyrirmyndar húsmóðir, eink- ar trúrækin og naut að mak- leikum almennrar virðingar og vináttu Argyle-búa. Islenzku talaði hún vel“. (Sameiningin, 24. marz 1924). Mér hefir verið sagt að Caro- line hafi talað íslenzku svo vel, að henni varð sjaldan á að blanda saman íslenzku og ensku, eins og oft vill verða með Vestur íslendinga. Ég leyfi mér að taka traustataki grein eftir séra S. S. Christopherson, er birtist í jan.- feb. hefti Sameiningarinnar 1950. Lýsir hún gjörla hve þessi mikilhæfa kona, er svo mikið kom við sögu Vestur-Islendinga, varð íslenzk í anda og tram- komu. ☆ Frú Caroline Christopherson Faðir hennar var William S. Taylor; hann var bróðir hins al- kunna merkismanns John Tay- lor, sem hafði eftirlit með land- námi íslendinga í Nýja-Islandi. Ólst Caroline upp hjá honum og hlaut ágæta mentun; annars verður ekki sá hluti ævi hennar rakinn, vegna þess að nauðsyn- leg skilríki eru ekki fyrir hendi. Eiginmaður Caroline var Sig- urður Christopherson frá Ytri- Neslöndum í Mývatnssveit í Suður-Þingeyjarsýslu. Giftust þau í Nýja-íslandi. Fluttust þau hjón þaðan á svæði það, sem nú nefnist Argylebyggð. Land þar er frábærlega frjósamt. Eggjaði jarðvegurinn menn til þess að afla sér auðæfa, sem þar voru falin. Menn völdust þangað, gæddir miklum sálar og líkams- kröftum. Var tekið til óspiltra mála að vinna landið til yrkingar. Menn hann fór þrívegis til Islands innflutningserindum fyrir stjórn ina, og var honum falið að velja byggðarlög fyrir landa hér. Öll þessi starfsemi útheimti iðulega fjarveru Sigurðar frá heimilinu; féll þá í hlut Caroline að gæta bús og barna og sjá um að starf- semi heimilisins og umboðsstörf fengju hagkvæma afgreiðslu. Caroline eða Carie eins og hún var vanalega nefnd varð prýði- lega talandi á íslenzku og las hana einnig mjög vel. Setti hún sig svo vel inn í hugsunarhátt íslendinga, að hún mátti teljast alíslenzk; var ekki annað fund- ið en svo væri; leysti hún hyggi- lega vandræði margra á hinum erfiðu frumbýlingsárum. Marg- ar stoðir runnu undir náknýtta samhygð Carie við íslendinga; eiginmaður hennar var íslenzk- ur; áhugamál íslendinga voru einkamál hennar; faðir hennar giftist íslenzkri konu að seinni giftingu; hin prýðilega ógleym anlega kona systir hennar Sú- sanna, giftist Halldóri Briem; fluttust þau til Islands. Það má með sönnu segja, að Carie yrði íslenzk að fullu. Carie veitti ágæta forstöðu fyrir heimilinu í fjarveru Sig- urðar; voru þau hjón vel sam- hent í öllum fyrirtækjum og störfum. Carie var hæglát hversdag- lega; þegar glatt var á hjalla á heimilinu, þegar margir ungling- ar voru samankomnir, var hún umburðarlynd en eftirlitssöm með hógværum og blíðum fyrir- skipunum, sem kröfðust hlýðni. Húh jók mentun sína allmjög með lestri góðra bóka, sem var, allmikið af; voru bækur þessar ensk ljóðmæli og fræðibækur; kynti Carie sér þessar bækur til mikilla af nota. Minnist ég með mikilli ánægju þriggja bóka, sem eru mér í fersku minni: Eitt var bók með ævisögubrotum mikilmenna, sem höfðu brotist áfram til metorða og virðingar; þá var ferðasaga Stanleys um Afríku, þegar hann var að leita að Davíð Livingstone, var það ágætisbók mjög fræðandi; þá var til Nýja Testamentið á grísku úr eign John Taylors. Fékk ég mikla löngun til að kynnast því. Carie hafði mikla yfirburði yfir það, sem alment gerist á bóklega vísu. Menn litu upp til hennar með velvild og virðingu; létu menn börn sín heita í höfuðið á henni. Vel kunni Carie að meta kosti og manngildi annara, þótt þeir feldust undir hrjúfum feldi; hún unni öllu hreinu og háleitu, vildi styðja alt sem gott var; hinn blíði og rólegi hugsunarháttur hennar gerði henni létt fyrir að setja sig inn í tilfinningar ann- ara með góðsamlegri hluttekn- ingu. Þegar ég nú horfi yfir liðna tíð, virðist mér sem að Grundar- heimilið muni hafa búið yfir mörgum kostum, sem stóðu byggðinni til heilla. En hvernig sem þessu er farið, veit ég þó það eitt, að Grund verður ávalt þeim sem til þekkja heillaríkt tilefni ótal hugnæmra endur- minninga. Það er mikil nautn að vera á gangi innan um hinar öldnu eikur, sem minna á ótal gleðiríkar samverustundir og draumblíðar endurminningar. Þau Sigurður og Carie fluttust um síðir vestur á strönd og lét- ust þar fyrir nokkrum árum. Af sjö börnum þeirra eri; f jögur lif- andi: Sigurveig og Halldór vest ur á strönd og Súsanna og Kjart an í Bandaríkjunum; öll eru börnin mannvænleg og vel látin. s. s. c. Fréttir fró Swan River hvað hægt er að gjöra undir góð- um kringumstæðum. Þetta sumar, sem nú er ný- lega liðið, var að ýmsu leyti ein- kennilegt, fullt af fögrum enda- í kring mun nálægt einn áttundi partur uppskerunnar fljótt verða undir Swan River-bær er að vaxa með miklum hraða og telur nú. . nokkuð yfir 2000 hus fynr utan|___________ ____. fjölda af húsum, sem byggð hafa verið á þessu og síðastliðnu ári. . ., . u * * ,, ,_____ . . , * ? . ... , . snjo, og ma það að nokkru kenna Auk þess var byggt sjukrahus . . , • * þeirn endemis-vitleysu fretta- með ollum fullkomnustu ahold- ... „„„„ raðleggmgum sem latnar voru um og þægindum — stórt hótel og 3 kirkjur í viðbót við 8 sem fyrir voru. Allar stefna þær að sama marki en geta þó ekki orð- ið samferða eða sammála. — Skyldi það nú ekki vera ein or sök til hins mjög viðsjárverða ástands, sem ríkir í heiminum í dag? Ein af áðurnefndum kirkj- út ganga bæði í lofti og blöðum að bíða með að slá akra eftir ágústfrostið — sumir, sem ekki vissu betur, biðu fram í septem- ber, en aðrir voru þá langt komn ir með að slá. — Nei, planta, sem er frosin til dauðs fer ekki fram eftir það. — Það mætti eins vel taka hænsaunga frysta hann til Frúin: — Þarna hafið þér brotið steikarfatið mitt, sem ég keypti í gær; þetta er ljóta slysið. Anna: — I gær mislíkaði yður það, að kannan, sem ég braut þá, hefði verið svo gömul; hún hefði verið erfðafé eftir móður yðar. Nú er þetta fat alltof nýtt. Það er ómögulegt að gera yður til hæfis. UM SKÁLD Eftir PÁLMA Hann sækir oft efni í hulda himins geima hann horfir aldrei gegnum það ský sem útsýn fól, — hann lætur sér það nægja, um dag og veg að dreyma, og döggina sem glitrar við morgunkomu sól. Hann talar bezt þá tungu, sem allir elska og skilja, hans eigin reynsla og þekking er margra gátu-lausn; hann gerir enga tilraun sinn hugar harm að dylja, en hlut af eigin gleði, hann miðlar oft með rausn. Hann yrkir oft um brimið sem berst við kletta-dranga og ber það oftast saman við lífsins ólgu haf; en stundum líka hann yrkir um blæ sem berst um vanga með blíða vinarkveðju, frá því sem stundin gaf. Hann yrkir kannske um fjólur sem gróa í bleikum bala og brosa í litaskrúða við hrjóstrugt land og autt. — Hann dvelur aðrar stundir við drauma fjalla smala sem dregur vonar-rósir í hjarnið kalt og snautt. Hann yrkir kannske um læki og fossa og fjalla strauma, sem frostin heftu í læðing um kalda vetrar stund; hann líkir þeirra böndum við hjartans dýpstu drauma sem dvelja í þrá um sælu, að vorsól kyssi grund. Hann syngur oft um vorið, og sumardaginn fyrsta, því sólskins-drauma hjartans, hann finnur rætast þá. Hann sér í jarðar gróðri, þann guðdóm töfra og lista, sem gamli Jakob forðum við himinstigann sá. Og þó að styttist dægur og dimt sé oft í skugga og dapurt virðist stundum við heima arin-glóð, hann finnur yrkis-efni í frostrósum á glugga, og fléttar í þær liti, og stuðla-bundin ljóð. Þó margir fljúgi hærra, og hafi betra að bjóða, úr bókinni hans smáu, ég margar vísur nam: Við bikar víns í næði, og lífsgildi hans ljóða, ég lifi sælu-stundir, sem — Omar Khayyam! á hænsnakofann og hinkra svo við þar til hann er orðinn full- þroska og feitur! Þó uppskera sé hér víðast frosin og deig þá er hún mikil að vöxtum og hnekkir því ekki til muna af- komu fólks, sem er alment góð. 8. nóvember 1950 Kenville, Manitoba h4in.ín- bgké bgk n.b J. A. Vopni. Alþingi var sett í gær um er sameinaða kirkjan (Meth- .* dauðs, henda honum siðan upp odist and Prespetanan) mikið , , , . , . , hús og veglegt og kostaði ærna peninga. Hin fyrsta gifting í þeirri kirkju fór fram þann 25. þ. m. Robert Halldór sonur Hall- dórs sonar þess, sem þessar lín- ur skrifar, og Allice Tuley fædd í Manitoba af Evrópu-ætt, voru þar gefin saman. — Veizlan var haldin í hinu nýja Walley Hotel. Aðallega er það þrent, sem mætti telja sem aðdráttarafl að Swan River, og er það fyrst dýraveiði á hinu mikla skógl vaxna hálendi beggja megin við dalinn — sem innlendir menn kalla fjöll, og eru veiðimenn þar I Alþingi var sett kl. 13,30 í gær. oft fengsælir bæði á dýr og loð- I Hófst þingsetning að venju með skinn, er hér mikil umferð af guðþjónustu í dómkirkjunni og Bandaríkjamönnum og öðrum prédikaði séra Sveinbjörn Högna um veiðitímann, einnig ferða- son. Að því loknu las forseti ís- langar til Flin Flon, H. Bay og lands upp bréf um að Alþingi annara norðlægra staða. Þá má væri sett. Síðan tók aldursfor- nefna hinar miklu timburtekjur seti, Jörundur Brynjólfsson, sæti á áðurnefndum hæðum, þar hef þingforseta. Minntist hann lát- ir verið höggvið og sagað hlífð- ins þingmanns, Sigurjóns Frið- arlaust í meira en 50 ár og enn jónssonar skálds á Litlu-Laug- er þar skógur til frambúaðar, um í S. Þing., en hann lézt í lefir það verið stórhagur fyrir sumar. bændur og búa lið. Má segja, að Eftir það las hann bréf, þar dalurinn og 6 bæir, sem í honum sem tilkynnt var, að Vilhjálmur eru, séu aðallega byggðir upp Hjálmarsson, 2. þingmaður með heimafengnu timbri. Sunnmýlinga gæti ekki komið Þá er það þriðja, en langt frá til þings að þessu sinni, og fyrri jví að vera sízt, hin mjög svo varaþingmaður hans, Stefán frjósama mold, sem er undir- Björnsson gæti ekki heldur kom staðan fyrir öllum framförum, ið. Síðari varamaður, Björn Ste- t. d. þresktum við upp á gamla I fánsson, kaupfélagsstjóri á mátann bindi með vél sem vikt- Stöðvarfirði tekur því sæti á ar 1001, það er engin ágiskun. Hafraakur sem gaf 100 bús af ekrunni og hveitiakur, sem gaf 46 bussel af ekrunni, en þetta er ekki meðaltal — en sýnir þó þingi. Skiptust þingmenn þá í deildir, og var kjörbréf Björns athugað. Sjö þingmenn voru ó- komnir til þings í gær. —TÍMINN, 11. okt.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.