Lögberg - 03.07.1958, Blaðsíða 8

Lögberg - 03.07.1958, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. JÚLÍ 1958 Úr borg og bygð Art Reykdal kom til borg- arinnar í fyrri viku í heim- sókn til móður sinnar Mrs. Paul Reykdal, Ingersoll St. Art hefir verið vélsetjari hjá vikublaðinu Progress í Ati- kokan, Ont. í tvö ár; ennfrem- ur skrifar hann fréttir og ýmislegt annað fyrir blaðið, því að hann er vel ritfær. ☆ Mrs. Anna Jones, frá Hecla, Man. hefir dvalið í borginni í tvær vikur í heimsókn hjá dætrum sínum Miss Margaret Jones og Mrs. Webb. ☆ Mrs. Pauline Sigurdson, Morden, Man. og dóttir henn- ar, Miss Petrína Sigurdson, hjúkrunarkona í Minneapolis, komu til borgarinnar á fimmtu daginn úr mánaðarferðalagi vestur á strönd; heimsóttu þær systur Mrs. Sigurdson: Mrs. Grace Johnson og Mrs. Douglas Hill í Oakland og Mrs. Esthre Siddons í Los Angeles, og bróður Valdimar Thorlakson í Oakland. Þær mæðgurnar heimsóttu og vini í Seattle, Vancouver og Banff, og systurdóttur Mrs. Sigurdson í Calgary, Mrs. Gail Thomas. ☆ Einar Sigurdson brá sér vestur til Churchbridge í fyrri viku. Kvað hann horfur þar vestra afar slæmar vegna langvarandi þurka, beitar- lönd skrælnuð og grasspretta lítil; útlit er fyrir að bændur verði að lóga skepnum vegna fóðurskorts. ☆ Séra Friðrik F. Friðriksson prófastur á Húsavík og kona hans lögðu af stað áleiðis til íslands á sunnudaginn í fyrri viku; hafa þau dvalið árlangt vestan hafs, lengst af í Vatna- byggðunum, en ferðuðust þó vestur á strönd og víða um íslendingabyggðir. ☆ Mr. og Mrs. G. A. Williams frá Hecla, Manitoba, voru stödd í borginni í fyrri viku. ☆ Mrs. M. Brynjólfsson frá Riverton kom til borgarinnar í fyrri viku í heimsókn til dóttur sinnar Solveigar, og systur sinnar og tengdabróður, Mr. og Mrs. T. L. Hallgrimson. ☆ Séra Eric H. Sigmar fer í þessari viku ásamt fjölskyldu sinni vestur á strönd í heim- sókn til foreldra sinna í Kelso, Wash., og gerir hann ráð fyrir að dvelja þar mestan hluta júlímánaðar. — Heimilisfang hans þar verður c/o Dr. H. Sigmar, 505 N. Pacific, Kelso, Wash., U.S.A. ☆ Miss Jóhanna Nielsen, frá Montreal, kom til borgarinnar í fyrri viku. Mun hún eyða sumarfríi sínu hjá vinum sín- um hér í borg og á Gimli. ☆ Dr. J. A. Bíldfell, frá Lachine, Quebec, var í Win- nipeg fyrir tveimur vikum; hann sat brúðkaup systurson- ar síns, John Bildfell McRae. ☆ Mr. og Mrs. George Hanson og George sonur þeirra, sem búsett eru í Chicago lögðu af stað í skemmtiferð til íslands í lok júnímánaðar og munu verða fimm vikur í burtu. ☆ — BRÚÐKAUP — Á laugardaginn 21. júní voru gefin saman í hjónaband í Crescent Fort Rouge kirkj- unni hér í borg Jónína Ann Peterson og John Bildfell McRae. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. T. O. Peterson, en brúðguminn er sonur Mr. J. E. McRae, sem látinn er fyrir nokkrum árum og ekkju hans, Hrefnu McRae, dóttur Jóns heitins Bíldfells og eftirlifandi konu hans Soffíu. Að lokinni hjónavígslunni fór fram fjölmenn og vegleg veizla á heimili Mr. og Mrs. Peterson, Wellington Crescent. ☆ — GIFTING — Föstudaginn 27. júní s.l. voru gefin saman í hjónaband að Ashern, Man., þau Frank Gerald Johnson og Verna May Webster. Brúðurin er dóttri Mr. og Mrs. George Webster, en brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Jóhannes A. Johnson, Oak View, Man. Eftir hjónavígsluna fór fram fjölmenn veizla í samkomu- húsi bygðarinnar, og var þar rausnarlega á borð borið. — Skemmtu menn sér við ræðu- höld og söng og því næst þakk- aði brúðguminn alla rausn og góðvild þeim sýnda. Að end- ingu var stiginn dans. Ungu hjónin brugðu sér í brúð- kaupsferð, en hafa reist sér hús að Oak View og setjast þar að búi. ☆ — DÁNARFREGNIR — Mrs. Gertrude Johnson and- aðist á þriðjudaginn 24. júní, 83 ára að aldri. Hún var ekkja Helga Johnson, er lézt 1942. Hana lifa einn sonur Lloyd, ein dóttir Sarah og 4 barna- börn. Útförin var gerð frá Fyrstu lútersku kirkju á fimmtudaginn. Séra V. J. Ey- lands flutti kveðjumál. ☆ Jóhannes K. Benson, Gimli, Man., lézt á laugardaginn, 76 ára að aldri. Hann var fæddur á Gimli og hafði búið þar mestalla ævi sína, nema hvað hann stundaði búskap í Ár- borg um 15 ára skeið. Hann lætur eftir sig konu sína Jónassínu; þrjár dætur, Mrs. Frank Rowlin og Mrs. Claude Smith, báðar í California, og Mrs. Valdi Árnason, Gimli, Man.; sjö barnabörn og tvær systur, Mrs. G. Alexander í Árborg og Mrs. Elizabeth Bell í California. Kveðjuathöfn fór fram í lútersku kirkjunni á Gimli. Jarðað var í lúterska grafreitnum í Árborg. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Eins og á undanförnum ár- um, falla allar guðsþjónustu- gerðir niður í Fyrstu lútersku kirkju í júlímánuði og fyrsta sunnudaginn í ágúst. Kvöld- guðsþjónustur á ensku hefjast 10. ágúst, en hin venjulega starfsemi 7. sept. — Sóknar- presturinn og kona hans dvelja í Norður Dakota, fyrstu vikuna í júlí, og heimsækja ættingja frúarinnar í Dakota, Rugby og Upham. Gerir prest- urinn ráð fyrir að flytja guðs- þjónustu í Upham 6. júlí. — Eftir það gera þau hjón ráð fyrir að dvelja á sumarheimili sínu á Gimli, það sem eftir verður mánaðarins. Ingib j örg Jóhannesson, systir Mrs. Snjólaugar Gillis, 320 Toronto St., andaðist á mánudaginn 30. júní eftir langvarandi veikindastríð. — Hún var fædd að Garðar, N. Dak., 7. júní 1887. Auk Snjó- laugar lætur hún eftir sig 4 systkini: Mrs. Steini Mýrdal og Konráð Jóhannesson, bæði að Garðar; Sæmund Jóhannes son, Minneapolis, og Helga Jóhannesson, Bismarck, N. Dak. Kveðjuathöfn fór fram frá Bardals útfararstofunni á miðvikudaginn kl. 4 og út- förin var gerð frá lútersku kirkjunni að Garðar á fimmtu daginn. Hin látna var lögð til hvíldar í reit fjölskyldunnar að Garðar. ☆ Lutheran Women's League Holds Three Day Meeting Miss I. Bjarnason was re- elected president of the Luth- eran Women’s League of Manitoba (Icelandic), at the thirthy-fourth convention held at Sunrise Lutheran Camp, Husavick June 20, 21, 22, under the auspices of the Gimli Parish. Sunrise Lutheran Camp board reported a successful year. A new boy’s hut has been built and is ready for use. Reports were presented by 22 organizations of the League. Speakers at the con- vention were: Mrs. Edward Day on Prayer; Miss Edith Radley on the Angola Mission; Sister Laufey Olson on The Diaconate; Miss Laura John- son on her Trip to Europe. Other officers elected were: German Honor to Stanley Olafson “Mr. World Trade”— Stan- ley T. Olafson—was decorated last Thursday by the Republic of Germany for his outstand- ing contributions to the pro- motion of international com- merce during the past 30 years. Olafson, manager of the World Trade Department of Los Angeles Chamber of Com- merce, is one of the first Los Angeles businessmen to re- ceive this award. Before members of the Chamber’s Board of Directors, Dr. Eduard C. Schneider, local German consul general, conferred on Olafson the Of- ficers’ Cross of the Order of Merit of the Federal Republic of Germany. In making the presentation, Dr. Schneider said, “Olafson’s attitude toward a healthy two- way trade is well known and appreciated both in the United States, particularly in South- ern California, and in the Federal Republic of Ger- many.” Olafsson, who received a certificate, a red and gold cross and lapel buttons to signify his receipt of the Ger- man order, was especially cited for his inauguration of World Trade Week in 1927. This year’s program of the annual event to be held May 18 through 25, will mark the 32nd consecutive observance of this Week, a celebration that has become world-wide. Olafson joined the Chamber in 1929, following several years of merchandising ex- perience abroad. He was named manager of the World Trade Department in 1942. An honorary consul of the Republic of Iceland, Olafson is considered one of the leading authorities on foreign com- merce in Southern California. He is a past president of the Foreign Trade Association of Southern California. Past President, Mrs. Eliza- beth Bjarnarson, Langruth; first vice-president, Mrs. Flora Benson, Winnipeg; second vice-president, Mrs. D o r a Johnson, Selkirk; third vice- president, Mrs. V a 1 d i n e Scrymgeour, St. James; Re- cording Secretary, Mrs. Bena Freeman, Winnipeg; Corre- sponding Secretary, Mrs. Bertha Hallson, Winnipeg; Treasurer, Mrs. Helga Gutt- ormson, Winnipeg; Asst. Trea- surer, Mrs. Halldora Bjarna- son, Winnipeg. Mrs. Bena Fraeman, Secretary. Bréf fró Vancouver Kæri ritstjóri: — Mér finnast ritstjórnar- greinar þínar ávallt skemmti- legar, sérstaklega ef um pólitík er að ræða, en þó frem- ur einhliða. Rétt á undan nýafstöðnum fylkiskosningum í Manitoba, fannst þér að C.C.F. flokkur- inn, eins og þá var komið, vera fallinn úr sögunni. Sam- kvæmt úrslitunum síðastlið- inn mánudag voru þessar á- gizkanir eintómar hugarvonir. Enginn mismunur er á gömlu flokkunum — annar út og annar inn — og kosninga- sjóður yfirfljótandi á báðar hliðar. C.C.F. heldur áfram að bjóða fram menn á þing, sem eru frjálsir að tala fyrir hönd þeirra, sem ekki geta talað fyrir sig sjálfa. Eftir að kjörtímabili nú- verandi sambandsstjórnar lýk- ur, verður C.C.F. flokkurinn sannarlega fremstur í sögunni, að tína upp brotin. — „Pré- dikarinn“ Magnús Elíasson er vafalaust ánægður yfir góðum árangri undir erfiðum kjörum. Hér á ströndinni er hiti og þurrkur mikill. Vinsamlegast, Marino Johnson Fréttir . . . Framhald af bls. 1 sem við áttum saman á 185 Lindsay. — Er ekki staðurinn beztur, þar sem maður finnur sjálfan sig, finnur sína ham- ingju og gleði? Ef til vill er mismunurinn sá hjá okkur Guðmanni, að hann er raun- sæismaður (realist) en ég er hugsjónamaður (idealist). Ég veit ekki. Gaman var að kynnast Ragnari Stefánssyni — en því miður var sú kynning of stutt, því við hittust sama daginn og ég fór frá Winnipeg. Ég vildi að ég hefði haft meiri tíma til að ræða við Ragnar, sem er annar góður Húnvetningur- Ég vona að allt gangi vel hjá ykkur öllum, að það fiskist vel í vatninu, uppsfceruhorfur séu góðar, og hagstæð við- skipti í búðum. Hátíðahöldin 17. júní fóru víðast hvar ágætlega fram. Veðrið var yfirleitt hagstætt, þó að ekki væri mikill hiti. Um þessar mundir er hér mikil handavinnusýning á Reykjaskóla í tilefni af 40 ára afmæli Kvennasambands V.- Húnvetninga, og þar er m. a. til sýnis púði gerður af Inga Magnússyni á Hnausum. Þessi púði var gjöf frá Guðrúnu Finnson til konu minnar, en okkur þótti hann svo fallegur, að við settum hann á sýning- una. Allir eru hrifnir af lista- verki Inga. Ég slæ botn í þetta, því tún- ið kallar — ég verð að flýta mér að bera á. Ég bið kærlega að heilsa öllum vinum og kunningjum. ROBERT JACK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.