Lögberg-Heimskringla - 30.06.1977, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 30.06.1977, Blaðsíða 1
Bergsteinn Jónason B )x 218 Reykjavik, Iceland 91 ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 30. JÚNl 1977 NÚMER 25 FLEIRI ÍSLENDINGAR Á SUNNUDAGINN kom hópur íslendinga á vegum Ferðaskrifstofunnar Sunnu til Winnipeg, alls um eitt hundrað manns. Fararstjóri í þessari ferð er séra Bragi Benediktsson, en Guðmund- ur Magnússon, sem var aðal fararstjóri í fyrri ferðinni er nú farinn til íslands, og far- þegarnir, sem komu 29, maí, fóru til baka með vélinni sl. sunnudag. Lögberg-Heimskringla ræddi við Guðmund áður en hann hélt aftur til íslands. Hann sagðist víða hafa ferð- ast, en aldrei fyrr komið til Kanada. Þessi ferð hingað væri ein eftirminnilegasta ferð, sem 'hann hefði nokkru sinni farið. Hér hefði hann hitt margan merkilegan manninn, Vestur-íslendinga sem eru svo vel að sér um margt, að undrun sætti. Há- aldrað fólk hafði hann 'hitt, sem bjó yfir víðtækri þekk- ingu og átti að baki reynslu, dýrmæta reynslu á mörgum sviðum mannlífsins. Þá sagð ist hann einnig hafa kynnst því, að sumir Vestur-íslend- ingar eigi í fórum sínum fá- gæta muni, eins og til dæmis bækur og handiðn. Eina bók hafði hann séð hér. sem ekki verður nánar greint frá að þessu sinni. en aðeins munu vera til tvö eintök af í heim- inum. Guðmundur hafði komið í minjasafnið á Gimli, og fannst'honum það stórkost- lega merkilegt. Hins vegar kvaðst hann undrandi á því, að ekki skyldi vera betur að því búið, en raun ber vitni, og bæri brýna nauðsyn til bess að byggja yfir safnið, það mætti ekki vera öllu lengur í eldfimu timburhúsi. ureyrarkirkju, söfn skoðuð og farið í skoðunarferð um bæinn. Bæjarstjórn Akureyr ar bauð til kvöldverðar á Hótel KEA. Veður hefur yfirleitt verið allgott á meðan Vestur-ís- lendingarnir hafa verið á ís landi, reyndar nokkuð rign- ingarsamt sumsstaðar á land SÉRA VALDIMAR J. EYLANDS KJÖRINN , HEIÐURSDOKTOR VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Hin árlega háskólahátíð fór fram við Háskóla íslands sl. laugardag, 25. júní. Við það tækifæri var séra Valdimar J. Eylands gjörður heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla íslands. Guðfræðideildin og há- skólaráð samþykktu ein- róma kjör hans til þessa heið urs fyrir áratuga forustu- störf að kirkjumálum austan hafs og vestan og stuðning við í slensk málefni í hví- vetna. í minni voru einnig höfð margvísleg ritstörf dr. Valdimars, og þróttmikil boðun hinnar kristnu trúar bæði á ensku og íslensku. Þetta er í fyrsta sinni, sem Guðfræðideild Háskóla Is- lands heiðrar vestur-íslensk- an prest með doktorsnafn bót. Það mun allra mat, að séra Valdimar J. Eylands sé i alla staði vel að þessum heiðri kominn og um leið hef ur Háskóli Islands drengi- lega minnt á hlut Vestur- Islendinga í íslenskri kirkju sögu. B.F. Á þessari mynd sést Guðmundur Magnússon bjarga jeppa úr Núpsvötnum á íslandi. ÞAKKIR FRÁ FERÐALÖNGUM íslenskar messur á Heklu I sumar er haldið uppi prestsþjónustu á Heklu og eru þar Guðsþjónustur á ensku hvern sunnudags- morgun. Séra Bragi Frið- riksson annast þessa þjón- ustu. Nú hefur verið ákveðið, að sérstakar Guðsþjónust- ur fari fram sunnudagana 10. júlí, 31. júlí og 21. á- gúst og hefjast þær allar kl. 2 e.h. Islendingum úr ná- grannabyggðum og gest- um að heiman er bent á gott tækifæri til að sam- eina ferð út í Heklu og þátttöku í þessum Guðs- þjónustum. — Sagðist Guðmundur hafa haft orð á þessu við framá- menn hér, og hefðu þeir ver- ið sér sammála um að úr þessu þyrfti að bæta. Guðmundur, sem er reynd ur fararstjóri, sagði ennfrem ur, að fyrst eftir að farþeg- arnir komu 29. maí, hefði verið við ýmsa erfiðleika að etja, en með góðu samstarfi og vilja heimamanna hefði tekist að leysa úr flestum vandamálum á farsælan hátt Ferðin vestur að hafi hefði tekist mjög vel, en þeir, sem ekki fóru í þá ferð höfðu sumir lent í einhverjum erf- iðleikum, en vonir stæðu til þess að slíkt endurtæki sig ekki. Loks bað Guðmundur Magnússon L.-H. fyrir kveðj ur og þakkir til þeirra fjöl- mörgu, sem greitt hefðu götu sína, og farþega sinna, og er því hér með komið á framfæri. Vestur-íslendingar á íslandi Tæplega 200 Vestur-íslend- ingar eru nú á íslandi á veg um Viking Travel. Þeir tóku þátt í hátíðahöldunum í Reykjavík 17. júní, og einn- ig hafa flestir þeirra ferðast um landið. Allflestir fóru til Akureyrar, og þar tók Þjóð- ræknisfélagið á móti gestun- um. Hlýtt var á messu í Ak- inu, og á norðurlandi hefur verið framur kalt í veðri; og hefur hiti sumstaðar farið niður undir frostmark um nætur. Önnur ferð verður farin á vegum Viking Travel um miðjan júlí og þá kemur hóp ur hingað til Kanada á veg- um Þjóðræknisfélaganna á íslandi. já Forseti íslands i sjúkrahúsi Forseti íslands, dr. Kristj- án Eldjárn hefur verið í sjúkrahúsi í Reykjavík til rannsóknar vegna æða- bólgu í fæti. Forsetinn var nýkominn frá Svíþjóð, en hann var þar í boði Upp- salaháskóla. s Við íslendingarnir, sem kom um til Kanada á vegum. Ferðaskrifstofunnar Sunnu, 29. maí, og fórum saman í hópferð frá Winnipeg til Se- attle, þökkum af alhug allar þær hjartanlegu og höfðing- legu móttökur, sem við urð- um aðnjótandi hjá Vestur-ís lendingum, sem hafa gert okkur alla þessa ferð að ó gleymanlegu ævintýri. Þar hefur allt farið saman okkur til ánægju, ágætt veð- „^ur, fagurt og frjósamt land að skoða, vinsemd fólksins og ágæt fyrirgreiðsla alls 'staðar. Við þökkum ykkur öllum af heilum hug og von- um að sem flest ykkar getið ■heimsótt okkur á Islandi. Þá viljum við ennfremur þakka Ferðaskrifstofunni Sunnu. fyrir að skipuleggja og gera okkur þessa ágætu og ódýru COMPLIMENTS TO LÖGBERG-HEIMSKRINGLA In a recent newsletter from the Icelandic Society of Northern California is the following statement: “If you are not as yet a subscriber to this worthy weekly, you might want to give it a serious thought. Heimskringla was first published in 1886 and Lögberg in 1888. You might therefore say that L.-H. is over 90 years of age. Most likely, not many Canadian papers can boast of such distinguished antiquity.” Furthemore it says: “Lögberg-Heimskringla is not only worth your support, it would also keep ypu posted on many fronts. Send $15.00 to L.-H., 67 St. Xnne’s Road, Winnipeg, J Manitoba R2M 2Y4.” • Thank you very much. IM.....M............M...................I w l J ferð mögulega. — Síðast, en ekki síst viljum við svo þakka Guðmundi Magnús- syni fyrir frábæra farar- stjóm, glaðværð, skemmtileg ar frásagnir og fræðandi lýs- ingar á landi og þjóð. Hafið öll hjartans þakkir fyrir. — Ferðafólkið. Magnús Eliason in Vancouvcr Magnus Eliason, Council- lor for Bannatyne ward in Winnipeg, recently attended the annual meeting of the Canadian Urban Transit As- sociation at Vancouver. This meeting was concerned with developments in transit sys- tems in Canadian cities and with the general problem of transportation and traffic congestion in urban areas. Magnus is a member of the Committee on Works and Operations which is one of the three standing commit- tees of city council. Public transit is one of the areas of operation that comes under the jurisdiction of that com- mittee. While in Vancouver, Mag- nus was in touch with the Icelandic community there, and visited “Hofn” and re- newed acquaintances.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.