Sunnanfari - 01.09.1892, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.09.1892, Blaðsíða 1
VerS 2 kr. 50 eura árg., borgist fyrir 15. október. Augljsingar | 20 a.'raegm- ij) raálslina; 25 J aura’smáletur. tEBees' II3 3 A. SEPTEMBER 169S Kristinn Magnússon er fæddur í Brautarholti á Kjalarnesi 2. Marz 1827; hann er sonur Magnúsar bónda Sigurðarsonar og Solveigar Kortsdóttur, sem þá bjuggu þar. Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum fyrst i Brautarholti í 7 ár og síðan á Hjallasandi i Brautarholtshverfi, þar til vorið 1840 að foreldrar hans komu honum til Péturs bónda Jónssonar í Höskuldarkoti i fieira, og á árunum 1858—75 smíðaði hann alls 220 skip og báta. Árið 1865 var hann kosinn til að fara á iðnaðarsýningu í Björgvin, og árið eptir keypti hann i félagi með tveimur öðrum þilskip, og var það fyrsti visir til þilskipa útvegs á innnesjum við Faxaflóa. Arið 1866 fékk hann lifstíðar ábúð á Engey og tók hann þá að slétta túnið, sem þá var allt þýft og hefir hann sléttað af því rúmar 20 dagsláttur. Arið 1872 fékk hann heiðursviður- Kristinn Magnússon. Njarðvíkum til að læra skript og reikning og þar dvaldi hann í 4 ár. þaðan fór hann vorið 1844 til Péturs bónda Guðmundssonar i Engey og var hjá honum þangað til árið 1852, er Pétur drukn- aði. Árið eptir kvæntist hann Guðrúnu dóttur hans og tók þá við búsforráðum í Engey og hefir hann búið þar síðan. Fyrst stundaði hann mest sjáfar útveg og var fyrirmynd sjómanna við Faxa- flóa í mörgu, er sjómensku snertir. Hann gerði sér mikið far um að bæta skipalag, segl, útbúnað og Jón Haldórsson. kenningu frá iðnaðarsýningunni í Kaupmannahöfn fyrir hreinsun á æðardún. Hann hefir verið styrktarmaður margra nyt- samra fyrirtækja. Hreppstjóri og hreppsnefndar oddviti var hann um lángan tima. Kristinn er enn ern og úngur í anda; hann er fróður um mart og hinn skemtilegasti í viðræðum. Nú er hann blindur orðinn fyrir nokkurum árum. [Eptir skýrslu frá Pálma Pálssyni].

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.