Kvennablaðið - 28.01.1902, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 28.01.1902, Blaðsíða 1
Kvcnnablaðið koat> ar i kr. 50 au. inn- anlands. crlcndis 2 kr. (60 ccnts vestan hafsi. 1 j verdsins borgist fyrirfam, en a/3 fyrir 15. jtilí. tnnutaljl&bib ♦ Uppsögn skríflcg bundin við ara- tnót, ógild ucina kotnin sc til tit gef. fyrir 1 okt. og kaupandi hafi borgad að fullu. 8 ár. Reykjavík, 28. janúar 1902. Frú Sigurlaug Gunnarsdóttir. RÚ Sigurlaug Gunnarsdóttir í Ási í Hegranesi er fædd á Skíðastöðum í ytri Laxárdal 29. marz 1828. For- eldrar hennar voru Gunnar hrnppstjóri Björns- son frá Herjólfsstöðttm, og kona hans Ingibjörg Bjöms- dóttir. Sigurlaug ólst upp hjá foreldrum sínum þangað til hún giftist, vorið 1859, Ólafi Sigurðssyni. í Ási ( Hegra- nesi, sem s(ðar varð umboðs- maður og dannebrogstnaður. I’au byrjuðu búskap á hálfum Ási sama vor, og s(ðan allri jörðinni, eftir að faðir Olafs dó 1857. Þeim græddist brátt fé, og bjuggtt þau þar jufnan stóru fyrirmyndarbúi. Þau hafa eignast 10 börn; afþeim hafa 5 dáið í æsku og 2 upp- kornin; 3 synir eru enn á ltfi. Sigurður hreppstjóri á Hellu- landi í Hegranesi, mesti hug- vitsmaður og smiður, Björn augnalæknir í Reykjavík og Guðmundur, efhilegur bóndi, sem nú býr á föðurleifð sinni, því foreldrar hans hafa nú látið af búskap og njóta nú rólegrar elli i húsmensku hjá syni sínum. Frú Sigurlaug hefir verið í öllu hin mesta atgervis- og fyrirmyndarkona, og gengist jafnan fyrir hverskonar framförum kvenna í verklegu og mentalegu tilliti. Hún ólst sjálf upp við að vinna öll heimilisstörf jafnfætis vinnukonttm, eins og þá var siður, þótt um góðar bændadætur væri að ræða. Mentun var þá enga að fá fyrir kven- fólk aðra en þá, að læra alla algenga vinnu, og þær sem námfúsari voru ýmsar hannyrðir, sem þá voru algengar, svo sem baldýring, fkw, knipling, blómstursaum, spjaldvefnað, glitvefnað o. fl. — Frú Sigurlaug var gædd ágætum hæfileikum og námfús mjög, þv( var hún brátt talin meðal hinna bezt mentu kvenna ( Skagafirði. Þegar á ferm- ingaraldri lét móðir hennar hana sauma mest- allan fatnað handa heimilinu, sem þó var stórt og fjölment, og í sínum langa búskap hefir hún jafnan saumað sjálf mest af því, sem sauma hefur þurft á hennar stóra heimili. í'rú Sigurlaug var rnjög á- hugamikil og tramtakssöm ttm alt, sem lýtur að hverskonar framförum. Henni ber sá heiðttr, að því er eg veit bezt, að vera hin fyrsta kona, sem hvatt hefir til kvenna- funda, stofnað kvenfélag. og skrifað greinir f blöð hér á landi. Hún gekkst fyrir því, að nokkttrar konur í Rípurhrepp héldtt fund með sér 7. júlí 1869 að Ási, og voru þar samþyktar þessar tillögur: 1. Að venja börn snemma við starfsemi, einkum hey- vinnu, frá því þau væru 10 ára, ef ástæður leyfðu. 2. Að láta ekki óþvegna ull í kaupstaðinn á haustin. 3. Að koma vefstólum upp á bæjum, sem ekki ættu þá áður, og kenna kvenfólki vefnað fremur en karlmönnum svo þeir geti farið að sjó, eins og fyr var tízka. 4. Að hver kona komi til næsta fundar með eitthvert það verk, et hún hefði bezt unnið milli funda, svo aðrar konur læri það af henni, efþað álízt þess vert«. Skýrsltt um fund þenna settu þær ( Norðan- fara 10.—11. tölubl. 1869, og mun Sigurlaug hafa skrifað hana. Sömuleiðis héldu þær fund aftur undir foretöðu Sigurlaugar árið 1871, og

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.