Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						Nr. +.
Reykjarík,  2. nóv.
1913
Afgreiðsla Dagblaðsins
er í STíólastrseti 3. Opin
kl. 10—12 og 4—6 daglega.
Aixg,lý!siiign.tri sé skilað í
prentsmiðjuna Griatenberg'.
Munið að verðið er að eins
25 aura þumlungurinn.
Heimilisblaðið
heldur Jón Helgason prentari
áfram að gefa út hér í bænum;
hefir áður gefið það út á Eyr-
arbakka.
Nýjan gasmótor
er verið að setja niður í prent-
smiðjunni Gutenberg, er hefir
10 hesta afl.
€nn ein.
Hallgr. Jónsson, Stgr. Arason:
LEÍKFÖNG.
Lesbók á eftir stafrófskveri.
Út af fyrir sig er það ekki
nema gott og blessað, að fá
svona öðru hvoru eitthvað
handa börnunum að lesa. Og
til skamms tíma hefir einmitt
verið vöntun á slíkum bókum,
sérstaklega í barnaskólum. En
nú upp á siðkastið berst alveg
nóg á markaðinn af slíku tagi.
Eins og aðrir smápésar eftir
ýmsa, vitra og óvitra, verða nú
fyrir augum i bókabúðum og
blaðaklefum. Sumir menn virð-
ast gera sér það að atvinnu, að
unga út smákverum »fyrir
börn«. Að því er auðvitað lítið
að flnna, ef höfundarnir eru
ekki börn að mætti í þeim efn-
um, sem þó vill brenna við.
Fest af þessum barnabókum er
að skaðlausu lesandi. En það
er ekki nóg, að kverið sé ósak-
nœmt andlegum þroska barns-
ins, það á að vera uppbyggi-
legt og innihalda umhugsunar-
Vonin.
Vér ferðumst hér glaðir, þó framtíð sé huld,
því framgjörn er vonin til dáða,
þótt forlögin séu í dagsljósi duld
og draumana ei takist að ráða.
Hún bendir í fjarska á fegurstu sýn
á framtiðarlöndin vor heiðu,
þar alsæluröðull á skrauthýsi skín
og skrúðgræna vellina breiðu.
JA.p.
efni handa lesandanum, og
þannig að efni, að það hressi
við hið göfuga og góða í til-
finningalífi barnsins.
Og menn, sem ekki geta eða
tíma að leggja neitt af hjarta
sínu i barnalesbækurnar, ættu
ekki að skrifa fyrir börn. And-
laus og litlaus skrifflmska um
hunda, ketti, álfa, grýlur, fugla
og fiska, er ekki frekar upp-
byggilegt börnum en fullorðn-
um mönnum.
»Leikföng« eru laus við flesta
þessa ókosti. Þau bera það með
sér, að þau eru skrifuð af
mönnum, sem virðast hafa haft
all-ljóst hugboð um hvað þeir
voru að gera, og dálitla hæfi-
leika til að skrifa fyrir börn.
Höf. hafa gert sér far um að
hafa dálítið umhugsunarefni í
hverjum leskafla, en spilt hafa
þeir þroskagildi þess umhugsun-
arefnis fyrir nemandann, með
því að sína vizku sína í óþörf-
um úrlausnum.
í barnalesbókum er það
rétt gert af höfundinum að sitja
við að Ieita eftir og geta sér til
hverjar spurningar barnið muni
gera út af þessu efni sem það
les um, en það er ekki rétt gert
af honum að taka ómakið af
hugsunarviðleitni barnsins, með
því að svara þeim sjálfur. Að
því hafa höf. »Leikf.« gert o/
mikið, en þó ekki gert kverið
einskisvirði með því.
Sumar sögurnar í kverinueru
mætavel sagðar, eins og t. d.
»Héðinn og Hulda« »Svanhvít«
og sérstaklega »Fjára og Grána«
og »Tvennir timar« og nokkrar
fleiri. Sumar sögurnar, sem efn-
ið er mest í og mest mátti úr
verða hjá Iistfengum mönnum,
hafa mishepnast eins og t. d.
»Sólargeislinn«. Sú saga hefði
ekki átt að vera lengri en aftur
að III. af þvi það er höf. um
megn að halda listinni, sem
bregður ljóst fyrir í fyrri part-
inum, vakandi gegnum seinni
part sögunnar. Óneitanlega er
æfintýrið í seinni parti sögunn-
ar fallegt, en úr þessum guð-
dómsgeisla, sem höf. fer frum-
lega með í II. hefði teplunni átt
að verða meira úr en kóngs-
syni. Sagan er brot af lista-
verki en ber ótvíræð fingraför
viðvaningsins.
Það er ekki á allra færi að
skrifa æfintýri. Margt fleira
mætti um þessi »Leikföng« segja,
þau eru þess vel verð, en minn-
ið leyfir mér ekki meira. Kver-
ið er í röð hinna beztu barna-
bóka, sem samdar hafa verið á
isl. og sjálfsögð lesbók fyrir börn.
Myndirnar eru dágóðar og eiga
allvel við, þó ekki séu þær ís-
lenzkar. Og það bera þær með
sér sögurnar, að þær eru skrif-
aðar um myndirnar, en mynd-
irnar ekki gerðar eftir sögunum
(Níöurlag á 4. slðu).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14