Lögberg-Heimskringla - 12.04.1973, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 12.04.1973, Blaðsíða 1
Eergstoinn Jonsson, Eox: 218 REYKJAVIK, Iceland Jan. 73 Hraunið hlífði húsinu effir að flaggað var í halfa sföng Hinn 19. marz s.l. kaffærði hraunið 12 hús í Vestmannaeyjum. Það lagðist að húsi Engilberts Þorbjarnarsonar. bílstjóra frá Kirkjubæ, og snaraði bílskúrnum hans inn í eld- húsið. Engilbert flaggaði í hálfa stöng, en eftir að fáninn var kominn upp rann hraunið ekki meira að húsinu. Morgunblaðið birti mynd af fánanum við húsið. Nú hefir borist fregn um fyrsta dauðsf allið, sem orðið hefir af völdum eldgossins. Maður sem svaf í húskjallara í Vestmnnaeyj um yfirbugaðist af eiturgasi og beið bana af. Hö gberg - i)emtéfmng;Ia Stofnað 14. jan. 1888 Stofnað 9. sept. 1886 87. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 12. APRÍL 1973 NÚMER 13 Höfðingleg gjöf fró Manifoba Hótel Berg í Ijósum loga Tíu íbúðarhús leggja bráð- lega af stað flugleiðis beina ieið frá G i m 1 i, Man. til Reykjavíkur. Ed Schreyer, forsætisráð- herra Manitoba, lýsti því yfir í fylkisþinginu 9. apríl, s.l. að húsin væru sameiginleg gjöf frá fylkinu, Kanadastjórn og fyrirtaekinu, Misawa Homes of Canada Limited, sem rekið er á Gimli. Samtals er verð húsanna $112,500. Er hluti hvers aðils $37,500, og hluti Kanadastjórnar innifalinn í $100,00 upphæð, sem getið er um í fréttayfirlýsingu stjórn- arinnar í lok marzmánaðar. En mciri hluti þeirra $100.000 var afhentur sendiherra Íslands, Haraldi Kröyer er hann átti tal við utanríkisráð- herra Kanada, Hon. Mitchell Sharp síðastliðinn mánudag. Sendiherrann afhenti land- stjóra Kanada trúnaðarbréf Hon. Edward Schreyer sitt á þriðjudag. Mr. Schreyer lýsti ánægju sinni yfir fljótum og góðum viðbrögðum Kanadastjórnar og „Misawa Houses“, þegar Manitobastjórn leitaði til þeirra um þátttöku í að senda Vestmannaeyingum hús sem byggð hafa verið í höfuðstað Nýja íslands. Hann gat um fjársöfnun á vegum Canada Iceland Foundation, og sagði að dr. Philip M. Petursson, þingmaður í Manitoba, hefði fært málið í tal við fylkis- sfjórnina. „Frá því íslenzkir landnem- ar fyrst settust að i þeiru h'luta Kanada, sem nú er Manitoba, fyrir nærri öld, hafa tengslin við Island verið óslitin, og það á vel við að Manitoba sé þátttakandi í gjöf sem endurspeglar það sam- band bæði á raunverulegann og táknrænan hátt,“ sagði Mr. Schreyer. Mr. C. C. Hunt, formaður Misawa Homes of Canada, til- kynnti þátttöku fyrirtækisins í gjöfinni. Húsin eru fullgerð, en verða send í pörtum og sett saman á íslandi. í hverju húsi eru tvö til þrjú svefnherbergi, og þyngd þeirra hvers um sig er 10 til 12 tonn. Þau verða flutt með Hercules flugvélum her- máladeildar Sambandsstjórn- arinnar, beint frá flugvellin- um á Gimli á Reykjavíkur- flugvöll. Þessi mynd Morgunblaðsins sýnir hvernig eldgosið í Vesímannaeyjum fór með Hótel Berg. í grein sem biríisl í Lögberg-Heimskringlu lýsti Elín Pálmadóitir dvöl sinni á hótMinu j^sið hófst. Þakkarbréf fró forsæt-isróðherra íslands Canada Iceland Foundation hefir borist fréf frá forsætis- ráðherra íslands, Ólafi Jó- hannessyni, dagsett 3. apríi sl. En Canada Iceland Foun- dation annast fjársöfnun í Westman Islands Disaster Re- lief Fund, sem Þjóðræknisfé- lag Íslendinga í Vesturheimi átti upptökin að á síðasta árs- þingi sínu. Forsætisráðherrann þakkar bankaávísun upp á $25,000, áém nýlega var send til ís- lands úr sjóðnum, og með- fylgjandi bréf. Hann viður- kennir um leið $2,640, sem að- alræðismaður íslands í Winni- peg, Grettir L. Jóhannson, sendi 31. janúar fyrir - hönd Þjóðræknisfélagsins, og tekur það fram að féð leggist inn í reikning nr. 2530 í Ríkis- banka íslands, í nafni West- man Islands Disaster Relief Fund, og verði sjóðurinn rek- inn eftir lögum og reglugerð- um íslandsstjómar, er gengu í gildi 27. marz, 1973. En sú löggjöf segir svo fyrir að sjóð- urinn notist til að styrkja Vestmannaeyinga fjárhags- lega og -bæta þeim tap þeirra eftir megni. í sama tilgangi leggur landsstjóm íslands aukaskatt á hvern einstakling þjóðarinnar, og er áætlað að hann muni nema alls 2000 milljónum íslenzkra króna nú í ár. Forsætisráðherrann segir að aðal verkefni þessa fjárs muni felast í því að koma upp heim- ilum handa Vestmannaeying- um annarsstaðar í landinu, skapa þeim skilyrði til að reka sjávarútveg frá öðrum höfn- um og reka þann iðnað sem honum fylgir. Það er stór- fengilegt viðfangsefni og kostnaðarsamt, að finna heilli landsbyggð nýja átthaga, seg- ir forsætisráðherrann, og þá byrði hefir öll þjóðin tekið sér á herðar. En samstundis vinna ís- lenzkir vísindamenn og að- stoðarmenn þeirra að því að bjarga öllu sem bjargað verð- ur af kaupstaðnum í Eyjum, með því að dæla mörgum tonnum af köldu vatni á jaðar hraunstraumsins, til að tefja rennslið og stöðva rás þess eftir megni. En nú þegar er hluti byggð- arinnar kominn undir hraun, þó höfnin sé enn nothæf. Til Eyja fró Kanadastjórn $100,000 Utanríkisráðherra Kanada, Hon. Mitchell Sharp, lýsti því yfir um mánaðarmótin að Kanadastjóm mundi senda $100,000 í sjóð, sem ríkirstjc rn íslands hefði stofnað til hjálp- ar Vestmannaeyingum, er urðu að flýja heimili sín vegna eldgossins, sem hófst í Eyjum 22. janúar s.l. 1 fréttayfirlýsingu frá utan- ríkisráði Kanada, dagsettri 30. marz, er það tekið fram að þetta fé eigi að nota til að koma upp heimilum fyrir Vestmannaeyinga á megin- landinu og hjálpa þeim til að koma fyrir sig fótunum. Það er ályktað í fréttayfir- lýsingunni að þetta áfall geti haft alvarleg áhrif á þjóðar- hag íslendinga í heild, þar sem áætlað hafi verið að kostnaðurinn við að skapa Vestmannaeyingum lífsskil- yrði á meginlandinu muni nema frá 20 til 30 milljónum dollara. Þá er bent á að efna- hagur þjóðarinnar byggist 80% af sjávarútvegi og fiski- iðnaði, og að fiskafli Vest- mannaeyinga hafi talist að vera 17% af heildarafla þjóð- arinnar. Þess er getið að gjöf Sam- bandsstjómarinnar bætist við fjársöfnun Vestur íslendinga, undir rnnsjón Þjóðræknisfé- lagsins, að þaðan hafi alla- reiðu farið $25,000 til íslands og söf nunin haldi áfram. Einnig er tekið fram í frétt- inni að Fylkisstjórn British C o 1 u m b i a hafi la&t fram $25,000. Áður hafði Þjóðrækn- isfélagið sent $2,640. Djarfmannlega gengið að verki Icelandic Canadian Club gekk djarfmannlega að verki síðastliðna viku, með því að hrinda af stokkunum tveim stórsamkomum, annari þeirra nokkurnveginn fyrirvaralaust. Hin árlega vorveizla félags- ins hafði verið í undirbúningi um skeið, og var haldin á Fort Garry hótelinu í Winnipeg 6. apríl. Forseti Winnipeg há- skólans, H. E. Duckworth flutti f j ö r u g a ræðu undir borðum, ryfjaði upp margt um tengsli fslendinga við skólann, frá því þeir fyrst tóku tryggð við hann, en þar hefir verið töluvert um ís- lenzkt námsfólk og kennara, allt frá því að skólinn starfaði sem Wesley College, en síðar sem United College og nem- endur tóku próf sín við Mani- toba háskólann. Gestum var vel skemmt og góður rómur gerður að ræðunni. Dr. P. H. T. Thorlakson, m.d. kynnti dr. Duckworth, dr. Will Kristjanson þakkaði ræðumanni, dr. Philip M. Pet- ursson flutti borðbæn, en for- maður The Icelandic Cana- dian Club, dr. John Matthia- son, stjórnaði samkomunni. Svo var brugðið á dans með skemmtilegri tónlist og fjör- ugum fótaburði. En iþótt félagið stæði í því að ráðstafa þessari stórhátíð, lét það ekki gott ganga úr greipum sér. Sú frétt barst út að jarðfræðingurinn Mikkel Schau væri á ferð í Winnipeg, væri nýkominn úr ferdð um Vestmannaeyjar, hefði með- ferðis myndir af eldgosinu þar og mikinn fróðleik. Formaður I c e 1 a n d i c Canadian Club, John Matthiason, fékk hann til að sýna myndimar og segja fréttir úr Eyjum miðviku- Framhald á bls. 5.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.