Framsókn - 01.08.1901, Blaðsíða 2

Framsókn - 01.08.1901, Blaðsíða 2
Viðurkenning um íslenzka tövinnu og hannyrðir. Eitt af því, sem stendur vellíðan hér svo tilfinnan- lega fyrir þrifum, er það, hvað erfitt það oft er að gera sér tfmann að peningum. Bæði höfum vér Islendingar almennt fáa mögulegleika til þess að geta gert tímann oss sæmilega arðberandi, og svo kunnum vér lítið að því, að framkalla þá mögulegleika, semtil kunna að vera og nota þá. Það er náttúrlega afarlangt mál að fara út í hvaða iðnaður hér mundi þrífast og væri hér hentastur, og það er að eins eitt atriði, sem eg hér ætla að minnast á í sambandi við það, sem er fyrirsögn þessarar grein- ar, en það er heintilisiðnaður, einkum ullarvinna. Ars- tíðunum og áhrifum þeirra á lifnaðarhætti manna hér er svo varið, að hér er mikill tími, sem ekki verður notað- ur nema til sessvinnu, einkum hvað kvenfólkið snertir, og þá er spurningin þessi: hvaða sessvinnu er hægast að vinna og gera sér arðberandi ? I sumum löndum er mikið gert að heimilisiðnaði og hann styrktur stórum af landsfé. Heimilisiðnaðarfélagið norska var stofnað 1891. Fyrstu árin fékk það 7,000 kr. styrk úr landssjóði, 1900 fékk það 20,000 kr. styrk. 1892 seldi það heimilisiðn- að fyrir 21,000 kr. og árið 1900 fyrir 162,000 kr., sem að mestu fara til fátæks fólks út um sveitirnar. Svíar munu árlega selja heimilisiðnað svo skiftir miljónum króna. Nú- verandi Englandsdrottning og aðrar ríkiskonur á Bret- landi hafa hjálpað Hjaltlandseyjakonum til að koma út ullarbandi, prjónuðum herðasjölum, og er verzluná heima- gerðri ullarvinnu ein af aðaltekjugreinum eyjanna. Þá hefur hertogafrúin af Aberdeen gert afar-mikið til að koma írskum heimilisiðnaði á fót. Eg bendi á þetta til að sýna hvað mikils virði þessi lönd, eða þeir sem gera sér annt um hag þeirra, telja að svona löguðum iðn aði. og hvað mikið er gert til þess að uppörva hann og styðja. Af þeim þjóðum, sem eg hef minnzt á, stendur líkast á fyrir oss og frændum vorum á Hjaltlandi, að því leyti sem ullin er aðalvinnuefni vort, þegar til heimilis- iðnaðar kernur. Það er engum vafa bundið, að gætum vér korúið orði á íslenzka ullarvinnu meðal útlendinga, þá mundum vér geta selt hana með því verði, er svar- aði sæmilegum daglaunum fyrir tímann, sem til hennar gengur, auk efnisins, er í hana fer. En þetta, að koma orði á vöruna, er einmitt vandinn, samhliða því að fá fólk til að vinna hana svo vel, að hún geti áunnið sér þetta orð. Eg kem nú að fyrirsögn greinarinnar. Það er búið að gera mikið í þá átt að tá ísienzka tóvinnu og íslenzkar hannyrðir viðurkenndar, og það svo mikið, að kynnum vér á að halda, gæti það orðið ísiandi stórmargra peninga virði. Árið 1884 er haldin sýning í Lundún- um undir forsjá Victoriu Bretadrottningar. Á þeirri sýn- ingu var frú Sigríður Magnússon með sýnishorn af ís- lenzkri tóvinnu og útsaum og veitti sýningin Diploma eða viðurkenningu fyrir því, að munir þessir væru vel unnir og verðir viðurkenningar. 1886, á sýningu, er hald- in var í Edinborg, hlutu íslenzkir munir einnig heiðurs i£ verðlaun, fyrir forgöngu frú Magnússon, 1888 er Alþjóð- arsýningin, fræg og mikil haldin í Lundúnum undir for- sjá núverandi Bretakonungs og konu hans. Á þeirri sýn- ingu var frú Sigríður Magnússon enn með íslenzka ull- arvinnu og hannyrðir og hlutu munir þessir þar Diploma og gullmedalíu sýningarinnar. Þá var frú Magnússon á Chicago sýningunni 1893, og hlutu íslenzkir munir þar enn »Diploma« og heiðurspening sýningarinnar. I þess- ari Chicago »Diploma«, er greinilegast talað um muni þessa, og skal eg því tilfæra hér það, sem þar stendur: A sýningu þessari er: prjónles, allt handkembt, spunnið og prjónað, þar á meðal fingravetlingar, óviðjafnanlega mjúkirog fínir, háleistar og sokkar og önnur plögg, framúrskarandi að gæðum og eftir því haldgóðir; ofnir dúkar, handkembdir, handspunnir og handofnir af konum á Islandi, mismunandi að fínleik, ætlaðir 1 klæðnað handa karlmönnum og kvenmönn- um, framúrskarandi ágætir og haldgóðir; fingravetlingar, belg- vetlingar, söðuláklæði og aðrir munirísaumaðir, sem bera vitni um fagran smekk, útskýringar á þjóðbúningum þeirra og á kembingar- og spunaaðferð o. s. frv. Þjóðir og einstök félög eða verzlunarhús verja stór- fé til að koma munum sínum á sýningar og fá þar við- urkenningar fyrir þá. Vér sjáum oft á vöruumbúðum myndir af heiðurspeningum þeim, er vörurnar hafa áunn- ið sér og þykja slíkar viðurkenningar hin beztu meðmæli. Ein kona hefur með áhuga sínum og ötulleik útvegað þessar viðurkenningar fyrir íslenzkri tóvinnu og útsaum. Það hlýtur að hafa kostað hana afarmikinn tíma og peninga að koma þessu í verk og það væri óskandi, að það kæmi íslenzku þjóðinni að þeim notum, sem hún hefur ætlazt til og óskað. Frú Magnússon hefur afhent forseta sanieinaðs þings skýrteini þetta ásamt meðfylgj- andi heiðurspeningum og ætti því að verða skipað sæti þar í alþingishúsinu, sem útlendir og innlendir ættu hæg- ast með að sjá það. Ólafía Jóhannsdóttir. Um þýðingr á ,Kúgun kvenna4. Það eru nokkur ár síðan að Stefán kennari Stef- ánsson á Möðruvöllum sendi forseta hins íslenzka kven- félags þýðingu á „Kúgun kvenna" eftir Stuart Mill, og spurði, hvort félagið vildi ekki gefa bókina út. Það þótti strax fýsilegt, að félagið gæti gefið út svo merka bók, einmitt um það efni, sem er eitt af aðaltilgangi félags- ins að skýra og koma inn í hugsunarhátt fólks, en þá leyfðu efnin ekki, að bókin væri gefin út. Hefur þetta svo dregizt þangað til síðastliðið ár að bókin varð prent- uð. En það, sem mig nú í sambandi við þetta langar til að biðja alla forláts og velvirðingar á, er það, að bókin er prentuð án þess að getið sé um þýðandann. Þetta kemur nefnilega af því, að eg var að heiman síð- astliðið ár, en gekk ekkí svo vel frá því sem skyldþað Stefán Stefánsson kennari fengi að vita, hvenær ætti að prenta bókina og gæti, eins og hann hafði áður mælzt til, látið fylgja henni nokkurorð um vin sinn, sem hafði þýtt hana. Sigurður sálugi Jónasson frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal varþýðandi bókarinnar. Hann dó 23. ára að aldri og mun hafa lokið þýðingunni tveim árum áður en hann dó. Það er einkennilegt, að svo ungur maður skyldi velja

x

Framsókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn
https://timarit.is/publication/151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.