Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lögberg-Heimskringla

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 37. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lögberg-Heimskringla

						Bergsteinn Jonsson,
Box 213
REYKJAVIK,*' Iceland
Jan. 73
Þjóðræknisþingið
Sökum þess að nokkrir af stjórnarnefndarmönnum geta ekki sótt þing
Þjóðræknisfélagsins á venjulegum þingtíma í febrúar hefir verið ákveðið
að halda þingið í ár seint í janúar, á fösiudag og laugardag, janúar 26, og
27, 1973. Fólk er beðið að taka eftir þessari breytingu á þingtímanum.
^etntékrmgla
Siofnað 14. jan. 1888
Siofnað 9. sepi. 1886
86. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 7. DESEMBER 1972
NÚMER 37
Úrgefendasrjórn
Lögbcrg-Hcimskringlu
Vesrur íslendingar vilja eiga íslenzkf blað
og sýna viljann í verkinu
Á ársfundi Lögberg-Heims- tíð blaðsins haldist. Ársreikn-  H e r r a Grettir Johannson,
S. Aleck  Thorarinson
íormaður
K. Wilhelm Johannson
varaíormaour og gjaldkeri
kringlu 25. nóvember s.l. kom
það skýrt fram í skýrslum og
umræðum að Vestur íslend-
ingar vilja eiga íslenzkt blað.
Enda sýna það ummæli, sem
oft fylgja gjöfum í styrktar-
sjóð blaðsins að þeir eru
margir, sem unna íslenzkri
tungu og vilja allt til þess
vinna að halda henni við í
Vesturheimi, svo hún endist
sem traust tengitaug milli
þjóðbrotanna í Vesturálfu og
þjóðarinnar á íslandi.
Drengilegur stuðningur vel-
vildarmanna blaðsins gerði
því mögulegt að halda velli
síðastliðið ár og koma út eftir
settri áætlun, *g bendir »St
ingar frá ágúst byrjun 1971
að ágúst byrjun 1972 sýna að
á því tímabili námu gjafir er
einstaklingar lögðu í styrkt-
arsjóð Lögberg-Heimskringlu
$5,338.00. Margir hafa nú þeg-
ar lagt í þessa árs sjóð og
birtast nöfn þeirra jafnótt í
blaðinu.
Fjárhagsskýrslur lagðar fyr-
ir fundinn sýna vaxandi fjár-
hagshalla við rekstur blaðs-
ins. Hallinn nam $12,095.07
frá ágúst byrjun 1971 að ágúst
byrjun 1972, en árið áður
nam hann $10,309.07. Forseti
stjórnarnefndarinnar, herra
S. Aleck Thorarin6on mun
skrifa  ítarlega  um  fjárhag
1
til að áhugi manna fyrir fram-1 blaðsins áðurenn langt líður.
Kynnir sér rónlisr í skólum Winnipegborgar
Dr. L. Sigurdson ritari
Góðir gestir
Séra Valdimar J. Eylands,
D.D., frú Lilja kona hans og
Barbara tengdadóttir þeirra,
v o r u við kvöldmessuna í
Fyrstu lútersku kirkju 26.
nóvember. Var séra Ingþór
í s f e 1 d sóknarprestur Gimli
safnaðar í stólnum, og hafði
séra Eylands orð á því, í góð-
látlegu spaugi, að þeir væru
víst færri sem legðu upp í
ferð frá Rugby, N. D., til
Winnipeg til að fá að njóta
íslenzkrar messu. En þær
voru nokkuð margar talsins
messurnar sem séra Valdimar
fTutti sjálfur á íslenzku, árin
sem hann þjónaði söfhuði
Fyrstu lútersku kirkju. Þau
héldu heim á miðvikudag 29.
nóvember.
Guðmundi Nordahl leizt svo
á við fyrstu kynni af Winni-
peg að ekki yrði tónhstarlífið
þar kannað að ráði á fárra
daga slitróttri viðstöðu í borg-
inni. Guðmundur er klarin-
ettuleikari í Lúðrasveit
Reykjavíkur, og var með í
hinni happasælu reisu hennar
um byggðir íslendinga í Vest-
urálfu síðastliðið sumar.
Guðmundur hefir ekki tón-
listina aðeins í hjáverkum.
Hann er skólastjóri tónlistar-
skóla Garðahrepps, nálœgt
Reykjavík, og kennir tónlist
í barnaskólum þar. Honum
lék því hugur á að kynnast
músík í barnaskólum Winni-
pegborgar og gerði sér aftur
ferð þangað snemma í nóvem-
ber með konu sinni, Þórdísi
Ólafsdóttur. Hann leit inn hjá
Lögberg-Heimskringlu, sagði
að þau hjón mundu ferðast
lengra vestur í land og halda
heim á leið eftir þriggja vikna
dvöl í Kanada.
Guðmundur hafði þá heim-
sótt nokkra skóla í Winnipeg
og talað við yfirmann tónlist-
arkennzlu í skólakerfinu. Var
honum hvarvetna vel tekið,
honum sýnt allt, sem að mál-
inu lýtur og allt skýrt fyrir
honum. Þótti honum mikið
koma til þeirrar áherzlu sem
lögð er á músíkkennzlu í skól-
unum í Winnipeg og allan að-
búnaðar til þróunar þessarar
menntar hjá æskunni. Fannst
honum einnig mikill glæsi-
bragur á tónlistarlífi borgar-
innar yfirleitt.
Hann  frétti  að  frú  Elma
Gíslason væri að æfa söng-
flokk  sinn,  Festival  Opera
Framhald á bls. 5.
Víðrækt verksvið á sjó og landi
Dave Einarsson, sem fullu
nafni heitir Theodore David,
hefir verið kosinn varaforseti
Geophysical Service Incorpor-
ated, petroleum subsidiary of
Texas Incorporated in Can-
ada. Er það langt nafn og
flókið, en bendir til þess að
starfssvið Dave Einarssons sé
að kanna Kanada á sjó og
landi í olíuleit. Áður var hann
framkvæmdarstjóri þessarar
álmu fyrirtækisins, og hefir
verksvið hans legið víða út
um heim síðan hann útskrif-
aðist í jarðfræði frá Manitoba
háskólamim árið 1953.
Um árabil starfaði hann í
Summatra og víðar í austur-
löndum, en í Kairo kvæntist smíðað í Edmonton, Alta., sent
hann Ginu konu sinni, sem
er af egypskum og ítölskum
ættum. E>au eiga tvo syni Paul
Harold og Russell.
Félagið gerir út skip með
vísindalegum útbúnaði til
neðansjávar könnunar á At-
lantshafinu við strendur Kan-
ada, og leggja þau leið sína
frá Nýfundhalandi til Græn-
lands.
Síðastliðið ár lét Geophysi-
cal S e r v i c e Incorporated
smíða skip til neðansjávar
rannsókna, sem er hið full-
komnas.ta sem enn lu-lir verfiö
gert út í slíka könnun. Það
heitir  G.S.f.  Mariner,  var
í þrem stykkjum til Hay Riv-
er, N.W.T., sett þar saman og
steypt þar af stokkunum.
Dave er fæddur í Árborg,
Man., sonur Guðmundar Ósk-
ars Einarssonar og Guðrúnar
Elínar Schram Einarsson.
gjaldkeri Þjóðræknisfélags ís-
lendinga í Vesturheimi, af-
henti fundinum bankaávísun
upp á $1000.00 að gjöf frá fé-
laginu í styrktarsjóð Lögberg-
Heimskringlu.
Höfðinglegur styrkur frá fé-
lögum og einstaklingum hefir
gert blaðinu fært að gegna
hlutskipti sínu mörg undan-
farin ár. En örðugleikar við
rekstur þess aukast árlega,
með sívaxandi útgáfukostnaði,
sem öll blöð hafa átt við að
stríða, og rýrnandi tekjulind-
um, meðal annars vegna þess
hve mjög kanadísk blöð og
tímarit hafa orðið útundan í
keppni um auglýsingar síðast-
liðin ár.
Kom til orða að reynt yrði
að afla blaðinu auglýsinga á
íslandi vegna vaxandi ferða-
mannastraums milli landa, og
tveggja stórhátíða, er nú eru
í aðsígi á íslandi og í Mani-
toba, sem hlyti að gera flug-
félögum og Eimskipafélaginu
æskilegt að upplýsa almenn-
ing um þá þjónustu er þau
hafa upp á að bjóða. Einnig
gæti komið til greina kynning
á vörum er ferðamenn til ís-
lands eiga kost á, og innflutt-
um íslenzkum vörum í Kan-
ada, og kemur þar til greina
áætlun Eaton's verzlunarinn-
ar í Winnipeg að hafa íslenzk-
ar vörur á boðstólum næsta
sumar. Verður þar um yfir-
gripsmikla kynningu að ræða.
Létu fundarmenn uppi það
álit að aeskilegt mundi að
biðja velunnara blaðsins á ís-
landi að hafa það í huga þeg-
ar auglýsingum er ráðstafað.
Úr blöðunum frá íslandi
Tveir arkitektar vinna nú
að því að skipuleggja 1000
íbúða hverfi í vesturbænum í
Reykjavík. Þegar arkitektarn-
ir hafa skilað tillögum sínum
tQ skipulagi, mun það lagt
fyrir borgarráð til endanlegr-
ar ákvörðunar.
Ríkisstjórn Islands h e f i r
mælst til þess við hafnar-
stjórnir landsins að lctndhelg-
isbrjótar og aðstoðarskip
beirra verði okki afgreidd, og
hafa hafnarstjórnir tekið vel
í málið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8