Reykvíkingur - 01.02.1898, Blaðsíða 1

Reykvíkingur - 01.02.1898, Blaðsíða 1
Afgreíðslustofa Reyk- víkíngs er hjá útgef anda, Aðalstræti nr. 8, opxn hvern virk- an dag allan. Nýir kaupendur gefi sig fram. Reykvíkingur. Blaðið kemur út eínu sinui í hverjum mán- uði og kostar í Rvík i kr. um árið, út um land og erlendis burð. argj. að auki 25—5oa. Borgist fyrir lok jiílí. VIII, 2. 1. febrúar 1898. Númerið kostar ÍO a. Líði ykkur öllum sem bezt. Nú í þessurn mánuði, fer jeg eins og vant er til útlanda, að velja mjer nýjar vöru- byrgðir og þar sem kunningsskapur og vel- vild, ríður nú orðið töluverðan baggamun með það, hvar menn kaupa, þá vona jeg að hinir heiðruðu skiptavinir mínir, nær sem fjær, sýni mjer enn þá sömu velvild, sem að undanförnu og kaupi hjá mjer það, sem þeir geta fengið eins ódýrt og hjer hjá öðrum, eða máske ódýrara. — í fjærveru minni hef jeg svo undirbúið að „Reykvíkingur" heldur áfram að koma út eins og að undanförnu. Skyldu bæjarmenn, sem halda blaðið ekki fá það, er það er borið um bæinn, þá gjöri þeir svo vel og vitji þess í búð mína, sem er op- in frá því snemma á morgnana, til seint á kvöldin. Dæmdir skuldaþrjótar. í vor og í sumar, fjekk húsbyggingar- nefnd iðnaðarmannahússins hjá mjer vörur, sem numdu kr. 42,03 aurum. Eptir margar árangurslausar tilraunir að fá þettað borgað á- samt ýmsum skætingi, er jeg ijekkafþví að jeg gaf þeim þettað ekki. Þá að lokum stefndi jeg þeim herrum, Magnúsi Benjamínssyni, sem formanni húsbyggingarinnar og Matthí- asi Matthíassyni, sem þáverandi formanni fjelagsins, og samnefndarmanni M. B.s. Með undirrjettardómi uppkveðnum 16. des. f. á. var mjer tildæmd skuldin að fullu: kr. 8,00 í málskostnað og 5°/o frá sáttakæru- degi. Eptir að jeg hafði fengið afrit af dómn- um, bað M. B. mig að lofa sjer að sýna Matthíasi hann, og lofaði hann að láta mig fá dóminn eða peningana samdægurs. En svo liðu dagar og vikur, að ekki fjekk jeg dóminn til baka, og heldur ekki peningana. Þá er hans var vitjað til M, B. þá átti hann að vera hjá M. M. og þá er hans var svo vitjað til M. M. þá átti liann að vera hjáM. B. — Fjórða janúar bað jeg svo lögreglu- þjóninn, sem er annar stefnuvotturinn, að fara til þeirra, og fá dóminn og að hann yrði svo birtur þeim, en allt fór á sömu leiðina sem áður, að liann fjekk ekki dóminn. Hver vísaði frá sjer, og hinn til hins. Varð jeg svo að fá nýtt afrit til að birta þeim. Það er óhugsandi að þessi lúalegi, lítilmennsku vesalegi mótþrói, hafi stafað af öðru en því, að reyna að krafsa í bakkann svo lengi sem unt var, með sína aumkvunarlegu peninga- þröng, sem stafar af gortaralegum þembings- skap, og flónskulegri óframsýni forkólfanna, því fjelagið í heild sinni átti engan þátt í þessari krakkalegu, vanhugsuðu, fásinnuflæm- ings undanfærslu, sem gjörði þá bara hlægi- lega. ___________ - Verzlunareignaskipti. Sú fregn flaug hjer um bæinn, um ára- mótin, að fyrverandi farstjóri D. Thomsen hafi keypt verzlun föður síns, og að hann taki á móti henni nú þegar, eptir aðbúið er að gjöra upp vöruupp-talninguna. Söluskil- málarnir eru hermdir að vera þessir: að D. Th. eigi að gefa 25 þúsundir fyrir hús og lóð, og allar vörur með 50°/o afslætti. Uti standandi skuldir fyrir io°/o — eða sem um semur og borga svo einungis eptir hentug- leikum. Það er þó mjög gleðilegt að það varð þó ábýli úr þessari selstöðunni, en hverj- um skyldi það vera að þakka? — Andlegr- ar stjettar „Generalar", eru á stundum fínir „spekulantar", í málum þeim, sem þá eða þeirra varðar, en örðugt veitir þeim eins og öðrum í upphafinu endirinn að skoða. Hinn nýi barnaskóli Reykvíkinga. Sökum hins milda tíðarfars, þá er nú komið langt á veg að grafa fyrir barnaskóla- grunninum, og allmikið er nú búið að kljúfa af grjóti til grunnsins og þegar keyrslufæri fæst, er verið að draga það að grunninum.— Frá tveimur trjesmiðum hefur komið að sögn tilboð að setja upp skólann, annað frá Jóni nokkrum Sveinssyni; — hann býðst til að setja upp skólann fyrir 12 þúsund krónur auk lo°/o sama sem 13 þúsund og 2 hundruð krónur, hitt tilboðið var frá öðrum — 12 hundruð krónum lægra. En á hverju að þessir herrar hafa byggt sín tilboð, er óskilj- anlegt, þar sem þá var ekki ákveðið hvað

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.