Lögberg-Heimskringla - 09.03.1961, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 09.03.1961, Blaðsíða 1
Högberg-l^etmstmngla Stofnað 14. ]an.. 1888 Stoínuð 9. s*pt., 1886 Z^ÁRGANGUR___WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 9. MARZ 1961_NÚMER 10 Bretar viðurkenna 12 mílurnar Séra Eyjólfur J. Melan ísland hefir unnið mikinn ^gur í fiskveiðideilunni við ^reta Með tillögu um lausn ei unnar, sem ríkisstjórnin agði fyrir Alþingi í gær, er &ert ráð fyrir eftirfarandi: Bretar viðurkenna nú þeg- 12 mílna fiskveiðiland- helgi Islands. Bretar viðurkenna þýðing- ariniklar grunnlínubreyt- ’ngar á fjórum stöðum um- verfis landið, en af því eiðir aukning fiskveiðileið- segunnar um 5065 ferkíló- metra. Brezkum skipum verður eimilað að stunda veiðar a lakmörkuðum svæðum á frúlli 6 og 12 mílna nokkurn tlma á ári næstu 3 árin. Bíkisstjórn Islands lýsir hvi yfir, að hún heldur ^lram að Vinna að útfærslu rivr lshvei^ltakmarkanna. — 1 vlorgunblaðið 28. febr.) Ihaldsblaðið Daily Mail í ýndon segir í þriðjudagsút- j u Slnni, að Bretland hafi v niður fánann“ í fisk- oeiðistyrjöldinni við ísland § átið undan úrslitakostum slendinga um 12 mílna fisk- eíðdögsögu Nefnir blaðið j^^bnniulgaið „uppgjafar- kosti“ (surrender terms). Þá ^egir Daily Mail: „Það er ekki °ngra síðan á síðasta ári að ^amarkseftirgjöf Breta var að a aQ veiða í 10 ár innan tólf 1 nanna, meðan togaramenn ru að endurskipuleggja ei arnar og togaraflotann. Jrn helmingur af afla 230 út- a stogara Breta, aðallega j °rslttlr, er veiddur við ís- and. Uppgjöfin (the surren- er) mun hafa í för með sér °rkostlegt fjárhagslegt tjón. j Ulzt er við miklum átökum hafnarborgunum,“ segir aily Mail. — (Mbl. 28. febr.) ☆ . fyrrakvöld urðu víða íkhr vatnavextir í ám, sem UlUs staðar flæddu yfir vegi ^ eQ jakahröngli og ollu spjöll- , á þeim. Ástæðan fyrir v?Ssum skyndilegu vatna- J^um var bráðaleysing, er ynaði uppi á hálendinu, Samfara mikilli rigningu. Árn- ar Voru yfirleitt á ísi og sPrengdu sig upp um hann, ru ísinn með sér og mynd- UQu klakastíflur. Urðu miklir j a^avextir í Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, svo að Llt: Eylendið var á floti, í a*á í Dölum, í ám á Suður- andsundiriendi, í Markar- J°ti og Eldvatni — (Morgun- bl- 24. febr.) Samkv. skýrslu frá Fiskifé- lagi íslands var heildaraflinn frá 1. jan. til 30. nóv. 1960, 489,132 lestir, þar af voru 1,870 lestir humar. Togarafiskur var samtals 107,359 lestir og báta- fiskur 381,773 lestir. Á sama tímabili 1959 var heildaraflinn 528,722 lestir, humarafli var enginn. — (Mbl. 24. febr.) ☆ Hafin hefir verið rannsókn vegna þess, að nokkrir full- trúar á þingi Norðurlanda- ráðs, þeirra á meðal þing- mennirnir Gísli Jónsson og Magnús Jónsson, veiktust af matareitrun í miðdegisverðar- boði danska Ihaldsflokksins á Hótel d’Angleterre í Kaup- mannahöfn. Munu þátttak- endur í miðdegisverðarboðinu verða yfirheyrðir og aðstæður í eldhúsi gistihússins rann- sakaðar . . . Matareitrunin hefir að öllum líkindum átt rót að rekja til hollenzkrar sósu, sem framreidd var með matnum á d’Angleterre. — (Morgunbl. 24. febr.) (H. B.) HÓLMFRÍÐUR DANIELSON: Heiðruð af Þjoðræknisfélaginu Hið nýafstaðna þjóðræknis- þing hefir fært okkur heim sanninn um það, að enn þá eigum við fjölda af fólki, sem leggur hönd á plóginn í við- leitninni að halda við íslenzk- um erfðum hér vestan hafs. Margt af þessu fólki vinnur í kyrrþey og lætur lítið yfir sér, en ei að síður verður starf Frú Krislín Thorsteinsson þess oft drjúgt og happasælt. Ein af þessum sístarfandi þjóðræknisvinum er Kristín Thorsteinsson á Gimli, sem nú í lok þingsins var gerð að heiðursmeðlim félagsins í við- urkenningarskyni fyrir langt og gott starf hennar í þessum áhugamálum okkar. Kristín hefir verið forseti deildarinnar Gimli síðan 1953 og mikill stuðningsmaður hennar síðan deildin var stofnuð árið 1943. Hún hefir verið frumkvöðull að ýmsum góðum fyrirtækjum deildar- innar eins og t. d. að koma á fót leiksýningum og nú s. 1. ár að setj aá stofn happdrætti til stuðnings vikublaði okkar, Lögb.-Heimskr. Á sama tíma hélt deildin samkomu og voru inntektir allar lagðar í sama sjóð, svo að blaðinu var sent um eða yfir $200.00. Árið 1953- 54 var leikritið „Happið“ upp- fært af deildinni og leikið, ekki aðeins á Gimli, heldur einnig í Mikley, Lundar og Winnipeg, og þótti takast vel. Kristín hefir um langt skeið haft mikinn áhuga á íslenzku- kennslu, og veit ég það af eig- in reynd, þegar ég starfaði fyrir Þjóðræknisfélagið árið 1947-48, hvað henni var annt um það mál, og voru hún og dóttir hennar, frú Sylvia Kar- dal, mjög hjálplegar við mig, ekki síður en margir aðrir á Gimli og annars staðar, í því þýðingarmikla starfi að vekja áhuga unglinga á sögu, söng og tungu íslands. Nú í nokkur ár hefir Kristín kennt börn- um íslenzku í heimahúsum eftir því sem tækifæri hefir gefízt. Það eru tvö félög á Gimli, sem starfa í þágu þjóðrækn- innar á íslenzku sviði, og eru það Lestrarfélagið og þjóð- ræknisdeildin „Gimli“. í janú- ar árið 1888 var stofnað Lestr- arfélag á Gimli og voru aðal- hvatamenn þess Jón Stefáns- son (faðir Steinu Sommer- ville) og Guðni Thorsteinson. Félagið nefndist „Aurora“ og gaf Guðni því fimmtíu bækur, en Jón gaf um þrjátíu bækur. Félagar voru um tuttugu og ársgjaldið var fimmtíu cent. Félagið varð að vísu skamm- líft, en bókastofninn var vel geymdur, sem kom í góðar þarfir þegar nýtt lestrarfélag var stofnað árið 1911. Guðni Thorsteinson var aftur einn af aðalframmistöðumönnum fyrirtækisins og með honum Hjálmur Thorsteinson eldri. Ég spurði Kristínu hvort fólki hefði aldrei komið til hugar að sameina þessi tvö ágætu félög, en hún brosti og sagði: „Það virðist nú vinna betur svona, að halda þeim Frh. bls. 2. 1890 — 1960 Einn aðalókostur langlífis- ins er sá að verða að sjá á bak einum eftir öðrum þeirra samferðamanna, sem maður hefði kosið sem allra lengsta samleið með. Þessi sannindi hafa nú enn endurtekið sig í eigin reynslu með láti vinar mins, séra Eyjólfs Melan, hinn 18. nóvember síðastliðinn. Eyjólfur var fæddur á Sléttu í Reyðarfirði 2. janúar 1890. Foreldrar hans voru Séra Eyjólfur J. Melan Jónas Eyjólfsson og kona hans, Sigurlín Guðnadóttir. Eins árs gamall fluttist hann með foreldrum sínum að Seljastekkshjáleigu, og þar ólst hann upp. Þriggja ára gamall missti hann móður sína, en fjórum árum síðar eignaðist hann stjúpmóður, Guðbjörgu Teitsdóttur, sem tók við hann ástfóstri og ann- aðist sem sín eigin börn. Minntist hann hennar tíðum, og ætíð með hlýjum hug. Þau Jónas og Guðbjörg eignuðust 9 börn, og munu flest þeirra vera enn á lífi, öll búsett á íslandi. Eina alsystur átti Eyjólfur, Guðnýju Ásberg, og býr hún í Keflavík. Þó tign og fegurð fjalla og fjarða á æskustöðvunum veittu auganu yndi, þráði andinn víðari sjónhring og undi ekki til lengdar fjalla- kreppunni og fásinni heima- haganna. Og gáfur Eyjólfs og menntaþrá knúðu hann að lokum til þess að brjótast af eigin ramleik „upp yfir fjöll- in háu“ og leita svölunar þrá sinni við helztu menntalindir þjóðar sinnar. Eftir tveggja ára nám við Flensborgarskól- ann, útskrifaðist hann þaðan árið 1911, en árið 1917 lauk hann burtfararprófi frá Menntaskólanum. Innritaðist hann þá í Háskóla íslands og lauk þaðan prófi í guðfræði árið 1921. Námsferil sinn skuldaði hann engum, því hann vann fyrir honum sjálf- ur, að mestu leyti með því að kenna unglingum í frístund- um frá eigin námi. Ári síðar en Eyjólfur lauk námi bauðst honum þjónusta við söfnuð Unitara á Gimli í Manitoba. Tók hann því boði og fluttist vestur um haf. Þjónaði hann þá Gimli-söfn- uðinum næstu fjögur árin. En þá fluttist hann suður til Kali- forníu. í nóvember það sama ár (1926) kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Ólafíu J. Jónsson. Ólafía er dóttir eins hinna fyrstu landnámsmanna Nýja fslands, Jóns Jónssonar frá Grund í Mikley og yngst af systrum hins víðkunna at- hafnamanns og mannvinar, Jóns H. Jónssonar, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum. Er þetta fólk komið af ágæt- um ættum í Borgarfirði á Is- landi. Eyjólfur og Ólafía áttu heima í Kaliforníu fyrstu sjö árin, lengst af í San Diego, og þar fæddist einkasonur þeirra, Jónas, og er hann hið eina barna þeirra. Eftir sjö ára veru í Kali- forníu, árið 1933, tók hann köllun hinna svonefndu Sam- bandssafnaða (Unitarasafnaða) í Nýja íslandi og þjónaði hann þeim í 17 ár, eða til ársins 1950. Á þessum árum vann hann margt nytjastarf í þágu frjálsra trúmála, bæði innan safnaða sinna og í kirkjufélag- inu, lengstum í stjórnarnefnd þess. En hann lagði fram, ekki aðeins andlegt atgervi sitt, og var þar af miklu að taka, held- ur einnig hagar hendur. Ég hef það fyrir satt, að hann hafi verið lærður húsgagna- smiður, enda hefi ég séð fag- urgerða stóla og annan hús- búnað eftir hann, og bera þessir hlutir vitni um hagleik hans og smekkvísi, enda var hann listrænn að eðlisfari og unni allri fegurð. Meðal hinna verklegu framkvæmda í þágu frjálstrúarmálanna, sem hann lagði einna drýgstan skerf til, má nefna: samkomuhús safn- aðarins á Gimli, kirkjuna í Árnesi og sumarheimili barna á Hnausum. 1 sambandi við hið síðasttalda kemur manni eðlilega í huga hve barnelskur hann var. Börn hændust að honum, hvar sem var, og hann hafði yndi af návist þeirra, og það voru honum sælustundir, þegar hann mátti leika sér með þeim, segja þeim sögur, kenna þeim, og tala við þau Frh. á bls. 4.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.