Lögberg-Heimskringla - 26.05.2000, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 26.05.2000, Blaðsíða 6
6 • Lögberg-Heimskringla • Friday 26 May 2000 History Bréf frá Ameríku Bréfritari er Benedikt Arasonfrá Hamri í S-Þing. Sjú Vesturfaraskr. 323. Viðtakandi bréfsins er Benedikt á Auðnum. Með bréjinu fylgja tvœr teikningar, önnur af jörðinni “Völlum,” hin af strandbyggðinni frá Gimli og suður fyrir Húsavík. Báðar eru merkile- gar og þyrftu að komast með sem myn- dir.—Böðvar Guðmundsson Völlum (Nýja íslandi) 14. janúar 1875 Kæri frændi. Alúðlega þakka ég þér alla gamla og góða viðkynningu og þar með tilskrifið sem ég meðtók sumarið 1875. Þá var ég í Kinmount í Ontario. Þá fékk ég líka bréf frá Þorbergi á Halldórsstöðum og Metúsalem á Helluvaði. Þitt bréf vr innan í bréfi frá Sigtryggi í Kasthvammi. Fyrir þessi tilskrif þakka ég ykkur öllum margfaldlega. Ég hef nú skrifað Jakobi á Grímsstöðum allt það sem er að frétta af mér og er þér velkomið að sjá það þegar þið getið komið því við. Ég vildi eitthvað segja í fréttum en hef nú fátt fram að tína, það helsta að næstliðið sumar var fjarskalega votviðrasamt, einkum fyrri partinn, en þomaði eftir sem á leið og haustið var gott, þó nokkuð stormasamt. Vetur afbragðs góður til jóla, aðeins gránaði þrisvar en tók upp aftur svo alautt var um jólin. Svo gránaði milli jóla og nýárs, þó oftast hreinviðri og nú er snjór í ökkla. Það hefur nærri því þótt mein að snjó- leysinu hér í vetur af því menn þurfa að aka að sér heyi og ýmsu öðm. Mest frost varð í október þann 23. og 28. og 31.4 á Reaumur en mestur hiti þann 11. og 20. 11 R. í nóvember varð mest frost þann 28. 14 R. Mestur hiti þann 10. 7 R. I desember varð mest frost þann 1. 13 R. Mestur hiti þann 23. 4 R. Það sem af er janúar hefur orðið mest frost þann 4. og 6. 26 R. I dag mest frost 11 en minnst 2 R. Hiti hefur komið einu sinni í þessum mánuði, þann 11. Þá var 5 frost mest og 2 hiti mestur. Nú emm við ekki prestlausir lengur því við höfum 2 presta, séra Jón Bjamason og Pál Þorláksson. Hann er nú orðinn Sýnóduprestur og búinn að breyta dálítið trú sinni frá því sem ég ímynda mér að hann hafi lært heima. Hann hefur tekið sér söfnuð út af fyrir sig af íslendingum sem kallaðir em Pálistar, en hinir sem fylgja vilja séra Jóni em kallaðir Jónistar og þeir em fleiri. Allir Pálistar verða að trúa því og álíta að þeir hafi þá einu sönnu og réttu trú þó þeir verði að álíta sem víst, eður að minnsta kosti efamál, að þau böm sem deyja óskírð verði sáluhólpin. En ég held að þegar á að fara að hafa þessa skoðun að þá sé orðið mál að rífa stafninn úr Helvíti, og er þá held ég næst að hleypa Sýnóduprestum á vaðið. Já, þeir fylgja svo jámfast Ritningunni í trúarefnum sínum að þeir mega til með að trúa því að sólin gangi kringum jörðina en jörðin standi kyrr. Og ekki má nú grafa Pálista og Jónista í sama kirkjugarði ef allt á að fara með felldu, en það gjörir nú Jónistum, greyjunum, ekkert til. Það yrði of langt mál í þessum miða að tína fram allar þær kreddur sem þeir skulu taka fyrir óskeikanlegan sannlei- ka sem þessa (mér liggur við að segja steinblindu) trú hafa. Skilaðu kærri kveðju minni til föður þíns og segðu honum að hann skuli nú ennþá reyna að búa til kartöflu- garð og velja ekki sem hálendast eður þurrlendast að hægt er, heldur aðeins þurrt og lítið eitt hallandi móti sólu, fly- tja svo í hann 4-6 þumlunga þykkt lag af kúamykju, ekki svo nýrri að hún sé blaut og varast að moð fari saman við hana því þá er hætta við arfa og illgresi, síðan grobba jörðina upp með “grobb hoe,” grobbhóf, (eins og almennt er nú kallað hér, og að grobba upp jörð er sama og höggva eður pæla með þessu nytsama og hentuga tóli, það er svipað óboginni skaröxi, augað er kringlótt og víðara að framan en aftan svo betur tolli á skaftinu, skaftið á að vera sívalt, á digurð við stafstöng og álíka langt og stutt kláruskaft, blaðið á að vera stál- soðið og vel sterkt upp við augað, með þessu verkfæri ber maður upp jörðina líkt og þegar barið er á velli með kláru, Ámi á Einarsstöðum er vís að geta smíðað hófinn, sem er ómissandi eign fyrir alla sem nokkuð stunda garðrækt) og gjöra smáhrúgur úr moldinni á stærð við smátt lausadrýli af hrárri töðu, þó nokkuð flatari, og séu 2 álnir frá miðpunkti á einni hrúgu til annarrar á, hvem veg (það er að skilja til miðpunk- ts á þeirri næstu), svo er mátulegt að láta 2-3 kartöflur sem em á stærð við rjúpuegg vel 3ja þumlunga djúpt ofan í hverja hrúgu og hylja síðan yfir með mold, sem ekki er áríðandi að mylja mjög smátt. Betra er að vökva yfir hrúgumar eftir sáninguna ef þurrkar ganga. Þessi aðferð er ekki einungis sú langfljótasta heldur hefir reynst sú besta upp á sprettuna. Miklu betra er að sá svokölluðum snemmvöxnum kartöflum (Early Rose, frb. erlí rós) sem em aflan- gar og hafa bleikari lit en þær höttóttu. Þegar grasið fer að koma upp talsvert þarf að hófa upp að því og hrúgunum. Það reynist svo hér að mest gras, einkum með gildum leggjum, er vottur um góða sprettu á kartöflunum sjálfum. Mikið ómissandi væri að reyna að sá til kálhöfða og vita hvert ómögulegt væri að þau spryttu heima, svo ágæt garðjurt sem þau eru. Þeim þarf að sá snemma í vermibeð eður kassa sem blandað sé saman 2 pörtum af svartri mold móti 1 parti af þurri og smátt mulinni kúamykju. Planta síðan út þegar talsvert eru upp komin og vökva og hirða um eins og næpur en planta þeim miklu gis- nara. En af því að ég hverki sá né heyrði getið um kálhöfuð (cabbage) eður kál- höfðafræ heima ætla ég að láta fáein korn af fræi þessu innan í miða þennan ef ske kynni að heppnaðist að þau kæmust alla leið. Og ef það verður þá færðu föður þínum þau. Mikið glaður yrði ég ef hann vildi reyna þetta sem ég hef talað um, og ekki síður ef það gæti komið að nokkru liði. Og væri gott ef fleiri vildu reyna þetta. Það hefi ég ímyndað mér að faðir þinn hefði gaman af að sýsla við að sá garðtegundum hérna þar sem til eru milli 30 og 40 tegundir af þeim. Ég hefi oft óskað að hann væri með öllu sínu horfinn hingað og séra Benedikt í Múla og Halldórsstaðabræður. En ég hef ekki óskað þér, frændi, hingað af því að þú ert svo heilsutæpur og líklega ekki nógu efnaður til að byrja búskap hérna. Værir þú annað hvort vel ríkur eða vel hraus- tur vildi ég feginn óska þér hingað líka með hinum. Berðu kæra kveðju mína í Halldórsstaði og svo til allra í Laxárdal, jafnvel hraunklettunum og lækjunum líka. Mér er nú farið að leiðast að fá ekkert bréf að heiman og bið þig því nú að skrifa mér til með fyrstu ferð. Vertu með öllum þínum frændum og vinum falinn Guðs vemd á hendur um tíma og eilífð, þinn frændi Benedikt Arason Adressið mitt það rétta getur þú fengið hjá Jakob á Grímsstöðum. *** Böðvar Guðmundsson is an award-win- ning author of two books based on the so-called “America letters” written by the early Icelandic settlers to their rela- tives and friends back home. Böðvar sent us two letters dating from the eariy settlement period. The English translation of this let- ter will appear in the next issue. <ii& ih unw fim* im wr wwi m n rwtT HtiT'KkihrN ^ rint i nn whfciiM

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.