Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg-Heimskringla

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg-Heimskringla

						llögberg^lMmsíkrmgla
StofnaS 14. Jan. 1888
Stofnað 9. sept. 1886
82. ARGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1968
NÚMER 23
Gestir Scandinavian Airlines
félagsins
Scandinavian Airlines fé-
lagið mun hefja flugsamband
milli Danmerkur og íslands
11. júní, 1968. í tilefni þess
hefir félagið b o ð i ð um 30
gestum frá Canada og Banda-
ríkjunum þátttöku í þessari
fyrstu ferð og hefir tveim ís-
lendingum héðan verið boðið,
þeim próf. Haraldi Bessasyni
og W. J. Lindal dómara og
fer Mrs. Lindal með honum.
— Þau fljúga til Chicago á
laugardaginn 8. júní og sam-
dægurs þaðan til Kaupmanna
hafnar. Þaðan verður fyrsta
flug félagsins til Reykjavík-
ur 11. júní. Þá viku verða svo
tvær flugferðir um Island og
ein yfir Reykjavík og um-
hverfi 16. júní og verða þá
forsætisráðherra og borgar-
stjórinn gestir félagsins.
íslenzku gestirnir að vest-
an munu svo verða á hátíð-
inni 17. júní og dvelja á ís-
landi til 25 júní og fljúga þá
til Kaupmannahafnar og
helztu borga norrænu land-
anna og síðan til Chicago 6.
júlí og þaðan til Winnipeg.
Við óskum þeim góðrar ferð-
ar og væntum að þau
skemmti sér konunglega.
I. J.
Skemmtistund á Betel ó Gimli
Það var margt um mann-
inn á Betel heimilinu á Gimli
á sunnudaginn enda var dag-
urinn yndislega fagur og
hressandi; glampandi sólskin,
laufin að springa út á trján-
um, balarnir að grænka og
svalur blær af vatninu. Heim-
ilið er ljómandi vel staðsett.
Og allir voru líka í sólskins-
skapi — heimilisfólkið og
gestirnir. Það var gaman að
hitta þarna marga gamla og
góða vini og skrafa við þá um
stund. Ég hitti fólk hátt á
níræðisaldri og eldra og er
það aðdáanlegt hve það held-
ur sér vel andlega og líkam-
lega.
Á þessu elzta elliheimili ís-
lendinga hefir ávalt ríkt andi
kærleika og skilnings á því
hvernig hlynna skuli að okk-
ar eldra fólki sem bezt. Fram-
kvæmdanefnd B e t e 1 hafa
jafnan átt góðu starfsliði að
fagna við þessa stofnun og
þá ekki sízt núverandi for-
stöðukonu heimilisins, Miss
Sigríði Hjartarson, sem er
hvers manns hugljúfi.
Fjöldi fólks úr bæjum og
byggðum umhverfis s ó 11 u
þennan mannfagnað og er
ánægjulegt að finna hve sterk
ítök B e t e 1 heimilin eiga í
hugum og hjörtum íslend-
inga. Það er þessi almenni á-
hugi sem veitt hefir stjórnar-
nefndinni styrk til mikilla
framkvæmda í þágu hinna
öldruðu á undanförnum ár-
um. — I. J.
Betel Home Foundation
Chairman's Report
As chairman of the Betel
Board I am pleased to bid
you welcome to this our an-
nual meeting. It is now be-
coming our custom to hold
our annual meetings alterna-
tely at the Gimli and Selkirk
homes.
I  consider  this  procedure
most appropriate, as our dis-
cussions a n d deliberations
deal with the management
and administration of these
institutions. Today we meet
in Gimli where one senses an
atmosphere of peace and con-
tentment which has charac-
terized this home throughout
the years.
I am  pleased to  report  a
Framhald 4 bl*. 2.
Aðalfundur
Eimskipafélagsins
Aðalfundur Eimskipafélags
íslands h. f. var haldinn fyrir
helgina. Halli á rekstri félags-
ins á árinu 1967 nam rúmum
27 millj. eftir að afskrifaðar
höfðu verið af eignum þess
rúmlega 32 milljónir.
Aðalorsakir þessa m i k 1 a
tapreksturs v o r u minnkun
vöruflutninga, sem drógust
saman um 56 þús. tonn, og
hækkun reksturskostnaðar. Þá
skaðaðist hagur félagsins af
verðstöðvunarlögunum, verk-
föllum og gengislækkuninni.
Hins vegar telja forráðamenn
félagsins, að horfa megi með
bjartsýni til framtíðarinnar.
Búast megi við miklum flutn-
ingum á árinu 1968 og fyrir-
hugaðar framkvæmdir félags-
ins muni bæta hag þess og
skapa viðskiptamönnum þess
aukið hagræði.
Þá varð félagið fyrir tilfinn-
anlegu tjóni af völdum bruna
á annarri af tveimur vöru-
skemmum þess í Borgartúni í
Reykjavík.
Skip Eimskipafélagsins eru
12 að tölu, en síðast liðið ár
voru 27 skip í förum á vegum
félagsins, og fóru þau sam-
tals 192 ferðir milli íslands
og útlanda. Farþegar með
skipunum milli landa v o r u
samtals rúm sjö þúsund, eða
heldur færri en áður. Hluta-
fé nam um 40 millj. og skráð-
ir hluthafar voru um 10.800.
Á síðasta aðalfundi var sam
þykkt að stefna að aukningu
hlutafjár um 66,4 millj. kr.,
þannig að það yrði samtals
100 millj. kr. í júlí 1971. Hinn
1. apríl s. 1. höfðu selzt um 7
millj. af aukningarhlutanum.
Eimskipafélagið stefnir að
því, að bæta við skipastól
sinn 2-3 nýjum vöruflutninga-
skipum á næstu 3 árum en
selja elztu skipin. Nú þegar
hafa verið gerðir samningar
um sölu á m.s. GOÐAFOSSI,
sem nú er 20 ára. Er söluverð
hans 225 þús. dollarar, og
mun afhending fara fram í
lok júní næstkomandi.
Félagið hef ur s a m i ð við
Hafnarstjórn Reykjavíkur-
hafnar um 9.500 fermetra lóð
á Austurbakka við höfnina
til byggingar á stóru vöru-
geymsluhúsi. Ennfremur
mun félagið fá stórt athafna-
svæði við Sundahöfn.
Þá hyggst félagið hefjast
handa um að tryggja, að fs-
lendingar eigi jafnan traust
og vandað farþegaskip í sigl-
ingum milli landa.
Á aðalfundinum var ákveð-
ið að greiða hluthöfum sjö af
hundraði í ársarð af bréfum
þeirra.
Stjórn félagsins var endur-
kjörin, en hana skipa: Einar
B. Guðmundsson, formaður,
Birgir Kjaran, varaformaður,
Thor R. Thors ritari, og Pétur
Sigurðsson, gjaldkeri. Enn-
fremur Halldór H. Jónsson og
Ingvar Vilhjálmsson. Af
hálfu Vestur-íslendinga þeir
Árni G. Eggertson og Grettir
Eggertson og Páll Sæmunds-
son, skipaður af ríkisstjórn-
inni.
Vísir 27. maí
Hægri handar akstur á  íslandi hófsr
á sunnud. 26. maí
í nokkrar mínútur stóðu öll vélknúin ökutæki á landinu
grafkyrr og aðeins örfá — með sérstaklega fengnar und-
anþágur — biðu með vélarnar í gangi.
Hægt og hikandi færðu þau sig eitt og eitt yfir á hægri
kant og biðu eftir því að klukkan yrði 06.00.
„... í umboði dómsmálaráðherra lýsi ég því yfir, að nú
er hægri umferð á íslandi," hljómaði rödd Valgarðs Briem,
formanns Framkvæmdanefndar hægri umferðar, til lands-
manna allra í gegnum útvarpið nákvæmlega á slaginu sex,
og menn settu bifreiðar sínar í gír, juku benzíngjófina og
sigu af stað hægt og gætilega í fyrsta sinn í hægri umferð.
„Rétt bara eins og að drekka vatn", sögðu sumir, eftir
að þeir voru búnir að aka fyrstu metrana.
„Hvað? Þetta er ekkert!" sögðu aðrir, og þannig voru
viðbrögð manna almennt — ánægjublandin undrun yfir því
hve snurðulaust umferðarbreytingin gekk fyrir sig.
Vísir 27. maí '68
Graduates
Bachelor of Laws           Recipient of Bursary
Darwin Sigurgeir Sigurgeirs-
son B.A., B.S.W., reseived his
LL.B. degree at the Univers-
ity of British Columbia on
May 31, 1968. He will article
with Thompson and McCon-
nell at White Rock, B.C.
Darwin is the son of Sigur-
geir and Johanna Sigurgeirs-
son of Steveston, B.C.
Mrs. Patricia Mae Schwartz,
received her Bachelor of Arts
degree. October 1967. She is
the daughter of Mr. and Mrs.
Arni Thorlacius, A s h e r n ,
Man. and is presently teach-
ing in Red Lake, Ont.
Grant V. James Einarson
graduated with a Bachelor of
Arts degree from the Uni-
versity of Winnipeg May 26,
1968. He is the son of Mr. and
Mrs. W. Fisher Einarson 115
Crestwood Crescent, Winni-
peg, Man.
Martin Keli McNichol receiv-
ed a Bachelor of Science
honours degree in zoology
from the University of Mani-
toba, May 1968. He is a reci-
pient of a Bursary of $3000.00
from the National Research
Council of C a n a d a and a
$100.00 Scholarship from the
Icelandic Canadian Club in
Feb. 1968. He is now study-
ing for his Master's degree.
His parents are Lovisa and
Archie McNichol, 1281 Valour
Road, Winnipeg. Martin Keli
is the grandson of Rafnkell
Bergson, Winnipeg.
Rev. Barry Day B.A., receiv-
ed a Bachelor of Divinity
degree from the University
of Winnipeg, May 26, 1968.
He has been a minister at the
Timothy Eaton Memorial
Church in Toronto for three
years. His wife is the former
Miss Lilja Eylands.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8