Austri - 01.07.1916, Blaðsíða 1

Austri - 01.07.1916, Blaðsíða 1
í BJaðið kemur út 4 sinn- am á mánuði hverjura, 42 ark'r minst til næsta nýárs. Bla'ið kostar um árið hór á landi aðeins 3 kr., erlendis 4 kr. Gjalddaj'i 1. júli hér á landi; erlendis borgist lslaðið fyrirfram. TJppsögn skrifleg buidin v'ð áramót, og ógild nema komin sé til ritstjóra íyrir \. október og kaupandi sé sku'dlaus við blaðið. Inn« lendar auglýsingar, 40 aura hver centimetri dálks o® toriðjungi dýrara á 1. siðu. XXVI. Ar. Seyðisflrði, I. júlí 1916 NR. 32 Tombölu og Lotteri heflr kvenféiagið „Kvik“ ákveðið að halda hinn 27. ág. n. k. til ágóða fyrir kirkjubyggingársjóð Seyðfirðinga. J’eir, sem styðja vilja að þessari eflingu sjóðsins með gj^fum, sendi þ»r til undirritaðra sem þakklátlega veita þeim mótt^ku. Seyðisfirði, 1. júlí 1916 Gaðrim Gísladóttir Vilborg Þorgilsdóttir Ingibjörg Nielsen ^óronn Þórarinsdóttir Mary Jónsson Betzy Guðmuudson Anna Wathnt, Bráðabirgðalög nm heimild handa lands- stjórninni til ráðstafana til tryggingar aðflútningum til landsins. Vér Christian hinn tíundi, af guðs náð Danmerkurkonungur, Vinda og Gauta hertogi í Slesvík, Holsetalandi Stórmæri Léttmerski, Láenborg og Aldenborg gjorum kunnugt: Stjórnarráð vort fyrir ísland hefir þegnsamlegast tjáð oss að nauðsynlegt •ð nu þegar að gjöra ýmsar rá?staf< anir til þess cð innflutningur varnings til íslands frá Breflandj heftist eigi með pllu og verðum vér því að telja brýna nauðsýn til pess að gefa út bráðabirgðalpg samkvæmt 11. gr. stjórnarskrárinnar um heimild handa landsstjórninni til ráðstafana til tryggingar aðflutningum landsins. fví bjöðum vér og skipum: 1. gr. Báðherra Islands veitist heimild til að setja með reglugjprð eða reglu- giörðnm þau ákvæði um verzlun og siglingar til og frá landinu er nauð- synleg hykja til þess að tryggja að- ílutninga til þess. Iteglugjorð má á- kveða sektir fyrir brot á henni og meðferð mála út af brotum gegn henni. 2. gr. Lðg þessi eðlast þegar gildi. Eftir þessn eiga allir hlutaðeigend- ur að hegða sér. Gefið á Sorgenfri-höll 24. mai 1916 undir vorri konunglegu hendi og innsigli. Chnstían R, (L. S.) Einar Arnórsson Reglugjorð um ráðstafanir til að tryggja verzlun landsins samkvæmt heimild í 1. gr. bráðabirgðalaga 24. raaí þ. á., u,n heimild handa landsstjórninni til ráð- stafana til tryggingar aðflutningum til landsins, eru bér með sett eftirfarandi fyrirmæli. I- gr. Bannað er að flytja út frá íslandi hverskonar farm eða farmhluta, í öðr- um skipam en þeim, er í ferð sinni til ákvorðunarstaðarins koma við í brezkri hofn. Þetta gildir þó eigi nm skip er héðan fara beint til Ame- riku, með farra eða farmhluta, ef ræðis- maður Breta hér, veitir samþykki sitt til þess. 2. gr. .Iðuren s’ ipa megi farmi eða farm- hlnta er í 1. gr. segir. fit í skip héð- an til útlacda, skal skipstjóri undir- rita og afhenda lögieglusfjóra eða umboðsmanni hans, skuldb'ndingu um viðkomu í brezkri höfn svo sem í 1. gr. að ofan er fyrir mælt. 3. gr. Brot gegu ákvæðum reglugjprðar þessarar varða sektum alt að 10 þús- und krónum. Bæði sá er út lætur flytja og skipstjóri án þess aðákvæð^ «m 2. gr. sé fnllnægt skal sekur tal- jnn við ákvæði 2. gr. Skipstjóri er brýtur án alment óviðráðanlegra at- vika, skuldbindingu gefna samkræmt 2. gv. skal sæta sömu sekttíin. Skip og farmur ei að ve9i fyrir sektunnm. 4. gr. Sá er byrjar að skipa út, án þess að slik skuldbinding sé gefin, sem í 2. gr. segir, skal sæta sektum frá 200—10000 krónum og telst bæ^i sá er út lætur skipa og skipstjóri, sekur um þetta brot. Skipstjóri sem án al- ment óviðráðanlegra atvika brýtur skuldbindingu sína er hann gefur sam» kvæmt 2. gr,, skal sæta sektum 10000— 10ö#00 krónur. £á er ákveða skal sektir, skal taka hliðsjón til verðmætis pess sem flytja skal eða flutt er í skipi. 5. gr. Með mál útaf brotum gegn reglu- gjörð þessari skal fara sem almenn lögreglumál. J.ður en dómari úrskurði sektir áu þess að mál fari undir dóm skal málið borið undir stjórnanáðið. 6. gr. B.eglugjörð þessi öðlast gildi þegar í stað. í Stjórnarráði íslands 24. júní 1916. I fjærveru ráðherra El. Jónsson. Jon Hermannsson. R e g 1 u r nm flokknn og merking nllar. I. flokkur: 011 hvít vorull, sem er blæfalleg, vel þvegin og vel þur. II. flokkur: 011 ull, sem er algul, bæði tog og þel, leirlituð, sendin, blælját, flókar og ull, sem er ílht þvegin og íll þur. III. flokkur: 011 svört ull, sem er vel þvegin og vel þur. IV. flokkur: 011 mislit ull, og svört ull, sem ekki getur talist til þriðja flokks. V. flokkur: Vel þvegin og vel þur hanstull. Merkja skal hvern sekk þannig: Efst á hliðinnz sé stimpilmerkið „ÍS- LAND“. í lína neðar sé rómversk tala, er sýni hve~jum ílokki ullin til- heyri. I línu þar fyrir neðan sé skammstafað, þó ekki með færri en 2 bókstöfum, nafn ullarseljanda. í neðstu línu, skal vera áframhaldandi tölui03, sto að sjáist sekkjatala sú, sem hver ejnstpk verzlun eða kaup- félag sendir eða selur til útflutnings. í sf jórnaráði íslands 25febr.lfI6 Einar Arnórsson. Jon Hermannsson. N ý b ó k. „Sálin vaknar-*, saga eftir Einar Hjerleifsson, gefin út í Reykiavik 1916, af ]?. Gíslasyni. Okkur konunum þykir vænt um það sem vel er tætt. Ogíi’ er margskon- ar tóskapur, og ýmiskonar vinna. unn-. in bæái af konura og kprlum, sem líkja má við ofannefnt. En hvað segir cú þjöðin um þessa vinnu E. H.? Óefað fær hún misjafna dóma, og ritdómar verða að líkindam margir. — (þetta á ekki að heita ritdómur,'. En mig langar til að þakka höf, fyrir söguna; þar er viða komið við, og sumstaðar lýst sjald- gæfum atburðum. Eg byrjaði að lesa bókina um hátta- tíraa, en fann ekki til svefns fyr an nokkru eftir að bókin var búin, — og óskaði eg þá að vera orðin eitthvert gott efnj í sogu handa slikum höfundi. — pað yrði of langt mál að rekja efni bókarinnar, eg vona að flestir lesi hana, og finui gullkornin sem þar er verið að sigta úr soranum. Soguhöf. tekst þir (sem fyr) ágæt- lega að lesa á sögupersónur sínar, með eígin en ekki annara augum. Sérstaklega viidi eg roega benda mönnum á kaíla í bókinni, frá blað- siðu 77 — 89, þar sem göraal og fátæk ekkja er að tala við ungan ritstjóra, sem finst það vera lítillæti af sér að tala við hana, en hann kemst að því að þarna er engin hversdagskona, og ejtt meðal annar.*, sem hún talar er þetta: „Lið eruð altaf að drekka ykkur drukkna. Eg gæti bszt trú ,ð því að Guði sýnist þið vera að drekka ykkur vitlausa. Sumir drekka líkama rinn fullan í áfengi. ejns og hann Bjarni minn. Aðrir drekka sál sína fulla í gróða- löngnn og valdafým og alskonar heimsku".,— — — — „Já hvað er kostui? Hvað er ókostur? Guð veit það, eg vejt það ekki“. „Sálin er gnllþing í gleri“, sagði skáldið okkar góða. En hvernig geym« nm við þetta dýra þing! — Hvornig geymir þú þína sál? Er það ekki þessi eða eitthvað lik spurning sem Einar Hjprleifsson er að leiða lesendum sínum fyrir sjónir í hverri sögu. En hvei-t er svarið? Eg get ekki svarað, en þ a k k a ð, og óskað eftír meiru. Kona.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.