Stefnir - 13.02.1897, Blaðsíða 2

Stefnir - 13.02.1897, Blaðsíða 2
2 íslandi, liefir frá ónefndum höfðingsmanni, sem býr í kaupstað einum á vesturströnd .7 ót- lands, fengið að gjöf* norskt trjehús (vitla), sem að líkindum verður notað sem bráðabyrgð- ar einangrunarstofnun fyrir eina tíu sjiiklinga t. a. m. á Akureyri, sem er norðan til á lslandi«. J>að sjest á þessu, að sá heiðursmaður, sem gefið hefir húsið, hefir sjálfur tiltekið staðinn og tilnefnt lireint og beint Akureyri; oss þykir nú ótrúlegt, að þeir sem eiga að ráðstafa gjöfinni, hvort sem það er þessi nefnd (líklega sjera Jón Sveinsson og einhverjir með honum) eða stjórnin, að þeir fari að brjóta út af fyrirmælum gefandans, en óhugsanlegt er það þó ekki, en það ættum vjer Norðlend- ingar eigi að láta viðgangast, og tilgangur- inn með þessum línum er, næst að skýra al- menningi frá þessari rausnargjöf, að skora á menn að hafa vakandi auga á þessu máli, sem hefir eins mikla þýðingu fyrir oss, og mörg þau mál, sem kölluð eru velferðarmál. Kl. J. ÍSLANDSKORTIÐ NÝJA. Loksins höfum vjer fengið kort af fs- landi, hentugt við kenuslu í skólum og heima- húsum. Útgefandi þess er hinn góðkunni barnaskólakennari Morten Hansen íReykja- vík, sem nýlegagaf útlandafræði fyrir barna- skóla, er óhætt má fullvrða að sje ein af beztu alþýðukennslubókum, er vjer höfum. Undarlegt er það, að hinir mörgu og dug- legu bóksalar vorirogforleggjarar skuli ekki fvrir löngu síðan hafa gefið út slikt kort. Ollum hefir verið kunnugt, að þörfin fyrir það hefir verið mikil, og hlaut því að vera fjárvænlegra að gefa það út, en sumar bæk- urnar, sem prentaðar hafa verið á síðari árum. Sumir myndu hafa kosið, að kortið hefði verið heldur stærra, En þó hefði þessi stærð átt að nægja ef lítbreytingum væri allstaðar haglega fyrir komið. Sýsl- urnar eru viðasthvar glögglega aðgreindar með litum, þó liefði lithreytingin átt að vera gleggri rnilli sumra sýslnanna, t. a. m. Kjósarsýslu ogBorgarfjarðarsýslu, Snæfells- sýslu og Dalasýslu Skagafjarðarsýsiu og Eyjafjarðarsýslu. Til þess þurfti ekki fleiri liti, heldur aðeins aðra niðurröðun litanna. Aðgreining hrauna, sanda og jafnvel jökla, er ekki heldur svo ljósfyrir viðvaninga sem æskilegt væri. Auðvitað er örðugt eða jafn- vel ómögulegt að gefa ölluþessu sjerstaka liti, af því að sýslurnar eru aðgreindar með litum. Heppilegast væri ef til vill að greina sýslurnar sundur með strykum, sem bæru glöggan lit af grunninum; það ætti að verða fullljóst, einkum þegar á kortinu sjást helztu örnefni, sem á sýslumótum liggja; en þá yrði h.ægra að leggja sjerstaka liti í jökla, hraun og sanda o. fl., sem nauðsynlegt er að greina ljóslega hvað frá öðru til að gjöra viðvaningum auðveldara að finna það og f'esta í minni sínu. *) Leturbreytingin er eptir mig. Ekki er kortið alveg laust við villur; Uxahver er t. a. m. iluttur norður á Tjör- nes; en þó munu ekki finnast margar skað- legar villur í því. Smávegis ónákvæmni kem- ur ekki hjer til grcina; slikt kort sem þetta er ætlað til að gefa nemandanum nokk- urnvegin glöggt yfirlit vfir landið, en ekki verður heimtað að það sýni hvern fjörð nða hvern landshluta alveg nákvæmt. J>ótt oss virðist að kortið hefði getað verið að sumu leyti heldur gleggra en það er án kostnaðarauka, þá má vel vera, að sum- um öðrum sýnist hið gagnstæða. En hvað sem því líður, munu allir verða á eitt mál sáttir um það, að kortið sje mjög þarft og góður gripur og kunna útgefandanum beztu þökk fyrir starfa sinn. Kortið kostar aðeins 1 kr. og er því vonandi, að menn horfi ekki í að kaupa það. Hingað til hefir víða verið lítið les- ið um ísland, og það jafnvel í sumum barna- skólum, þar sem almenn landafræði er þó kennd. Orsökin mun aðallega hafa verið sú, að hentugt íslandskort hefir ekki verið fáanlegt; en allir vita að landafræðisnám án korts er ekki einasta óbærilega erfitt held- ur og næstum gagnslaust. Nú ætti þetta að lagast, og hver kennari ætti hjer eptir, að leggja mesta áherzlu á að unglingar nemi vel og vandlega þann hluta landafræðinnar, sem ísland snertir. J>að má sama segja um sögu íslands og landafræði þess, að hún hefir enn verið látin sitja mjög á hakanum fyrir hinni al- mennu veraldarsögu, sem þó er alveg rangt og gagnstætt siðvenju annara þjóða, en á rót sína í því, að hjer er ekki til nein nýtileg kennslubók í íslandssögu. Óskandi væri að einhver af menntamönnum vorum vildi verða til þess, sem allra fyrst, að rita ágrip af íslandssögu, hentugt fyrir ung- lingaskóla. Einkennileg starfshvatning. (Lauslega Jjýtt.) Hið litla furstadæmi Montenegro liggur, eins og kunnugt er, í nágrenni við Tyrkjann, og íbúar þess hafa Öll þau ár, sem liðin eru síðan hann fjekk fast aðsetur hjer í álfu, ver- ið neyddir til að æfa sig í vopnaburði og vera til taks, nætur sem daga, til að verja sjálfa sig og land sitt gegn árásum hans, enda er snarræði þeirra, hreysti og kænsku í hernaði, viðbrugðið. Hinar stöðugu heræfingar ogvopnaburð- ur hefir haft þau áhrif á landsfólkið, að það lítilsvirðir allan iðnað og verklegar framfarir, og hefir það því orðið að kaupa flestar iðn- aðarvörur annarstaðar frá. Fursta þeim, er nú stýrir landinu, og sem auka vill alla menning íbúa þess, er fullkomlega ljóst að öll þörf er á að þegnar hans temji sjer iðnað og verklegar íþróttir, en er til slíkra fram- kvæmda kom, fjekk hann við mikla erfiðleika að stríða, því hinir vopndjörfu synir Svörtu- fjallanna álitu það lineisu að gjörast hand- iðnamenn. Eurstinn hjelt þó sínu áformi áfram eigi að síður, og gjörði ráðstafanir til að koma því fram. Hann byrjaði á málm- smíðaiðnaði og ijet byggja smiðjur víðsvegar um landið, en hvernig sem liann bað og skip- aði vildi enginn af lians trúu þegnum vinna í þeim. J>á tók furstinnþað ráð að fara sjálf- ur í eina smiðjuna og vinna þar allan dag- inn frá morgni til kvelds, ogþað dugði; næstu daga buðu sig fram margir ungir menn til að læra handverkið, hvers iðkendur )rrðu að sögn liinir sterkustu menn, Iiigi gekk betur að koma á skógjörð í landinu, allar tilraunir furstans í þá átt urðu lengi vel árangurslausar, menn skutu skoll- eyrum við bænum hans Og fortölum, því eng- inn gat fengið af sjer að leggja síg niður við að gjöra sjer á fæturnar. Að síðustu settist furstinn sjálfur við skósmíðar og það hreif, eptir að furstinn sjálfur fór að fást við skó- gjörð, fóru þegnar hans að hafa gaman af að læra hana og iðka, svo eigi varð skortur á nemendum í þeirrí grein. Að siðbæta þjóð sína á þennan hátt, kann að þykja kynleg aðferð, en árangurinn hefir sýnt að lmn er ekki óhentug. * * * Mun eigi eitthvað skylt þessu eiga sjer stað á Islandi og víðar; hjúín vinna einatt svo bezt verstu verkin, sem álitín eru að vera, að húsbændurnir vinni með og sneiði eigi hjá þeim þogar svo ber undir. Og svo mun bezt verða hvatt til og vakinn áhugí á framleiðshi og verklegum störfum í landinu, að fyrírfólk sveita og bæja (sem kallað er), vinni með í viðlögum. Einnig að hinn rótgróni, en aula- legi og skaðlegi hleypidómur sje niðurbældur og upprættur, að hin svo kölluðu erfiðari og grófari störf, svo sem sauða- og gripahirðing, fiskiróðrar, jarðræktarstörf, torfverk og grjót- verk, húsabyggingar, sumar smíðar og flutn- ingsvinna, sje eigi í alla staði jafn heiðarleg og mikílsverð og jafn nauðsynleg til almenn- ingsgagns og þjóðþrifa, ogjhin svo? kölluðu fínni störf, svo sem skrifara- og reikningsstörf, kennara- og búðarstörf o. s. frv., þó föt manna láti stundum minna ásjá við þau. Svo gjörðu menn vel í að athuga það, sem margír hafa ranga hugmynd um, að sum fínni störfin eru eigi minna þreytandi og engu síður heilsu- spillandi (ef til vill fremur) en þau grófari, því kyrsetu störfin eru jafnaðarlega verri fyrir heilsu manna, en þau störf, sem mikla hreyf- ing þarf við, og einatt miður skemmtileg. Rangárvallasýslu 9. des. 1896. (frá frjettaritara Stefnis). Nú má heita að jarðskjálptarnir sjeu úti; hinn síðasti jarðskjálpti, sem fannst talsvert almennt, var á síðasta sumardag. Að vísu hefir orðið vart við mjög væga kippi á stöku brejum síðan, en ekki almennt. Hvað afl eiði n g ar jarðskjálptanna fvrir efnaliag íbúanna snertir, er tæplega enn hægt að sjá pær fyrir til hlýtar, en þær koma fyrst fram í því, að bændur lóga nú í meira lagi af fjenaði sínum, einkum lömbum, þar sem heyskapartíininn varð svo endasleppur, og' hjálpaði þó mörgum, að þeir áttu talsvert af gömlum heyjum. Allflestir eru nú búnir að koma uj>p því, sem bráðnauðsynlegast var af bæjar- og

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.