Lögberg-Heimskringla - 16.03.1972, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 16.03.1972, Blaðsíða 1
J A N• 73 BERGSTEINN jonsson, 7 STATE STREET, GRANO FORKS, Jletmámngla Stofnað 14. jan. 1888 Sloínað 9. sept. 1886 86. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 16. MARZ 1972 NÚMER 9 Ásmundur Loptson fyrrverandi þingmaður lótinn Ásmundur Loptson, sem í mörg ár átti sæti í Saskatch- ewan fylkisstjórninni, lézt á St. Boniface sjúkrahúsinu í St. Boniface, Man., 26. febrú- ar, 1972, nýorðinn 87 ára gamall. Með fráfalli þessa duglega athafnamanns hefir hrokkið sundur lifandi taug milli núverandi kynslóðar og liðinnar landnámstíðar. Ásmundur fluttist hvítvoð- ungur frá íslandi og var ekki meira enn svo kominn á legg þegar foreldrar hans settust að í Þingvallabyggðinni við Churchbridge. Var byggðin þá á líkum aldri og hann sjálfur, og enn kennd við hið mikla, óskipta landflæmi er nefndist The Great West Territories. Hann ólst því upp með sveit sinni, þorpi og fylki, sá þau dafna og þroskast, og Þing- vallabyggðina standa í fullum blóma hinnar a ð f I u 11 u ís- lenzku menningar, er þokaði fyrir öðrum áhrifum síðustu áratugina, því æskan þar fór fljótt að leita lengra út í heim. Var Ásmundur sjálfur ekki eftirbátur í því. þótt ævistarf hans væri að mestu bundið heimahögunum. Þegar fylkið var stofnað árið 1905, var Ásmundur 18 ára gamall, og mun hafa ver- ið byrjaður að verzla á eigin spýtur, ef til vill í þorpinu Bredenbury, 10 mílur vestur af Churchbridge. Bredenbury var þá rétt að spretta upp úr sléttunni, og tímaritið Mac- lean’s Magazine fuilyrti að bráðum yrði úr því borg. Ekki varð af því, en þar rak þó Ásmundur arðsama verzl- un í æsku, og þaðan færði hann út kvíarnar og var riðin við ýms fyrirtæki. Hann fékkst við landbúnað, vega- byggingar og fasteignir. Ásmundur fór snemma að gefa sig að opinberum mál- um, var bæjarstjóri í Breden- bury um skeið, og oddviti í Saltcoats héraðinu. Hann var flokksmaður Lib- erala og náði kosningu fyrir þeirra hönd í Saltcoats kjör- dæminu árið 1929. Sætinu hélt hann í næstu kosning- um, en tapaði árið 1938 fyrir J. L. Phelps, sem var áhrifa- maður í bændahreyfingu fylk- isins og einn af aðsópsmestu jafnaðarmönnum. Háði hann kosningarbaráttuna u n d i r merki C.C.F. flokksins. Árið 1952 komst Ásmundur að aft- ur, og var um langt skeið einn af minnihluta sinna flokksmanna er sat íþing í C.C.F. stjórninni. Þegar Walt- er Tucker sagði af sér sem formaður Liberala í þinginu, tók Ásmundur við þeirri stöðu þar til nýr maður var kosinn. Ásmundur Loptson Vinirnir í Þingvallabyggð og þar í grendinni kölluðu hann jafnan Munda, en póli- tískir samherjar hans og and- stæðingar gáfu honum nafnið „Minty“ og festist það við hann, svo að því nafni gegndi oftast í viðureign sinni við þá, og það loddi við hann í blaðagreinum og útvarpi. Faðir Ásmundar var Svein- bjöm Loptson. Voru foreldrar hans Loptur Jónsson og Bar- bara Magnúsdóttir á Hlíðar- enda í Flókadal í Borgarfjarð- arsýslu. Sveinbjörn nam söðlasmíði á íslandi, en árið 1883 kvæntist hann Steinunni Ásmundsdóttur, Þorsteinsson- Framhald á bls. 3. Sfyrkur úr minningarsjóð Jóhannesar Pólssonar Nú í vetur var í fyrsta sinn greiddur námstyrkur úr minningarsjóð tónlistamanns- ins Jóhannesar heitins Páls- sonar. Hann nam $35 og var veittur Miss Coleen Dey. Hún hlaut hæztu stig í píanó leik í Evergreen skóla svæðinu, en við það svæði var keppn- in bundinn þetta ár. Hér eftir er von um að sjóðurinn geti gefið af sér tvo námstyrki ár- lega, og skuM unglingar þeir sem styrkinn hljóta nota hann til að afla sér kennzlu í fiðlu- leik eða á slaghörpu. Sjóðurinn, sem var stofn- aður af vinúm og sveitungum Jóhannesar, nemur $1000, og er skráður undir umsjón The Winnipeg Foundation, en alls bcr sú stofnun ábyrgð á $10 milljón sjóð sem byrjaði með $100,000 fjárgjöf eins manns, W. F. Alloway, fyrir 50 árum síðan, og er notaður mann- úðar og menningarmálum til styrktar. Jóhannes Pálsson lézt á heimili sínu í Geysir, Man., 24. febrúar, 1970, tæpra 56 ára gamall. Honum var tón- listin í blóð borin, og bar á sérgáfum hans á því sviði I þegar í bernzku. Var hann því látinn njóta menntunar í þeirri grein, var kennari í músík, sérstaklega á fíolín, og nutu margir í Nýja íslands byggðum kennslu hans. Hann tók mikinn þátt í því sem tónlist kom við í umhverfi sínu, stýrði um skeið hljóm- sveit sem samanstóð af 5 syst- kinúm hans og frænda þeirra, Stef..ni Guttormsyni. Jafnan var systir hans, Mrs. Lilja Martin á Brandon, við slag- hörpuna þegar Jóhannes spil- aði á fiðluna. í nefndinni sem annast minningarsjóðinn eru Stefán Guttormson, Árborg, Man.; Mrs. Magnea Sigurdson, Ár- borg; Mrs. Sigurlene Bergen, Riverton, Man.; Mrs. Hedy Bjornson, Gimli, Man.; Mrs. Lilja Martin, Brandon, Man. Mrs. Olga Jóhannesson ekkja Coleen Dey Jóhannesar Pálssonar, sem hefir gifst í annað sinni, er heiðursfélagi í nefndinni. Viðurkenndur fyrir snarræði sem bjargaði mannslífi Ungur Islendingur í Royal Canadian Mounted Police, Bob Johannson, ættaður úr Nýja Islandi, hefir hlotið heiðursverðlaun tveggja þjóð- kunnra félaga fyrir snarræði sem álitið er að haífi bjargað mannslífi. Mr. Johannson þjónar í RCMP í Kitimat, B.C. í maí í fyrravor kom hann fyrstur manna að þar sem bílslys hafði orðið á þjóðveginum (Highway 25). Maðurinn sem hafði ekið bílnum, Joe Rins- Bob Johannson ma frá Terrace, B.C., var í öngviti og hættur að draga andann. Bob brá skjótt við, lagði munn sinn við munn mannsins og andaði ofaní hann, þar til hann gat beytt eigin andfærum. Bæjarstjórinn í Kitimat, John Springer, hefir nú af- hent Bob heiðursskjal frá Royal Life Saving Society of Canada. Var kona hans við- stödd athöfnina, sem fór fram í sal bæjarráðsins, og einnig maðurinn sem þakkar honum líf sitt. „Ég hugsa að ég væri ekki hér í dag ef hann hefði ekki bjargað lífi mínu,“ sagði Joe Rinsma. Mr. Johannson var einnig veittur heiðurspeningur og skýrteini Lions klúbbsins og seinna gerður heiðursfélagi í klúbbnum. Bob er sonur Thors Johann- sonar í Riverton, Man., og konu hans, sem er af ung- verskum ættum en alin upp í Hnausa byggð. Hún gekk þar í skóla með íslenzkum börnum og talar íslenzku reiprennandi. Amma Bobs í föðurætt er Soffía Johannson, sem nú býr á Betel heimil- inu á Gimli. Úr blöðunum frá íslandi íslendingar h a f a löngum þótt geta staupað sig á við aðra menn, en að þeir gangi of langt í þeim efnum er víst mesti misskilningur, því nýútkomin skýrsla banda- rísku heilbrigðisstjórnarinnaa' bregður upp hófsemdarmynd af íslenzku þjóðinni. Hún er talin púmir 19 í heiminum og s í ð u s t í röð Norðurlanda þjóða í áfengisneyzlu. Verstir eru Frakkar, sem drekka að meðaltali 23 lítra af áfengi hver íbúi árlega. ítalía er næst, en langt fyrir neðan Frakkland með 15,2 lítra á íbúa. Á Norðurlöndun- um eru tölurnar þannig: Dan- ir 7,2 lítra, Svíar 6,5, Norð- menn 4,2, Finnar 3,8 og ís- lendingar 3,6. Eitthvað lét veðrið til sín taka í Reykjavík 18. febrúar. Kl. 6 e.h. þá um daginn fauk lítil flugvél af Cessena gerð- inn 150 þar á flugvellinum. Tlún hitti benzíntank og skemmdist allmikið. Tveir | menn sem voru með vélina, skildu hana eftir eina við benzíntankinn meðan þeir léituðu uppi benzínafgreiðslu- manninn. Þegar þeir komu aftur, lá litla greyið með vinstri vænginn upp á tank- inum en hinn hægri niður á jörð. Bændum á íslandi hefir fækkað um 293 á árunum 1966 til 1970. Kom þetta fram á nýafstöðnum fundi búnðar- þingsins, og telst svo til að einn hafi yfirgefið bænda- stéttina í hverri viku þessi umræddu 4 ár. Fjórir íslenzkir aðilar taka þátt í hinni árlegu Vorkaup- stefnu sem haldin verður í Leipzig, A.-Þýzkalandi 12. til 13. marz og er helguð frjáls- um alþjóðaviðskiptum og tæknilegum framförum. Aðil- ar frá 60 þjóðum taka þátt í kaupstefnunni. Frá Islandi verða sýndar sjávarafurðir í matvæla deildinni.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.