Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg-Heimskringla

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg-Heimskringla

						llögberg-íMmökrmgla
Stofnað 14. itn„ 1888
Stofnuð 9. sept.. 1886
81. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 5. JANÚAR 1967
NÚMER 1
Frá Ríkisútvarpi íslands
18. desember 1966.
Fjárlagafrumvarpið fyrir ár-
ið 1967 hefur verið afgreitt
sem lög frá Alþingi. Niður-
stöðutölur á rekstraryfirliti
eru 4 milljarðar 705 milljónir
og 225 þúsund krónur. Rekstr-
arafgangur er áætlaður 242
milljónir og greiðslujöfnuður
liðlega 2 milljónir.
*       *      *
Síldarslýsibirgðir þær, sem
til eru í landinu eru að mestu
seldar fyrir 65 sterlingspund
tonnið.
*       *      *
Heildarfiskaflinn fyrstu níu
mánuði ársins er 905,689 tonn,
um 93,430 tonnum meiri en á
sama tíma í fyrra.
*       *      *
Síldaraflinn eystra vikuna
sem leið var 18,930 tonn.
*       *      *
Framsóknarflokkurinn átti
hálfrar aldar afmæli á föstu-
dag.
*       *      *
Fjárhagsáællun Reykjavík-
urborgar 1967 hefur verið
samþykkt. — Niðurstöðutölur
eru um 985 milljónír króna;
áætluð útvör eru 637 immlj.;
aðstöðugjöld 160 milljónir og
framlög úr jöfnunarsjóði um
100 milljónir. Rekstrargjöld
nema um 787 milljónum og
eignabreytingar um 197 millj.
*       *      *
Einn umsækjandi var um
sýslumannsembættið í Suður-
Múlasýslu, Valtýr Guðmunds-
son, fulltrúi við sýslumanns-
embættið, og hefur forseti ís-
lands veitt honum embættið
frá 1. janúar næstkomandi.
*       *      *
Togarinn Maí kom til Hafn-
arfjarðar í vikunni með 460
lonn af karfa, sem veiddust á
Rilubanka á sex dögum, en
Ritubanki hefur lítið sem ekk-
ert verið nýttur af íslenzkum
togurum í nokkur ár, þar sem
þau mið voru talin uppurin.
*       *      *
Látinn er í Reykjavík Hall-
dór Kr. Þorsteinsson, skip-
stjóri, í Háteigi.
*       *      *
Fálkinn  h.f.  í  Reykjavík
hefur gefið út á hljómplötum
leikrit Halldórs Laxness, ís-
landsklukkuna. Leikstjóri er
Lárus Pálsson og leikendur
nær allir hinir sömu og þegar
leikritið var frumsýnt við opn-
un Þjóðleikhússins. — Þá hef-'
ur Fálkinn einnig gefið út
tvær nýjar íslenzkar hljóm-
plöti. með Karlakórnum Vísi
á S'-'ufirði. — Stjórnandi er
Gerhard Schmidt.
*       *      *
Á fundi Sameinaðs þings í
gær voru kosnir fulltrúar Al-
þingis á fund Norðurlanda-
ráðs, þeir Sigurður Bjarnason,
Matthías Á. Mathiesen, Sig-
urður Ingimundarson, Ólafur
Jóhanness. og Ásg. Bjarnason.
son.
*      #     *
25. desember 1966.
Forseti íslands staðfesti á
föstudag lög þau um heimild
til verðstöðvunar, sem Alþingi
samþykkti fyrir nokkrum dög-
um og gengu lögin í gildi þeg-
ar í stað.
*      *     *
Brezkur togari strandaði á
Arnarnesi við Skutulsfjörð s.l.
fimmtudag.  Mannbjörg varð.
*      *     *
Á miðvikudag gerðíst sá at-
burður í húsinu Hæðargarði
14 í Reykjavík að tveir menn
létust af skotsárum. Mennirn-
ir voru Finn Kolbjörn Ólafs-
son, færeyskur maður, Borgar-
vegi 11, Ytri-Njarðvík, 34 ára,
og Kristján Eyþór Ólafsson,
Sunnuvegi 15, Reykjavík, 37
ára. Mennirnir voru í íbúð
eiginkonu Finns Nielsen, en
þau hjón höfðu búið sig undir
að skilja og stóð til að konan
og Kristján stofnuðu til hjóna-
bands. Konan hafði lagzt til
svefns, en vaknaði við það að
Kristján hrópaði nafn hennar
og fann hún mennina liggjandi
á gólfinu. Lítið eitt til hliðar
fannst skammbyssa. Við rann-
sókn kom í ljós, að hún hafði
horfið úr skáp um borð í skipi,
sem Finn Nielsen var á. Byss-
an hvarf eftir að skipið kom í
höfn í Reykjavík á mánudag-
inn var. Finn hafði verið
mjög andvígur því að skilja
við konu sína.
*      *     *
Heildarsíldaraflinn  er  nú
orðinn um 693 þúsund lestir.
Flestir aðkomubátar á miðun-
um eystra eru nú farnir til
heimahafna í jólaleyfi.
*      *     *
Yfirnefnd verðlagsráðs sjáv-
arútvegsins vinnur nú að því
að ákveða fiskverðið, og er
stefnt að því að ákvörðun
verði tekin fyrir áramót.
*      *     *
Mikið tjón varð í vikunni í
Reykhólasveit á símalínum
vegna ísingar, þar brotnuðu
rúmlega 100 staurar og að
auki 30 rafmagnsstaurar á
sömu slóðum.
*      *     *
Gengið hefur verið frá
frumvarpi um fjárhagsáætlun
bæjarsjóðs Akureyrar, niður-
stöðutölur eru 100 milljónir
985 þúsund krónur.
*      *     *
Jónas Kristjánsson, sér-
fræðingur Handriiastofnunar-
innar, hefur undanfarna sex
mánuði  dvalizt  í  Noregi  og
í Canada og Banda-
Kveðja
Vinir  mínir  vestan  hafs,  —
ríkjunum. —
Eina ráðið til að koma kveðju til ykkar allra, er að
koma henni á framfæri í þessu ágæta blaði. Því hefi ég
beðið ritstjórnina að birta fyrir mig eftirfarandi:
Um leið og ég minnist með sérstakri gleði og þakk-
læti ánægjulegra samverustunda með ykkur í febrúar
og marz á þessu ári, einstakri gestrisni og hlýhug, sem
ég mun aldrei gleyma, óska ég ykkur öllum gleðilegra
jóla og heillaríks árs 1967, með hjartanlegri þökk fyrir
hið liðna. — Guð blessi ykkur öll.
Ykkar einlægur
BRYNJÓLFUR JÓHANNESSON.
leikari.
Svíþjóð  og  skrásett  íslenzk
handrit, sem þar eru geymd í
söfnum.  Hann  athugaði  og
skrásetti um 420 handrit, sem
Handritastofnunin mun síðar
láta ljósmynda.
*     *     *
Birtur  hefur  verið  fram-
boðslisti Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi við Al-
þingiskosningarnar í vor. —
Fimm efstu menn eru: Matt-
hías Á. Mathiesen, sparisjóðs-
stjóri; Pétur Benediktsson,
bankastjóri; Sverrir Júlíusson,
útgerðarmaður; Axel Jónsson,
fulltrúi; og Oddur Andrésson,
bóndi.
Bréf frá séra Robert Jack
Tjörn, Vatnsnesi, V.-Hún.,
17. desember 1966.
Nú þegar árið er að líða í
aldanna skaut, finnst mér
sjálfsagt að óska ykkur öllum
gleðiríkrar jólahátíðar og far-
sæls komandi árs.
Af okkur hér er allt gott að
frétta. Veðrið hefur samt ekki
verið upp á sitt bezta; tíðin
mjög óstöðug allstaðar á land-
inu.
Ég ætlaði að skreppa til
Víðidals um daginn, en varð
að snúa við aftur vegna hláku
á vegunum, sem endaði með
því að jeppinn minn fór út af
veginum og lenti út í skurð.
Það var þó heppilegt, því að
um kvöldið skall á ofsastorm-
ur  með  snjókomu,  og  allan
næsta dag var stórhríð hér og
víðar.
Vigdísi vantaði eitthvað af
kindum sínum, sem höfðu
ekki komizt heim og fór hún
og sonur minn Róbert af stað
að leita þeirra. Þá var blind-
hríð af norðvestri, en samt
rákust þau á sex ær í fönn og
komu þeim í hús. Næsta dag
var veðrið betra og fundu þau
þá fleiri kindur grafnar í snjó,
og sáust aðeins höfuðin á þeim
upp úr fönninni. Enn vantaði
tvær ær og komu þær röltandi
heim mikið hraktar.
Eftir þetta lagði ég á ný af
stað í Víðidalinn, en þorði
ekki að stanza þar nema þann
dag vegna slæmra veður-
frétta. Og það var eins gott,
því færð spilltist um nóttina
og var vegurinn ófær morgun-
inn eftir; jafnvel stóru bílarn-
ir komust ekki leiðar sinnar.
Það er sannarlega rétt, að
veðrið stjórni lífi okkar sveita
mannanna á Islandi.
Nú eru hátíðarnar í nánd og
verzlanir fullar af vörum. —
Allur fjöldinn hefur það gott
og eyðir aurum sínum jafnóð-
um. Samt sem áður lítur út
fyrir verðstöðvun og á hún að
gilda frá því í nóvember. Ef
henni verður framfylgt, á
engin kauphækkun að verða á
vinnumarkaðnum.
Alþingi er einnig að ræða
frumvarp um að fækka prest-
um í landinu. Þó verði nokkr-
um bætt við þar sem þörf
krefur. Líklega verða tvfeir
prestar hér í Vestur-Húna-
vatnssýslu í stað þriggja áður.
Á Hvammstanga er í áætlun
að setja upp læknamiðstöð
fyrir þessa sýslu og Stranda-
sýslu, og verða þar sennilega
þrír til fjórir læknar, auk
hjúkrunarliðs.
Eins er áformað að sameina
fleiri hreppa víðsvegar á land-
inu.
Skipin eru enn að veiða
síldina fyrir Austurlandi — og
fáeinir togarar hafa fengið
góðan áfla við Grænland.
Búizt er við, að hin árlega
jólaskemmtun hér að Tjörn
falli niður í ár. Hún er venju-
lega milli jóla og nýárs, en nú
fæst engin hljómsveit, og ekki
þykir nógu fínt að dansa eftir
hljómplötum eða einni har-
moniku. En við vonum að
veðrið verði gott. Þá getum
við haldið jólatrésskemmtun
fyrir börnin.
Við biðjum öll kærlega að
heilsa.
Robert Jack.
HVALVATN. — Hellir Arnesar útilegumanns er í kleltinum niðri við vatnið. —
"
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8