Lögberg-Heimskringla - 04.07.1968, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 04.07.1968, Blaðsíða 1
DAVIO BJOSNSON, 763 6ANNINO ST., VMNNIFEG 3 ( MAN. Xö gber g - J)ei msímngla StofnaS 14. ian. 1888 Slofnað 9. sept. 1886 Hu^RGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 4. JÚLÍ 1968 NÚMER27 Dr. Krist-ján Eldjárn kjörinn forseti íslands Svo sem lesendur blaðsins minnast, tilkynnti herra Ásgeir ■^■sgeirsson forseti í áramótaræðu sinni, að hann myndi ekki Verða í framboði í forsetakosningunum í sumar. Aðeins tveir ^ienn gáfu kost á sér í þetta embætti sem Ásgeir hefir skipað Vlð mikinn og góðan orðstír í sextán undanfarin ár, þeir d°ktorarnir Gunnar Thoroddsen og Kristján Eldjárn. Birt Var í Lögb.-Heimskr. 11. apríl s. 1. ágæt grein um þá og for- Setakosningarnar, eftir Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóra. Kosningarnar fóru fram á sunnudaginn 30. júní og fengum Vlð eftir fylgjandi frétt um úrslitin yfir útvarpið á þriðju- ^gsmorguninn: Ör. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður var kjörinn forseti, tekk hann 67,564 atkvæði en Dr. Gunnar Thoroddsen 35,438 atkvæði. Var sagt í fréttinni að hinn nýi forseti væri andvígur sjón- Varpi bandaríska setuliðsins, því það hefði slæm áhrif á ís- ^fizka menningu, en þótt hann væri mótfallinn setuliði í ^ndinu væri hann fylgjandi áframhaldandi þátttöku íslands 1 Nato. Kristján Eldjárn er 51 árs að aldri. Hann hefur verið þjóð- ^injavörður og forstöðumaður Þjóðminjasafnsins í rúma tvo aratugi. Doktorsritgerð hans fjallaði um kuml og haugfé á ^slandi, varin árið 1957. Hann hefur ritað fjölda bóka og §reina um íslenzka fornleifafræði. Kunnastur almenningi er hann líklega fyrir sjónvarpsþætti sína, sem hafa öðlazt miklar vinsældir. Kristján er kvæntur Halldóru Kristínu Ingólfsdóttur. Við Vaentum þess að birta mynd af hinum nýja forseta innan skanams. — I. J. Elected Chairman of T.B.T. Club Magnus Theodore Paulson, 911 Active Member of The Tor- °nto Real Estate Board since Í955, has been elected by ac- ciamation to the Chairman- ship of the Toronto Board of ^ade Club. President of M a g n u s T. ^aulson Realty Limiied, Mr. ^aulson was born and raised 111 Winnipeg. He attended the Nniversity of Manitoba from Í927 to 1931, and relocated in ^astern Canada in 1936. After s°me years in the investment kusiness, he entered the real fstate profession in Toronto 111 1950, and became a broker jhember of TREB five years ^ter. Of Icelandic ancestry, Mr. aulson married Lillian Mc- ^eod in 1937. The parents of tw° sons and two daughters, ihe Paulsons are proud grand- Parents as well. Mr. Paulson has been active 111 community life for many y°ars, and served for several of these on the Executives of ike Junior Board of Trade and the Board of Trade Club. In addition, he is past president the Scandinavian Canadian tu'b, past president of the °Wntown Optimist Club, and Past president of the Icelandic auadian Club. His hobbies range from golf to poetry and ruusic. Many TREB Members will remember him for his prou- dest achievement in real estate the conception, promotion and sale of the huge area for a satellite city — now called Bramalea. * * * Þessi grein birtist í ritinu Lisiings, sem Toronto Real Estate Board gefur út. The Board of Trade eða Viðskipta- ráð Metropolitan T o r o n t o telur um 15,000 meðlimi, en innan þessa stóra viðskipta- ráðs er svo myndaður klúbb- ur — The Board of Trade Club of Metropolitan Toronto — og er klúbburinn takmark- aður við 650 meðlimi og er Hundrað ára gamall hann hin athafnamesta deild félagsins. Klubbsmenn koma saman á hverju mánudags- kvöldi frá október til apríl til að hlýða á valda ræðumenn og skemmta sér á annan hátt. Auk þess, efna þeir til alls- konar mannfagnaðar, dansa útiskemmtanna, ferðalaga, golfkeppni og fleira í þeim til- gangi að afla fjár fyrir nauð- stadda. Formaður þessa klúbbs hefir því í mörgu að snúast, en það þykir hinn mesti heiður að vera kjörinn í þetta embætti. Magnus Paulson var kjör- inn formaður klúbbsins fyrir starfsárið, 1968-69, og barst honum meðal annarra heilla- óskaskeyti frá landstjóranum, Roland Michener, sem á sín- um tíma mun hafa verið með- limur klúbbsins. Ég minnist Magnúsar fyrst fyrir mörgum árum þegar Einar Páll kom með hann upp í íbúð okkar og kynnti mig þessum myndarlega frænda sínum frá Toronto og voru þeir báðir ljómandi af gleði yfir samfundunum. — Faðir Magnusar var Friðrik, sonur Þórðar Péturssonar Guðjohr,- sen organista í Reykjavík, og konu hans Helgu Jónsdóttur Magnússonar. Friðrik (Fred) var alinn upp af séra Jóni og frú Láru Guðjohnsen Bjarna- son og bar þeirra nafn. Hann lézt fyrir nokkrum mánuðum. Helga, fyrri kona Friðriks dó þegar Magnus var aðeins eins árs og var hann þá tekinn í fóstur af Guðnýju móðursyst- ur sinni og manni hennar Magnusi Paulson og ber hann þeirra nafn. Margt af ættfólki Magnusar hefir getið sér orð- stírs fyrir listfengi og góða hæfileika, og virðist hann sverja sig í ættir sínar. Við óskum honum til ham- ingju með það tiltraust sem hann hefir aflað sér þar eystra og þann heiður sem honum hefir verið sýndur. — I. J. ÍVAR GUÐMUNDSSON SKIPAÐUR FRÉTTASTJÓRI Samkvæmt tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu hef- ur ívar Guðmundsson, blaða- fulltrúi verið skipaður frétta- stjóri Ríkisútvarpsins frá 1. janúar 1969 að telja. Staða fréttastjóra var aug- lýst laus til umsóknar í Lög- birtingarblaðinu, og rann um- sóknarfresturinn út hinn 15. apríl sl. Tvær umsóknir bár- ust, frá ívari Guðmundssyni og Margréti Indriðadóttur varafréttastjóra Ríkisútvarps- ins. Vísir 15. júní Á morgun, 3 júlí verður öldungurinn, Jóhann Pétur Sæmundsson h u n d r a ð ára gamall. Hann var fæddur árið 1868 að Grjóti í Þverárhlíð, Mýrarsýslu. Hann stundaði landbúnað og sjómennsku á íslandi, en fluttist til Vestur- heims árið 1899; dvaldist í Cavalier, N. Dakota til ársins 1901 að hann fór til Nýja ís- lands og nam land og hóf bú- skap í Geysisbyggð nálægt Árborg. Jóhann kvæntist Þóru Guð- mundsdóttur árið 1907. Þeim varð tveggja barna auðið. M a r g i r íslendingar kannast við Gunnar son hans vegna ræktasemi hans við íslenzka tungu og bókmenntir og dótt- ir hans er Aðalbjörg kona Guðna Sigvaldasonar bónda í Árborg. — Jóhann m i s s t i Þóru konu sína árið 1935. Árið 1941 flutti hann til Gimli en síðustu árin hefir hann dvalið h j á Gunnari og Margrétu konu hans og börnum þeirra. Okkur er sagt að Jóhann sé furðu hress andlega og líkam- lega. Við óskum honum til hamingju með þetta merkis- afmæli. — I. J. Kosningarnar í Canada Fylgi pólitísku flokkanna að loknum fimm Sambands kosn- ingum s. 1. 10 ár. 1968 1965 1963 1962 1958 Lib 154 129 129 100 49 PC 72 97 95 116 208 NDP 23 21 17 19 8 Cred 14 9 — — — SC 5 24 30 0 Ind 1 2 0 0 0 Tolal .... 264 265 265 265 265 Liberalar unnu hreinan meiri hluta þingsæta í kosningun- um 25. júní s. 1. og Pierre Ellioi Trudeau er forsætisráðherra þjóðarinnar. Það er í sjálfu sér furðulegt þegar haft er í huga að þjóðin vissi lítið sem ekkert um þennan mann fyrir nokkr- um mánuðum síðan. Hann er af frönskum og skozkum ætt- um, fæddur í Montreal, 48 ára gamall, hámenntaður, jafn- vígur á ensku og frönsku, mælskur vel, er lögmaður og pró- fessor í lögum. Mr. Trudeau hafði talsverð afskipti af stjórnmálum í Quebec um tuttugu ára skeið, sérstaklega í baráttunni gegn einræði Duplessis. Hann var blaðamaður og hefir gefið út eina eða tvær bækur. Það var vinur hans Jean Marchand, sem er Manpower og innflytjenda ráðherra Liberal stjórnarinnar, sem fékk hann og vin þeirra, Gerard Pelletier til að gefa kost á sér sem frambjóðenda Liberala í kosningunum 1965 og hlutu þeir allir kosningu og voru nefndir The three wise men, eða vitringarnir frá Quebec. Sagt er að Liberölum hafi verið um og ó að veita þeim Trudeau og Pelletier inngöngu í flokkinn því þeir höfðu áður fylgt NDP. flokknum að málum. Mr. Trudeau var ritari forsætisráðherrans þangað til í jan- úar 1966, en þá var hann skipaður dómsmálaráðherra. Eitt það fyrsta sem hann gerði í því embætti var að koma í gegn um þingið nýrri og frjálslegri hjónaskilnaðar löggjöf, sem hlaut einróma samþykkti þingsins, og fyrir þinginu liggur nú til samþykktar frumvarp hans um að draga úr hinum ströngu lögum gegn fóstureyðingum og kynvillingum. Óttazt var að hann myndi tapa miklu fylgi meðal kaþólskra manna í Quebec vegna þessara athafna hans en svo virðist ekki hafa verið, því þar var atkvæðamagn hans meira, en nokkurs- staðar annars staðar í landinu, þar átti hann þó við öfluga mótspyrnu að etja —■ skilnaðarflokkinn eða svonefnda Separatists, sem vilja draga Quebec út úr fylkjasambandinu og sigla sinn eigin sjó. Þegar forsætisráðherrar hinna tíu fylkja Canada komu saman á ráðstefnu í Ottawa fyrir nokkrum mánuðum til að ræða með formönnum Sambandsstjórnarinnar um breytingu eða endurbætur á hinni hundrað ára gömlu stjórnarskrá — British North America Act. — lenti í. smávegis orðasennu milli Daniels Johnson, forsætisráðherra Quebesfylkis og Tru- deau dómsmálaráðherra Canada, sem diplomatinn Lester B. Pearson greiddi úr í snatri, en auðsé^ var að hverju stefndi milli Frakkanna um stöðu Quebec í fylkjasambandinu. Ráð- stefnunni var sjónvarpað og vakti þá Trudeau fyrst athygli almennings. Framhald á bls. 4.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.