Árvakur - 11.04.1914, Blaðsíða 1

Árvakur - 11.04.1914, Blaðsíða 1
Minnisseðill. 11. Vj>i-íl 1014. Ávarp til alþýðukjósenda i Reykjavik. Kosningardagurinn er kominn, þiö eigið þvi að gera ykkur glögga grein íyrir, hverja þið eigið að senda á þing. Leyfið mér, sem er einn úr ykkar hóp, að skýra ykkur stuttlega frá kosningarhugleiðingum mínum. Engum dylst að hór i hæ er aðal- lega um 2 flokka að ræða: alþýðu- menn sem iifa af handafla sínum, og embeettismenn og stærri atvinnurek- endur, sem lifa af embættislaunum sinum og atvinnurekstri. í>að er og kunnugt að síðari flokk- urinn á marga fulltrúa, bæði á þingi, og ekki sízt þar sem landstjórnin er. Núverandi ráðherra hefir frá upphafi vega sinna verið broddborgari og borið hagsmuni þeirrar stéttar fyrir brjósti, aiþýðuna hefir hann látið skifta sig litlu, eins og einokunarfrumvörp hans og meðnefndarmanna hans, fylgið við læknataxtann 1907, sóknargjöldin 1909, vörutollslögin 1912 og skattafrumvörp- in og launafrumvörpin 1913 sýna og sanna. Þið getið því átt von á nýjum álögum. Og það því fremur sem mér er ekki kunnugt um, að i flokki sambands- manna sé nokkur sá, er viiji á sig leggja að vera talsmaður lítilmagnans gegn ónærgætni stjórnarinnar og flokks hennar. Við verðum því að eiga öruggan fulltrúa á þingi til þess að hlúa að hagsmunum okkar og verja okkur yfirgangi. Og Jíklegasti fulltrúinn er Lárns H. Bjarnason af öllum þing- mannaefnum þeim sem eru í boði. Litum fyrst á Jónana, þingmanna- efni Sambandsmanna. Jón Magnússon er velviijaður mað- ur og greiðvikinn við æðri sem iægri. En hann hefir ávalt átt því láni að fagna á þingíerli sínum, að vera nú- verandi ráðherra sammála. Jón Þoriáksson verkfræðingur er séður og vel viti borinn; en hann heflr frá blautu barnsbeini, eins og verkfræðing sæmir, tamið sér að spyrja um, hvað borgi sig bezt. Og því er hann líklegri til þess að styðja hverja stjórn en fella, jafnvel þó ástæða væri til skifta. — Sveinn Björnsson og Sig- urður Jónsson þingmannsefni sjálstæð- isflokksins eru báðir vel viti bornir menn, en óreyndir í pólitík. — Aftur á móti er Lárus H. Bjarnason reyndnr fulltrúi alþýðunnar. Sakir hags- muna hennar hefir hann þau 14 ár, er hann hefir setið á þingi, margoft slegið marga brýnuna við beztu vini sína og floksmenn, að eg ekki nefni andstæðinga hans. í bæjarmálum hefir hið sama verið upp á baugi. Hann er sjálfkjörinn og örnggnr talsmaður alþýðnnnar, og þetta hef- ir, þegar á alt er litið, meir en nokk- uð annað bakað honum óvinsældir hjá svonefnum höfðingjum og þeirra liði. Þeir kunna ekki við að fyrirætlanir þeirra séu afhjúpaðar og sýndar í sínu rétta Ijósi, sízt af samstéttarmanni, og vita að alþýðan er þó að lokum sú sem ræður þingi og stjórn, þegar hún lærir að þekkja sinn vitjunartíma. Kjósum því allir prófcssor Lárns H. Bjarnason og einhvern þann mann með honum sem vór teljum líklegan til þess að gæta hagsmuna ali.ýðu þessa lands, því velfarnan al- þýðunnar er velfarnan landsins. Alþýðumaður. Kosningablaðs-þvœttingi »Lögréltu“ i dag, verður svarað siðar. Hvai Mr l. H. B. gert? Af því að kosningablað »ísaf.« sem kom út á föstudaginn langa, þann daginn, sem er átakanlegasti vottur um ofurmagn ranglætis og rógs, nauðgar sannleikanum óvana- lega rikt og ófimlega um gerðir L. H. B. í almenningsþarfir, skulu hér stuttlega talin þau málin, sem L. H. B. hefir látið sérstaklega til sin taka. Á alþingi 1901 skiftust menn sérstaklega um 2 mál: Annað var Landsbanka- m á 1 i ð . »ísaf.« og hennar þinglið vildi þá friðlaust leggja landsbank- ann niður og reisa danskan banka »íslandsbanka« á rústum hans. L. H. B. barðist á móti þvi með hnú- um og hnefum, lagði til að bank- inn fengi að standa áfram við hlið hlutabankans danska, sbr. þiqgskjal 481, 1901, en svo grimmir voru þá- verandi andstæðingar, núverandi vinir bankans, að þeir drápu þessa tillögu i neðri deiid. En hún sigraði samt, því að landshöfðingi leiddi hana óbreytta til sigurs i efri deild, sbr. þingskjal 625, 1901, og málið kom svo seint til neðri deildar aftur, að hún þorði ekki að fella breytingu efri deildar, með þvi að þá hafði ekki unnist tími til að koma hluta- bankanum á. Hitt málið var stjórnar- skrármálið. Vinir »ísaf.«, þánefndir Valtýingar, héldu fram ráðherrastjórn í Kaup- mannahöfn. En 10 menn í neðri deild, þar á meðal L. H. B„ tóku upp hugmyndina um innlenda stjórn. Valtýingar höfðu sitt fram, en á næsta þingi sigraði þó Heioiastjórn- ar-stefnan. Á ankaþinginu 1902 var samþykt frumvarp um að ö 11 stjórn islenskra sérmála skyldi alflytj- ast hingað. L. H. B. var aðalstuðn- ingsmaður þess frumvarps, en þó skal fúslega játað, að ísaf. og henn- ar menn studdu það síðar drengi- lega. »ísaf.« sagði frumvarpið svo gott þá um haustið, að wóhugsandi væri að nokkur íslendingur gcrðist svo fifldjarfur að hrófla við þvi«. Á því þingi flutti einn af þáver- andi vinum »ísaf.«, Guðlaugur sál. Guðmundsson í annað sinn frumv. um að leygja landhelgina fyrir báð- um Skaftafellssýslunum, bestu fiski- mið botnvörpunga okkar, útlendum auðmönnum, og fékk í lið með sér ýmsa góða menn, t. d. H. Hafstein og Pétur Jónsson, en L. H. B. og nokkrir fleiri lögðust svo fast á móti að frumvarpið féll í annað og síð- asta sinn. Hvað ætli botnvörpungar vorir hefðu sagt, ef allur sjórinn fyrir Skaftafellssýslunum báðum hefði ver- ið lokaður fyrir þeim? Á alþingi 1903 báru 2 fylgismenn »lsaf.« Guðl. Guðm. og Sk. Th. fram frumvarp um ákyrgð ráðherra, en það var svo bágborið, að þingið lagði það alveg á hylluna og samþykti gagn- ólíkt frumv. sem L. H. B. samdi. Frvarpið þótti þá ekki lakara en það, að það var samþykt í báðum deildum i einu hljóði alveg óbreytt. Alþt. 1903 A 181—86 og B 218—21. Á sama þingi samdi L. H. B. fr.- varp til landsdómslaga, sem þó ekki varð útrætt á þvi þingi. En svo gott þótti neðri deild fr.varpið, að hún samþykti það i einu hljóði. Alþt. 1903 B 248, 52. 1905 lagði stjórnin frumvarpið fyrir að nýju og þó lakara að ýmsu leyti, meðal annars með þeirri breyt- ingu, að nú þurfti 4/s dómenda i stað 2/s e^*r frv- frá 1903 til að sakfella ráðherra. Gallarnir sem Kbl. ísaf. telur á lögunum eru þvi ekki L. H. B. að kenna, enda enn ríkar varið sakleysi manna í ýms- um öðrum löndum. Þannig þarf alla kviðdómendur til að sakfella sakborinn mann i öllum brezkum löndum. Á alþingi 1907 og í kirkjumálanefndinni árið á undan átti L. H. B. mikinn þátt í stórbótum á ýmsum helstu göllum á kirkjumálum vorum, og væri gam- an að vita meðal hvaða skepna »Kosninga-Páll« hefir lifað, hafi hann engan heyrt minnast þeirra laga »óbölvandi«. Eða var það ekki til bóta að fá söfnuðum umráð kirkna sinna? Var það ekki til bóta að leyfa sóknarmönnum að kjósa frjálst milli allra umsækjanda? Var það ekki til bóta að jafna laun sóknar- presta, án þess að íþyngja landssjóði eða landsmönnum með 1 krónu? Var það ekki líka til bóta, að gera prestum fært að húsa sæmilega prest- setrin sem hafa verið og eru al- mennings eign? Frá alþingi 1909 má minna á bannlögin og háskóla- lögin, sem L. H. B. átti mikinn þátt í. Hver þorir í alvöru að neita því að breytingar L. H. B. á bannfrum- varpinu, sbr. Alþt. 1909 A bls. 538 —44 hafi verið til bóta? Að minsta kosti ættu »ísafm.« ekki að neita þvi, því að þær voru flestar sam- þyktar í e i n u hljóði og allar með stórmiklum atkvœðamun og var L. H. B. þá þó i minni hluta sbr. bls. 578—80. Um það, hvort afskifti L. H. B. af háskólamálinu hafi verið nokkurs virði eða ekki nægir að vísa til Alþt. 1909. Hann var aðalflutnings- maður málsins á alþingi og hafði undirbúið það undir þing með hin- um embættisskóla-forstöðumönnun- um. Og þingflutningur hans á þvi var þannig lagaður, að það var samþykt í deild hans með öllum samhljóða atkvæðum B I bls. 432, 443. Frá alþimri 1911 má minna á hafnarlög Rvíkur og bankarannsóknina. Um afskifti L. H. B. af fyrra málinu nægir að visa til Alþt. 1911 B I bls. 761, 65—6, 775—78. Og hvað hæft er i því, að banka- rannsókn efri deildar hafi ekki verið annað en »tómur. lygauppspuni« á Björn heitinn Jónsson, sést væntan- lega bezt af þvf, að 3 af tryggustu vinum B. J. greiddu atkv. með L. H. B. i því málf, sem sé: Gunnar Ólafsson, Jósef Björnsson og Sig. Stefánsson, þáverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, sbr. Alþt. 1911 B I bls. 440. Ekki vill »Kosninga-Páll« heldur eigna L. H. B. neinn þátt í afdrifum einokunarlaganna 1912. En það er of skamt síðan að nokkur trúi honum uin það. L. H. B. sagdi það fyrir hér í barna- skólagarðinum i Maí 1912, nokkr- um mánuðum áður en kom til mót- mæla úllendu sendiherranna, að út- lendingar myndu mótmæla þeim, sbr. Lögr. 29. Mai 1912, og um af- skifti hans af steinoliumálinu bera þingtiðindin nægilegt vitni. Ekki er »Kosn.-Páll« sannorðari um afskifti L. H. B. af konungsboð- skapnum. L H. B. fann fyrstur allra að honum, en ísaf. tók honum með fögnuði i langri ritstjórnargrein sbr. ísaf. 19. Nóv. 1913. Þar segir svo: »Væri bæði ilt og óviturlegt verk af oss að samþykkja stjórnar- skrána ekki á næsta aukaþingi, því er það að ísl. kjósendur verða nú fyrst og fremst að beimta af þing- mannaefnum öllum skýlaust loforð um að samþykkja stj.skrána óbreytta á aukaþinginu. Að fara nú enn að tefla frumvarpinu i t v i s ý n u, það væri slikt óheillaverk, að firra verð- ur þjóðina«. Ekki vill »Kosninga-Páll« heldur kannast við það, að L. H. B. hafi reynt að halda hlffiskildi fyrir e f n a - m i n n i mönnum. í því efni nægir að minna á mót- mæli hans gegn: uppskrúfuðum læknataxta 1907, sóknargjöldum 1909, farmgjaldi 1912, áttföldum fasteignaskatti 1913, margtöldum tekjuskatti á tekju/ága menn og hækkuðum launum með nýj- um þungum álögum. í þessu sambandi má og geta þess, að hann lagðist i bæjarstjórninni bœði móti hækkuðum lóða- skatti, er aðallega hefði hitt þá fátæklinga sem eiga kálgarða og fisk- þurkunarpláss og móti hinni geypi- legu lækkun á gjaldi fyrir v a t n s - s a 1 e r n i, sem aðeins kemur efna- mönnunum að haldi. Nú, en ef hin þingmannaefnin öll, sem sumpart eru óreynd og sumpart hafa sannanlega lagst móti hagsmunum almennings og al- þýðu eru líklegri til að reynast betur en L. H. B. bara af þvi, að annað parið ber sjálfstæðisflokks- nafn en hitt sambandsflokksnafn, þá er sjálfsagt, að hafna L. H. B., enda ætti það að vera hægðarleikur, alténd með beinum eða óbeinum sam- tökum milli flokkanna. Andstæðingar sumir halda þvi að kjósendum L. H. B„ að yfirstimpla 6. augað, augað, sem ekkert nafn stend- ur aftur undan ásamt auganu fram undan hans nafni. Pað er Lokaráð, til þess að ó- nýta atkvæði þitt. Pá mátt ekki snerta við 6. auganu. Þvi er of- aukið. F’ú átt að yflrstimpla augað fram undan uafni L. H. B., og svo aug- að fram undan því nafni, sem þú treystir best. L. H. B. er vís, ef allir fylgis- menn gera skyldu sína. Skrifst. Heimastj.m. 11. April 19U. í »KosningabIaði«, sem kom út í dag frá ísafold, er grein: Á ég að kjósa L. H. B.? Texti greinarinnar eru nokkur at- riði úr ræðu-kafla eftir mig í »Ar- vakri«. Ég minnist hjer að eins á örfá atriði setn sýnishorn af sannleiksást þeirri og samvizkusemi, sem grein þessi er rituð af. T. d. segir höf.: »Bannlögin. — Jón (o: ég) segir, að Lárus hafi verið andvigur bannlaga-stefnunni en þó greitt atkvæði með bannlóg- unum. — Eigum við þá helzt að kjósa þá á þing, sem fylgja þvi fram, sem þeir álita rangt — greiða atkvæði móti sannfæringu sinni?« Þeir sem lesið hafa það sem ég sagði um þetta efni, munu sjá alt annan lit á þessu heldur en því sem ég sagði. Ég sagði, að Lárus hefði verið hlyntur bindindisstarfsemi, en and- stæður bannlagastefnu. Því hefði hann eigi viljað leggja bannmálið undir alþýðuatkvæði eins snemma og gert var. Hann hafði ekki þá sömu trú og sumir aðrir, að at- kvæði alþýðu mundi falla á móti banni. En hann lýsti þá þegar yfir þvi, að ef atkvæði féllu með bann- inu, þá teldi hann sjer að sjálfsögðu skylt að veita alþýðuviljanum laga- búning og fylgja þeim lögum ræki- lega fram. Og það hefur hann gert allra manna einbeittast. Er þetta nú það sama sem Kosningablaðið hermir eftir mjer? Ég hafði sagt, að Lárus hefði verið forvígismaður i baráttunni fyrir þvi að fá æðstu stjórn sérmála vorra inn i landið 1902-’03. Um þetta segir Kosningablaðið, að barátta Lárusar hafi eingöngu snúist um það, að sannfæra sjálfan sig og aðra. Snýst ekki einmitt öll stjórnmála- barátta um það? f þessu tilfelli voru það sömu mennirnir, sem nú kalla sig »Sjálf- stæðismenn«, sem árið áður höfðu barist fyrir þvi, að æðsta stjórn sér- mála vorra skyldi vera i Kaupmanna- höfn (Valtýskan — Hafnarstjórnar- stefnan). Það voru einmitt þessír menn, sem létu sannfærast og greiddu allir atkvæði með stjórnarskrárfrv. þvi, sem þeir vilja kenna við Alberti. Og það er þeim hér sagt til hróss. En ekki ættu þeir nú að draga úr þökkinni til þeirra, sem þá komu vitinu fyrir þá. Um ráðherraábyrgðar-lögin segir Kosn.bl., að þau séu svo meistara- leg, að það sé alveg ómögulegt, að koma fram ábyrgð á hendur nokkr- um ráðherra eftir þeim. Væri nú svo, sem ekki er, þá væri það ekki að kenna ábyrgðarlögunum, sem eru óbrjálað verk Lárusar. Sé það örðugra en æskilegt er, að koma á- byrgðinni fram, þá er það lands- dómslögunum að kenna, — þó ekkí frv. Lárusar að þeim lögum, heldur breytingum, sem stjórnin gerði á þvi 1905. — Stjórnin hækkaði mjög tölu dómaranna, sem til áfellisdóms þurfti og fjölgaði mjög tölu þeirra, sem ákærði mátti ryðja. — En auk þess er það fjarstæða ein, að »ómögulegt« sé að koma ábyrgð fram eftir lögunum, jafnvel eins og þau eru. Tíminn er of naumur til þess aö taka fyrir alla þessa grein lið fyrir lið. Þetta verður að nægja, sem sýnishorn. Það sem blaðið segir um kirkju- málalögin (sem vel að merkja eru alt önnar lög en nefskattslögin, sem óvinsæl eru og Lárus barðist móli); það sem blaðið segir um háskóla- lögin, um launahækkunarfrumvörpin og um fleyginn í konungsúrskurð- inum stendur alt á sömu brauðlót- unum og er alt jafn auðvelt að tæta sundur lið fyrir lið. En geta má þess, að engin merki sáust til þess, að Sjálfstæðismenn fyndu neina hvöt til að rísa upp á móti þessum fleyg fyr en Lárus hafði fyrstur allra krufið konungs-úrskurðinn væntan- lega og orðalag hans til mergjar í Arvakri. Ekki fyr en þar á eftir lét Jón Jensson til sín heyra á Stú- dentafélagsfundi í sömu átt. Og löngu siðar þeir Einararnir, Bene- diktsson og Arnórsson; en sið ist urðu þau »Ingólfur« og »lsafold« til að taka að sér þann málsstað, sem Lárus hafði fyrst dregið fram. 10. April 1914. Jón ólafsson. Gutenberg - 1914*

x

Árvakur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árvakur
https://timarit.is/publication/164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.