Lögberg - 17.04.1958, Blaðsíða 8

Lögberg - 17.04.1958, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. APRlL 1958 Fréttir fró Gimli. 14. APRÍL 1958 Úr borg og bygð VEITIÐ ATHYGLII Stjórnarnefnd Sambands- kirkju kvenfélagsins efnir til sumarmálasamkomu fimmtu- daginn þ- 24. þ.m. í Sambands- kirkjunni kl. 8 síðdegis- — Skemmtiskráin er vönduð eins og fyrr, og sýnir Jakob Kristjánsson þar myndir, sem hann tók á íslandsferð sinni í fyrrasumar. Myndirnar eru prýðilega vel teknar og með skýringum Jakobs má mikið af þeim læra á ferð með honum um okkar kæru fóstur- jörð. Þá verður Próf. Haraldur Bessason þar með upplestur til fróðleiks og skemmtunar. Shirley Johnson með vocal solo, Mary Matthíasson með Piano Solo, og Gustaf Kristj- ánsson með vocal solo. — Er allt þetta fólk svo vel þekkt hér að nöfnin ein eru nóg til þess að sýna gildi samkom- unnar og vekja löngun hjá manni að muna bæði stað og stund. Inngangur verður 50c, en kaffiveitingar ókeypis í samkomulok. F. h. kvenfélagsnefndarinnar, Marja Björnson ☆ Icelandic Canadian Club Library The following books are in- cluded in the Icelandic Canad- ian Club library, which is houset with the “FRÓN” library: 1. A Pageant of Old Scandi- navia, edited by Henry God- dard Leach. 2. Three Icelandic Sagas, translated by Margaret Schlauch and M. H. Scargill. (Gunnlaugs saga ormstungu, Bandamannasaga, and Drop- laugarsonasaga). 3. Iceland—New World Out- post, by Agnes Rothery. 4. In the Wake of the Storm, a play, by Lauga Geir- 5- Three Times a Pioneer, by Magnús G. Gudlaugson. —W. K. ☆ Fagnið sumri Skemmtiskrá sumarmála- samkomu Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar er auglýst hér í blaðinu. Ber hún með sér að hér er um ágæta skemmtun að ræða. — Fagnið sumri með vinum ykkar á fimmtudagskveldið 24. apríl; sækið samkomuna. Á sunnudagskvöldið 13- apríl s.l. fór fram einstæð og eftirminnileg athöfn í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg- Voru þá boðnir velkomnir 105 meðlimir, sem gengið höfðu í söfnuðinn nokkra undanfarna mánuði. Er hér um að ræða ávöxt af starfi útbreiðslumála- nefndar safnaðarins, sem starf- að hefir ötullega að þessum málum undanfarið. Paul Goodman, bæjarráðs- fulltrúi, forseti safnaðarins bauð hina nýju meðlimi vel- komna, og Archie McNicholl’ sunnudagsskólastjóri, mælti einnig nokkur orð. Veitingar voru frambornar að afstað- inni guðsþjónustunni; var svo kvöldstundinni varið til að kynnast þessu nýja starfsliði. Er þetta fólk af ýmsu þjóð- erni, en flest þó af íslenzkum ættum. ☆ Mr. Grettir Eggertson raf- magnsverkfræðingur er ný- lega kominn heim ásamt frú sinni úr mánaðarferðalagi suð- ur um Bandaríki. ☆ Mr. Sigurbjörn Sigurdson, fiskiveiðastjóri fylkisstjórnar- innar í Manitoba, er staddur um þessar mundir austur í Halifax ásamt frú sinni, þar sem Mr. Sigurdson situr fiski- málaþing. ☆ — DÁNARFREGNIR — Á fimtudaginn hinn 10. þ.m. lézt að heimili sínu 669 Wolseley Avenue hér í borg- inni Elína Egilsson, 69 ára að aldri; fædd í Calderbygðinni í Saskatchewan, dóttir merk- ishjónanna Mr. og Mrs. Jó- hannes Einarsson; hún lætur eftir sig fimm dætur, Laugu í heimahúsum, Mrs. Kenneth Petch, Comox, B C-, Mrs. Paul Bergman og Fredu í Winnipeg og Jónu í Ottawa. Barnabörn- in eru sjö. Útförin var gerð frá Bardals á laugardaginn- Dr. V. J. Eylands jarðsöng. ☆ Albert Júlíus Goodman, 80 ára að aldri, 677 Maryland Street hér í borginni, lézt á Almenna sjúkrahúsinu síðast- liðinn föstudag; hann var í fjöldamörg ár umsjónarmaður með fiskiveiðum fyrir hönd fylkisstjórnarinnar í Mani- toba; hinn látni var Skagfirð- ingur að ætt, prýðilega hag- mæltur, einkum á lausavísur. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Icelandic Synod Services Sunday, April 20th “Good Shepherd Sunday” Theme: “Men for the Minis- try.” Rev. Dr. V. J. Eylands preaches: Arborg—11:00 A.M. Vidir—1:00 P.M. Hnausa—2:30 P.M- Geysir—4:00 P M. (Icel.) Riverton—8:00 P.M. Rev. Jack Larson preaches: First Luth. Church—11 A.M. Lundar—3:30 P.M. Rev. Eric Sigmar preaches: Selkirk—11 A.M. First Luth. Church—11 A.M. (Icel.) Rev. Edward Day preaches: St. Stephen’s—11 A M. Rev. Clifton Monk preaches: Mountain—10 A.M- Gardar—11:15 A.M. Vidalins—2 P.M. Rev. J. Fullmer preaches: Gimli—11 A.M. Hecla—3 P.M. (Betel—9 A.M.) Rev. Lothar Schwabe prea- ches: Gimli—7 P.M. Útförin var gerð frá Bardals á mánudaginn. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. Albert heitinn lætur eftir sig eina dóttur, Mrs. Helgu Toombo, og tvær systur, Mrs. Elízabetu Anderson og Mrs. Rachel Oddson. ☆ Nýlega lézt á Johnson Memorial Hospital, Jóhannes Gunnar Alexander, 40 ára að aldri. Hann var fæddur í Ár- borg, sonur Mr. og Mrs. Gunnar Alexander, sem bæði lifa hann. Hann lætur eftir sig konu sína Berthu og stjúp börn; ennfremur bróður í Árborg, Thomas Alexander. — Hfið þér mikla reynslu að baki? spurði skrifstofu- stjórinn glæsilega stúlku, sem sótti um einkaritarastarfið. — Það hefði ég haldið, svar- aði stúlkan brosandi. Mér var sagt upp á þremur stöðum þetta ár, alltaf vegna þess, að k o n u r skrifstafustjóranna þoldu mig ekki. Mr. og Mrs. Harold Bjarna- son komu heim fyrir páskana, þau fóru í skemmtiferðalag til Bandaríkjanna 11. marz- Þau heimsóttu séra Bjarna A- Bjarnason og frú í Greenleaf, Kansas, stönsuðu svo í New Orleans, Mississippi og Pensi- cola Beach í Florida, en kalt var í veðri, sagt kaldasta vor í fimmtíu ár. Á heimleiðinni stönsuðu þau í Chicago og heimsóttu þar Mr. og Mrs. Bill Murry; Mrs. Murry er bróður- dóttir Mrs. Bjarnason. Eftir þrjátíu ára vinsæla verzlunar- starfsemi á Gimli, hætti Mr. Bjarnason við verzlunina s.l. haust og leigir nú bygging- una til Gimli IGA Market. ----0---- Þann 7. þ. m. kom Dr. Jó- hann V. Johnson og frú ásamt 4 ára dóttur sinni. Kristínu, í heimsókn til foreldra og tengdaforeldra sinna, Mr. og Mrs. J. B- Johnson að Gimli. Þau fóru til Winnipeg á mið- vikudaginn að hitta þar syst- kini og frændfólk- Á fimmtu- daginn lögðu þau af stað heim til Marshalltown, Iowa. ----0---- Mr. og Mrs. Laurence Stevens fóru í skemmtiferð til Vancouver, B.C. 9. þ. m. — Dvelja þau eitthvað hjá Mr. og Mrs. Dennis McCarty, Mrs. McCarthy er systir Mrs. Stevens. — Mr. og Mrs. Mc- Carthy eignuðust tvíbura syni 12. marz, þeim líður báðum vel og heita þeir Patrick Joseph og Michael KeVin. Mr- Mc- Carthy starfar fyrir T.C.A- flugfélagið. Fyrir rúmu ári var hann færður frá Winnipeg til Richmond, B.C. og líkar þeim hjónunum ljómandi vel þar vestur frá. — Stvens hjón- in heimsækja einnig bróður og tengdasystur Mr. Stvens, þau Mr. og Mrs. Bill Stevens. ----0---- Nú er í undirbúningi sumar- málasamkoma Lestrarfélags- ins á Gimli, sem verður 25. þ. m. — Ræðumaður verður Heimir Thorgrímsson frá Win- nipeg. Barnasöngflokkur frá Gimli og Johnson systurnar frá Árborg skemmta með söng. Einnig syngur Mrs. Shirley Johnson frá Winnipeg íslenzka söngva. Miss S. Stefánsson les sögu- Eftir skemmtiskrá verð- ur kaffi á staðnum (Parish Hall, 2nd Ave.)- Inngangur er 50 cents. Mrs. Krisiín Thorsieinsson KAUPIÐ OG LESIÐ — LÖGBERG! Úlíhd RUGS, UPHOLSTERY, AUTO INTERIORS, cleaned in your home or place of business. Our modern method of eleciric sham- pooing resiores ihe original color and beauly io all maierials. Ready for use wiihin a few hours. All work guaranteed and insured for your proieciion. For free esiimaies PHONE SP 2-7741 OR SP 4-0226. ÚUi&d lÁpholii&Juj Ql&an&M Sumarmálasamkoma Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar verður haldin í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJUNNI fimmludaginn 24. apríl 1958, kl. 8.15 síðdegis SKEMMTISKRÁ: O CANADA ÁVARP FORSETA ...........Rev. V. J. Eylands, D.D. EINSÖNGUR ...............Mr. Hermann Fjeldsted Undirspil SNJÓLAUG SIGURDSON UPPLESTUR ..................Mrs- E- P. Jónsson TVÍSÖNGUR Mr- Thor Fjeldsted Mr. H. Fjeldsted a) LJÓSÁLFAR ..............J6n FriSfinnsson b) SÓLSETURSLJÓÐ ......Bjarni Thorsteinseon Miss Helen Josephson sýnir ágætar litmyndir frá íslandi SAMSKOT TEKIN ELDGAMLA ÍSAFOLD — GOD SAVE THE QUEEN Ollum er boðið til kaffiveitinga á eftir í fundarsal kirkjtmnar. Koniið að fajtna sunirlnu á suniardasrinn fyrsta — að göndum og KÓðuni íslenzkum sið! A Testimonial Dinner The Icelandic National League and the Icelandic Canadian Club are sponsoring a TESTIMONIAL DINNER in honor of SENATOR G. S. THORVALDSON, Q.C. AND MRS. THORVALDSON in ihe Royal Alexandra Hoiel on Monday, April 28ih, 6:30 p.m. Tickets can be obtained from The Electrician, 685 Sargent Avenue, or from any of the members of the committee in charge of arrangements: Judge W. J. Lindal, Rev. P. M. Peturs- son, Mr. G. Levy, Dr. G. Kristjansson, Mr. H. J. Stefansson, Mr. A. Vopnfjord, Consul G. L. Johannson, and at the offices of Heimskringla, 868 Arlington St., and Logberg, 303 Kennedy St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.