Lögberg-Heimskringla - 15.09.1966, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 15.09.1966, Blaðsíða 1
Hö gber g - ^etmöfmngla StofnaS 14. Jan.. 1888 Stofnuð 9. sept.. 1886 80. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1966 NÚMER 35 S. E. BJÖRNSON: Skáldkonan, Solveig Sveinsson Nú hugurinn leiðir oss heim tiJ þín. Þó heimurinn gleðjist við öl og vín, sumar er fegurst þar sólin skín og af sólveigum blómin anga, vermd undir geislans vanga. Þau blómgast um dag og blunda um nótt, þá blærinn er dáinn og allt er hljótt þau sofa döggvið í safans gnótt, unz sólveigar flæða um dalinn, frjólönd og fjallasalinn. Heima þú situr þitt óðal ein við arinlogann frá hlóðarstein ættlandsins góða, sú glóð er hrein. Það gaf þér eldinn sinn falinn, er lýsti þér leið um dalinn. Þú fórst með þinn eld um framandi lönd og fléttaðir við hann þín sifjabönd. Til gæfunnar leiddi þig hulin hönd og heimsmynd þér birtist fögur. Ástin varð efni í sögur. Og höndin þig leiddi yfir Atlantsál, orku þér glæddi og vilja í sál og birti þér Ijóð sín og leyndarmál, er leyndust í sálu þinni, sem vorboði í vitundinni. Vorgróður hjarta þíns ísland er, en æskunnar þroska fannst þú hér; tvö sameinuð lönd í sjálfri þér. íslenzki eldurinn falinn lifði — og lýsti um salinn. Nú föðurland þitt og fósturjörð þú fléttar í kvöldsins bænagjörð. Um helgustu dóma þau halda vörð, og heimur þér birtist fagur, sem upprisinn dýjrlegur dagur. Vér hyllum þá lund, sem á hug og þor; því hingað í dag vor liggja spor. Klökk og einlæg er kveðja vor af kynning horfinna daga, en í þeirra safni er þín saga. Afmælisfagnaður Eins og flestum mun kunn- ugt, þá heldur Elízabet Breta- drottning upp á tvö afmæli á ári hverju; annað á fæðingar- dag sinn, en hitt þann dag, sem stjórnin skipar fyrir. Hér á dögunum, þegar nokkr- ir vinir frú Sólveigar Sveinson í Blaine komu saman til að ræða um níræðisafmæli henn- ar og hvernig þess skyldi minnzt, fannst okkur sjálfsagt að fylgja sömu reglu og Eliza- bet drottning og útnefndum daginn 28. ágúst, þó að rétti dagurinn væri ögn seinna. En þetta er aðeins formáli til gamans. Sólveig Sveinson er velþekkt, bæði persónulega og fyrir bæk ur, sem hún hefur ritað, einnig smásögur, er víða hafa birzt. Sem ung stúlka kenndi hún á skóla í Argyle. Hún ferðaðist líka til íslands á sínum tíma. Hún giftist og bjó með eigin- manni sínum í mörg ár í Wyn- yard og seinna í Chicago. — Eftir að maður hennar andað- ist fór hún til Blaine, Wash., vegna þess að hana langaði til að vera meðal Islendinga. Þar á hún gott heimili, þar sem hún fagnar gestum sínum og veitir af rausn. Hún bregður sér oft hingað til Vancouver, því hér á hún marga góða vini. Nú langaði þá til að eiga með henni glaða stund í tilefni af fyrrnefndu afmæli. Svo kom 28. ágúst! Veður var yndislegt og fögur fjalla- sýn. Kl. 2 renndu Vancouver- bílarnir í hlað hjá Sólveigu í Blaine — og þá um leið Dr. S. E. og frú Marja Björnson frá White Rock — og var þessum óboðnu gestum fagnað vel af húsfreyju, sem kom glöð og brosandi á móti okkur. Þegar hér var komið tók frú Marja við stjórninni og bað gesti að syngja „Hvað er svo glatt“. Það tókst prýðilega sem vænta mátti, með aðra eins söngmenn og Herman Ey- ford, Fúsa Baldvinson, Sig- urð Johnson, Dr. Björnson og marga fleiri menn og konur. Næst bað hún M. K. Sig- urdson að koma fram; — og flutti hann heiðursgestinum fallega ræðu og einlægar ham- ingjuóskir, — en kona hans, frú Ágústa, afhenti Sólveigu að gjöf frá gestunum vandað gullarmband (víravirki, búið til á Islandi). Þá bað frú Marja bónda sinn, Dr. Svein, að lesa kvæði, sem ort var fyrir þetta tæki- færi, og birtist annars staðar í blaðinu. Fleiri ræður voru fluttar. Ræðumenn voru: frú Dagbjört Vopnfjörð, séra Albert Krist- jánsson og Geir Jón Helgason. Ræðurnar voru bráðskemmti- legar og mátulega langar, þrungnar af þakklæti, aðdáun og einlægri vinsemd. Síðast reis frú Sólveig úr sæti, glöð og brosandi. Hún þakkaði gest- unum fyrir komuna og gjöf- ina og auðsýndan kærleika og vinsemd. Hún lauk máli sínu með smáskrítlum og kom öll- um til að hlæja. En svo gott vald hafði hún á tilfinningum sínum, að þó að einstaka tár gægðist fram í augun, þá leyfði hún þeim ekki að fara lengra! Af og til var sungið milli ræðanna. Síðan báru konurnar fram kaffi, pönnukökur, vínartertu og kleinur — og síðast en ekki sízta að gæðum heljarmikla afmælisköku. G. J. Fréttir frá fslandi Fornleifafundur í Svíþjóð gerbreyfir norrænni sögu. Fornleifafundur á smáeynni Helgö í vatninu Malaren í Sví- þjóð hefur vakið geysilega at- hygli og er talinn gerbreyta sjónarmiðum manna á forn- norrænni menningu. Frétta- stofa A. P. skýrir frá þessu og leggur mikla áherzlu á mikilvægi þessa fundar. Hann brýtur alveg í bága við nú- verandi kenningar um lífið á Norðurlöndum á fyrstu öld- unum eftir Kristsburð. Rannsóknirnar á Helgö sýna, að þar hefur verið rekin stór- iðja til útflutnings um alda- mótin 100 og lengi síðan. Há- marki sýnist þessi starfsemi hafa náð um 500 e. Kr. „Þetta er eina dæmið um stóriðju í Svíþjóð frá þessu tímabili, og hvergi annarsstað- ar í Evrópu hafa menn gert þvílíkar uppgötvanir á þessu sviði,“ sagði prófessor Wilhelm Holmquist, sem hefur stjórnað uppgreftri þarna í 13 ár. Fundur þessi þykir svo merkilegur, að sænskir forn- leifafræðingar ætla að kalla saman til alþjóðaráðstefnu um hann í Stokkhólmi 1968 til að kynna rannsóknirnar fyrir er- lendum starfsbræðrum sínum. Verður haldin mikil sýning samhliða ráðstefnunni. Á Helgö hafa fundizt marg- ar húsaþyrpingar umhverfis málmsmiðjur, þar sem greini- lega hefur verið unnið að list- smíði til útflutnings. Hingað til hefur ekki verið vitað um þorp á Norðurlöndum á þess- um tíma. Svo lítur út sem blómatími hafi ríkt á Norðurlöndum löngu fyrir víkingaöld, og verður nú að skrifa forsögu okkar upp á nýtt. Vísir, 2. sept. 1966. * * * Fer Gullfoss til Monireal á heimssýninguna? Mikil að sókn hefur þegar orðið í vetrarferðir þær, sem Eimskipafélag íslands ætlar að efna til með Gullfossi í vet- ur til suðlægra sólarlanda. Er nú óðum að fyllast í fyrri ferð- ina, en í seinni ferðina eru öll rými frammi á skipinu upp- pöntuð, aðeins eru eftir káetur aftan til í skipinu, sem einnig er fyrsta farrými í þessari ferð, þó að káetur séu ódýrari þar en fram á. Fyrir utan þessar tvær vetr- arferðir til suðlægari landa, fer Gullfoss í þrjár aðrar vetr- arferðir fyrir næstu áramót. Hefur þegar selzt upp í tvær fyrri ferðirnar, en nokkrar ká- etur eru eftir í ferðina, sem verður farin frá Reykjavík 3. desember. Innan skamms verður ákveð- ið, hvaða aðrar vetrarferðir verða farnar eftir áramót í vetur, en einnig verður ákveð- ið, hvort farið verður til Mon- treal í Kanada í sambandi við opnun heimssýningarinnar í apríl 1967. Verður farið, ef næg þátttaka fæst í ferðina, en áætlað er að skipið fari með 150—160 farþega. Nokkr- ir hafa þegar skrifað sig í ferð- ina og verða þeir látnir sitja fyrir, ef af ferðinn verður. í fyrri ferðina til Kanarí- eyja verður farið 17. janúar frá Reykjayík beint til Ponta Delgada á St. Michael, sem er stærst Azoreyjanna. Siglingin þangað tekur rúma fjóra sól- arhringa og skiptir á þessari leið úr vetri í sumar, ef svo má að orði kveða, einhverntíma á Skipaður prófessor Valdimar Kristinn Johnson var nýlega skipaður prófessor við British Columbia háskól- ann. — Eftir að hann lauk Bachelor of Arts prófi við Pacific Lutheran College í Washington gekk hann í her- inn og starfaði í Army Intelli- gence deild hersins í þrjú ár. Síðan stundaði hann kennslu um skeið í Alaska og Cali- forníu og innritaðist svo í Cali- forníu háskólann í Berkley og lauk Master of Arts prófi vor- ið 1965. Þá um haustið veittist honum sá heiður að fá Nation- al Science Foundation Grant $2,400 til að undirbúa sig fyrir doktorsritgerð sína (Doctor of Education) og gerir hann ráð fyrir að ljúka við hana í frí- stundum sínum í vetur. Forseti fræðslumáladeild- ar B. C. háskólans var um skeið prófessor við háskólann í Berkley og kynntist þá Valdi mar, sem varð til þess að hann bauð honum að taka að sér þá stöðu, sem hann hefir nú þeg- ið. Valdimar er sonur Mrs. Grace Johnson, er lengi átti heima í Winnipeg með bróður sínum, Gunnari heitnum Thor- lakson. Amma og afi Valdi- mars voru Petrína og Jón Thorlakson, en Jón var bróðir séra Páls og séra Steingríms Thorlakson. miðri leið. Meðan staðið verð- ur við í Ponta Delgada, verð- ur séð til þess, að farþegar komist í landferðir þeim til fróðleiks og skemmtunar, og verður sá háttur hafður á öll- um viðkomustöðum skipsins. Frá Ponta Delgada verður farið til Madeira, sem hefur verið kölluð „Eyja hins eilífa vors“ vegna fegurðar eyjar- innar og heilnæms loftslags. Þaðan verður farið til Kanarí- eyjanna, sem er syðsti við- komustaður skipsins og verður höfuðborg eyjanna, Las Pal- Framhald á bls. 5.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.