Lögberg-Heimskringla - 10.09.1969, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 10.09.1969, Blaðsíða 1
^ögberg-^eímskrtngla Síofnað 14. jan. 1888 Siofnað 9. sepi. 1886 83. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 10. SEPTEMBER 1969 NÚMER 30 Ambassador Péfur Thorsteinsson og fjölskyida flytja til íslands Ambassador Péiur Thorsieinsson og frú Oddný í veizlubúningum ÚR BRÉFI TIL RITSTJÓRA BLAÐSINS 2. september, 1969 Eins og þú munt hafa fréii er ég og fjölskylda mín að flyija iil íslands, þar sem ég mun iaka við siarfi í uian- ríkisráðuneyiinu. Við höfum nú búið erlendis samfleyii í 16 ár, í Mcskva, Bonn, París og Washingion, og hlökkum iil að flyija heim. í iilefni af þessari breyiingu langar okkur hjónin iil að biðja blað þiti fyrir kveojur iil hinna fjölmörgu vina og kunningja af íslenzkum æiium vesianhafs. Það hefir verið óblandin ánægja að sjá, hve margir íslendingar í Kanada og Bandaríkjunum hafa geiið sér góðan orðsiír og orðið íslandi iil sóma, og að finna hlýhug þeirra og iryggð gagn- varí gamla landinu. Við hjónin þökkum fyrir ánægjulega samfundi og samsiarf við svo marga í þeim hópi og óskum öllu fólki af íslenzkum æiiurn vesianhafs, og samiökum þeirra, allra heilla í framiíðinni. Ekki sízi óskum við Lögbergi-Heimskringlu langra og góðra lífdaga. Kærar kveðjur, þinn einlægur, Péiur Thorsieinsson. Mikið lán hefir það verið fyrir Island að eiga þá mikil- hæfu og framúrskarandi menn, sem skipað hafa hið ábyrgð- armikla ambassador embætti í Vesturheimi, þá Thór heitinn Thors, sem var brautryðjandi í starfinu vestan hafs í aldar- fjórðung og Pétur Thorsteinsson, er var fulltrúi og ambassa- dor íslands í þrem stærztu löndum Evrópu í tólf ár og svo síðustu fjögur árin ambassador íslands vestan hafs. Báðir þessir menn vörpuðu ljóma á ísland hvar sem leið þeirra lá erlendis. Við Vestur-íslendingar munum sakna þessara góðu og virðulegu ambassador hjóna, Péturs Thorsteinssonar og frú Oddnýjar úr okkar hóp; þau ferðuðust víða um byggðir okkar og bæi vestan hafs til að kynnast okkur og okkar áhugamál- um og flutti þá sendiherrann margar fróðlegar og vandaðar ræður, er birtust í þessu blaði. Við minnumst lengi komu þeirra á þjóðræknisþingið í febrúar 1966, alúðar þeirra og áhuga fyrir okkar þjóðræknismálum. Frú Oddný minntist þá á, að sig langaði til að drengirnir þeirra yrðu vel að sér í íslenzku, en þeir munu nú kunna tungumál þeirra þjóða, sem fjölskyldan hefir dvalið með, en íslenzkan getur vita- skuld ekki orðið þeim jafn töm fyrr en þeir dvelja um skeið á íslandi. Við þökkum þeim hjónunum fyrir allan vinskapinn í okkar garð og ekki sízt fyrir aðstoð og umhyggju þeirra fyrir blaðinu okkar, Lögberg-Heimskringlu og við árnum þeim allra heilla. — I. J. WORLD FROM HIS PAST A welcome party for the new U.S. Ambassador to Iceland Luther I. Replogle brought forth a world from his past last night at the Embassy of Iceland. The new Ámbassador, whose Chicago firm now manu- factures 600,000 world globes a year, found his product in use at the Embassy. A Replogle globe, made more than 30 years ago and sold in Iceland, was brought downstairs for a picture-taking session with Iceland’s Ambassador and Mrs. Pétur Thor- steinsson and their three sons. It was a very small globe and had been used by Mrs. Thorsteinsson when she was a young girl. “This was one of the earliest globes we ever made, and it was manufactured about three years after we started making globes in 1930,” said Ambassador Replogle. This was also a farewell party for the ambassador of Iceland and Mrs. Thorsteinsson and their sons, Pétur, 13, Björgólf, 12, and Eric, 9. After four years in Washington, they leave Aug. 1. The Ambassador will follow after he has made farewell trips to the other countries to which he is accredited as Iceland’s Ambassador, including Canada, Mexico and Latin American countries. He goes home to become the executive officer of Iceland’s í'oreign Ministry. — Wash. Post July 19. '69. Hér gefur að líta Mr. Replogle nýja U.S.A. sendiherrann á íslandi í móttöku honum til heiðurs á heimili sendiherrahjóna íslands. Hann er hnaltlíkana framleiðandi og er að skoða hnaiilíkan með Thorsteinssons drengjunum Pétri, Björgólfi og Eiríki. íslands og Kirkjumálaráð- herra. Biskupinn yfir íslandi vígði Pétur. Það var í alla staði sérstak- lega ánægjulegt fyrir okkur skólabræður (University) séra Péturs að vera viðstaddir. Hinn nýji vígslubiskup er mjög vel til embættis valinn, sannkristinn, góður drengur, sem hefur áreiðanlega vaxið í vizku hjá Guði og mönnum. Eftir vígsluna bauð ríkis- stjórnin öllum prestum, kon- úm þeirra, auk gesta til veizlu á Sauðarkróki, og stýrði henni Jóhann Hafstein ráðherra. Einnig var ég sérstaklega hrif- inn af því að sjá frú Guðrúnu Pétursdóttur, móður séra Pét- urs þar og hin. börn hennar þrjú, Sigurð formann Þjóð- ræknisfélagsins, Sigurlaugu og Svanhildi. Mér datt í hug hversu fullkominn fagnaðar- fundur þetta hefði verið, ef aðeins Sigurgeir biskup hefði verið lifandi og með okkur á Hólum. En án efa var hann með syni sínum og okkur öll- um í anda. Við e r u m margir, mjög margir, sem samfögnum frú Guðrúnu á þessum merku tímamótum í lífi hennar — að hún skyldi lifa til að sjá son sinn, Pétur orðinn biskup. Hún á það sannarlega skilið. Hin eldri biskupsfrú var glæsileg í skautbúningi, sínum, og eins kona s é r a Péturs vígslubiskups — Sólveig Ás- geirsdóttir; var afi hennar Matthías Eggertsson, prestur á undan mér í Grímsey. Ég veit að allir vestra óska séra Pétri, fjölskyldu hans, móður og systkinum innilega til hamingju með þennan dag. Margir ykkar muna eftir með hlýju og virðingu föður séra Péturs, Sigurgeiri Sigurðssyni biskupi. Til þess að komast að Hól- um í tæka tíð urðum við Vig- dís að leggja héðan af stað kl. 8 f.h. og komum við ekki aft- ur hingað fyrr en kl. 4. um nóttina ásamt tveimur þýzk- um stúlkum, sem við tókum upp á leiðinni og voru þær á leið til Reykjavíkur. Bréf frá séra Robert Jack Tjörn Vatnsnesi, 26. ágúst, 1969. Það er nú búið að rigna á íslandi í sumar. Ég hélt að við á norður hluta landsins mynd- um sleppa, en, nei, þvert á móti og nú eru heyskapar horfurnar mjög slæmar, hér eins og á suðurlandi. Við erum að vonast til þess að það stytti upp á höfuðdaginn og verði þar eftir þurrt haust. Um helgina fórum við Vig- dís norður að Hólum í Hjalta- dal, því þar var mikil hátíð Séra Pétur Sigurgeirsson var vígður til vígslubiskups em- bættis í Hólastifti hinu forna Allir prestar í Hólabiskups- dæmi voru mættir auk forseta í alla staði var dagurinn ógleymanlegur og koma Róm- versk-k a þ ó 1 s k a biskupsins í Landakoti sýndi viðleitni til einingar kirkna. Hann er Holl- endingur, ágætur maður og skilningsgóður. Jæja, ég ætla að fara nú að láta í votheysgryfju. Það er það eina, sem maður getur gert í þurrkleysinu. Með beztu kveðjum til ykk- ar allra. — Robert Jack.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.