Lögberg-Heimskringla - 07.03.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 07.03.1963, Blaðsíða 1
Högberg - Hemtékr ingla Slofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 7. MARZ 1963 NÚMER 10 Höfðingleg gjöf frá Loffleiðum ur allt þetta með vel völdum orðum. — Eitt af því sem gerði þetta jing sérstaklega ánægjulegt var dagskrá sem tekin var saman í Ríkisútvarpi íslands segulband, að tilhlutan Þjóðræknisfélags íslands. Voru það fjórar spólur er formaður félagsins, Sigurður Sigurgeirsson hafði sent vest- ur fyrir þingið. Auk Sigurðar Sigurgeirs- sonar fluttu ræður Vilhjálm- ur Þ. Gíslason útvarpsstjóri og Dr. Sigurður Nordal. Enn- fremur voru upplestrar, leikrit og söngvar á dagskránni. Var Dessari góðu sendingu vel fagnað. Því miður gátum við ekki setið allt þingið og því ekki flutt nánari fréttir af því. Frá- sögn um samkomu Icelandic Canadian Club birtist á öðrum stað í blaðinu. Eins og skýrt var frá áður í blaðinu, lét Dr Richard Beck af forsetaem- bætti eftir margra ára ómet- anlegt starf, og er nú stjórn- arnefnd Þjóðræknisfélagsins þannig skipuð: Séra Philip M. Pétursson, forseti Próf. Haraldur Bessason, vara-forseti Frú Hólmfríður Danielson, ritari Walter J. Lindal dómari vara-ritari Grettir L. Johannson, féhirðir Jóhann Th. Beck, vara-féhirðir Guðmann Levy, fjármálaritari Ólafur Hallson, vara-f j ármálaritari Jakob F. Kristjánsson, skjalavörður Davíð Björnson og Gunnar Baldwinson, yfirskoðunarmenn reikn- inga. Fréftir frá íslandi Grettir L. Johannson ræðis- maður á þakkir skilið fyrir þá hugmynd að Þjóðræknisfélag- ið byði fulltrúa frá Loftleið- um að sækja hið nýafstaðna ársþing félagsins og sendi Loftleiðir einn af sínum ágætustu forystumönnum, Sigurð Magnússon. Var hann hinn mesti aufúsugestur og aflaði sér margra vina. Slíka gesti vildum við fá oftar; koma þeirra vekur áhuga og nýtt líf innan félagsskapsins. Sigurður er ágætlega máli farinn; hin snjalla ræða, er hann flutti á lokasamkomu Þjóðræknisfélagsins mun okk- ur lengi minnisstæð. Þótt hún væri nokkuð löng hélt hann óskiptri athygli samkomu- gesta. Fyrsti kafli ræðunnar birtist í síðasta blaði, annar kafli í þessu blaði og sá síðasti í næsta blaði, en þar rekur hann hinn glæsilega þróunar- feril Loftleiða. Og þar skýrir hann frá hinni höfðinglegu gjöf Loftleiða, Lögbergi- Heimskringlu til styrktar. Við birtum hér með orðrétt skila- . boð hans frá vinum okkar Alfreð Elíassyni og Kristni Olsen: „Forystumenn Loftleiða eru vel minnugir þeirrar þakkar- skuldar, sem þeir eiga hér að gjalda, og áður en ég fór að heiman, var mér falið að færa ykkur boð um litla viður- kenning þeirra á henni, viður- kenning, sem ef til vill mætti verða til þess að stuðla í nokkru að vaxandi kynnum okkar í milli, Austur- og Vestur-lslendinga. Það var á- kveðið, að bjóða nú, helzt ein- hvern tíma rétt fyrir 17. júní, heim tveim Vestur-íslend- ingum með flugvélum Loft- leiða frá New York, og svo ráð fyrir gert, að þeir dveldust fyrstu vikuna heima á kostnað félagsins. Þetta boð var það, sem mér var falið að færa ykkur, til minningar og þakk- ar um gömul og góð ár þeirra félaga tveggja, Alfreðs og Kristins, hér vestur í Winni- peg. Okkur fannst sjálfum — og fengum það staðfest við beztra manna yfirsýn hér vestra, að ef til vill myndi þetta koma að mestum notum með því að biðja stjórn Þjóðræknisfélags- ins að reyna að stilla svo til að þetta heimboð geti á einn eða annan hátt orðið Lögberg- Heimskringlu til styrktar. Við vitum að þetta blað er nú einn helzti tengiliðurinn milli Is- lendinga hér vestra, og myndi, að öllum öðrum ólöstuðum, í því mest eftirsjá, ef hans nyti ekki lengur við, en fyrir því teljum við nauðsyn að leggja með þessu móti okkar lið, honum til styrktar. Ég hef enn ekki heimild til þess að bjóða þetta nema vegna tveggja gesta á sumri komanda, en ég hef þá trú, að ef þetta tekst vel, ef það reynist blaðinu til eflingar, og að því tilskildu, að starfsemi Loftleiða verði ekki með minni myndarbrag hér eftir en hingað til, að þá geti framhald orðið á þessum tveim orlofsferðum, en um það tölum við betur síðar. Nú takið þið til við að reyna að finna sem fyrst væntanlega gesti okkar tvo til þjóðhátíðar í Reykjavík 17. júní á sumri komandi — og svo sjáum við síðar, hvað setur.“ Þetta er góð gjöf og kunn- um við vel að meta þann vinahug er hér liggur að baki. Hafi Lo^tleiðir hjartans þakk- ir fyrir. ý— Séra Pti'.Vip M. Pétursson stjórnaði samkomunni, að lokinni aðalræðunni, söng Mrs. Evelyn (Thorvaldson) Allen nokkur íslenzk lög og höfðu samkomugestir mikla unun af að hlýða á hana. Þá sýndi Sigurður Magnús- son afar merkilega kvikmynd, en hún var um eina flugvél bandaríska hersins sem nauð- lent hafði á Vatnajökli, áhöfn- in skilið þar við hana og hún snjóað þar í kaf og talið að henni yrði ekki bjargað. Nokkrir íslendingar undir forustu Alfreðs og Kristinns tókst að moka hana upp úr snjónum, draga hana niður af jöklinum og fljúga henni til Reykjavíkur, þótti þetta ein- stætt þrekvirki. — Dr. Richard Beck tók nú við fundarstjórn. Próf. Haraldur Bessason útnefndi þrjá menn sem heiðursfélaga Þjóðrækn- isfélagsins og voru þessir kjörnir: Dr. Hugh H. Saunder- son, forseti Manitoba háskól- ans, Sigurður Sigurgeirsson, sem lengi hefir verið formað- ur Þjóðræknisfélagsins í Reykjavík og ólafur Hallson, sem um alllangt skeið hefir átt sæti í stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins. Þá afhenti fulltrúi frá ferða- félagi Manitoba Sigurði Magn- ússyni skírteini þess efnis að hann væri kjörinn „Warden of the Plains." Þjóðræknis- félagið hafði látið skrautrita kveðjur og árnaðaróskir til Loftleiða og afhenti forsetinn Sigurði þetta skjal, ennfremur vindlakassa úr silfri með á- letrun, sem minjagjöf til hans persónulega frá Þjóðræknis- félaginu. Sigurður hafði áður verið sæmdur heiðursmerki Manitobafylkis af Dr. George Johnson heilbrigðismálaráð- herra og heiðursmerki Winni- pegborgar af Stephen Juba borgarstjóra. Þakkaði Sigurð- Aldarafmæli Þjóðminjasafns Aldarafmælis Þjóðminja- safns var minnzt með hátíð- legri athöfn í salarkynnum þess sunnudaginn 24. febrúar síðast liðinn. Viðstaddir voru tignamenn margir, erlendir og innlendir. Við þetta tækifæri kvaddi sér hljóðs dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og flutti Þjóðminjasafninu árnaðaróskir ríkisstjórnarinn- ar. Skýrði ráðherrann frá því, að stjórnin vildi á þessum merku tímamótum efla safnið og auka rekstur þess með því að koma þar á fót sérstakri þjóðháttadeild, þar sem unnið yrði að fræðilegum rannsókn- um á lifnaðarháttum þjóðar- innar fyrr og síðar og skrá- settningu þjóðhátta. Hefði þjóðminjaverði verið heimilað að gera þegar nauðsynlegar ráðstafanir til að koma upp slíkri deild. Þá afhenti borgar- ráð Reykjavíkur þjóðminja- verði 100.000 kr. til eflingar mannamyndasafni. Margar fleiri gjafir bárust safninu við þetta tækifæri. Frú Dóra Þórhallsdóttlr sjötug Þann 23. febrúar s.l. var frú Dóra Þórhallsdóttir sjötug. Hún var fædd í Helgasenshúsi í Reykjavík 23. febr. árið 1893. Foreldrar hennar voru þau hjónin Þórhallur Bjam- arson biskup og frú Valgerður Jónsdóttir. Árið 1917 giftist hún Ásgeiri Ásgeirssyni for- seta íslands. Þau hjón hafa átt þrjú börn, tvær dætur og einn son. Dæturnar eru: Vala, gift Gunnari Thoroddsen fjármálaráðherra og Björg, gift Páli Ásgeiri Tryggvasyni sendiráðsfulltrúa í Kaup- mannahöfn. Sonur þeirra hjóna er Þórhallur Ásgeirs- son ráðuneytisstjóri, kvæntur Lily Knudsen. ☆ Inflúensuf araldur Svo virðist sem inflúensu- faraldur af Asíuætt herji Reykjavík. Talið er að kvilli þessi hafi borizt til landsins frá Bandaríkjunum. Faraldur þessi hefir komið allþungt niður á Eilliheimilinu Grund.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.