Lögberg-Heimskringla - 18.07.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 18.07.1963, Blaðsíða 1
Högberg - ® eimskrtttgla StofnaS 14. jan., 1888 Slofnuð 9. sept., 1886 77. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 18. JÚLÍ 1963 NÚMER 29 ÍSLENDINGADAGURINN AÐ GIMLI 5. ÁGÚST 1963 Fréttir frá íslandi íslendingadagurinn í ár er eá sjötugasti og fjórði í röð- inni frá upphafi, en í raun- inni á dagurinn sér lengri sögu, þar sem hann var fyrst hátíðlegur haldinn í Mil- waukee árið 1874. Upphaflega voru hátíðar- höld á Islendingadegi mjög bundinn þeim áfanga, sem ís- lendingar náðu í sjálfstæðis- baráttu sinni 1874. Það tilefni er nú löngu horfið í skugga annarra atburða eins og von- legt er. Að því er tekur til Vestur- íslendinga sjálfra hefir og inntak árshátíðarinnar og tekið töluverðum breyting- um. Fyrstu áratugina var Is- lendingadagurinn að mörgu leyti ennþá íslenzkari en nú tíðkast, enda mundi þá meiri hluti manna sína feðragrund, og þá var íslenzk tunga töluð í hverjum krók og kima. I þá tíð glímdu menn upp á ís- lenzka vísu og tóku í nefið á þann hátt sem samir vík- ingum einum. Þá voru ís- ■lenzkir tillidagaréttir ennþá vinsælli en nú svo sem rúllu- pylsa ,skyr og gott ef ekki harðfiskur. Málflutningur 1 bundnu máli og óbundnu var alíslenzkur og sama má segja um andagiftina. Gamlir menn hugsa jafnan hlýlega til gamalla daga því að rómantík gamalla minn- •inga vex í réttu hlutfalli við tímalengd. Þetta merkir þó ekki, að breytingar frá göml- ;um siðum og venjum þurfi iað vera til hins verra. Þrátt fyrir allmiklar breytingar frá því sem eitt sinn var á ytra sniði íslendingadagsins, hygg ég, að sjálft hátíðarhaldið hafi ekki sett ofan. Hátíðar- igestir eru að vísu, sumir hverjir, ekki rammíslenzkir lengur, og mörgum gerist nú heldur stirt um tungutak á •íslenzku. Allmargir hafa týnt sínum íslenzku nöfnum. Glím- ur eru af lagðar, enda þótt jnenn fái sér enn skyrspón, og einmitt skyrspónriinn má vel vera tákn þess, að íslenzk- ar menningarerfðir séu furðu lífseigar hér vestra. Enn eru þeir margir, sem leggja leið sína til Gimli fyrsta mánudaginn í ágúst sumar eftir sumar til þess að endurvekja það Islendings- ■brot, sem í þeim býr. Ættmenn fjallkonunnar eru dreifðir mjög um þetta meg- jinland. 1 dagsins önn og á- 'hyggjum hefir þetta fólk um ■annað að hugsa en uppruna sinn, þó að slíkt sé ekki ó- jnerkilegt íhugunarefni þeim, pem eirihver deili vilja vita á sjálfum sér — hverjir þeir séu í raun og veru og hvernig eða hvers vegna þeim hafi iskolað á land í einni heims- plfu fremur en annarri. Hin síðari ár hefir hlutverk íslendingadagsins ekki hvað sízt verið í því fólgið að rifja upp hálfgleymda hluti og stuðla að því að nokkur hóp- ur mann minnist þess, að minnsta kosti einn dag á ári, að hann á sér þjóðernislegan uppruna. Til þess að rækja þetta hlutverk á viðunandi ihátt hefir nú um skeið verið jafnan horfið að því ráði að flytja dagskráratriði íslend- ingadagsins bæði á íslenzku og ensku. Allt um breytingar frá fomum venjum fer því þó fjarri, að Islendingadagurinn sé óíslenzkur í anda. Veru- legur hluti hins talaða orðs |er ennþá fluttur á íslenzku, og ljóð dagsins er á því máli, gvo að eitthvað sé nefnt. Þess ber og að minnast, að hinir eldri í hópi hátíðargesta setja ginn rammíslenzka blæ á um- hverfið. Þeir nota daginn til þess að spjalla við fornvini um gamlar tíðir og til þess að bjóða þeim tóbaksögn í nefið og þiggja aðra ögn í staðinn. Hefðarkonur nota daginn til þess að viðra peysufötin, þennan virðulega búning, sem minnir á „fósturlandsins Freyju“ allra alda, jafnt Guð- rúnu ósvífursdóttur sem íiöfnu hennar frá Lundi. Aðalinntak dagsins er þó vitaskuld dagskráin eða sá boðskapur, sem ræðumenn og skáld flytja þingheimi. Islendingadagsnefnd hefir nú sem endranær haft mikinn viðbúnað. Dagskráin verður ,með líkum hætti og á síðast liðnu sumri. Frú Guðrún Stevens verður fjallkona dagsins í ár. Hin hefðbundnu minni verða flutt af þeim séra Kristjáni Róbertssyni í Glen- boro og Erlingi Eggertssyni .lögfræðingi í Winnipeg. Hjörtur Pálsson bókavörður flytur ljóð dagsins. Auk þess má nefna bæði einsöng og kórsöng. Að öðru leyti verða hátíðarhöldin nánar auglýst •hér í blaðinu. Islendingadagurinn er há- tíðlega haldinn úti í guðs- grænni náttúrunni. Þær vættir sem sitja und skaut- um himins og veðrum stjórna hafa því ráð framkvæmda- nefndar í hendi sér. Á liðn- Vigfús Guðmundsson rit- höfundur hefir sýnt blaðinu óá góðvild að senda því í flugpósti úrklippur úr dag- blaðinu Tíminn svo að segja vikulega og þökkum við hon- um hjartanlega fyrir þessa aðstoð, sem er sannarlega vel jegin. Veitið athygli auglýs- ingu um bækur hans á bak- síðu blaðsins, þær eru skemmtilegar og hafa hlotið mjög góða dóma; hann skrifar meðal annars um ferðir sínar hér vestan hafs. — I.J. ☆ Gultormur hlaut heiðursverðlaun Dómnefndin fyrir Heiðurs- verðlaunasjóð Daða Hjörvar hefur, hinn 28. júní 1963, ein- um rómi. ákvarðað að veita Guttormi skáldi Guttorms- syni heiðsursverðlaun sjóðs- ins úr gulli, (eftir 12. gr. skipulagsskrárinnar), „til góðra minja um komu skálds- ins heim á ættland sitt, þá er hann var nær hálfníræður, og flutti þá enn þjóð sinni kvæði sín og talaði til hennar á tungu feðra sinna með þeim ágætum, að ein útvarpsstund varð hjartnæmur atburður í sögu íslenzkrar tungu“. Tíminn 5. júlí ☆ Bjartsýnir á kísilgúrinn „Rannsóknir í sambandi við stofnun kísilgúrverksmiðj- unnar við Mývatn hafa ekkert neikvætt leitt í ljós og við erum mjög bjartsýnir á þetta fyrirtæki", sagði Jakob Gísla- son, raforkumálastjóri, í við- tali við blaðið í dag. Baldur Líndal, efnaverk- fræðingur, er nú kominn til landsins, en hann hefur að undanförnu verið í Hollandi og kannað m. a. markaðs- möguleika fyrir framleiðsl- una, sem af kísilgúrvinnsl- unni gæti orðið, eins og Tím- inn skýrði frá nýlega. Kvaðst raforkumálastjóri ekkert geta sagt um árangur af þeirri för, enda væri málið hvergi nærri fullkannað ennþá, en óhætt væri að fullyrða, að ekkert um árum hefir verið vel með þessum tveimur aðiljum. Væri því óskynsamlegt að ætla, að öðruvísi fari á þessu sumri. Framkvæmdanefndin hvet- ur alla íslendinga, hvar svo sem þeir kunna að vera staddir á þessu meginlandi, að gleyma ekki íslendinga- deginum í ár. Haraldur Bessason settur ritari. neikvætt hefði ennþá komið fram við þessar rannsóknir. Unnið er af fullum krafti norður í Bjargarflagi í Náma- fjalli við að bora eftir vatni, en þar er „allt sjóðandi" eins og þeir sögðu þar norður frá, þegar fyrri holan gaus svo myndarlega um daginn. Vatns- og gufuorka í þeirri holu hefur enn ekki verið mæld en af gosinu að dæma er þar um geysilega orku að ræða. Tíminn 10. júlí. ☆ Vara við ofskipulagningu á ferðamálunum almennf Tveir framámenn hinnar voldugu ferðamiðlunar, Cook, eru staddir hérlendis um þess- ar mundir, þeir Sidney G. King, fulltrúi viðskiptamála Cook í London, og H. Guy Valentine, forstjóri Cook í París. Hafa þeir ferðazt hér á veg- um Geirs Zoega, sem er um- bjóðandi Cook. Þeir King og Valentine ræddu við frétta- menn á skrifstofu Flugfélags íslandö í morgun. Þeir létu mjög vel yfir dvöl sinni hér, rómuðu þægilegt viðmót landsmanna, dáðust að hrein- viðrinu og sérkennum nátt- úrunnar. Jafnframt bentu þeir á sitthvað, sem betur mætti fara svo sem ófull- nægjandi þjónustu á merkis- stöðum, þar sem ekki er hægt að kaupa póstkort eða filmu í myndavél og skort á fram- stilltum leiðbeiningum yfir- leitt. Þeir virtust gera sig á- nægða með þjónustu, fæði og verðlag á hótelum, en báðir vöruðu við ofskipulagningu í ferðamálum almennt og töldu fyrir mestu að veita einfalda þjónustu og leggja áherzlu á þau sérkenni, sem Island hef- ur umfram öll önnur nálæg lönd. Tíminn 10. júlí. ☆ Haíísinn er aðeins 8 Mílur frá landi Hafísinn er nú mjög nálægt Vestfjörðunum, nær en hanm hefur verið undanfarin ár á þessum tíma. I kvöld er ís- röndin talin vera aðeins 8—10 mílur undan Horni. Nú er hæg austlæg átt á þessum slóðum, og gera menn sér vonir um, að ísinn muni reka brott aftur. Álllangt mun síðan ísrönd- in hefur verið svo nálægt landi á þessum tíma árs. Fyrir nokkrum áratugum mun það hins vegar ekki hafa verið sjaldgæft, og kunna fullorðnir sjómenn sögur frá síldveiðum er þeir veiddu Æðsti valdhafi í Nort-hwest Territories Þann 10. júlí 1963 tilkynnti Hon. Arthur Laing ráðherra Northern Affairs and Nati- onal Resources, að Sambands- stjórnin hefði skipað Benja- mín G. Sivertz Commissioner fyrir Northwest Territories. Mr. Sivertz hefir lengi verið Director of Northern Ad- ministration í þessari stjórn- ardeild. Hann situr í þessu nýja embætti sínu þar til 31. marz 1964, en þá kemur til framkvæmda hin væntanlega löggjöf um að skipta 1 tvennt óessu norður svæði Kanada og breyta stjórnarlögum þess. (Sjá ritstj órnargrein). Mr. Sivertz er íslenzkur að ætterni og væntum við að geta birt af honum mynd og frekari greinargerð seinna. „Enginn er öruggur meðan menn svelta" Alþjóðlega matvælaráð- stefnan, sem FAO kvaddi saman, hófst í Washington 4. júní s.l. Hana sitja yfir 1000 manns, sem fást við matvæla- framleiðslu eða fjalla um fé- lagsleg og efnahagsleg vanda- mál, sem eru tengd henni. John F. Kennedy Bandaríkja- forseti lagði til, að einbeita 3æri almenningsálitinu að óeirri alþjóðlegu viðleitni að útrýma hungri, sem væri ó- solandi bæði frá siðferðilegu og félagslegu sjónarmiði. Meðan þriðjungur af þjóðum heimsins lifir við matvæla- skort, getur enginn einstakl- ingur, engin þjóð verið á- nægð, eða örugg, sagði hann. U Thant framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lét svo ummælt, að því aðeins væri hægt að ráða bót á hungur- vandamálinu, að almennt yrði tekin upp sú vísindalega land- búnaðartækni, sem hefði bor- ið svo furðulegan árangur í þeim löndum, sem lengst væru á veg komin. Brezki sagnfræðingurinn Arnold Toynbee sagði í fyrir- lestri að mannkynið ætti að skoða sig sem eina heild þeg- ar um væri að ræða fram- leiðslu og dreifingu matvæla, ef við eigum að vinna bug á hungrinu, verður að sannfæra mannkynið um nauðsyn þess að takmarka barneignir af frjálsum vilja. Markið er há- marksvelmegun, ekki há- marksfólksfjöldi. vaðandi síld svo að segja innan um ísinn á þessum slóðum. Tíminn 9. júlí.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.