Framsókn - 01.08.1900, Blaðsíða 1

Framsókn - 01.08.1900, Blaðsíða 1
Kostar hér á landi i kr,, iitanlands kr. 1,50. FRAMSÓKN. BLAÐ ÍSLENZKRA KVENNA. Gjalddagi /, júli. Uþpsögn skrijl. f. /. okt. VI. ár Reykavík, Ágúst 1900. 8. tbl. Hagar. Að íjrafa glóðheitan, gráan sand er geigvænlegt ferðalag, þá sólin brunar beint yfir höfði um brennandi heitan dag; og þorstinn er þvingandi sár, og þörf er á hvílureit, og krukkan er orðin alveg tóm og auk þess brennandi heit Kom Ismael, elsku barnið að örþjáðrar móður kinn, ó, eyðimörk þessi er ekki svo hörð sem Abraham faðir þinn. Hún lokkar engan með falsi og flærð og fleygir þeim glapta svo brott, hún býður fram ekkert annað en sitt, þótt ekkert af því sé gott. Já, þorstinn er sár eins og sverð — en sárara miklu það er að vera fallin sem frilla í synd og flæmd út á óbyggðir hér. Menn leika ei þannig hin frjálsbornu fljóð, þeir forðast slíkt vogunarspil, en réttlausa skoða menn ambáttarást, svo ekkert það geri til. Hann gerðist minn þræll og mér gull sitt bauð — já guð það allt saman veit, — hann hringaði sig eins og höggormur um það hjarta, er sundur hann sleit. Eg elskaði’ hann, elskaði’ hann heitt, og allt eg að vilja hans lét, mér fannst sem eg næstum því fagna þá, er frjalsborna kvinnan hans grét. Þú alvaldur himnanna háu, þú harðúðga refsigoð! hin sárbeitta skálm, er oss sundur sleit, hann sagði, að væri þitt boð, „Rek ambáttarsoninn á eyðimörk —“ Var orðsending slík frá þér? „því nú hefur Sara son þér fætt, sá sonur frjálsbormn er“, Þau orð voru ósönn, drottinn, þú aldrei hefur þau sagt, þú ert réttlætið eitt — hans illgjarna fljóð hefur orð þau í munn hans lagt. þú skapaðir engan sem ambátt og þræl, þú óllum vilt senda þinn frið; eg fell í sandinum fram á mín kné og fyrirgefningar bið! O, sonur! nú sé eg nokkuð í svip þínum fyrsta sinn, því út frá þér lifna mun ættbogi stór þú elsku sonurinn minn; þá hefna þín börn fyrir harðúð og tál og hörðustu móðursorg, og allt þetta land þau eignast þá og Abrahams niðjanna borg. Guðm. Magnússon. Heimsfundur „Hvíta bandsins" eða kristilegs alheimsbindindisfélags kvenna var haldinn í Edinborg 23.-28. júní síðastliðinn. Rúmt hálft þriðja hundrað fulltrúa mættu þar fyrir hönd flestra þjóðerna undir sólunni. Lafði Henry Somerset var í einu hljóði kosinn forseti; hún er hinn fyrsti forseti eftir Frances Willard, sem stofnaði félag þetta, og veitti því frábæra forstöðu meðan henni entist aldur til. Lafði Henry er allra kvenna kurteisust í allri framkomu og svo vel máli farin, að flestir telja unun að hlusta á hana. Hún hefur framúrskarandi þýða og aðlaðandi rödd og hvert orð, sem hún segir, heyrist jafnvel í afarstórum söl- um. Ræður hennar eru líkastar fögru kvæði, fögru að efni og búningi og prýðilega vel bornu fram. Þó engin kona talaði af slíkri list sem lafði Henry, mátti segja að flestar þeirra töluðu afbragðsvel, og jafnvel afturhalds- blöðin gerðu orð á því, hvað allt sem að fundinum laut héfði farið vel og vanalega úr hendi. Bæjarbúar sýndu fundarkonum allan sóma. Bæjarstjórnin hélt stórt og mikið heimboð þeim til heiðurs; stóð það hóf í bygg- ingu vísinda- og listasafnsins. Bæjarstjórarnir 50 talsins stóðu í löngum röðum, skrýddir skarlatsrauðum skikkj- um skósíðum til að taka á móti gestunum, sem voru á fjórða þúsund. Utan kristilegrar kirkju, sem berískauti sínu allar framfarir og utnbætur, hefur aldrei verið stofn- að félag með eins víðtækum tilraunum til að bæta úr þörfum manna, eins og kristilegt alheimsbindindisfélag kvenna, og ef til vill hefur ekkert félag átt betri kröft- um á að skipa. Dag frá degi læra konurnar betur og betur að þekkja krafta sína og nota þá. Frances Will- ard kallaði „Hvíta bandið": félagsskap móðurástarinnar. Það er eitt af verkefnum 20. aldarinnar að leiða í ljós

x

Framsókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn
https://timarit.is/publication/151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.