Kvennablaðið - 31.05.1915, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 31.05.1915, Blaðsíða 2
34 KVENNABLAÐIB 1. Konurnar og stríðin. M ó t m œ 1 i: »Vér konur söfnumst hér saman á alþjóöa- þingi til þess aö mótmæla stríðinu, ásamt allri þess vitíirringu og viöurstj'gö, þess tillitslausu mannfórnum og eyðileggingu þess af öllu því mikla og margbrotna, sem mannkynið hefir um margar aldir starfað að að byggja uþp«. Sömul. mótmælti fundurinn þvi, að satt væri, að konurnar væru verndaðar i stríðum nú á tím- um. Mótmælti af öllum kröftum meðferð þeirri, sem þær yrðu að sæta í ófriðarlöndunum, einkum mótmæltu þær hinni svívirðilegu og skelíilegu nauðgun kvenna, sem ætíð fylgdi með stríðum. 2. Friðarumleitanir. Með því að allar þjóðirnar álita, að þærheyi einungis varnarstríð fyrir þjóðartilveru sinni, þá getur enginn ríkjandi skoðanamismunur átt sér stað milli þeirra og þeirra sameiginlegu hugsjóna um undirstöðuatriðin, sem víðtækur og varanlegur friður geti bygst á. Fundurinn heilir því á stjórnir þessara landa, að enda þessi blóðböð og byrja á friðarsamningum. — En til þess að sá friður geti orðið varanlegur, þá verður hann að byggjast á réttlátum grund- vallarskilyrðum, sem felast í þessum fundar- samþyktum: Að engin lönd séu tekin eða látin af hendi, nema með samþykki íbúanna. Að sjálfsforræði og þjóðræði meinist engum þjóðum. Að stjórnir allra landa samþykki framvegis að skjóta öllum misklíðarefnum undir gerðar- dóma, og að þvinga þær þjóðir, sem hefja ó- frið, til friðar með þjóðfélagslegum, siðferðis- legum og fjárhagslegum meðulum. Að utanríkisstjórnmálin séu háð stöðugu eftir- liti löggjafarvaldsins. Að konur fái sömu stjórnarfarsleg réttindi og karlar. 3. Alþjóða sambandsfélag. Kvcnnafundurinn skorar á stjórnir þjóðanna að halda þriðja friðarfund í Haag þegar eftir að stríðinu er lokið, og að þá verði stofnað alþjóðasamband til eflingar og tryggingar var- anlegum friði og að það samband komi á fót ríkisréttarfræðilegum, stöðugum dómstóli, sem skera úr öllum lögfræðilegum og rikisréttar- legum deilum milli þjóðanna. Til enn meiri tryggingar stöðugum friði skuli haldast stöðugt regluleg alþjóðaþing með reglu- legum fundum, þar sem konur eiga sæti jafnt karlmönnum, til þess að gera hagfræðilegar til- lögur um víðtækara samband milli þjóðanna, sem tryggi með réttlátuin grundvallar-skilyrðum réttindi og liagsmuni smærri þjóðfélaga. Petta þing skal koma á fót stöðugri miðlunar- og rann- sóknarnefnd, til að miðla og skera úr öllum fjárhagslegum og verzlunardeilumálum. 4. Almennur yopnaburður lagður niður. Fundurinn mælir með því, að lagður sé niður allur vopnaburður alment, sem að eins verði framkvæmanlegt á þann hátt, að stórveldin komi sér saruan um, að öll lönd taki sjálf að sér vopnatilbúning og alt sem þar að lýtur, og haíi svo alt eftirlit með að alþjóðasamningar verði haldnir. Með þessu, að vopnaburður sé aftekinn alment, lítur fundurinn svo á, sem stórt skilyrði sé fengið fyrir útrýmingu striðanna. 5. Atkvæði kvenna við friðarsamningana. Alþjóðaþing kvenna ákveður, að haldið skuli Alþjóðakvennaþing á sama stað og tíma, sem stórveldin koma saman til að ræða friðarskil- málana eftir stríðið, til þess að reyna að hafa áhrif á þá og gefa praktiskar bendingar. 6. Sendinefndir til landsstjórna. Til þess að koma landsstjórnunum til að hætta þessum blóðsúthellingum, ákveður kvenna- fundurinn, að sendinefnd alþjóðakvenna verði send til allra landsstjórna, og skulu þessar konur vera bæði frá ófriðarlöndunum og hlut- lausum löndum. Þær skulu svo gefa skýrslu um árangurinn af ferð sinni, til friðarnefndar kvennafundarins. Fyrstu greininni í tilögunum að fundar- samþyktunum var breytt á þá leið, sem hér sést. Áður var einmitt í henni tekið fram, að landsstjórnirnar skyldu þegar gera vopnahlé, fara að semja frið og auglýsa alla friðarskilmálana. í stað þessa er þetta atriði svo margendurtekið hingað og þang- að innan um allar samþyktirnar. Yfir höfuð sýnast fundarsamþyktirnar of endurteknar og fremur vel meintar en viturlegar »á þessu stigi málsins«, enda hafa bæði fransk- ar og þýzkar konur sent opinber, skýr en stillileg og eðlileg mótmæli. Viðurkenna góðan tilgang, sem enn þá hljóti að vera ótímabær og gagnslaus. Fær hljóti að líta sömu augum á stríðið sem feður þeirra, bræður og eiginmenn, sem fórni lifi sínu íyrir frelsi ættjarðarinnar. Frakkland hafi áður verið kallað sundurleitt, nú sé það

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.