Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Einstæö
hringferð
Mynðin er tekin inni við Nesti
við Suðorlandsbraut um kl.  1
í gærkveldi, en þá voru þessir
ferðalangar að koma úr hring-
ferð um landið. Þeir voru tæpa
f jóra sólarhringa á leiðinni og
gekk ferðin í alla staði eins og
bezt varð á kosið og komust þeir
klakklaust hjá öllum farartá!m-
um. Þetta mun í fyrsta skipti,
sem ekið er f kringum landið í
einuin áfanga, og furðulegt ei
að það skuli vera hægt á þess-
um tíma árs.
Hér stanða þeir bjá f»-
um, Ingólfur Sigurðss. (vinstra
megin) og Björn Stefánsson.
Jeppinn er eign Ingólfs. Hann
er bæði með talstöð og spili og
er þvi hið ákjósanlegasta farar
tæki til slíkra ferða.
44. ár?. - Fimmtudagur 17. janúar 1963 - 13. tbl.
A
Það hefði einhvern tíma veriff á-
litið ótrúlegt, að hægt væri 'að aka
í kringum landið á þessum tíma
árs. Kn á laugardagskvöldið lögðu
tveir menn af stað úr Reykjavík
á Land-Rover Diesel-jeppa og hugð
ust freista þess að komast hring-
inn — og það tókst. Þeir komu aft
ur til bæjarins í gærkveldi um sjö
AFLASÖLUR
ERLENDÍS
Fimm íslenzkir togarar seldu afla
erlendis í gær. Tveir seldu í Bret
landi og þrír í Þýzkalandi.
Samanlagt seldu þessir fimm
togarar fisk fyrir 9,3 millj. ísl. kr.
Karlsefni seldi 192,2 lestir af
fiski í Grimsby fyrir 12.860 stpd.
Marz seldí í Hull 264,5 lestir af
fiski fyrir 17.373 stpd.
Haukur seldi í Bremenhaven 74
lestir af síld fyrir 36.300 mörk og
135 lestir af öðrum fski fyrir 111.
200 mörk, samtals nam salan 147,
S00 mörhum.
Pétur Halldórsson seldi síldar-
farm í Riel, 278,8 lestir fyrir 162,
582 mörk.
' Sigurður seldi í Cuxhaven í íræv
Bg fyrradag 207,4 lestir af fiski fyr
ir 134.232 mörk og 158,7 lestir af
síld fyrir 74.507 mörk, samtals nam
salan 208,739 mörkuni.
Margir samn-
ingafundir
Samningaviðræður mi'Ji
stjórnar Dagsbrúnar og at-
vinnurekenda standa enn
yfir. Síðan 15. nóv. hafa marg
ir fundir verið haldnir, cn
með litlum árangri, að sögn
talsmanns Dagsbrúnar. Fund
ir hafa verið nokkuð tíð'ir nú
eftir áramótin, og var síðasli
fundur haldinn sl. fimmtudag
og verður annar nú í vikunni.
leytið eftir tæplega fjögurra sólar-
hringa ferðJUdrei fyrr hefur verið
ekið í kringum landið í einum á-
fanga, og er einstakt að tíðarfarið
skuli leyfa slíkt ferðalag á þessíua
tíma árs.
Mennirnir, sem fóru þetta fcrða
lag eru báðir úr Kópavogi, og heita
Ingólfur    Sigurðsson    og    Björn
Stefánsson. Alþýðublaðið hitti þá j
félagana að máli í þann mund er !
þeir komu til bæjarlns í gærkveldí. |
Þeir lögðu af stað héðan úr bæn I
um kl. átta á laugardagskvöld og ¦!
fóru suður um. Eina nótt gistu þeir I
á bænum Hólmi í Landbroti.en ann
ars sváfu þeir í bílnum, og sváfu ,
til jafnaðar 6-8 klst. á sólarluring
en skiptust annars á um aksturinn
Alls óku þeir rúmlega 1600 km, en
Ingólfur taldi ef beint væri farið
mundi þessi leið vera um 1490 km.
á lengd.
Þeir kváðu ferðalagið hafa geng
ið mjög vel í alla staði. Verstu
farartálmarnir hefðu vötnin að sjálf
sögðu verið, einkum Skeiðará. Þar
hefðu verið mjög háir bakkar, sem
valdið hefðu þeim erfiðleikum.
Bíllinn er með spili, ög urðu þeir
að nota það til þess að komast á-
fram.
Jökulsá á Breiðamerkursandi var
ekki á ís' eins pg þeir hefðu
reiknað með, urðu þeir því oð
ferja bílinn yfir hana. Tngólfur
eagði ennfremur, að Súla hefði ver
ið mjög slæm á þeim stað, þar sem
vanalega er farið yfir hana, og
hefðu þeir orðið að aka 7 km niður
með henni og þar komust þeir yíir
hana á ís og var breidd hennar þar
um það bil 3 km.
Ekki hefði mátt tsepara standa.
að þeir kæmust yfir Möðrudalsör-
æfin, sagði Ingólfur, því þar byrj-
aði að skefla, þegar þeir voru þar
á ferð. Ef þeir hefðu verið únum
degi seinna á ferðinni hefðu þeir
lent í erfiðleikum þar.
Þeir félagar kváðu alia vegi hafa
verið skínandi góða, en sums staðar
hefðu verið töluverðir svellbunkar.
Það er Ingólfur, sem á bifreiðina
sem þeir notuðu til ferðarinnar
og er hún mjög hentug til slíkra
ferðalaga því í henni er talstöð og
hægt er að grípa til spilsins, þegar
önnur ráð þrjóta.
Þetta ferðalag er merkilegt að
Framhald á 14. síðu,
Barinn, rændur og liggur nú þungt haldinn:
HROTTALEG ÁRÁS
á GAMLAN MA
RÁDIZT var á 60 ára gamlan ntan
bæjarmann einhverntíman fyrir
klukkan 11 í fyrrakv&ld. Var hann
barinn í höfuðið með flösku, sem
Góður afli
hja Sand-
gerðisbátum
Frá Sandgerði róa nú alls tíu
bátar með línu. Hafa þeir yfirleitt
aflað vel undanfarið og hefur afl-
inn komizt upp í rúmlega 18 lest-
í róðri, sem teljast verður miög
gott.
Eftir fyrstu tvær vikurnar aí
Framh. á 14. síðu
mun hafa brotnað, en glerbrot
sátu eftir í andliti hans. Var gamli
maðurinn rændur 800 krónum á-
samt veski og ýmsum persónuskil-
ríkjum. Lá hann þungt haldinn í
gærkvöldi, en árásannaðurinn var
ófundinn.
Um klukkan hálf ellefu í fyrra-
kvöld, kom maður nokkur inn á
Adlonsjoppuna, sem er í Aðal-
stræti. Sá hann þá gamla mann-
inn þar inni, og var hann alblóð-
ugur í framan. Yfir honum stumr-
aði þá ungur piltur, hár, grannur
og dökkhærður. Sneri hann sér
að aðkomumanninum, og bað hann
að fara með gamla manninn upp
á slysavarðstofu, sem hinn gerði.
Á leiðinni þangað skýrði gamli
maðurinn honum frá því, að hann
hefði verið laminn í höfuðið, rot-
aður og rændur. Eftir að hafa kom
ið manninum á Slysavarðstofuna,
reyndi hinn að hafa upp á svart-
hærða piltinum, en þá var hann,
horfinn og hefur ekkert spurzt
til hans síðan.
Á Slysavarðstofunni kom í ljós,
að gamli maðurinn var mikið slas-
aður. Á annarri augnabrúninni var
stórt og mikið sár, og stóðu gler-
brotin út úr því. Beinið hafðl
skaddast, og var augað svo sokk-
ið, að ekki var unnt að rannsaka
hvort það hafði orðið fyrir
skemmdum eða ekki.
Gamli maðurihn hefur skýrt
lögreglunni svo frá, að hann 'hafl
hitt mann, sem hann hafði gefið
vín að drekka. Hinn hafði þá béð-
ið um peninga, en þegar gamli
maðurinn neitaði því hafði árás-
armaðurinn engin umsvif og barðf
hann í höfuðið. Maðurinn Vissl
ekkert hvar það hafði átt sér stað,
Framh. á 14. síðu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16