Lögberg-Heimskringla - 24.12.1979, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 24.12.1979, Blaðsíða 1
93. ARGANGUR Lögberg-Heimskringla, — JOLABLAÐ 1979 NXJMER 42 ♦ — ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ GLEÐILEG JÖL! ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^^>4^^ sem var undrið mesta og aðalhátíð kristninnar öldum saman. En þar kom þó um síðir að menn vildu ákveða fæðingardaginn. En sú á- Þess var getið í blöðum fyrir skemmstu að fram hafi farið í alþýðu- skólum stórborgar einnar hér vestan hafs almenn þekkingarkönnun. þar sem meðal annars var spurt um uppruna jólahátíðarinnar og þýðingu hennar fyrir nútímann. Svör bárust frá fjölda nemenda á gagnfræðastiginu, og voru mörg þeirra merkileg að því leyti að þau báru vott um ótrúlega fáfræði. Margir unglinganna vissu það eitt um jólahátíðina að hana bar að snemma vetrar, þá voru nokkrir frí- dagar frá störfum og námi, þá höfðu menn gestaboð, skiptust á gjöf- um, og að þá var mikil ös í verslunarbúðum. Uppruna hátíðahaldsins töldu margir að mætti rekja til þjóðsögunnar um Sankta Klaus; hins vegar voru mjög fáir aðspurðra sem settu jólahátíðina í sam- band við kirkju og kristni. Mönnum þótti þetta athyglisvert fyrir- brigði, og vakti það umtal og grun um að víða myndu vera eyður á ólíklegustu stöðum í þekkingu hinna mörgu glæsilegu ungmenna sem leggja fyrir sig langskólanám. Það virðist furðulegt að fullorðið og andlega heil- brigt fólk skuli ekki geta gert grein fyrir einni aðal- kirkjuhátíð k r i s t i n na manna. Ekki er þó hægt að kenna unga fólkinu um þetta. — Unga kynslóðin hlýtur á hverri tíð að fá fræðslu sína af orðum og dæmi sér eldra fólks, eða af bókalestri í heimahús- um eða skólum. Hér virð- ist vitnisburður heimilana ekki hafa verið hljóðbær í þessum efnum, og eins má ætla að kirkjunni með sunnudagaskólum sínum og annarri fræðslustarf- semi hafi ekki heppnast'að ná til þessara ungmenna. Að vísu herma fornar sög- ur að einskonar jólahald hafi farið fram með for- íeðrum vorum löngu áður en kristindómurinn kom til sögunnar. Enginn veit með vissu um fæðingar- dag Jesú, og jafnvel fæð- ingarár hans er í óvissu. Vér vitum það eitt að hann var fæddur á því tímabili er Ágústur var keisari og Kýreníus landstjóri var á Sýrlandi. Nánar verður þetta ekki ákveðið. En eins og menn vita, er það al- gengt í sögunni að þá fyrst er farið að athuga uppruna frægra manna þegar þeir eru löngu liðnir. Hinir fyrstu kristnu söfnuðir létu sig það litlu skipta hvaða ár Meistarinn fæddist. Hitt var mest um vert að hann lifði óvenjulegu lífi, kenndi með öðrum hætti en fræðimenn þeirra tíma, að hann framkvæmdi máttarverk á sjúkum og sorg- mæddum, að hann gerði óvenjulegar kröfur til sjálfs sín og annarra, að hann dó, en staðfesti kenningar sínar og fyrirheit með upprisunni, kvörðun var hvorki gerð í Betlehem eða Nazaret, þar var enginn til að bera vitni um svo löngu liðinn atburð, og ekki voru hagskýrsl- ur eða manntalsskrár fyrir hendi. En fæðingardagurinn var samt ákveðinn af tveimur páfum, öðrum í Rómaborg, en hinum í Kon- stantínópel. Auðvitað gátu þeir ekki komið sér saman um tímatalið, og sterkar líkur eru til þess að hvorugur hafi hitt á rétta daginn. Hinir fornu Rómverjar höfðu lengi haldið uppá hátíð ljóssins, eða hinpar upprennandi sólar er dag tók að lengja eftir sólhvörf. Kirkj- unni fannst það tilhlýðilegt að sameina fæðingarhátíð Krists hinni fornu sólarhátíð, einkum þar sem hann hafði talað um sjálfan sig sem ljós heimsins, og að vegferð mannsins sé frá myrkri til ljóss. Þetta samkomulag um samruna hátíðanna minnir að nokkru á samning þann sem heiðnir menn og kristnir gerðu sín á milli á Þing- völlum forðum daga. — Einnig þar fór fram mála- miðlun. Ýmsum fornum venjum frá sólarhátíðinni var haldið, svo sem mat- arveislum, gleðskap ýmiss konar og gagnkvæmum gjöfum. — Þá var heldur ekki amast við álfum, dvergum, eða tröllum. — Sumar af þessum verum urðu furðu lífseigar í ís- lenzkum þjóðsögum, því að eins og gamlir menn muna var oft margt ó- hreint á ferð um jólin. En myrkrið og ófreskjurnar hurfu smám saman. Krist- ur varð þungamiðja jóla- haldsins, sem ljós heims- ins. Sól náttúrunnar, hinn skapandi máttur himins og jarðar, og sól kærleik- ans, sem birtist í Jesú Kristi runnu saman til að lýsa vegferð manna,. og hefja huga þeirra í til- beiðslu. Gamla rómverska sólarhátíðin var kristnuð. En nú er engu líkara en að þessar tvær hátíðir hafi sagt sundur með sér. — Gamla jólahaldið virðist hafa náð yfirhöndinni á ný í hugum fjölda manna, en um leið hefir Kristu horfið þeim út í móðu og mistur. Margt bendir til að hið kristna jólahald hafi víða skolast að miklu leyti í burtu í velgengni, viskuflóði og þrotlausum áróðri samtíðarinnar. Við erum orðnir svo góðir að fjandinn skammast sín, og er hlaup- inn í felur. Við erum orðnir svo ríkir að enginn getur gefið okkur jólagjafir sem eru nokkurs virði. Framh. á bls 2

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.